Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. september 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA 5 Norrænu sundkeppn ■ inni senn að íjúka □ Þennan bikar gáfu Almennar tryggingar til keppninnar milli Reykjavíkur Akureyrar og Hafnarfjarðar um beztu þátttöku í Norrænu sundkeppninni. Sá þessara kaupstaða sem nær hæstri útkomu um almenna þátttöku og aukningu frá síðustu keppni hlýtur þcnnan veglega bikar. Bikarinn er farandgripur en vinnst til eignar þeim kaupstað er vinnur hann I þriðja sinn, en nú er keppt um bikarinn í fyrsta sinn og Vcrður hann til sýnis I sýningarglugganum í Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti. j-] Norrænu sundkeppninni Iýkur hinn 15. þ.m., og fer hver að verða siðastur að leggja sitt af mörkum til að tryggja sigur fslands í þessari keppni. „Reglur um keppnina eru okkur hag- stæðari cn áður, og við getum sigrað, ef við viljum‘‘, sagði Erlingur Pálsson, form. sundsambands fslands er hann kom við á Þjóðviljanum til að minna á Norrænu sundkeppnina og hvetja fslendinga til þátttöku. ÞJÓÐVILJANN vantar börn til að bera út blaðið í nokkur hverfi. Hafið samband við afgreiðsluna, sími 17500. Blaðburðarfólk vantar okkur strax í KÓPAVOG — Hringið í síma 40753 - ÞJÓÐVILJINN ÁBYR6Ð Á Hl ÚS6Ö6NUM Athugið, að merki ' þetta sé á húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsqó 02542 f RAMLEIÐANDl í : NO. | JÚSGAGNAMEISTARA- ÉLAGI REYKJAVÍKUR - ' • j HÚS6A6NAMEISTARAFÉLA6 REYKJAVÍKUR Ingimar Jónsson skrifar frá Budapest: Jazy hóf endasprettinn of seint og Tiimmler sigraði Q Seinni kepprtisdagur í fimmt- arþraut kvennai hófst með lang- stökkinu í morgun. Sigrún stökk þar 4-53 m sem gefur 632 stig. Hafði hún þá eítir fjórar greinar náð 2580 stigum. Bilið milli Sigrúnar og Muco frá Albaníu sem var næst laegst að stigum eftir þrjár greinar jókst því nokkuð því Muco stökk 5 metra. Mary Rand tókst ekki í þessari sérgrein sinni að draga Tikomirovu uppi og stökk aðeins 619 m, en Tikomirova stökk 6.01 m. Ros- endahl vann greinina með 6-28 m og hafði þá Tikomirova rúm 100 stig fram yfir skæðustu keppinauta sína þegar ein grein var eftir. Q f 200 m hl., síðustu grein tugþrautarinnar hlupu þær stigahæstu saman, þær Tiko- mirova, Rosendahl, Exner frá A-Þýzkalandi pg Rand. Rosen- dahl varð fyrst á 24-4 og vann rúm 80 stig af Tikomirovu sem hljóp á 25.3 sek en það nægði Rosendahl ckki. Tikomirova bar sigur úr býtum og var því verðugur fulltrúi fyrir hönd I. Press sem vafalaust hefði unn- ið þrautina hefði hún getað verið með. 13 Sigrún hljóp í riðli með Lubej frá Júgóslavíu, Vettor- azzi frá ftalíu og.Muco- Sigrún var á innstu braut en kom síð- ust út úr beygjunni og kom ca 25 metrum á eftir þeirri fyrstu í mark á tímanum 28.8 sek en sá tími gefur 632 stig. Á sama tíma hljóp tékkneska stúlkan Fomenkóva. 13 Samtals hafði því Sigrún fengið 3162 stig en hún og Muco frá Albaníu (3834 stig) voru þær einu af hinum 24 keppendum sem fengu færri en 4000 stig. Þar með lauk ís- lenzkri þátttöku f 8. Evrópu- meistaramótinu og mega í.s- lenzkir frjálsíþróttamenn muna fífil sinn fegri. 13 Grein dagsins var 1500 m hlaupið sem varð eins og vænta mátti afar skemmtilegt og tví- sýnt. í úrslitum hlupu Frakk- arnir Jazy, Wadoux og Nicolas, V.Þjóðv. Tummler og Norpoth og May frá A-Þýzkalandi, svo nokkrir séu nefndir. Jazy sem fyrir mótið var talinn líkleg- astur til að vinna hlaupið urðu á alvarleg mistök í hlaupinu eða kannski væri réttara að segja að Frökkunum hefðu orð- ið á mistökin, því milli þeirra átti sér engin samvinna stað sem hefði þó mátt búast við. Q f stað þess að taka forustuna og halda uppi milclum hraða frá byrjun, en það hefði komið sér vel fyrir Jazy, héldu Wadoux og Nicolas sig aftar- lega og létu Englendingana Simpson og Wilkinson ráða hraðanum sem var of hægur (400 m. 59,5; 8000 m 2.03,4), en það kom sér vel fyrir Nor- poth og Túmmler, sem báðir eru þekktir fyrir að vera sterk- ir á endasprettinum. Auk þessa unnu Þjóðverjamir mjög vel saman, og má segja að þeim hafi tekizt að sigra Jazy með þeim hætti. Kannski hefur Jazy líka um of miðað sig við May sem hafði þó engin af- skipti af úrslitabaráttunni, þeg- ar til kom. 13 Þegar 450 metrar vom eftir af hlaupinu hafði Norpoth for- ustuna en Jazy, May og Túmmler rétt á eftir. Þá fær- ir Túmmler sig upp að Norpoth og hlupu þeir samhliða báðar síðustu beygjumar. Jazy sem ekki gætti sín að fara fram úr fyrir síðustu beygjuna varð því að bíða með endasprettinn Wcrner von Moltke. þar til á beinu brautina kom, en þá var það orðið of seint. Túmmler sem hljóp utan við Norpoth hægði aðeins á sér á seinustu beygjunni svo Nor1- jx>th hafði náð 4—5 metra for- skoti á Jazy þegar út úr beygj- g.. unni kom. Síðustu 100 m voru æðisgenginn endasprettur þar sem Jazy gerði örvæntingar- fulla tilraun til að komast fram úr en Túmmler reyndist hon- um jafn sterkur og tókst að ; h-alda forskoti sínu en báðir fóm fram úr Norpoth. 13 Sigur Túmmlers kom eitt- hvað á óvart því almennt var búizt við því að hlaupið myndi vinnast á mun betri tíma eða um 3.370 mín en Túmmler hefur aldrei hlaupið undir 3.40.0 mín. Túmmler var þó engu að síður vel að sigrinum kominn, en hlaup hans var vel útfært, og á endasprettinum var enginn honum sterkari. inu. Badenski og Gredzinski höfðu meiri yfirburði en ef til vill hefði mátt búast við. Þegar á beinu brautina kom höfðu þeir ca- 3 metra forskot, og Gredzinski reyndist sterkari. Aðeins V-Þjóðv. Kinder reynd- ist þeim hættulegur á síðustu metmnum, en hann dró nokkuð á Badenski undir lokin. 13 Eftir þetta hlaup má fast- lega reikna með því að Pól- verjar vinni 4x400 metra boð- hlaupið með töluverðum yfir- burðum, en V-Þjóðverjar verða nú að komast af án meistarans König, sem tognaði í hlaupinu og varð að hætta þegar 100 m vom eftir. 13 I undanrásum í 200 m hl. kvenna unnu Klobukovska og Kirstsenstein sinn hvom milli- riðilinn og koma þær til með að vinna úrslitin á morgun, en það yrðu þá fjórðu gullverð- launin sem Pólverjar vinna 13 Úrslit í hástökkinu urðu mjög óvænt, en þar sigmðu Frakkarnir Madubost og Saint Rose. Að vísu mátti búast við því að öðmm hvomm beirra tækist að vera meðal þeirra fyrstu en að þeim báðum tæk- ist að vinna Skortsjov og hljóta fyrsta og annað sætið, það mun flestum hafa komið á óvart- Madubost fór 2 m: 2-06 og 2.09 m í fyrsta stökki, en sigurhæðina 2.12 m í öðru. Skortsjov þurfti tvær tilraunir við 2.03 m og 2.06 m en fór 2 09 í fyrstu og hefði því þurft að stökkva 2-14 m til að vinna. Pólverjinn Czemik sem líklegri þótti til að sigra Skortsjov en Frakkaimir, réði ekki við 2.09 m. Svíamir Jonsson, Dahlgren og NilssOn stukku aðeins 2.03 m. í KILI SKAL KJÖRVIÐUR IÐNlSÝNINGIN w 13 V-Þjóðverjar unnu mikinn sigur í dag, unnu tvær greinar ] þrefalt. I tugþrautinni vom | V-Þjóðverjamir Moltke, Beyer og Maltheis í sérflokki og var aldrei ógnað vemlega af sov- ézku tugþrautarmönnunum Aun og Storotsénkó sem voru lakari en búizt haíði verið við- Aðeins A-Þjóðverjanum Klauss tókst að veita þeim keppni, í síðustu greinunum gaf hainn eftir svo baráttan um fyrgtu sætin varð á milli hinna áður- nefndu V-Þjóðverja. 13 Moltke tók fljótlega fomst- una í þrautinni en hafði þó aðeins 7 stig fram yfir Klauss eftir fyrri daginn. 1 7. og 8. grcininni stangarstökkinu og spjótkastinu vann hann mikið á og hafði tæp 300 stig (7296 stig) fram yfir Mattheis (7004) sem var næstur í röðinni. Sig- urinn var því ekki frá honum tekin í síðustu greininni, þótt hann hlypi á lélegum tíma. 13 V-Þjóðverjar hafa á undan- förnum ámm lagt mikla rækt við tugþrautina- Á Ölympíu- leikunum í Tokío 1964 sigraði V-Þjóðv. Holdorf. CI 1 kringlukasti kvenna urðu þýzkar stúlkur í þremur fyrstu sætunum. A-Þýzka stúlkan Spielberg sigraði eftir harða keppni við þá v-þýzku Wester- mann sem nokkuð á óvænt tók fomstuna þegar í fyrsta kasti og bætti sig í því þriðjá upp í 57-38 m. I fjórðu umferð tókst Spielberg hinsvegar að ná lengsta kastinu 57.76 m- Ungverjar gerðu sér vonir um ungverskan sigur í þessari grein, en dr. Kleibeme varð að- eins fjórða. 13 Pólverjar bættu við sigra sína í spretthlaupunum með tvöföldum sigri í 400 m hlaup- IIÐNSYNINGIN 19661 Opnuð 30. ágúst — Opin 2 vikur Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og al- menning kl. 14—23 alla daga. Kaupstefnan allan daginn. — 11. dagur sýningarinnar. Dagur matvælaiðnaðarins. Barnagæzla frá kl. 5 til 8. Veitingar á staðnum. Sérstakur strætisvagn allan daginn á heil- um og hálfum tímum frá Kalkofnsvegi. Komið — Skoðið — Kaupið VERÐLÆKKUN hjólb. slöngur 670x15 kr. 1.070,— kr. 148,— 820x15 kr. 1.500,- kr. 150,— 500x16 kr. 625,— kr. 115,— 650x20 kr. 1.900,— kr. 241,- 750x20 kr. 3.047,— kr. 266,- EINKAUMBOÐI l MARS TRADIIMG SIMI17373 hvert sem þér faríð ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.