Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.09.1966, Blaðsíða 10
5 i i s i f I \ I * Dagur matvæla- iðnsýningunni ÆK ■NIONINASINOI Föátudagurinn 9. september er dagur matvælaiðnaðarins á Iðn- sýningunni 1966 sem haldin er í Láugardal í Reykjavik. Fyrir- taöki innan matvælaiðnaðarins, sem þátt taka í Iðnsýningunni eru 18. talsins. .Eru það einkum fyrir- tæki á sviði sælgætisframleiðslu, drykkjarvörugerðar, kexverk- smiðjur og niðursuðuverksmiðjur. Veigamikla ' þætti maíbvælaiðnaðar, svo sem mjólkurframleiðslu, kjötiðn- að og fleira vantar þó á sýninguna, þannig að ljóst er, að hún gefur enga heildarmynd af matvælaiðnaði landsmanna. 1 I % \ j I i n Framleáðsla ofangreindra 18 fyrirtækja er hin marg- bneytilegasta, og ótvírætt er, að hún stenzt fyllilega sam- anburð við samsvarandi er- lenda framleiðslu að því er gæði varðar. Mörg greindra iðnfyrirtækja hafa þó átt stöðugt vaxandi erlendri sam- kqppni að mæta og flest . þeirra eru skattlögð mjqg íreldqga af hálfu hins opin- beaca- Má í því sambandi nefna framleiðslnsjóðsgjald og inn- heimtu gjalda til styrktar og sjúkrasjóða auk verðlágseftir- lits, en allt þetta hlýtur að sjálfsögðu að standa rekstri fyrirtækjanna fyrir þrifum. Eftirtalin fyrirtæki sýna matvælaframleiðslu á Iðn- sýningnnni: Niðursuðuverk- smiðjan OUA Jif. í Kópavogi sýnir alls kýns niðursuðuvör- ur eins og nafn fyrirtækisins beji.dir til. Um 20% af fram- leiðslu fyrirtækisins fer á er- lendan markað í Bandaríkj- unum, V-Uýzkalandi og Frakk- landi. ög þar er eingöngu um að ræða murtu sem veidd er í Wngvallavatni. K. Jónsson & Co hf. á Ak- ureyri sýnir einkupi niður- seðnar sardínur og síld í ol- íu Qg tómat Mikill hluti af framleiðslu fyrirtækisins fer á erlendan markað og á sl. ári voru flu.ttar út vörur fyrir um 20 miljónir króna, Hjá fyrirtækinu vinnur allt að 130 manns. Matvæli og sæl- gæti í vinnÍRg Til þess að vekja athygli ajmennings á frainleiðsjuvör- um sínum hafa iðnfyrirtæki innan matvælaiðnaðarins á- kveðið að efna til skyndihapp- drættis á degi matvælaiðn- aðarins á Iðnsýningunni, í dag. Verðiir gestum Iðnsýn- ingarinnar þann dag afhentir happdrættismiðar með hverj- um aðgöngumiða. Verða mið- ar þessir ókeypis og verða afhentir við inngangana á sýninguna. Vinningar verða um 70 tals- ins og heildarverðmæti ca. kr. 25.000,00 á heildsöluverði. Verða vinningar eingöngu framleiðsluvörur verksmiðja þeirra er að þ<jssu standa. Má þar til nefna sælgæti hVerskonar, gosdrykki, niður- suðuvörur o.fl. Verða vinn- ingarnir hafðir til sýnis á sýningarsvæðlnu allan föstu- dagjnn. Dráttur í happdrætt- inu fer fram á sýningunni kl. 22-30 að kvöldi föstudags og verður framkvæmdur af borg- arfágeta. Viuningaskrá verð- ur síðar rækilega auglýst í blöðum. Afgreiðsla smjörlikisgerð- anna hf. sýnir bæði fram- leiðslu sína, smjörlíki og jurtasmjörlíki, og einnig hrá- efnin sem notuð eru og hvern- ig framleiðslan fer fram, en vélar allar eru sjálfvirkar. byiiii.júiuas rvexverksnnOjunnar Fróns h.f. vekur mikla at- hygli fyrir einkar smekklega útstillingu á framleiðsiuvörum verksmiðjunnar. Einn vinsælasti sýningargripurinn á Iðnsýningunni er þessi kaffikanna sem sírennur úr, og starfsmenn hjá O. Johnson & Kaaber hafa nóg að gera að útskýra þessa tæknibrellu fyrir sýningargestum. sem framleiðir öl hérlendis enn sem komið er. Sana hf. á Akureyri sýnir ýmsar efnagerðarvörur og fjölmargar gerðir af gos- drykkjum sem lengi hafa ver- ið vinsælir á Norðurlandi, en fyrirtækið hefur lítið haft á boðstólum hér syðra fyrr en nú á þessu ári. Nú í haust ætlar fyrirtækið að hefja framleiðslu á malti og öli og ákveðið er að síðarmeir verði fiiamleiddur sterkur bjór. Verksmiðjan Vífilfell hf. sýnir að sjálfsögðu aðeins Coca Cola því að önnur er framleiðsla fyrirtækisins ekki, en magnið er þeim mun meira þvi að allt að 90 þúsund flösk- ur af þessum drykk munu seljast hér hvern dag. Efnablandan hf. sýnirsúpu- jurtir, popcorn og kjarna- drykki. Sælgæti hverskonar, súkku- laði, brjóstsykur, karamellúr o.fl. góðgæti sýna þessi fyrir- tæki. Hf. Síríus, Nói og Hreinn, Amor hf., Svanur hf., Sæl- gætisgerðin Víkingur, Sælgæt- is- og efnagerðin '?>,eyja hf., Hafnarfirði, Súkfaulaðiverk- smiðjan Einda hf. á Akureyri, Sláturfélag Suðurlands sýnir kjötvöru alls konar, bæði ó- unnið kjöt og marga fjöibreytta unna kjötvöru. Þar kemur fram að um þriðj- ungur þess efnis sem notað er til smjörlíkisgerðar er þorska- lýsi sem hert er hér í verk- smiðjunni að Kletti. Kaffibrennsla O. Johnsons & Kaaber sýnir að' sjálfsögðuhið þekkta kaffi en efni í það er flutt inn frá Brasilíu. Fyrir- tækið er nú að reisa nýja verksmiðju í Selási og um næstu áramót mun það byrja að senda frá sér kaffi í loft- tæmdum umbúðum, einnig verða á boðstólum fleiri teg- undir en verið hefur, m.a. mokkakaffi. Kexverksmiðjan Frón hf. sýnir margar tegundir af kexi, þar af þrjár gerðir af hin gamalkunna matárkexi, sem mörgum finnst alltaf bezta kexið, enda hefur sala á því aukizt *nú þegar nýjabrumið er farið af útlenda kexinu. Sanitas hf. sýnir gosdrykkja- framleiðslu sína og auk þess sultu af ýmsum gerðum. Af gosdrykkjum framleiðir fyrir- tækið mest af Pepsi-Cola. Hf. ölgerðin Egill Skalla- grímsson sýnir gosdrykki og öl, en það er eina fyrirtækið Föstudagur 9. septeimber 1966 — 31. árgangur — 201. tölublað. Berjo- og skemmtí fer ð á Snæfellsnes Alþýðubandalagið íReykja- vík efnir til skemmti- og berjaferðar á Snæfellsnes um næstu helgi, 10.—11. september n.k) Lagt verður af stað frá Lindarbæ, Lind- argötu 9 kl. 13,30 á laugar- dag. Ekið verður út Snæ- fellsnes sunnanvert og skoð- aðir ýmsir merkir ogfagr- ir staðir á þeirri leið. Á laugardagskvöld verður staðnæmzt á Arnarstapa og gist í samkomuhúsinu þar Egypzkir komm- unistar dæmdir KAIRO 8/9 — Aðalritari eg- ypzka kommúnistaflokksins, Mustafa Agha var í dag dæmd- ur til ævilangrar þrælkunar- vinnu og sex aðrir félagar í flokkmim, sem er bannaður, vorn dæmdir í ’fimm til 15 ára fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa gert samsæri með það fyr- ir augum að myrða Nasser og stofna alþýðulýðveldi. Jafnframt gaf dómstóllinn út fyrirmæli um það að egypzki kommúnistaflokkurinn skyldi leystur upp og eignir hans gerð- ar upptækar. á staðnum. Farið verður til berja snemma á sunnudags- ' rnorgni. Sd. á sunnudag verður svo haldið heim á leið og ekið fyrir Nes. — ■ Fargjald er 530,00 kr. og er berjátínsluleyfi og svefn- pokagjald innifalið. Þátt- takendur þuría að hafa með sér viðleguútbúnað og nesti og ekki sakar að minna fólk á að klæða sig vel. Ö1 og gosdrykkir verð- ur haft með í bílunum. — ■ Fararstjóri verður Kristján Jensson. Þátttakendur þurfa að skrá sig semfyrst í ferð- ina á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Lindarbæ, en hún verður opin milli 5 og 7 sd. þessa dagana. Framleiðsla á Renauit bilum í Rúmeníu PARÍS 8/9 — Frönsku Renault bifreiðaverksmiðjurnar, sem eru í ríkiseign, skrifuðu í dag undir samning við rúmensk yfirvöld um framleiðslu á 50.000 bílum á ári frá og með 1969 við Ren- ault-verksmiðju sem á að byggja í Rúmeníu. Þrjátin skiphngu samtals 1935 lestír afsíld Veður fór batnandi á sildar- miðunum í fyrradag og var kom- ið veiðiveður með kvöldinu. — Vart varð við síld í Reyðarfjarð- ardýpi 35—50 milur frá landi. Alls tilkynntu 30 skip afla, sam- tals 1985 lestir. Daiatangi: Bára SU 30 lestir Hólmanes SU 60 — Krossanes SU 60 —„ Framnes IS 40 — Gerið skil í happdrætti her- námsandstæðinga SKÖMMU fyrir landsfund Saxn- taka hernámsandstæðinga fengu stuðningsmenn samtak- anna senda miða I happdrætti þeirra. Vinningar eru mest listaverk eftir nokkra þjóð- kunna listamenn, þau Jó- hann Bríem, Þorvald Skúla- son, Magnús A. Árnason, Sig- urð Sigurðsson, Steinþór Sig- urðsson, Barböru Árnason og Sverri Haraldsson, en auk þess húsgögn fyrir 20 þús. kr. eftir eigin vali. 5. OKTÓBEIt n.k. verður dregið í happdrættinu. Hernámsand- stæðingar um Iand allt eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Tekið á móti skilum í Mjóstræti 3, 2. hæð. Skrif- stofan er opin kl. 10—12 og 1—-7 e.h. alla virka daga nema Iaugardaga, sími 24701. Engey RE 35 •— Höfrungur II. AK 65 — Bjarmi II. EA 50 — Fróðaklettur GK 60' — Guðbjörg GK 10 — Kópur KE 30 — Geirfugl GK 65 — Einar Hálfdáns IS 25 — Arnar RE 60 — Hoffell SU 60 — Siglfirðingur SI , 140 — Þorsteinn RE 140 — Gullver NS 90 — Huginn II. VE 50 — Bergur VE 30 — Sólfari AK 30 —- Snæfugl SU 50 — Ólafur Friðbertsson IS 50 — Helga RE 40 ■— Heimir SU 75 — Ingvar Guðjónsson SK 65 — Guðbjörg IS 45 — Ásbjörn RE 80 ■— Ásþór RE 60 — Hannes Hafstein EA 170 ■— Sigurfari AK 80 — Ora h.f. í Kópavogi sýnir margar gerðir ai' niðursuðuvörum. Miðnefndarfundur Fundur verður haldinn í Mið- nefnd Samtaka hernámsandstæð- inga í Aðalstr. 12, uppi, þriðju- daginn 13. september klukkan 20.30. BLAP- DREIFING Blaðburðarfólk óskast i eftirtalin hverfi: Mela Framnesveg. Laufásveg. Leifsgötu. Miðbæ. Hverfisgötu. Stórholt Mikluhraut. Múlahverfi Teigar. Skipholt Langholtsveg. Vogar Simi 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.