Þjóðviljinn - 07.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — WÖÐVIUINN — Föfitudagar 7. ofctóber 1866 CJtgefandl: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sóeialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson.* Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 Ifnur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Nýrra vinnubragða þörf ¥ gær þaut í tálknum Alþýðublaðsins af vandlætinga- semi. Þjóðviljinn hafði gerzt svo djarfur að*skýra frá því að síldveiðisjómenn væru óánægðir með stóriækkun á bræðslusíldarverðinu sem skellt ,var á um mánaðamót- in. En blaðið gætir þess vel að skýra ekki frá fréttinni í Þjóðviljanum sem truflaði skapsmunina við Hverfisgötu, en hún var sú að skipverjar af tveimur síldveiðibátum, „Ögra“ og „Hrafni Sveinbjamarsyni“, hefðu þegar er kunnugt var um lækkunina sent stærsta sjómanna- félagi landsins, Sjómannafélagi Eeykjavíkur, skeyti. Kváð- ust sjómennirnir vonast til fastlega að stjóm Sjómanna-. félags Reykjavíkur hefði samband við s'jómenn á síldveiði- flotanum vegna versnandi kjara í sambandi við nýja verð- ið og helzt hafa samband við önnur sjómannafélög. Og þeir vonuðust til að þetta gengi fljótt. Það stóð heldur ekki á svari, það bar^t strax daginn eftir frá stjóm Sjómanna- félags Reykjavíkur og segir þar: „Sjómannafélag Reykja- víkur munækki beita sér fyrir neinum aðgerðum gagnvart nýja bræðslusíldarverðinu, þar sem var alger samstaða allra fulltrúa sjómanna og útvegsmannasamtakanna með sam- hljóða atkvæðum í verðlagsráði". Sjómönnum mun hafa þótt þetta þunnar trakteringar og fundizt sem erfitt muni að ná árangri í hagsmunabaráttunni ef ekki sé að vænta greiðari fyrirgreiðslu stærsta sjómannafélags landsms. Tjað skal ekki dregið í efa að fulltrúar sjómaimasamtak- * anna og Alþýðusambandsins í verðlagsráði hafi reynt að stuðla að því að síldarverðið yrði sem hæst, enda var það ekki lækkað eins mikið og verksmiðjueigendur kröfð- ust En hitt hlýtur að hafa verið álitamál hvort lækkunin átti nokkur að verða að þessu sinni, ekki sízt vegna þeirra raka sem sjómenn sjálfir telja fram, ofságróða verksmiðj- anna undanfarið (sem Alþýðublaðið hefur meira að segja viðurkennt) og vegna óvenju mikils fitumagns síldarinn- ar í sumar. Þjóðviljinn hefur eindregið stutt þá afstöðu sjómanna að í þetta sinn hefði síldarverðið ekki á*tt að lækka. t'n þetta mál bendjr til þess að íslenzk verkalýðshreyfing verði að fara að huga vandlega að vinnubrögðum í hagsmunabaráttunni. Það á ekki að flytja þá baráttu til, þannig að hún gerist eingöngu í ráðum og nefndum og stjómarstofnunum þar sem þess er vandlega gætt að trún- aðarmenn verkalýðshreyfingarinnar séu alltaf í minnihluta. Fólkið sjálft, vinnandi fólk á vinnustöðunum, sjómenn- imir á skipunum, verður sjálft að finna leiðir til að berjast sinni hagsmunabaráttu. Með skeyti síldveiðisjómannanna á „Ögra“ og „Hrafni Sveinbjarnarsyni“ er farin rétt leið og eðlileg. Þeir snúa sér til stéttarfélags síns og mælast til að það hafi samband við áhafnir síldveiðibátanna svo þeirra vilji komi fram. Og væru það í rauninni ekki sjálf- sögð vinnubrögð í máli eins og þessu, að fulltrúar verka- lýðsféláganna í verðlagsráði sem verið er að kreppa að þannig að þeir telja sig tilneydda að gera samkomulag um lækkuð sjómannakjör til að forða enn meiri lækkun, vísuðu málinu til sjómanna á bátunum áður en ákvörðun er tek- in; sjómannafélögin leggi málið fyrir áhöfn hvers síld- veiðibáts og sjómennirnir fái þannig að taka sjálfir lýð- ræðislega afstöðu, sem jafnframt yrði afstaða trúnaðar- manna verkalýðshreyfingarinnar. Sjómenn hefðu þá sjálf- ir sagt til hvort þeir vildu fallast á k'jaraskerðingu, sem þeir telja rakalausa, eða bvort þeir eru þess albúnir að beita mætti samtaka sinna/sjómannafélaganna, til að knýja fram önnur úrslit. Þetta væru eðlilegar starfsaðferðií og ekki einungis í þessu tilfelli. Fólkið í verkalýðsfélögunum verður sjálft að standa í hagsmunabaráttunni en ekki varpa henni upp á fáeina trúnaðarmenn. það verður sjálft að taka raunverulegar ákvarðanir um mikilvægustu atriðin, ekki einungis í því formi að gerðir samningar séu sam- þykktir, heldur meðan tekizt er á um samningamálin. Reynist sjómönnum það svo, að stéttarfélög þeirra séu þeim lokuð til slíkrar þátttöku í mikilvægum hagsmuna- ákvörðunum, hljóta þeir að leita nýrra leiða til þess að geta sjálfir, starfandi sjómenn á skipunum, barizt um kjör sín og tekið um þau ákvarðanir. — t. HJÁLPIÐ BÖRNUNUM í VIETNAM Eftirfarandi grein er skrifuð af frönskn blaðakonunni Guill- etta Ascoli, en hún fór til Vietnam á sJL vetri í sendi- nefnd á vegum Alþjóðasam- bands iýðræðissinnaðra kvenna. Sendinefnd þessi var skipuð konum frá 8 löndum, af ólíkum trúmála- og stjórn- máiaskoðunum og mismunandi stéttum þjóðfélagsins. Frú Gu- illetta ávarpar bömin í beima- landi sínu á þessa leið, þegar hún kemur heim: Kæru börn, við skuhim bregða okkur snöggvast til Norður-Vietnam. Það er fallegt land, þar skiptast á hrísakrar og frumskógar og þar vaxa kókoshnetupólmar og banana- tré. Þar er heimkynni buffaló- anna, og vissuð þið kannske að þeir eru beztu vinir barn- anna? Þau riða á þeim, synda. með þeim í ánum og hanga í hölum þeirra. Ef til vill spila einhver ykk- ar á hljóðfæri. Börnin í Viet- sprengjum og sært þau eða drepið. Kæru bömin mín. Það sem ég ætla nú að segja ykkur er dapurlegt, en þið verðið að vita hvað daglega hendir þessa litlu bræður og systur í Norð- ur-Vietnam, svo að einnig þið getið skrifað amerískum stjórn- arvöldum og krafizt þess að þau láti af loftárásum og manndrápum. Raddir ykkar munu sameinast í eitt allsherj. ar ákall gegn ranglætinu, gegn þjáningum bamanna í Viet- nam. Á sjúkrahúsimi K 71 í Than Hoa drap sprengja tvö lítil böm. í litla þorpinu Quam Tang missti tveggja ára gömul stúlka foreldra sína, bróður sinn og afa sinn og ömmu í loftárás og stóð þannig ein uppi þangað til góðviljuð bóndakona tók hana að sér. Cai litli, tólf ára drengur, hljóp út úr loftvarnarskýli, þar sem hann faldi sig, til að ^ ■ S b' \ r . > im. i i 11 :> r ■ ' , '■% , Teikning eftir bam í Norður-Vietna-m, sem talaö er nm í grein- inni. Vfir húsinn sjást flugvélar varpa sprengjum til jaröar og særöir menn og dýr liggja á jðröinni. nam spila á flautu, og þegar við mætum þeim á götum Hanoi, höfuðborgar landsins, þá klappa þau saman lófunum og brosa til okkar. Nöfnin þeirra eru skrýtin, úr einu evirópisku nafni verða gjarnan þrjú í Vietnam. Lítil stúlka, sem í Frakklandi héti t.d. Marianna, væri í Vietnam e.t. v. kölluð Ma, Ri, eða jafnvel Anh. Þessi litlu börn leika sér elns og þið, þau hafa gaman af dýrum, og áreiðanlega eru'S* þau líka dugleg að læra lexi- urnar sínar. í Hanoi eru dásamlega fagr- ir lystigarðar, sem. á dögum frönsku nýlendustjórnarinnar voru harðkestir, en stjórn lýð- veldieins hefur opnað þá fyrir almenning. í dag hiaupa börn- in um þessa garða, og við kynntumst þar m.a. börnum sem skarað höfðu fram úr við nám eða skyldustörf. Börnin í Vietnaim þekkja þó einnig aðra hluti, sem eru frá- brugðnir lífi ykkar. Það er stríðið, loftárásir og sprengjur. Við fórum í íerðalag og heim- sóttum tvö þorp 170 km suður af Hanoi. Þorpin heita Than Hoa og Nam Ðinh. Vitið þið að börnin í þessum þorpum fara í skólann á nóttunni? Það gera þau af því að á daginh væri það hættulegt, amerískar sprengjuflugvélar gætu komið allt í einu, kastað niður bjarga tveim litlum börnum, hann var drepinn. Annar lítill drengur fékk sprengju í bak- ið, hann getur aldrei framar gengið en verður alla ævi að vera í hjólastól. Lítil, falleg stúlka hafði svart hár, sem allt brann af henni, nú hefur hún ekkert hár og í andliti er hún eins og gömul kona. 'j • Börnin í Norður Vietnam eru verðugir synir og dætur stoltrar og hugrakkrar þjóðar. Fimm bama móöir í Nam Dinh, Tran Thi Ty að nafni, ásamt tveimur bömum sínnm og formanni kvennanefndarinnar sem rætt er iim í greinini, Julietu Campusano- Maöur frú Ty var drepinn i sprengjuárás á verksmiðjuna þar sem hann vann. Þið vitið sjálfsagt, að þessi þjóð rak japönsku fasistana og frönsku yfirdrottnarana af höndum sér. Frelsisstríð þeirra varði frá árinu 1939—1954. Börnin eru dugleg og hugrökk og taka þétt, í hverskonar störfum til hjálpar landi sínu og þjóð. Minnstu börnin hafa verið flutt burtu úr borgunum, en þar er mjög hættulegt að búa vegna loftárása. Það er auð- vitað ósköp sorglegt að yfir- gefa pabba og mömmu, sem verða að vera eftir í borgun- um og stunda þar vinnu sína, en allt fullvaxið fólk er önn- um kafið við hverskonar störf og baráttu fyrir frelsi og sjálf- stæði landsins. Og það er von. Hugsið ykkur að einhver skemmdarvargur hefði komizt inn í herbergið ykkar, þar sem þið geymið fullegustu leik- föngin ykkar, hjólið ykkar og bækurnar. Hugsið ykkur svo að þessi skemmdarvargur færi að brjóta allt og eyðileggja fyrir ykkur. Þá yrðuð þið reið og reynduð að reka hann út, haldið þið það ekki? Foreldrar litlu barnanna í Vietnam, sem sjá húsin sín, kirkjurnar og skólana brennd og brotin nið- ur og hrísakranai eyðilagða, þeir verða að veita viðnám og berjast. Og þeim líður betur ef þau vita börnin sín í öryggi úti á landsbyggðinni. Við heimsóttum skóla fyrir þessi brottfluttu borgarböm 60 km. frá Hanoi. Þar höfðu 100 böm fundið samastað í litlu þorpi. Og ef þið gætuð hugsað ykkur hve vel þau sungulþeim var raðað upp í tvær raðir, drengimir stóðu aftan við stúlkurnar, söngstjórinn var lítill drengur. Minnstu bömin — tveggja og þriggja ára — sýndu okkur leikfimi og gáfu bkkur teikningar. Á teikning- unni sem ég fékk er lítið hús og fallegir, grænir kákospálm. ar. Yfir því sveima flugvélar sem varpa niður sprengjum. Á jörðinni liggja líkamsleifar lít- illa, dáinna manna og nokkur mjög lítil hænsn; einnig dauð. Það var það sem snerti mig mest. Ég á nefnilega böm. En þeirra teikningar sýna ekki ' dáið fólk; heimur þeirra er heimur friðarins, þar standa blóm, tré og hús undir heiðum himni. Hversvegna geturheim- ur barnanna í Vietnam ekki einnig verið þannig? Til þess að svo megi verða verð- ur allur heimurinn að samein- ast um þá kröfu að réttur Vietnam þjóðarinnar verði virtur. Islenzk böm, sem lesið þessa grein, vitið þið um hið hræði- lega stríð, sem nú er háð í Vietnam og um börn sem verða fórnarlömb þess? Eftir lestur þessarar greinar hugsið fciið kannski stundum til barnanna sem verða að fara í skólann á nóttunni, þegar þið eruð sjálf að leggja af stað með skólatöskurnar ykkar á sólbjörtum haustmorgni. Ykk- ur verður e.t.v. líka hugsað til þess, þegar þið kaupið gott fyrir vasapeningana ykkar, að Framhald á 7. síðu. Nýtt haustverð Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. LEIK m-—BÍLALEI rALUR BÍLALELBAN H Rauðarárstíg 31 sími 22-0-22 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.