Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 17. marz 1%7 — 32. árgangur — 64. tölublað. Rœðir skipulag sósíalistískra flokka Félag róttækra stúdenta boðar til hringborðsfundar með C. H. Hermansson, forihanni sænska Kommúnistaflokksins í Lindarbæ, 4. hæð til vinstri í kvöld kl. 20.30. Umræðuefnið er: Nýtt skipulag sósíalistískra flokka á Norðurlöndum. — Útsend boðskorf gilda sem aðgöngumiðar. — Mætið stundvíslega. |4>" ■■•■■■■•■■■•■■■«■■■■■■■ HHaveifumál Fossvogs- og Brei&holfshverfa rœdd i borgarsf]órn íbúar nýrra hverfa eiga kröfu á jafnrétti við aðra borgarbúa □ Ég tel, að þetta mál sé svo mikilvægt, að ekkert annað sé viðun- andi en að knúin verði fram sú réttlætiskrafa, að fjarhitunarþjónusta kyndistöðva í Fossvogi og Breiðholti verði látin af hendi á almennu verði hitaveitunnar á hverjum tíma en ekki á allt öðru og óhagstæðara verð- lagi Og þetta er hægt að tryggja séu væntanlegir íbúar og byggingarað- ilar þessara hverfa nógu samtaka og ákveðnir í að þola ekki það óréttlæti og þá mismunun, sem borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins og meirihluti ham stefnir nú markvisst að. • • OH rök hníga ao uppsögn á hernámssamningnum f rá '51 Vilja hernámsflokkarnin að hersetan verði ævarandi? ■ Meira að segja þær forsendur sem forgangsmenn hernámsins bám fyrir sig 1951 em nú að engu orðnar. Eigi að halda þvi fram að íslandi sé nauðsyn að hafa her á íslandi í dag þá væri eins hægt að segja það í marga áratugi enn. Þegar 1949 var því yfirlýst af öllum stjórn- málaflokkunum að á fslandi ætti ekki að vera her á frið- artímum, og séu ekki friðartímar nú hér í okkar heims- hluta má sjálfsagt lengi bíða þeirra, sagði Einar Olgeirs- son á Alþingi í gær þegar hann hélt áfram ræðu sinni frá fyrra fundi um uppsögn hernámssamningsins. Einar lauk ræðu sinni frá ekki ■fengið öllu því breytt sem þt>í uppsögn hemámssamnings- ins var síðast til umræðu á nokkrum mínútum á fundi neðri- deildar Alþingis í gær. Tók hann til meðferðar þá fullyrðingu Bjama Benedikts- sonar að Alþýðubandalagið hafi tekið á sig ábyrgð af hernámi landsins'vegna þátttöku þess í vinstri stjórninni. Benti Einar á hve fáránleg sú hugmynd væri að flokkur tæki ábyrgð á öllu ástandi landsmála sem fyrir væri þegar hann sett- :st í ríkisstjóm, þó hann gæti Vísitalan óbreytt 4 Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í marzbyrjun 1967 og reyndist hún vera 195 stig eða hin sama og hún var í febrúarbyrjun 1967. hann vildi. Sósíalistískir flokkar hefðu til dæmis frá upphafi verið and- vígir aúðvaldsskipulaginu, en þó myndi fáum koma til hugar að þéir gerðust ábyrgir fyrir því öllu þó þeir settpst í ríkisstjórn, án þess samtímis að breyta öllu sem þeir væru óánægðir með. ★ Landhelgismálinu tryggð- nr sigur Alþýðubandalagið samdi um það í stjórnarsamvinnunni við tvo aðra flokka að bandaríski Framhald á 8. síöu. Fundurinn um heilbrigðismál: Ráðherra veltiávirð- ingunum yfíráCeir Fundur stúdentafélaganna um heilbrigðismál, sem haldinn var í gærkvöld, var mjög fjölsótt- ur, svo að troðfullt var út úr dyrum í Sigtúni þar sem fund- urinn var haldinn. Framsögu- menn voru þeir Jóhann Haf- stein, heilbrigðismálaráðherra, og læknarnir Árni Bjömsson og Ásmundur Brekkan. Megininntak í ræðu Jóhanns var annars vegar afsökun fyrir því ástandi sem er í öllu er varðar heilbrigðismál hér á landi, og hins vegar að koma sökinni yfir -á borgaryfirvöld i Reykjavík og þá fyrst og fremst á Geir Hallgrímsson horgar- stjóra. Nánar verður sagt frá fram- söguræðum og umræðum á fund- inum í Þjóðviljanum á morgun. Þannig iauk Guðmundur Vig- fússon, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, ræðu sinni á fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur í gær. Fyrir fundinum lá tillaga, sem íhaldsmeirihlutinn hafði samþykkt í borgarráði um málefni Hitaveitu Reykjavíkur. Kemur þar fram í fyrsta lagi að íhaldið hefur gefizt upp við fyrirhugaðar framkvæmdir Hitar- veitunnar. eins og segir í einum lið samþykktarinnar: „Lóðahaf- ar einbýlishúsa og raðhúsa í Breiðholtshverfi mega ekki við því búast að fá hitaveitu fyrst um sinn, þótt að því verði stefnt að tengja þessi hús fjarhitun“. Guðmundur Vigfússon flutti breytingartillögu um að þessi liður samþyktarinnar hljóðaði svo: „Hitaveituvandamál Breið- holtshverfisins verði leyst með kyndistöðvum, er Hitaveita Reykjavíkur reki á sama grund- velli og sarna verði og aðra fjarhitun, er hún lætur af’ hendi. íbúar og aðrir byggingaraðilar í hverfinu greiði heimæðagjöldin fyrirfram. Framkvæmdir þess- ar hefjist það fljótt, að unnt verði að tengja húsin jafnóðum og þau verða tekin í notkun“. Breytingartillaga þessi var felld með atkvæðum íhaldsins gegn atkvæðum allra fulltrúa minni- hlutans. Jafnréttis krafizt f öðru lagi kemur fram í samþykktinni, að íbúar í nýju hverfunum verða að greiða hærra verð fyrir þjónustu hita- veitunnar en þeir sem búa í eldri borgarhverfum. í Foss- vogshverfinu er ætlunin hð koma upp kyndistöðvum, og verða framkvæmdir kostaðar af Hitaveitunni, sem einnig mun sjá um rekstur kyndistöðvarinn- ar. Er íbúunum ætlað að greiða hitann þar á kostnaðarverði sem áætlaður er 30—40% hærri en gjaldskrá Hitaveitunnar. Guðmundur Vigfússon flutti þá breytingartíllögu að Hita- veitan selji þessa þjónustu til notenda á saina verði og aðra fjarhitun, sem Hitaveitan annast. Einnig þessa breytingartillögu- felldi íhaldsmeirihlutinn gegn atkvæðum fulltrúa minnihlutans. Þá var tekið fyrir erindi Framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar og samþykkt að verða við erindj nefndarinnar um það, að þeim fjölbýlishúsum, sem á næstunni verður úthlutað í Breiðholtshverfi, verði úthlutað með kvöð um aðild að stofn- og reksturskostnaði fyrir kyndistöð, Sem keypt verður. Guðmundur Vigfússon flutti viðbótartillögu að borgarstjórnin lýsi sig reiðu- búna að taka við kyndistöð þessari til eignar og reksturs, verði þess óskað af væntanleg- um eigendum húsanna, og skuld- bindi sig til að selja þessa þjón- ustu á sama verði og aðra fjar- hitun sem Hitaveitan lætur í té. Þessi tillaga fékk sömu af- greiðslu og aðrar tillögur, sem Guðmundur flutti til verndar hagsmunum íbúanna í hinum nýju hverfum borgarinnar. Hún var felld með 8 atkvæðum í- haldsins gegn 7. Framhald á 8. síðu. Fyrirlestnr Heaths: Hin nýja Evrópa - Edward Heath fnrmaður brezka ílialdsflokksins of foringi stjórnarandstöð- unnar í Bretlandi var eins og frá var sagt hér í blaðinu í gaer væntan- legur til landsins í nótt, en hann kemur hér í baði Blaðamannafélags íslands ■ og verður heiðursgestur á Pressuballinu sem hald- ið verður í Súlnasat Hót- el' Sögu í kvöld. ★ Á morgun, laugardag kl. 16.00 mun Heath flytja fyrirlestur á vegum Blaðamannafélagsins fhá- tíðasal Sjómannaskólans og nefnir hann fyrirlest- nrinn: Hin nýja Evrópa. Mun hann þar meðal ann- ars víkja að sameiningar- og bandalagsmálum Evr- ópu en hann er þeim hnútum öllum mjög kunn- ugur. Er ekki að efa að marga mun fýsa að hlýða á mál hans. Hefst fnnd- urinn kl. 16.00 e.h. eins og áður segir. ★ Héðan heldur Heath aft- ur aðfararnótt sunnudags og flýgur hann þá með Loftleiðaflugvél til Banda- ríkjanna en þangað fer hann í einkaerindum. Krafa fulltrúa Norðurlanda í WAY: Aukaaðaifund til að ræöa CIA-máliö I gær barst Þjóðviljanuni eft- irfarandi fréttatilkynning frá Æskulýðssambandi íslands: Fúlltrúar íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs- í WAY — WORLD ASSEMBLY OF YOUTH — héldu fund í Kaup mannahöfn 10. marz. Á fundinum var meðal annars rætt um það ástand, sem er orðið til, vegna ásakana sem hafa komið fram í blaðaheimin- um á WAY fyrir að hafá óbeint tekig á móti fjárhagsaðstoð frá C.I.A. — bandarísku leyniþjón ustunni, meðal annars í gegnum Foundation for Youth and Stud ent Affairs í New York. Þessar ásakanir hafa minnkað mjög alvarlega traustið á WAY, sem frjálsri og sjálfstæðri stofn un. í þessu tilefni krefjast full trúar Norðurlandanna fjögurra á fundinum í Kaupmannahöfn, að WAY boði hið bráðasta til aukaaðalfundar. Jafnframt var skorað á fulltrúa annarra landa í samtökunum að veita þessari kröfu stuðning. Tilgangur okkar með þessu frumkvæði er að endurvekja traustið á WAY, meðal annars með því að tryggja forustu, sem bæði getur og vill koma þeirri breidd á fjárhagsgrundvöllinn, að maður þannig á sérhvern hátt tryggi baeði framsækna og sjálfstæða framkomu. í sambandi við þetta var á- kveðið ag skora á bandaríska Youth 'Council og bandaríkja- mennina í stjórn WAY að hreinsa sig af þessum fram komnu ásökunum. Með þessu -Trumkvæði óska norrænu þjóðarnefndirnar í WAY aðeins að leggja áherzlu á traust þeirra á þýðinguna fyr- ir alheimsstarfi hinna frjálsu, samstæðu lýðræðisæskulýðssam- banda. > Æskulýðssamband íslands Dansk IJngdoins Fællesrád Sveriges Ungdomsorganisatia” - ers Landsrád Den Norske WAY komitee. ■ ■■■■■■■■■■< ■■•■■■■■*■■■■■■••■•«■■■■■■ ■ ■•■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■<!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•'■■•■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ > ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• LEID VINSTRl HREYFINGAR ú N0RDURLÖNDUM Félag róttækra stúúenta efnir til almenns fnndar á sunnudaginn 19. marz. kl. 15. í Lído C. H. Hermansson. Fundarefni: Leið vinstri hreyíingar á Norður- löndum. Framsögumaður C. H. HERMANSS0N. formaður sænska Kommúnistaflokksins. MAGNÚS KJARTANSSON, ritstjóri, flytur inn- gangsorð. Að erindinu loknu verða frjálsar umræður og fyrirspumir. Erindi Hermanssons verður þýtt. Aðgangseyrir kr. 50.00. Öllum heimill aðgangur. Magnús Kjartansson. • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■jll !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■«•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.