Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐfVr&JINrN — Föstadagur 9. september 1966. Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Gudmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fridþjófeson. - Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Her á uadanhaUi Tl/feð bandaríska hermannasjónvarpið inni á þús- undum íslenzkra heimila hefur hernaðarstór- veldi komizt næst því að skapa sér færi á að her- nema hugi íslendinga, gera þá andlega háða bandarískum herstöðvum á íslandi sem varanlegri staðreynd, færi á að gera hugi íslenzkra barna og unglinga gegnsósa af bandarískri ómenningu og bandarískri tungu. Hversu megn spillingaráhrifin eru orðin skils't bezt ef athuguð eru ummæli þau sem sumir hinna svonefndu sjónvarpsáhugamanna hafa látið frá sér fara í blöðum, annar eins undir- lægjuháttur og skeytingarleysi um þjóðerni ís- lendinga og tungu mun vandfundin frá því í mestu niðurlægingu íslendinga undir dariskri stjórn. Kröfu vissra manna í Vestmannaeyjum um jafn- rétti til að hirða útsendingar hermannasjónvarps- ins á við íslendinga á Suðurnesjum verður sjálf- sagt lengi minnzt að eridemum. Þáttur íslenzkra ráðherra, einkum þó Guðmundar í. Guðmunds- sonar, sem leyfði hina miklu og ósvífnu orkuaukn- ingu og stækkun sjónvarpsstöðvarinnar í trássi við íslenzk lög og með blekkingafroðu eina að vörn á Álþingi, mún lengi talin til vansæmda. Sá þátt- ur nær yfir játningu Gylfa Þ. Gíslasonar að ráð- herrarnir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera, til hins vesæla bréfs Hrnils Jónssonar til aðmíráls- ins og forherðingu ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem alltaf hafa staðið með hinum erlenda her og ríkisstjóm hans í þessu máli. TT'akmörkunin á hermannasjónvarpinu er tví* mælalaust beinn árangur af baráttu þjóðræk- inna íslendinga, bandaríski herinn er knúinn til undanhalds. Andstaðan gegn dátasjónvarpinu hef- ur mjög færzt í aukana síðustu misserin og nær orðið langt inn í hemámsflokkana, ekki sízt til stækkandi hóps stúdenta og annarra mennta- manna og listamanna. Það mun ekki þykja sann- færandi þó reynt sé að hafa aðrar ástæður í fyrir- rúmi, hvorki Bandaríkjaherinn né ríkisstjórnin er fús að játa ósigtirinn. Og vel þarf að vera á verði um framkvæmd þess sem nú er lofað og herða á þar til útvarp og sjónvarp hersins er algerlega takmarkað við hermennina. En þessi árangur bar- áttunnar gegn sjónvarpshneykslinu getur boðað annað meira, að nú megi vænta einbeittrar sóknar og árangursríkrar gegn sjálfri hersetunni og þeim valdamönnum og flokkum sem vilja að hún verði ævarandi. Herstöðvastefnan er að ganga sér til húðar á íslandi og valdamenn og flokkar sem hyggjast einnig framvegis hanga aftan í Banda- ríkjunum ættu að geta átt á hættu óþægileg úr- slit í næstu kosningum. Risin er í hernámsflokk- unura alda andstöðu og óþolinmæði við óstöðvandi knéfall flokksforingjanna fyrir Bandaríkjastjórn og bandarískum her^ og ekki ólíklegt að þeir flokksforingjar sem liprast iðka þá íþrótt verði að fara Rð gera það upp við' sig hvort þeir ætli fram- vegis að temja sér að standa uppréttir andspæn- is erlendu valdi. — s. Pýþagorasar tuttugustu aldar rússnesk stærðfræðirit. Ég get t.d. lesið rússnesku og þekki vel fróbærar rannsóknir A. Markovs, Maltsévs og fleiri sovézkra stærðfræðinga. Alþjóðaþingið getur stuðlað að því að tilraunir stærðfræð- inga frá mörgum löndum verði samræmdar S lausn sérstakra stærðfræðivandamála. Þýðingarmikið hlutverk Stærðfræði hefur þróazt nð miklu leyti vegna notagildis, segir Vorobiof forstjóri raf- reiknastofunnar í Leningrad. Hún var fundin upp vegna nytjanna og þjónar raunveru- legum þörfum. Þarfir fyrir stærðfræði auk- ast mjög ört á ýmsum sviðum og þess vegna verðum við að hafa fleiri stærðfræðinga. Við þyrftum að hafa milji 20 og 30 þúsund stærðfræðinga nú og þar sem þörfin fer allt- af vaxandi tel ég það nauðsyn- legt að kynna stærðfræði bet- ur fyrir ungu kynslóðinni og reka áróður fyrir henni. Ekki er hægt að gera of mik- ið úr þeim hag sem leiðir af árangri í stærðfræði bæði í efnahagslífi og á alþjóðavett- vangi. Það eru miljónir og jafnvel miljarðar rúblna. sem þar er um að ræða vegna þess að árangur í stærðfræði tókn- ar bætt lífskjör og fullkomnun þeirra áætlana, sem við höfum sett okkur bæði heima og er- Iendis. Prófessor Cartan frá Frakklandi flytur skýrslu á þinginu. Gúmmívinnusfofan h.f. Skipholti 35 - Símar 3T055 og 3068U rannsóknir vcxru nauðsynlegar áður en hægt var að skjóta á loft fyrstu gervihnöttunum. í hagfræði fer þáttur stærð- fræði sívaxandi. Eftír því sem fleiri og hrað- virkari rafmagnsheilar eru teknir í notkun fer gildi stærð- fræði mjög vaxandi fyrir al- menna þróun allra vísinda. Með þessum tækjum er hægt að leysa dæmi sem fyrr var aðeins mögulegt, að leysa í kenningu þar sem óhæfilega miklir útreikningar eru nauð- synlegir. Ég nefni Moskvuháskóla sem dæmi um víðfeðmi stærðfræði nú á dögum. Ef við sleppum vélfræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði, þar sem stærðfræði hef- ur ávallt verið notuð er henni Ferðir F. í. um helgina .★] Ferðafélag Islands ráð- gerir eftirtaldar ferðir um næstu helgi: 1. Búðarháls og að Þjórsár- fossum. Farið kl. 20 á föstudagskvöld. 2. Landmannalaugar. 3. Þórsmörk. — Þessar ferðir hefjast kl. 14 á laugardag. 4. Gönguferð á Helgafell og Búrfell. Farið kl. 9,30 á sunnudagsmorgunn frá Austurveíli. Farmiðar í sunnudagsferðina eru seldir við bílinn, en í hinar á skrifstofunni, sem veitir allar nánari upplýsing- ar. Símar 19533 — 11798. stærðfræði. Ný stærðfræðitímarit heíja göngu sína. Það er farið að verða erfitt að fylgjast með öllu þessu prentaða máli. Allt eykur þetta á mikilvægi skýrslna sem framúrskarandi stærðfræðingar flytja um efni sem þeir hafa einbeitt sér að á undanförnum árum. Þær munu sýna ungum stærðfræðingum horfur í stærðfræði yfirleitt og einstök- um greinum hennar. Persónuleg kynni vísinda- manna af ýmsu þjóðerni efla og endurnýja vísindaleg sam- skipti og fi'tjað er upp á nýj- um. Sérlega mikilvægur var sam- anburður vísindaárangurs stærðfræðinga frá ýmsum þjóð- um. Sovézk vísindi bafa eflzt töluvert í mörgum greinum stærðfræði og það er alþjóð- leg viðurkenning á dugnaði sovézkra stærðfræðinga að Moskva skyldi valin sem þing- staður. Fullkomið skipulag P. J. Cohen prófessor frá Bandaríkjunum segir að sér hafi þótt mjög mikið koma til Moskvuháskóla og rannsókna sem unnið er að í skólanum. Það var mjög ánægjulegt að háskólinn skyldi fenginn stærð- fræðingunum sem hafa komið mjög víða að. Skipulagning þingsins var fullkomin og naut styrks frá ríkisstjórninni, en það væri ó- ■ Stærðfræðingar frá rúmlega 60 löndum komu saman i Moskvu nýlega á alþjóðaþing stærðfræð- inga. BB Þegar ' þeir settust ,á rökstóla var óþarfi að hafa nokkra túlka. Mál formúla, tákna og talna var þeim öllum auðskilj- anlegt. ■ Enn er of snemmt að meta alla þýðingu þessa alþjóðaþings en hér fara á eftir ummæli nokk- urra þátttakenda. Síung vísindi Ivan Petrovskí forseti al- þjóðaþings stærðfræðinga seg- ist í fyrsta lagi vilja leggja á- herzlu á það að mikilvægi stærðfræðinnar fyrir allar vis- indagreinar aukist stöðugt. Stærðfræði er síung vís'inda- grein. Hún vex ört og ryður sér til rúms innan annarra vísinda. Eðlisfræði er óhugsandi án stærðfræði. Flóknar stærðfraéði- nú einnig beitt í efnafræði, líf- fræði, jarðfræði, hagfræði og málfræði. Sérstakar deildir fyrir stærð- fræðiaðferðir hafa verið stofn- aðar í Hagfræði- og málvís- indadeild Moskvuháskóla. Það er því ekki undrunar- efni að til alþjóðamóts stærð- fræðinga eru líka komnir sér- fræðingar á öðrum sviðum. Rannsóknarsvið stærðfræði eykst árlega og einnig fjöldi þeirra rita sem eru gefin út um hugsandi í Bandaríkjunum. Fulltrúarriir höfðu ágætt tækifæri til árangursríkra starfa og til þess að kynnast Moskvu og lífi sovézku þjóð- arinnar. Sovézk stærðfræði á sér langa og glæsilega sögu og það er aðeins nýverið að Banda- ríkjamenn hafa náð sama stigi. Að vísu var það á margan hátt auðveldara vegna innflytj- enda frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og eftir hana. Nú erum við undir sterkum áhrifum franska stærðfræði- skólans, sérstaklega Bourbaki. Bandarískir stærðfræðingar fylgjast einnig vel með störf- um sovézkra starfsbræðra sinna. Á undanförnum árum hafa margir lagt stund á rússnesku til að geta lesið Hér dbur höfðu menn afsökun fyrir að skilja ekki ensku. Nú er orðið erfiðara að afsaka sig. Athugaðu til dæm- is hina svonefndu T-flokka hjá Málaskólanum Mími. Þú sækir tíma tvisvar í viku, tvær stundir í senn. Fyrri kennslustundina skýrir íslenzkur kennari fyrir þér frumatriði málsins, en síðari kennslustundina þjálfar ENSKUR kennari þig í sama námsefni Á ENSKU. Þetta er ekki einasta fróðlegt — það er stórskemmtilegt. Tungumálanám tekur tíma. Þú lærir ekki alla Kóngsins Ensku fyrir páska. En eftir tvö námskeið ertu farinn að bjarga þér, og þú getur alltaf bætt við kunnáttuna síðar. Og eitt geturðu verið viss um: Þú verður þér ekki til skammar, ef þú bregð- ur þér út fyrir landsteinana. MÁLASKÓLINN MÍMIR Brautarholti 4, sími 10004 (kl. 1—7 e.h.). Hafnarstræti 15, simi 21655._,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.