Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. september 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA Hendrik Ottósson frétfamaSur f. 8. okt. 1897 - d. 9. sept. 1966 Satt að segja finnst mér heimurinn orðinn annar, þegar Hendrik Ottósson er fallin frá, vinur minn og samjierji frá unglingsárum. Ég býst raunar við að æði margir hafi svip- aða sögu að segja, því að Hend- rik átti fleiri vini og kunn- ingja en flestir aðrir menn. Ég man hvað mér þótti seinlegt að ganga með honum á götu, þeir voru ótrúlega nrarglr, sem þurftu að tala við hann. Ég hefði viljað þrýsta hönd hans að skilnaði og þakka honum fyrir mína hönd og fjölmargra annarra vina og samherja fyr- ir samfylgdina og samstarfið, fyrir þann þátt, sem hann átti í því, að gera heimfli sitt og foreldra sinna að einskonar miðstöð sósíaliskrar hreyfingar á fslandi um langt skeið. Nú er pf seint að færa honum þakk- ir. En um leið og við vottum konu hans, Henny, samúð ókk- ar er ekki of seint að færa henni þakkir fyrir allt, sem hún hefur fyrir hann gert á siðari árum ævi hans, er oft voru harla erfið- Við vitum að miss- ir hennar er mikill, en við vit- um líka að hún mun bera hann af sama æðruleysi og svo margt annað, sem móti hefur hlásið í lífi hennaT. Brynjólfur Bjamason. Hendrik Jón Siemsen Ottós- son er borinn til moldar í dag. Með honum er fallinn í valinn einn fyrsti boðberi vísindalegs sósíalisma í íslenzkri verkalýðs- hreyfingu. Hann andaðist í Landspítal- anum 9. þm. eftir langa ogerf- iða vanheilsu. Hendrik fæddist í Vesturbænum í Reykjavík 8. okt. 1897. For- eldrar hans voru hin þjóðkunnu hjón, Ottó N. Þorláksson, braut- ryðjandi íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar, og kona hans Carol- ine Siemsen. Ottó faðir Hendriks andaðist réttum mánuði á undan syni sínum, og var hans minnzt hér í blaðinu 17. ágúst sl. Frú Carol- ine andaðist órið 1958. Bemskuheimili Hendriks við HJíðarhúsastíginn, sem nú er Vesturgata 29, var lönguro samkomustaður róttækra manna og miðstöð sósíalískrar hreyf- ingar frá upphafi. Þar voru stofnuð verkalýðsfélög og póli- tísk félög, og fundir haldnir. Hendrik kynntist því þegar i bamæsku forystumönnum ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu og verkalýðshreyfingar og var þegar á unglingsárum sínum orðinn virkur þátttakandi í fó- lagsmálastarfsemi. Arið 1913 gekk Hendrik j Sjálfstæðisfélagið í Reykjavík og var þá yngsti félaginn í þvi, aðeins 16 ára, en 12. júní um sumarið hafði hann tekið þátt i mótmælura gegn því atferli skipverja á Islands Falk að handtaka Einar Pétursson, þar sem hann var að róa um höfn- ina með bláhvíta fánann við hún. Lenti Hendrik þá í sveit með Gís.la Sveinssyni að skera niður danska fána þeirrakaup- manna, sem ekki vildu draga þá niður. Hendrik varð snemma ljóst, að sjálfstæðisbaráttan við Dani var ekki háð til að lyfta nýrri yfirstétt til valda og verkalýðs- baráttan var ekki eingöngu spursmál um hækkun tímakaups, heldur skyldi hlutverk hins vinnandi manns vera að um- breyta öllum mannheimi og skapa nýtt þjóðfélag, þar sem hags- munir mannanna réðu ríkjum en ekki farvegir peninganna. Mun Hendrik meðal hinna fyrstu, sem tóku að boða ís- lenzkum verkalýð marxisma. I janúar 1917, þegar Hendrik var aðeins 19 ára stefndu þeir Ottó faðir hans nokkrum for- ystumönnum verkalýðshreyf- ingarinriar saman á „Vestur- götuna“, en svo var húsið á Vesturgötu 29 venjulega nefnt. Þá var ákveðið að stofna jafn- aðarmannafélag, og var með þvi stofnað fyrsta stjómmálafélag sösíalista á íslandi. Stofnfundurinn var haldinn viku síðar í litla salnum í Báru- húsinu. Hendrik var kjörinn með- stjórnandi og varð seinna ritari félagsins, en fyrsti formaður var Eiríkur Helgason, síðarpró- fastur í Bjamamesi., Hendrik settist í Menntaskól- ann í Reykjavik, þegar hann hafði aldur til, og varð stúdent 1918. Af félögum hans í Mennta- skólanum má nefna Brynjóif Bjamason, Ársæl Sigurðsson, Dýrleifu Ámadóttur, Jón Thor- oddsen, Pálma Hannesson og Sveinbjörn Högnason. Að loknu stúdentsprófi lagði Hendrik stund á málvisindi við Hafnarháskóla, en hvarf frá þvi námi og las lögfræðd við Há- skóla íslands 1920 til 1925. Á þessum árum tók hann mjög virkan þátt í hinni póli- tísku baráttu og ber þar hæst „hvíta stríðið" i nóvember 1921. Sumir nefndu það „Ólafsmálið", að aðrir „drengsmálið". Ólafur Friðriksson ritstjórí hafði tekið með sér til íslands rússneskan dreng, Nathan Fried- mann að nafni, en faðir hans, Samúel Friedmann, hafði verið hengdur af hvítliðahersveitum Dénikins. Rússneski pilturinn reyndist haldinn augnveiki þeirri, er trakóma neínist. Mun það vera vondur sjúkdómur og valda blindu, ef ekkert er við gert, en þó vel læknandi. Brátt tóku menn að skipast i flokka tirn, hvort sjúkdómur- ínn væri bráðsmitandi eður ei, en þó gerðu heilbrigðisyfirvöld ekkert til að einangra sjúkling- inn. Stjórnarvöldin móttu ekki heyrá annað nefnt en flytja drenginn úr landi. Flestirmunu nú telja, að þar hafi meira ráðið pólitískt ofstæki en um- hyggja íyrir almennrí heilbrigði. Ólafur vildi að vonum ekki sætta sig við svona aðfarir, og naut hann þar stuðnings sam- herja sinna og fjölda annarra, sem bjuggust til að veita hou- um lið, ef á lægi. Þé var boðið út um 400 manna herliði í Reykjav-'k, vopnuðu bareflum og skotvoj-.n- um. Bareflin munu hafa verið frá Völundi og voru nefnd ax- arsköft. Rifflarnir voru af Hemington-gerð, frá Jóhanm Ólafssyni. Óupplýst mun vera, hvað af þessum vopnabirgðum varð, því sð enginn vildi borga kostnaðinn, þegar til kom. Ólafur hafði að sjálfsögðu ekki bolmagn til að standa gegn slíku ofurefli, og var drengurinn tekinn með valdi og fluttur úr landi. Hefur íslenzk yfirstétt varla orðið sér til meiri skammar en þá. Hendrik var einn af ötulustu liðsinönnum Ólafs. Það var 18. nóvember 1921, þegar aðförin var gerð að húsi Ólafs Friðrikssonar í Suðurgötu, að Hendrik kallaði til mann- fjöldans: „Við sem hér erum, mctum mannúðina meir en hegningarlögin." Eftir átökin voru um 30 menn handteknir, þeirra á meðal Ó!- afur og Hendrik. Var Ólafi haldið í varðhaldi í 8 daga, “n Hendrik í 7 daga. Hinum var öllum sleppt fyrr. Málaferli mikil voru sett á svið, og hlutu margir menn dóma. Ólafur var dæmdur í 30 daga fangelsi við vatn og brauð, en Hendrik í 20 daga. Ýmsir ,,ábyrgir“ menn lögðn að hinum dæmdu að sækja um náðun, en allir neituðu. Töldu þeir sig geta afplánað sína refsingu. Svo fór þó, að allir voru náðaðir án umsóknar. Mun Sigurður Eggerz, sem bá- var orðinn róðherra, hafa tj'V’i hinni kónglegu majestet, uö ráðlegast væri að fullnægja ekki þessum dómum. Mun þetta einsdæmi í íslenzkri réttarsögu. Hendrik hefur rítað skemmti- lega bók um þessa atburði, „Hvíta stríðið", og kom hún út árið 1962. Árið 1920 fór Hendrik á- samt Brynjólfi Bjarnasyni tii Sovétríkjanna, þar sem þeir sátu þing Komintern. Munu þeir vera fyrstu Islendingarnir, sem þangað fóru eftir bylting- una. Þar kynntust þeir persónu- lega leiðtogum sósíalista og kommúnista víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal sjálf- um Lenin. Árið 1922 stofnaði Hendrtk Félag ungra kommúnista ogvar fyrsti formaður þess til 1924. Hann var einn af stofnendum Sambands ungra kommúnista og fyrsti formaður þess 1925 — 1927. Sumarið 1927 dvaldist Hend- rik í Vestmannaeyjum, ogstofn- aði þar jafnaðarmannafélag og vann að verkalýðsmálum. Hendrik var félagi í Komm- únistaflokki Islands frá stofn- un og félagi í Sósíalistaflokkn- um frá stofnun hans. Mikill þáttur í ævisfcarfi Hendriks var málakennsla hans. Árið 1926 hóf hann kennslu í smáum stíl, en stofnaði ásamt Brynjólfi Bjarnasyni málaskóla árið 1927, og kenndu þeir aðal- lega ensku og þýzku. Síðar rak Hendrik skólann einn, samtals í 16 ár. Skóli hans var vinsæll, enda var Hendrik snjall kenn- ari. Taldist honum svo til, að hann hefði kennt um 1600 nem- endum ó 12 árum. Síðan 1946 var Hendrik frétta- maður Ríkisútvarpsins, ogmun þess minnzt á öðrum stad. Hér hefur verið stikíað á stóru í hinni viðburðáríku ævi Hendriks, en þrátt fyrir tíma- frek störf gaf hann sér jafnan tíma til að sinna áhugamálum sínum, sem voru fornmála- rannsóknir og fornguðfræði. Munu fóir Islendingar hafa ráðið yfir fjölbreyttari mála- kunnáttu og málfræðiþekkingu jafnmargra tungumóla og hann. Hendrik var óvenjulega fjöí- gáfaður, vel máli farinn og gæddur sérstökuwi frásagnar- hæfileika, svo að ógleyman- legt var að hlusta á hann. Hann var ágætur fyrirlesari og ferð- aðist oftar en einu sinni er- lendis og flutti fyrirlestra um Island og fleiri efni. Hann var snjall rithöfundur, og eftir hann liggur fjöldi greina um fornfræðileg .efni og stjórnmál í blöðum og tímarit- um, svo og fyrirlestrar I út- varpi og víðar. Það var mikið lán, að maður, sem hafði lifað aðrar eins breytingar i íslenzku þjóðlifi og Hendrik, skyldi rita endur- minningar sínar, en þær birt- ust f bókunum „Frá Hlíðar- húsum til Bjarmalands", 1948, „Vegamót og vopnagnýr", 1951. og „Hvíta stríðið", 1962. Auk þess eru bækurnar um Gvend Jórs, I—IV, sem út komu 1949. 1950, og 1960. Hendrik var svo mannglögg- ur, að af bar. Mun hann hafa vitað deili á flestum Reykvix- ingum. Brynjólfur Bjarnason segir skemmtiléga dæmisögu um þetta í afmælisgrein um Hend- rik sextugan. Nýtt strandferða- skip var til sýnis og streymdi mikill mannfjöldi um borð. Skammt frá landgöngubrúnni stóðu þeir Brynjólfur og Hend- rik og fleiri. Nú var haldið próf, og skyidi Hendrik nefna nöfn allra, sem um brúna færu. Nefndi hann nöfn og heimii- isföng og stundum ættir, en þar kóm að ókennilegan mann bar að.' Var maður sendur að spyrja hann a'ð heiti, en þetta reyndist þá vera Dani. Ég var ekki gamall þegar ég fór að heyra talað um Hend- rik Ottósson og allir þekktu hann I sjón. Persónuleg kynni okkar hófust þó ekki fyrr en á árunum 1945 og 1946. Hann vissi auðvitað öll deili á mér eins og öðrum Reykvíkingum. Hanrt sagðlst hafa veríð í síld- arvlnnu með föður mínum á Dagverðareyri sumarið 1915, og hefði numið af honum latínu þar á bryggjunni. Síðast liðin 11 ár höfum við verið nágrannar og vináttaokk- ar farið vaxandi með hverju ári. Þær eru orðnar margar stundirnar, sem ég hef notið þess að hlusta á Hendrik segja frá liðnum tímum og tengja nútíð við fortíð, allt affcur í gráa forneskju. Þekkingin, málsnilld- in, frásagnargleðin, en umfram allt hjartahlýjan og samúðin með lítilmagnanum, var með þeim hætti, að ekki gleymist. Kona Hendriks var Johanne Henny, dóttir Leo Lippmanns kaupmanns í Berlín. Þau gengu að eigast 4. júní 1938. Hún rak um árabil saumastofu hér í bænum. Heimili þeirra að T .ang- holtsvegi 139 var vistlegt og fallegt, og gott var að koma til þeirra, enda var sambúð þeirra óvenju innileg. Hendrik var ákaflega barn- góður og voru synir mínirmjög hændir að honum. Fáar bækur eru jafnvlnsælar hjá þeim oa sögurnar um Gvend Jórts. Son- ardætur frú Hennyar voru tíð- Ir gestir á heimilinu og oft staddar þar þegar ég kom í ♦ heimsókn. Minnist ég varla að háfa séð innilegra samband milli barna og afa. Ég vil að lokum þakka frú Henny fyrir gestrisni hennar og hlýhug og sendi henni og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Sigurður Baldursson. Ég minnist ennþá haustdags árið 1915, þegar ég feimin og óframfærin sveitastúlka, kom inn í kennslustofu 4. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík í hóp um 20 unglinga, sem flestir voru mér ókunnugir. Glaðvær hlátur og skemmtilegar við- ræður ómuðu um stofuna. Hrók- ur alls fagnaðarins var ungur piltur, Hendrik Ottósson, sem þegar tók mér eins og við hefð- um þekkzt frá blautu barns- beini og hjálpaði mér þannig til að gleyma feimni minni. Frá þeim degi reyndist hann mér ætíð sannur vinur óg skólabróðir. Þau 3 ár, sem við sátum öll saman i skóla, voru þegar litið er aftur í tímahn, mikil merkisár. Ékuggi heims- styrjaldarinnar íyrri hvíldi að vísu ennþá yfir öllu lífi. En þó voru bjarmar í lofti. Nýjar hugsjónir og nýjar hugmyndir voru að skjóta upp kollinum. 1 sjálfstæðisbaráttunni átti þjóðin þá marga djarfa og ein- læga baráttumenn. — Verka- lýðshreyfingin á lslandi var að styrkjast og byrja að skipu- leggja sig, jafnvel undirbúa að eignast sitt eigið málgagn. Og svo kom byltingin í Rússlandi, sem að vísu var þá ekki farm oð hafa hér nein veruleg áhrit en olli þó miklu hugarróti. 1 öllum þessum málum var gott að leita til Hendriks. Njóta víðsýnis hans og gáfna, sögu- fróðleiks og staðgóðrar þekk- ingar. Enda var hann ætið boðberi forsyarsmaður nýrra hugsjóna og hugmynda í okk- ar bópi og þvi mikið á hann deill. Seinna kynntist ég og lærði að meta foreldra Hend- riks, þau Karolinu Siemsen og Ottó N. Þorláksson, þessa stór- merku frumherja íslenzkrari verkalýðshreyfingnr. Hjartahlý eins og Hendrik. stórbrotin og ósveigjanleg í s'coðunum. Karolina mun ætíð verða mér með kærustu konum, er ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Heiinilið hennnr bjart og hlýtt stóð opið hverjum sem að garði bar. Figi ósvipað heimili átti Hendrik seinna eftir að eignast með sinni ástríku konu Henny, sem reyndist honum tryggur og góður lífsföiunautur og bar svo ljúflega meó honurr, þrautir ‘ og þjáningar langra veikinda- ára. . Mig langar til með þessum fáu orðum, að þakka þér Hend- rik, kæri vinur og skólabróðir alla tryggð þína og vináttuvið mig og mitt fólk og biðja Henny þinni og öllu fólki þínu blessunar. Dýrleif Amadóttir. Það var að morgni 10. sept- ember síðastliðins að ég sá í dagblöðunum í Reykjavík, að Hendrik Ottósson var látinn. Hann hafði látizt í Landspítai- anum daginn áður eða 9. þ.m. Það kann að vera að einhverj- um af hans gömlu félögum úr Kommúnistaflokknum hér í Reykjavik, kunni að furða sig á þvf, að Ncrðlendingur einn, er ekki var éinu sinni í flokkn- um hafi eiginlega nokkuð um Hendrik að segja á borð við þá, er voru nánir samstarfs- menn hans þessa fyrsta for- manns Félags ungra kofflmún- ista. En hvað um það. Ég tel mig hafa æma ástæðu til að minnast hans nú, þegar leið- ir skilja — og lýsa yfir því af- diáttarlaust, að nú hefur ís- lenzk verkalýðshreyfing misst sinn bezta' málsvará — og fs- lenzk alþýðu heilsteyptan son. Það þarf varla að taka það fram, að Hendrik var ^innig bjóðkunnur rithöfundur ogkom ritleikni hans víða fram meðal annars í bók hans: Frá Hlið- arhúsum til Bjarmalands -og* hygg ég, að hún ein hefði nsegt honum til langlífis í kynslóðir aldanna. Og eins og Hendrik var góður Vesturbæingur, vpr hann og góður Langholtsbúi og nábúi okkar hér í Vogahverfi. En hann bjó hin síðari ár á Langholtsvegi 139. Það er ekki ofmælt, að eftir honum var begar tekið hér við Langholts- veginn, þvi liðu ekki margir mánuðir að það var stofnað Framfarafélag Vogahverfis og var hann einn áðalstofnandi þess og fyrsti formaður. Og einmitt hér í Vogahverfi hófust okkar fyrsfcu kynni sem og margra annarra. Það er einnig ekki ofmælt, hve margir komu í húsið nr. 139 við Lang- holtsveg til þeirra hjóna, Hend- riks og konu hans Hennýjar. Og ég ^held ég geti fullyrt, að margir, sem fóm þaðan úthafi verið auðugri af masgvíslegum fróðleik. Það er lfka trúá mín, að húsið muni verða af hálfu Vogabúa tengt nafni þessara fyrstu húsráðenda um ókomin ár. Ég ætla ekki að fara að ættfæra Hendrik að öðru leyti en því, sem við nafn hans er tengt. Það verður gert af öðr- um. En fyrst þegar ég heyrði um hann talað, var á bernsku- dögum mínum á Norðurlandi — og vitanlega fylgdi það með að hann væri Vesturbæingur, sonur hennar Karólinu Siejn- sen og Ottós N. Þorlákssonar skipstjóra, stqfnanda Sjómanna- félagsins Bárunnar og fyrsta for- " seta ASl. Einnig heyrði ég hans oft getið í sömu andránni og minnzt var á Ölaf Friðriksson, en þeir voru eins og kunnugt er samherjar um skeið. En einhvern veginn var það svo, begar ég fyrst heyrði í fram- ámönnum Kommúnistaflokksins, fannst mér alltaf eitthvað. svo liflegt og sannfærandi við bað, sehn Hendrik sagði, og varð ég þess var, þrátt fyrir ungan ald- ur, að bann virtist ná evrum hlustenda betur en a*rir tals- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.