Þjóðviljinn - 22.01.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 22.01.1967, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1-962. ,Það hlýtur enn að vera hœgt' IDanmörku hafa verið stofn- uð samtök til stuðnings þeirri dómsrannsókn sem að frumkvæði Bertrands Russells mun fara fram á að stríðsglæp- um sem framdir hafa verið i Vietnam. Samtök þessi munu aðstoða við hina umfangsmiklu rannsókn og til greina kemur einnig að þau skipi fulltrúa í þann dómstól sem nota mun öll málgögnin og kveða upp úr- skurð. Vitsð er að Russell hef- ur óskað þess að í dómstóln- um eigi sæti maður frá Norð- urlöndum. Margir kunnir danskir menntamenn og forystumenn á ýmsum sviðum standa að þess- um samtökum, en frumkvæðið að stofnun þeirra áttu þeir Ole Wivel skáld- Ehbe Reich rit- stjóri og Erik Vagn Jensen út- gáfustjóri- Þeir höfðu áður rætt og haft bréfaskipti við þrjá frumkvöðla réttarhaldanna, — pólsk-brezka sagnfræðinginn Isaac Deutscher, júgóslavneska rithöfundinn Vladimir Dedijer og hinn bandsríska ritara Ru.ss- ells, Ralph Schoenmann. Þær viðræður leiddu í ljós að Danir gátu unnið mikilvægt starf fyr- ir dómstólinn, og er þannig í Wivel ráði að þeir annist frágang á öllum kvikmyndum og ljós- myndum sem lagðar verða fram sem gögn í málinu. -e Guðjón Styrknrsson hæstaréttarlögmaðui AUSTURS l'RÆTi b Simi 18354 B I L A - L Ö K K Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBOÐ: ASGEIR OLAFSSON heildv. Vonarstræti 12. Sími 11075. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆN GUB ★ Annar megintilgangur hins danska Russells-ráðs, eins og það er nefnt, er að gefa dönsk- um almenningi kost á að fylgj- ast með öllum störfum dóms- ins. Frumkvöðlarnir þrír leituðu til um 50 danskra framá- manna á ýmsum sviðum um stuðning við starf ráðsins og hatfa langflestir orðið við þeim tilmælum. Tveir ráðamanna hafa í ,,Informati'on“ gert grein fyrir því hvers vegna þeir hafa tekið sæti í ráðinu- Þeir Ole Wivel og prófessor K- E. Lög- strup. Báðir eru þeir þjóðkunn- ir menn í landi sínu. Ole Wivel er eitt helzta ljóðskáld Dana og hefur haft margvísleg af- skipti af menningarmálum, stofnaði sitt eigið forlag upp úr stríðinu, var ritstjóri tímarits- ins „Heretica“ ásamt Martin A. Hansen, var um skeið for- stjóri Gyldendals, en er nú lýð- háskólastjóri. Prófessor Lög- strup er einn kunnasti guð- fræðingur Dana og það er ekki sízt fyrir hans störf að guð- fræðideild háskólans í Árósum þykir öðrum fremri- Ole Wivel segir í sinni grein- argerð að þeir sem styðji rétt- Lögstrup arhöldin út af stríðinu í Viet- nam finni að á þeim hvíli á- byrgð. þeir geti ekki þegjandi og hljóðalaust sætt sig við framferði Bandaríkjamanna, við „þetta ruddalega og vonlausa stríð“. Þeir viti mætavel að því séu takmörk sett hve miklu þeir geti fengið á'orkað- ,,En þeir vita“, heldur hann áfram, ,,að hið innra með þúsundum manna ólgar og sýður og þau tilfinningaviðbrögð geta þeir stutt rökum sem eru málefna- leg hve hræðileg sem þau eru. Þeir geta aukið viðbjóð manna á þessu stríði og l&'gt með hóf- samri röksemdarfær.slu höfuð- sökina á gangi þessa stríðs og voðaverkum á herðar ábyrgra leiðtoga Bandaríkjanna. Ég tel það hlutverk mitt að gera fyllilega ljóst hvers eðlis hernaður Bandaríkjanna í Vietnam er. Stríðið brýtur í bága við stjórnarskrá Banda- ríkjanna, gengur í berhögg við viðurkennd mannréttindi og alþjóðarétt, við alþjóðasáttmála og síðast en ekki sízt við bar- áttu fátækrar þjóðar fyrir frelsi sínu og sjálfstæði- Þessari þjóð verðum við að liðsinna, enda þótt hagsmunaréttur hennar og markmið séu önnur en okkar bg þótt hún eigi í svipinn í miskunnarlausum átökum við einn bandamanna okkar. Ég er sannfærður um að flestir þeir sem kynntust þeim Afmæliskveðja til Verkamannafé- lagsins Hlífar Auðgaðir þú okkar líf anda samtakanua, varst með sanni sverð og hlíf sigurgöngumanna. Jón Rafnsson. Þessa mynd birti >>Information“ skýringarlaust með grein prófessors Lögstrups. gögnum, flestum af bandarísk- urp uppruna, sem leiða líkur að eða sanna að hermenn Banda- ríkjanna í Vietnam hafi framiö stríðsglæpi, myndu fordæma hernað þeirra í Vietnam. Mis- þyrmingar og hryðjuverk eru staðreyndir sem enginn getur sætt sig við, sem myndu — ef við létum okkur þær lynda — afhjúpa mannúðarhugsjónir okkar sem einbera lygi og hræsni. Þess vegna vil ég vinna með öðrum að því að þessi gögn séu lögð fram. Þau veikja traust okkar til þeirra verðmæta sem við teljum okkur trúa á, og ekkert getur að minni sýn end- urvakið það traust nema vægð- arlaus sannleikurínn sem við sjálf höfum gr&fizt fyrir um“. Og lokaorð Ole Wivels eru þessi: ,,Hvern dag er körlum, kon- um og börnum tortímt á hrylli- legasta hátt í Vietnamstríðinu. Við skulum reyna að binda endi á það með því m.a. aS fletta ofan af framferði hins vígalega, en vanmáttuga valda- þursa- Það hlýtur enn að vera hægt“. Æ Prófessor Lögstrup svarar í sinni grein ýmsum mótbárum sem menn hafa haft uppi gegn hinum fyrirhuguðu réttarhöld- um og aðild hans og félaga að þeim. Því hafi verið haldið fram að þau séu aðeins sýnd- armennska og áróðursbragð, þar sem dómstóllinn eigi þess engan kost að fullnægja dómi sínum. Ekkert mark verði hægt að taka á þeim dómi sem upp verði kveðinn, þar sem hann styðjist ekki við lög og réttar- reglur, heldur aðeins við sið- gæðiskennd dómarans. Svör prófessors Lögstrups við þeim mótbárum og heimspekilegum vangaveltum úrtölumanna, á- bendingar hans um andstæður og samhengi siðgæðis og réttar, verða ekki rakin hér, en hann kemst svo að brði í grein sinni miðri: „Nú er komið að stríðsréttar- höldunum- Ég ætla aðeins að drepa á eitt atriði, þá fregn sem ,,Information“ birti fyrir skömmu eftir bandarískum heimildum um stríðið í Viet- nam og enginn starfsmanna blaðsins hefur borið brigður á- Bandaríski flugherinn varpar sprengjum, svokölluðum tvístr- unarsprengjum, sem eru vita gagnslausar gegn hervirkjum og eru aðeins nothæfar til að drepa fólk. Stríðið í Vietnam er haft til að reyna ný vopn. Eðli stríðsins var lýst á þann veg í þessari frásögn „Informa- tions“ að það minnir óþyrmi- lega á sprengjuárásina á Gu-^. ernica í spænska borgarastríð- inu. Við enim vitni að her- mennsku sem er óumdeilanleg sem með engu móti verður var- in, sem brýtur að auki í bágr við alþjóðarétt, og er þannir sa'knæm lögum samkvæmt. S: einn hængur er á, að enginn dómstóll er til sem gæti stöðv- að hana, hvað þá dæmt í refs- ingar fyrir hana. En þá er það gert sem hægt er við þær að- stæður sem fyrir eru- Það er settur dómstóll sem fær eftir því sem hægt er verkefni og eiginleika þes9 dómstóls sem ekki er til- Það er: Hann verð- ur alþjóðlegur, hlutiaus og kannar af algerri hlutlægni þau gögn sem fyrir hann verða lögð. Það er: Hann hefur ekkert 1 vald til að fullnægja dóminum og hann er sjálfskipaður. En vonir standa til að dóm- urinn og þær forsendur hans sem byggjast á málsgögnunum muni hafa áhrif. Ekki vegna þess að fram fór athyglisvert sjónarspil, heldur vegna þess að dæmt var um rétt eða rangt“. Blindravinafé- iagi íslands berst dánargjöf Hjónin Elín Þorsteinsdóttir, er andaðist 5. apríl 1966, og Þorvaldur Friðfinnsson, útgerð- armaður, Brekkugötu 13, Ólafs- firði, er andaðist 7. des. 1947, arfleiddu Blindravinafélag ís- lands að jöfnu við barnaheim- ilið í Ólafsfirði, að eignum sínum eftir sinn dag. Elín dvaldi hjá systursyni sínúm, Adam Magnússyni, Brekkustíg 2, Akureyri, síðustu ár ævi sipnar og átti hann og annað frændfólk Elínar drýgstan þátt í því, að svo drjúgur skilding- ur var eftir í þessu búi og er félagið frændfólki Elínar inni- lega þakklát fyrir þátt þess í þessari gjöf. Hlutur félagsins varð kr. 102 624,80 og er það mikið fé, sem félaginu er mikils virði að fá til ráðstöfunar, þó er annað athyglisverðara, það er sá kærleiksandi og hjálpfýsi, sem liggur að baki þessari höfð- mglegu gjöf. Megi blessun guðs fylgja þessum hjónum og frændum þeirra. (Frá Blindravinafélagi íslands). Þakkir frá HrafnistuDval- arneimm alaraðra s/omanna • Hrafnista, DAS, óskar efln að koma á framfæri þakklæti til hinna mörgu aðila, semmeð gjöfum, heimsóknum eða öðr- um hætti glöddu vistfólk á Hrafnistu nú um jólin og ára- mótin og oft endranær á ný liðnu ári. Blindravinafélagið, stúkan Rebekka, ýmis átthagafélög og margar fleiri stofnanir og ein- staklingar hafa í verki sýnt hlýhug sinn til stofnunarinnar. En ekki hvað sízt. skal minn- ast starfs séra Gríms Grímsson- ar, sóknarprests og séra Magn- úsar Guðmundssonar, sjúkra- húsaprests fyrir hin miklu störf beirra á kvöldvökum og við pjölmörg önnur tækifæri. Fyrir alla slíka auðsýnda vinsemd eru hér fluttar alúðar bakkir í nafni vistfólks og stofnunarinnar. Auðunn Hermannsson. ¥ eggsp jölcf Rau&ra varðliöa fááfft&CÍtlM f > W u j Fátt hefur valdid annarri eins ringuireiö á fréttastofum heimsins og veggblöð og veggspjöld Kauðra varðliða í Kína. Hér sjást þrjú þeirra — frá vinstri: „Högg okkar hæfa svarta 6áldarflokkinn“, „Kremjum guð dauðans“ (Lú Tingjí) og „Berjum niður andbyltingarsinnaða endurskoðunarmenn.“ SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. Kjötbúö Suöurvers tilkynnir: Tökum að okkur veizlur, kait borð, smurt brauð, KJÖTBÚÐ SiJí)iLIKVÉKt ‘'vrni Stigahlíðar og snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. Hamrahlíðar. - Sími 35645. - Geymið auglýsiiiguna. 4 t i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.