Þjóðviljinn - 22.02.1967, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1967, Síða 1
Miðvikudagur 22. febrúar 1967 — 32. árgangur — 44. tölublað. Kömrnn á hag og stöðu ísL dagblaða Einar Olgeirsson flytur á Alþingi þessar fyrirspurnir til ríkisstjórnarinnar um könnun á hag dagblaðanna: 1. Hver hefur orðið ár- angur þeirrar könnunar á hag og stöðu íslenzku dag- blaðanna, sem rikisstjórnin ákvað að láta fram fara fyrir ári? 2. Hyggst ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess áð koma í veg fyrir, að sú þró- un sem víða i Evrópu hef- ur leitt til sívaxandi blaða- dauða og þar af leiðandi minnkaðs prentfrelsis, gerst cinnig hér á Iandi? Lúðvík Jósepsson flytur á Alþingi frumvarp um nýja skipan olíumálanna: Olíuverzlun ríkisins taki við innflutningi, heilt/sölu og smásölu á öllum olíuvörum Frumkvæmdit við Sundahöfnina eru uá í fullum gangi ■ □ Lúðvík Jósepsson flytur á Alþingi frum- varp um olíuverzlun ríkisins. □ Þar er lagt til að stofnuð verði olíuverzlun ríkisins sem taki í sínar hendur allan innflutning á olíum til landsins og hafi með höndum alla heild- sölu á olíuvörum. Jafnframt er ráð fyrir því gert að olíuverzlun ríkisins taki að mestu leyti að sér smásölu og dreifingu á olíuvörum. Þó er ætlazt til að olíusamlög, sem starfa samkvæmt lögum í því skyni að selja meðlimum sínum olíur á sem lægstu verði, geti starfað áfram. Frumvarpið er þannig: X. gr. Stofna skal ólíuverzlun ríkisins. Hún er eign ríkisins, sem ber á- byrgð é skuldbindingum hennar. Ríkissjóður leggur henni til nauð synlegt stofn- og rekstrarfé, og er heimilt að taka það að láni. 2. gr. Hlutverk olíuverzlunarinnar er að annast öll innkaup og ' flutn- inga til landsins á brennsluolí- um (gasdlíu, dieselolíu, fuelolíu, ljósaolíu, benzini og flugvéla- benzíni), smumingsolíum og olíu- feiti. Hún skal sjá um flutning olíuvaranna í birgðastöðvar i irinflutningshöfnum. Ennfremur skal hún leitast við að fjölga innflutningshöfnum olíuvara frá þvi sem nú er, í því skyni að auðvelda dreifingu þeirra. 3. gr. Olíuverzlunin skal semja við eigendur olíubirgðastöðva um leigu þeirra til þess að tryggja nasgilegar birgðageymslur. Náist ekký samkomulag um leigusamn- inga, er heimilt að taka birgða- stöðvar leigunámi. Enn frem- ur er olíuverzluninni heimilt að byggja nýjar birgðastöðvar, ef nauðsyn krefur. Þá skal olíu- verzlunin leita eftir samningum við starfandi olíufélög um kaup eða leigu á dreifingarkerfi þeirra og smásöluaðstöðu. Takist ekki samningar, sem tryggi olíuverzl- un ríkisins sæmilega aðstöðu til smásöluverzlunar með olíur, skal heimilt að taka eignir olfufélag- anna eignar- eða leigunámi. 4. gr. Olíuverzlunin selur oliuvörur í heildsölu til olíusamlaga, opin- berra aðila og annarra, sem kaupa mikið magn í einu til eig- in nota. Hún skal einnig annast smá- sölu með olíuvörur og leitastvið að skipuleggja á sem hagkvæm- astan hátt olíudreifingarkerfi um alflt land. Olíuverzlun ríkisins skal skyit að sjá um, að jafnan séu til í landinu nægar birgðir olfuvara. 5. gr. Olíuverzlunin skal selja olí- Framhald á 2. síðu. Jörg Demus einleikari á tón- leikum Sinfóníusveiturínnaz Austurríski píanóleikarinn Jörg Dcmus er nú kominn til íslands öðru sinni og ætlar að leika með Sinfóníuhljómsveit- inni á tónleikunum annað kvöld. Mun hann þá leika annan píanó- konsert Brahms, einn voldugasta píanókonsert sem þekkist. Ekki er ástæða til að kynna Demus nú sérstaklega, svo eftir- minnilega, sem hann lék hér bæði með Sinfóníuhljómsveit- inni og á tónleikum Tónlistar- félagsins fyrir tveimur árum. Demus hefur lengi staðið í fremstu röð píanista, þó að hann sé ekki gamall. Hann hefur num- ið hjá nokkrum mestu píanó- snillingum Evrópu, og hann hefur unnið til glæsilegra verð- launa i samkeppni. Beztu með- mælin eru samt sú almenna hylli sem hann nýtur í tónleika- sölum um víða veröld og hinar eftirsóttu hljómplötur, sem hann hefur leikið inn á. Togarasala Togarinn Kaidbakur frá Akur- ureyri eeldi í Grimsby í gær 134 tonn fyrir 11.311 sterlingspund. Jörg Demus Hitt verkið á efnisskrá tón- leikanna verður „Symphonie fantastique" eftir Berlioz. Stjórn- andi verður Bohdan Wodiczko, en hann mun nú hverfa frá stjórnpalli hér um stund til að stjórna erlendis, og kemur aft- ur fyrir tónleikana 27. apríl. MYNDIRNAR hér að ofan eru teknar í gær af framkvæmd- um við Sundahöfnina. Á efri myndinni sést garðurinn sem nú er kominn nm 240 metra út frá ströndinni og er hann kominn út undir sker nokk- urt þar sem hann á að’ enda. Eftir er hins vegar að breikka hann talsvert inn á við. Þá hefur að undanförnu .verið unnið við boranir og spreng- ingar neðansjávar við skerið þar sem það mun standa út úr garðinum. Á HINNI MYNDINNI sést sand- dæluprammi sem verið er að setja upp og á hann að dæla upp og dýpka hafnarsvæðið og hefjast þær framkvæmdir á næstunni. FRAMKVÆMDIR við Sunda- liöfnina hófust í október í fyrrahaust og vinna nú um 30 manns við þær, að því er hafnarstjóri sagði Þjóðviljan- um í gær.' í aprílbyrjun er ráðgert að byrja að reka nið- ur stálþilið en það verður um 400 metra Iangt. ÁÆTLAÐ er að vinna fyrir um 40 miljónir króna við Sunda- höfnina á þessu ári en til- boðið í fyrsta áfanga verks- ins, sem á að vera Iokið á næsta ári, hljóðaði upp á 81,7 I miljónir króna. Verktaki er fyrirtækið Skánska cement- gjuteriet í félagi við Loftorku og Malbik h.f. Ótrúlegt sölumet! Maí seldi 290 tn. á 307.793 mörk 1 gærmorgun seldi togar- inn Maí í Cuxhafen það sem eftir var að landa úr skipinu í fyrradag. Urðu lokatölumar 290 tonn og söluverðið 307.793 mörk. Er þetta hæsta sala sem um getur hjá íslenzkum togara fyrr og síðar þegar um er að ræða sölu á eigin al'la. Aflinn var að langmestu ieyti karfi og þess ber að gæta að lýsi er ekki meðtalið í sölu- verðinu. Skipstjóri á Maí er Ilalldór Halldórsson og er ó- líklegt að þessu sölumeti hans verði hnekkt á næstunni. Xngimar Einarsson hjá DÍCl gaf Þjóðviljanum upp í gær þrjár hæstu sölur íslenzkra tögara, bæði á Þýzkalands- markaði og Bretlandsmarkaði, fram að sölu Maá nú. 1 apríl 1966 seldi Víkingur á Þýzkalandsmarkaði 233 tonn fyrir 224.135 mörk og var það sölumetið á þýzkum markaði fram að þessu. Næst- ur var Júpíter er seidi 212 tonn fyrir 217.375 mörk í septemiber 1965 og þriðji í röðinni Maí, er seldi einnig í september 1965 190 tonn fyr- ir 204-273 mörk. Þrjár hæstu sölur á Bret- landsmarkaði eru hins vegar þessar: 1 maí 1966 seldi Marz 240 tonn fyrir 23.856 pund og er það metiö. Næstur kemur Víkingur er 'seldi í maí 1965 277 tonn fyrir 22-577 pund og þriðji er Fylkir sem seldi 219 tonn fyrir 21.017 pund í mai 1961. Eins og sést af þessum töl- um er Maí bæði með mesta mesta aflamagnið og lang- hæsta söluverðið. Hæsta með- alverð mun hins vegar togar- iim Sigurður tefa fengið en Halldór Ilalldórsson hann var þá hins vegar með fremur lítinn afla. Maí lagði frá Hafnarfirði i þessa veiðiferð um síðustu mánaðamót. Mun hann hafa fengið þennan afla á fremur fáum veiðidögum en hann varð ■fyrir nokkrum töfum bæði vegna íss og eins vegna veðurs á útleiðinni-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.