Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1967. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: ívar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. r . Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Heimmethafar E£ dæma ætti eftir blöðum Sjálfstæðisflokksins mætti ætla að íhaldsmenn hér á landi væru heimsmethafar í undirgefni við Bandaríkjaauð- valdið og áróður þess. Nú er svo komið að þeim íhaldsblöðum jafnt í Evrópu og Ameríku fjölgar stöðugt sem gagnrýna harðlega og fordæma inn- rásarstríð Bandaríkjahersins í Víetnam. Fram- ferði Bandaríkjamanna er oftar og oftar nefnt stríðsglæpir og vitnað til stríðsglæpa þýzka naz- ismans í heimsstyrjöldinni til samanburðar, en fyrir þá létu m.a. Bandaríkjamenn dæma nokkra forystumenn þýzka nazismans til dauða í stríðs- glæparéttarhöldunum í Núrnberg. y-jað hlýtur að vera álit ritstjómar Morgunblaðs- j ins að íslenzkir blaðalesendur séu ógreindari og þekkingarsnauðari en blaðalesendur með öðr- um þjóðum að hún skuli t-.idast til þess að kald- hámra þá bábilju bandaríska áróðursins að það séu Víetnamar sem ráðizt hafi á sitt eigið land og beri alla ábyrgð á hinni hryllilegu styrjöld sem þar er háð og vilji að hún haldi áfram. Mjög ó- víða munu slíkar firrur bornar blákalt fram, til þéS's' "eru staðreyndirnar um hið blygðunarlausa innrásarstríð Bandaríkjahers of kunnar og for- dæming almenningsálits heimsins á gereyðingar- j stríði og morðæði Bandaríkjamanna of þung. Frétt- i irnar undanfama daga um gereyðingu alls lífs á stóru landssvæði með hinum hryllilegustu eld- sprengjuárásum hafa vakið nýja reiðiöldu gegn Bandaríkjamönnum og mun þeim lítil huggun í því þó þeir eigi hér á íslandi jafnsauðtrygga fylgjend- ur og þá Morgunblaðsmenn og Vísismenn- fíjgst/ornartæki? Jftirspurn eftir vinnuafli hefur verið minni und- anfarna mánuði en oftast í seinni tíð, og er jóst að þar er ekki einvörðungu um að kenna árs- íðinni og rysjóttu veðurfari. Samdrátturinn í tog- iraútgerðinni kemur víða fram, það eru ekki ein- ungis sjómenn sem verða af atvinnunni ef þessi stórvirku atvinnutæki, togararnir, hætta, heldur finna hafnarverkamenn og járnsmiðir fljótt til þess að verkefni þeirra og vinna hefur minnkað. Og vinnan í frystihúsunum dregst saman vegna vöntunar á fiski til að vinna úr. f^essar staðreyndir komu skýrt fram í ummæl- “ um nokkurra forystumanna verkalýðsfélag- ?nna sem Þjóðviljinn birti í gser. Guðmundur J. Guðmundson varaformaður Dagsbrúnar kvaðst þannig dálítið hræddur við atvinnuástandið ef veðráttan helzt svona hörð og frystihúsin fora ekki í gang, þó ekki sé hægt að tala um atvínnuleysi. Hættan er ekki sízt vegna þess að við völd er rík- isstjórn sem lítur á atvinnuleysi sem „hagstjórn- artæki“ og trúir því að framtíð íslendinga sé þv: tengd að ofurselja auðlindir lands*ns erlendum auðhringum, svo sem þegar er gert með hinum illræmdu alúmín- og kíslgúrsamningum. — s. Handknattleiksmótið: Öll stig kvöldsins fóru til Hafnar- fjarðar með sigrum FH og Hauka Á mánudaginn var voru bæði liðin frá Hafnar- firði í „eldinum“ og unnu báða sína leiki, og enn voru þau í keppni á föstudagskvöldið og endur- tóku það sem gerðist fyrra kvöldið, að vinna og taka öll stigin. Að vísu var óvissan ekki eins mik- il hið síðara kvöld og það fyrra, og var raunar vitað fyrirfram hvernig leikar mundu fara. Þessir leikir voru ekki svipaðir að gæðum og leikimir á mánudagskvöldið, og ekki eins skemmtilegir, til þess var munurinn of mikill. Haukar — Ármann 29 :16 Fyrri leikur kvöldsins var ekki sérlega skemmtilegur, eins og vill verða þegar liðin eru mjög ójöfn. Haukar höfðu algera yfirburði og gátu látið og leikið sér eins og þeim sýndist, og reyndi raunar ekk- ert á hvað þeir geta. Leikur þcirra varð því eðli- lega ekki eins skemmtilegur og á móti Val á mánudaginn, og skeði það sem oft vill koma Ilcrmann Gunnarsson Val. ....... ................... Tveir leikir í I. deild í kvöld fslandsmótinu í körfuknatt- leik verður haldið áfram í íþróttahöllinni í Laugardal kl. 8,15 í kvöld. sum.udag. Þá fara fram tveir leikir í 1. deild karla: KR leikur við Körfu- knattleiksfélag Reykjavíkur og íþróttafélag stúdenta leikur við íþróttafélag Keflavíkur- flugvallar. ÍR-ingar Frjálsíþróttadeild ÍR heldur skemmtifund í ÍR-húsinu, í dag, sunnudag, 22. janúar. Til skemmtunar verður kvik- myndasýning o.fl. Félagsheimilið verður opið fra kl. 2 — 6 eftir hádegi. — Haf- ið með ykkur töfl. — Stjórnin. fram að slappt lið dregur nið- ur betra lið og það gerðist hér. Haukar voru allan tímann kvikir og hreyfanlegir, og sýndu þrátt fyrir allt oft lag- leg tilþrif. Lið Ármanns var mjög sund- urlaust, og það virðist sem það sé lítil sn-'V.'Odni j leik þeirra. Það er einnig sem í þá vanti trú á sjálfa sig og meiri baráttuvilja. Að vísu vantar liðið meira, það vantar sóknarbrodd, og skot, en það virðist sem þar sé mikil eyða. Meira að segja þó svo sé kom- ið að enginn sé til varnar nema ma.- i.iaður og þeir á vítapunkti, dugði það oft ekki til. Þannig fóru fjögur víta- köst ýmist fyrir utan markið eða á markmann í fyrri hálf- lciknum! Þetta bendir ákveð- ið til að skytturnar séu ekki í lagi. Með meiri baráttuvilja og meiri trú á sjálfan sig aetti liðið samt að geta náð mun lengra. Þeir voru of seinir oc réðu því ekkert við hraða Haukanna. Eftir fyrri hálfleik stóðu leikar 14:6 fyrir Hauka. Lið Hauka er skipað nokkuð jöfnum mönnum og eru flest- ir ungir og lofa góðu, má þar nefna Sturlu, Þórð, Stefán og Viðar, og þó Matthías hafi ekki verið mikið inni á vellinum er hann alitaf hinn ieikandi mað- ur og hefur góð áhrif á hina ungu líflegu rnenn. Á Loga í markinu reyndi ekki sérlega í þessum leik. Hjá Ármanni var einna mestur baráttuvilji í Olfert, Árni og Hans voru stoðir liðs- ins, sérstaklega í vörn. Þeir sem skoruðu fyrir Hauka voru: Viðar 9 (8 úr víti), Stefán og Sturla 5 hvor, Þórður 4, Matthías 3, Sigurður Jóakimsson 2 og Ólafur 1 Fyrir Ármann skoruðu: Olfert 4, Ragnar Jónsson 3, Jakob, Kristján, Grímur og Árni 2 hver og Ástþór Ragn- arsson 1. Dómari var Magnús Péturs- son, og virtist leikurinn ekki hafa sérlega örfandi áhrif á hann; — virtist hann heldur áhugalaus við starfið, en það hefnir sín alltaf. FH lék sér að Val og vann 24 :15 Nokkur eftirvænting mun hafa verið í sambandi við leik Vals og FH, hvernig Val tæk- ist og hvort þeim mundi heppnast að ógna hinum sterku Hafnfirðingum. I upp- hafi leiks virtist sem þeim ætlaði að takast að standa í íslandsmeisturunum því að liðnar voru meira en 6 mínút- ur þegar fyrsta markið var skorað, og var það satt að segja ,,ódýrt“ mark sem Ragn- ar Jónsson skoraði af línu. Ágúst jaínar á næstu mínútu. Á tíundu mín. tekur FH for- ustuna með góðu skoti frá Geir, en Bjarni Jónsson jafn- ar litlu síðar. Komnar voru 12 mínútur og jafnt 2:2, og þar mcð var draumurinn búinn. Nú tóku Hafnfirðingar leik- inn í sínar hendur og skora 8 mörk í röð, án þess að Val takist að svara fyrir sig. Það er greinilegt að Hermann er tekinn úr „umferð“ og nær hann aldnei að sýna sín góðu skot, hann fær aldrei næði og hinir eru ekki til þcss að taka upp þráðinn og ógna. Á síð- uslu 8 mínútunum taka Vals- mcnn þó sprett og laga heldur stöðuna með því að skora 3 mörk í röð, og endar hálfleik- urinn með því að Kristófer ver víti frá Hermanni, en hálfleikurinn fyrri endar 12:6 fyrir FH. Valsmenn halda á- fram eftir lcikhlé og eftir 10 mín. standa leikar 13:9 fyrir FH, en þá gefa Valsmenn aftur eftir og ná aldrei eftir það tökum á leiknum. Bæta Hafn- íirðingarnir stöður' við inni- stæðuna, og beita fyrir sig hraða og krafti þar sem aldrei er gefið eftir, hvorkí í sókn eða vöm, og var bó vörnin sr"* lakari. Lokatölur leiksins urðu 24:15. Það er áberandi hvað Ragn- ar Jónsson styrkir lið FH, enda er hann í mjög góðri æfingu, að því cr virðist. í heild er liðið .mjög sterkt, og eins og það leikur núna er ekki að cfa að það er bezta lið kepnninnar eins og stendur. Liðið hcfur tamið sér ösl- andi hraðg, og það getur leyft sér það-vegna þess að það hef- ur úthald til þess. í sóknarað- gerðum þcirra brá þó um of fyrir, einkanlega er á leikinn leið, að sóknarmenn hópuðust saman á miðju vallarins í stað þess að draga varnarmenn Vals út og nota svo opnurnar til atlögu við markið. Valsliðið náði nánast engum tökum á þessum leik, sem voru þess eðlis að ógna FH. Það voru aðeins smá kaflar, sem liðið náði svolítið saman, en í heild réði það ekkert við hraða mótherjanna, og gat ekki svarað á neinn hátt í sömu mynt. Þó ræður liðið ýf- ir ýmsu skemmtilegu, en það naut sín ekki .nóti þessum sterku Hafnfirðingum. Beztu menn Hafnfirðinga voru Geir, Ragnar, Páll bg; Einar, og Kristófer varði oft vel. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru: Páll 6, Geir, 5, Örn 4, Ragnar 3, Einar og Árni 2 hvor og Birgir og Auðunn 1 hvor. Beztu me. n Vals voru Jón í markinu, Hermann, Stefán Sandholt, Sigurður Dágsson og Ágúst. Þeir sem skoruðu fyrir Val voru: Áeúst, Stei^n Sand- holt, Hermann og Bergur 3 hve Signrður Dagssór' 2 ’o‘« Bjarni 1. Dómari var Reyni" Ólafsson og dæmdi allvel. F.imann. <e--------------------i—:----:—r WASHINGTON 20/1 — Banda- rísk herþota af gerðinni KC-135 týndist í nótt er húrt bjó sig til að lenda á Fairehj|d-flugveíli á vesturströnd BandaÝíkjarina; Er talið víst að hún haf' rekizt á fjall þar i srennd Niu manns voru með vélinni. Utsala í nokkra daga MIKILL AFSLÁTTUR. • Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.