Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA —r ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. marz 1967 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jómsson (áb). Magnús Kjartansson, , Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. .Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólarvörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Lagaréttur sjémanna gamtök atvinnurekenda telja sér orðið sjaldan fært að ráðast á kjaraatriði og réttindi sem vinnandi fólk hefur fengið viðurkennt i samningum eða með löggjöf. Hér eru þó samtök útgerðarmamna undan- tekning, eða réttara sagt þær fámennu stjórnar- klíkur þessara samtaka sem halda völdum 1 krafti þorskafjölda og síldarmála og tonnatölu skipa. Landssamband íslenzkra útvegsmanna og Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda eru þar fremst í flokki, í nafni þeirra er nuddað og suðað ár eftir ár að nauðsyn sé að skerða áunninn aflahlut sjó- manna eða þá að heimtað er að vökulögin séu sker't og vinnutími togarahásetanna lengdur úr tólf klukkustundum á sólarhring. Það er ekki til lofs fyrir íslenzku sjómannasamtökin að þeim skuli hafa mistekizt að kenna stjómarmönnum einnig þessara atvinnurekendasamtaka að verkalýðs- hreyfingin er ekki til viðtals um að láta af hendi á- unninn hlut sinn eða réttindi vinnandi fólks sem fengizt hafa skráð á lögbækur landsins. j>jóðviljinn hefur átt sinn hlut að því að gera þgssa viðleitni lýðum ljósa, og hefur blaðinu jafnvel verið um það kennt að herferðir gegn sjó- mannakjörum og réttindum hafa runnið út í sand, þótt það sé sjálfsagt oflof. En sjómenn hafa tekið eftir því að undanfama mánuði hefur verið stanz- laust eggjahljóð í íhaldsþingmanninum Sverri Júlíussyni sem vænzt hefur þess og að því róið öllum árum að flutt væri og samþykkt á Alþingi sem nú situr. skerðing á lögbundnum réttindum sjómanna. Þjóðviljinn hefur eitt blaða skýrt þau mál og varið af hálfu sjómanna, og er nú sýnt að Sverrir og kumpánar treysta sér ekki til að koma málinu fram á þessu þingi, en ætla .'að fara króka- leið að markinu. Hugsjón þeirra er að afnumið skuli það ákvæði sjómannalaganna frá 1963, sem tryggir undirmönnum á skipum mánaðarkaup ef þeir slasast eða veikjast meðan ráðningartími þeirra stendur. J framkvæmd þýðir þetta að sjómenn á fiskiskip- um fá greiddan aflahlut sinn sama tíma, og þetta ákvæði vill Sverrir Júlíusson nú endilega afnema, og rniða slysa- og veikindabætúí^við kaup- fryggingu, sem á engan hátt getur talizt eðlilegt sjómannskaup á fiskiskipum. Nú hafa þrír íhalds- þingmenn, Sverrir, Jón Árnason og Matthías Bjamason og einn úr Alþýðuflokknum, Birgir Finnsson, flutt þingsályktunartiliögu um skipun nefndar sem endurskoða á sjómannalögin. í grein- argerð er hins vegar tekið fram hvílíkur háski út- gerðinni sé búinn af ákvæði sjómannalaganna um veikinda- og slysabætur sjómanna á fiskiskipum, svo ljóst er hvað fyrir flutningsmönnum vakir. En það hefur áunnizt að þeir hafa gugnað á að koma málinu í gegn á þessu þingi. í sumar verður kosið og þá geta sjómenn og vandamenn þeirra svarað þessum frambjóðendum og flokkum þeirra á þann hátt einan sem íhaldsmenn skilja, og þakkað svo hinn .sérkennilega áhuga þeirra áð rýra réttindi sjómanna. — s. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ADOLF HEITINN HITLER flutti nokkrar ræður í útvarpinu núna á þriðjudagskvöldið, og honum til aðstoðar töluðu Hka með- al annarra Göring og Göbbels, gátu enda sjaldan orða bundizt meðan þeir voru og hétu, einkum ■hinn síðarnefndi. Allt var þetta flutt í sígildum geðbilunarstíl ofur- menna, og ekki má gleýma heið- ursmanninum Júlíusi Streicher, sem var að öðrum ólöstuðum mesta ofurmenni á fyrri hluta 20. aldarinn- ar, sérflagi að andlegu atgerfi, og fjallaði um lausn Gyðingavanda- málsins af frábærri geggjun. Þetta voru hljóðritanir frá Þýzkalandi stríðsáranna og áheyrendur í tug- þúsunda tali réðu sér ekki fyrir fögnuði í návist þessara mikilhæfu forystumanna sinna. Enn fleiri þús- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■i undir lögðu sig alla fram á sama tíma svo að hugsjónir þeirra mættu rætast í löndum Evrópu, og lögðu megináherzlu á hina göfugustu, — útrýmingu Gyðinga og kommúnista. Skoðanakannanir hefðu áreið.anlega leitt í l'jós að 4 af hverjum 5 Þjóð- verjum fylgdu foringja sínum skil- yrðislaust og munaði víst mjóu að þeim tækist að ljúka ætlunarverki sínu, — sennilega hefði talsverð- ur hundraðshluti íslendinga ekki heldur bugazt af harmi ef Hitler hefði tekizt að framfylgja því sem Alþýðublaðið nefndi „sögulegt hlut- verk nazismans" — að þurrka. út . Sovétríkin. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ rumsk- aði vist margur útvarpshlustand- inn og hugsaði enn einu sinni: Hvemig má það ske að bandóðum gangsterum tekst að fá heila þjóð, sem er ekkert vitlausari én gengur og gerist, til að kingja þessum en- demis þvættingi og trúa á hann, og æða af stað myrðandi og brennandi, og.ana sjálf út í opinn dauðann með fögnuði? Og nazistamir þurftu ekki nema sex ár til að trýlla svo til alla þýzku þjóðina. Það er ekki nema aldarfjórðungur síðan þetta gerðist. TÆPUM 20 ÁRUM eftir lok síðari heimsstyrjaldar voru Bandaríkja- menn búnir að taka á sig rögg við útrýmingu kommúnista í Víetnam, en öðrum frambjóðandanum við for- setakosningarnar sem þá voru háð- ar í Gúðs eigin landi,( Goldwater að nafni, þótti slælega að verið og vildi ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■i hespa af þetta lítilræði og eyða land óvinarins í hvelli — og þá með at- ómsprengjum ef svo bæri undir. Ekki vildi þó meirihluti Bandaríkja- manna fallast á þessar kenningar og kaus því ekki fyrrnefndan kappa,' heldur andstæðing hans Lyndon B. Johnson sem mælti gegn umrædd- um voðaverkum. En Johnson sótti fljótt í sig veðrið og tók að fram- fylgja skoðunum keppinautar síns í einu og öllu af sívaxandi krafti, .og á nú raunar fátt eftir annað en. atómsprengjuna á kommúnistana í Víetnam. Og skoðanaköhnun sem blaðið Washington Post efndi til ríú á dögunum leiddi í ljós 'að 4 af hverjum 5 Bandaríkjamönnum eru fylgjandi auknum hemaðaraðgerð- um til að koma fyrir kattamef í eitt skipti fyrir öll og á sem skemmstum tíma kommúnistunum þama, austur frá. ANDSTÆÐINGAR þessarar stefnu um allan heim, — og þeir eru margir, — vinna nú að því að koma vitinu aftur fyrir Bandaríkjamenn, líka hér á fslandi. En útrýmingar- postularnir sem álíta það „sögiulegt hlutverk ameríska kapítalismans“ að útrýma kommúnistunum í Víet- nam eru einnig margir, líka hér á íslandi, og ekki grunlaust um að einhver slíkur kynni að finnast við Alþýðublaðið ef vel væri að gáð. Á þessari stundu veit enginn hvern- ig framhaldið verður á Víetnam- viðbjóði Bandaríkjamanna, en þó er rétt að minnast þess að það era ekki tvö og hálft ár síðan þeir kusu Lyndon B. Johnson forseta sinn. ■■ KOLBEINN SVARTI. ■■■■«■■■■■■■■« á greiSsIum til JöfmmarsjáSs ■ Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur mót- mælt harðlega því ákvæði í framvarpi til laga um ráð- stafariir vegna sjávarútvegsins, sem nú liggur fyrir Al- þingi, að greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði króna. Mótmælunum fylgir lækkaðar um 20 miljónir svofelld greinargerð. Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegs- ins. 1 írumvarpi þessu er gert ráð fyrir að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyr- ir árið 1966 frá því, sem á- kveðið er í tekjustoínalögunuín um 20 miljónir kr. 1 greinar- gerð frumvarpsins er upplýst, að tekjur Jöfnunarsjóðs 1966 muni fara 23 miljónir króna fram úr áætiun fjárlaga íyrir árið 1966, og er ráðgerð lækk- un rökstudd með því, aðsveit- arfélögin njóti góðs af árangri verðstöðvunarinnar, og því sé sanngjarnt, að þau taki nokk- urn þátt í ráðstöfunum til að tryggja framgang hennar. Það hafði verið barátturhál sveitarfélaganna árum saman að fá nýjan tekjustofn, hlut- deild í söluskattstekjum ríkis- sjóðs. Með samþykkt s.ölu- skattslaganna nr. 10/1960 og laga ■ um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga nr. 19/1960 kom ríkis- Fyrirlestur í Háskóla íslands Prófessor Torsten Lund frá Califomiaháskóla flytur fyrirlest- ur í boði Háskóla íslands í dag kl. 5' e.h. i I. kennslustoh: há- skólans. Fyrirlesturinn, . sem verður fluttur á ensku,. fjallar um upp- eldi nútíma æsku. öllúm er heimill aðgángur. (Frá Háskóla íslands) valdið til móts við ósk sveitar- félaganna og sýndi með því skilning á aðstöðu þeirra ogþví mikilsverða hlutverki, sem þau gegna í þjóðfélaginu. Lögfest- ing þessa fyrirkomulágs mark- aði tímamót í samskiptum rík- isvaldsins og sveitarfélaganna. Þetta hafa sveitarfélögin þakkað og metið. Því ber að harma það, að með ákvæðum frumvarpsins skuli nú stefnt að skerðingu þessara þýðingarmiklu rétt- inda sveitarfélaganna. Sveitarfélögunum er það vissulega hagsmunamál, að verðstöðvunin nái tilgangi sín- um, enda hafa þau tekið á ,,sig þær byrðar, sem af henni leiðir, þar sem tekjustofnar þeirra voru bundnir með verðstöðv- unarlögum, en ýmsar útgjalda- hækkanir höfðu orðið á árinu 1966, m.a. kaupgjaldshækkanir allt að 15%, eftir að fjárhags- áætlanir höfðu verið samþykkt- ar. Þessar hækkanir haldast á þessu ári, en tekjustofnar sveit- arfélaganna en: bundnir. Þvi hefur orðið að draga úr frjálsu ráðstöfunarfé sveitarfélaganna þ.e. minnka framlög til verk- legra framkvæmda s.§, gatna- gerðar og skólabygginga. Með þessum hætti hafa sveitarfé- lögin þegar lagt fram sinn skerf til að tryggja árangur verðstöðvunarinnar. Sveitarfélögin telja því mjög ranglátt, að til viðbótar eigi að koma hvorutveggja: skerðing á framlagi til Jöfnuriarsjóðs og lækkun á -Iramlagi ríkisins til sameiginlegra framkvæmda þess og sveitarfélaganna, svo sem gert er ráð fyrir í frumvarp- inu. Stjómin telur þess vegna eðli- legra, að byrðum vegna þeirrá ráðstafána, er í frumvarpinu greinir, verði déilt á aðrar stofn- anir í þjóðfélaginu. ‘ Stjóm Sambands íslenzkra sveitarfélaga vijl vekja athygli á því, að sveitarfélögin, a.m.k. þau stærstu, hafa þegar afgreitt fjárhagsáætlanir sínar fyrir ár- ið .1967, svo sem lögboðið er, og að sjálfsögðu -reiknað með framiagi úr Jöfnunarsjóði :sam- kvæmt gildandi lögum þ,á:m. samþykktum fjárlögum fyrir árið 1967. Samþykki Alþingi téð ákvæði frumvarpsins, verðá sveitarfélögin að taka fjárhags- áætlanir sínar til endurskoðun- ar. Aðrir tekjustofnar þeirra bundnir með verðstöðvunarlög- unum, og eigi er unnt að lækká lögboðin útgjpld. Sveitárfélögin verða því neydd til að draga enn meira úr framlögum ýih verklegra framkvæmda, sem •víðast hvar em knýjandi -nauð- syn. Stjóm Sambands íslenzkra sveitarfélaga treystir því, áð háttvirt Alþingi leysi þettamál á farsælan hátt fyrir. sveitar- félög landsins, þannig að. þeim verði ekki torveldað að gegna þeim þýðingarmiklu verkéfn- um, sem löggjafinn hefur falið þeim. !• . 7,. • <*- li HÁSKÓLA ÍSLANDS Aðalskrifstofan verður lokuð til hádegis í dag .vegna útfarar Árna Benediktssonar. . Happdrætti Háskóla Íslands ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir vanir fagmenr* Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.