Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 5
 Hafnfirðingar verða fyrir áföllum F.H. OG HAUKAR TÖPUÐU FYRIR VlKING OG FRAMIFYRRAKVÖLD Á miðvíkudagskvöld 'fóru fram fveir leikir í meistaraflokki karla í handknattleiksmóti ís- lands, og voru Hafnarfjarðarfélögin bæði í eldin- um. Úrslitin urðu óvænt og geta haft mikil áhrif á niðurstöður mótsins, því bæði töpuðu þau — FH fyrir Víking með 14:16 og Haukar fyrir Fram með 19:24. Hér á eftir fer frásögn Frímanns Helga- sonar af þessum leikjum. Á miðvikudagskvöldið fóru fram tveir leikir í meistara- flokki karla í handknattleiks- móti íslands. og voru félögin úr Hafnarfirði bæði í eldinum. Fyrri leikurinn mun fy^ir- fram ekki hafa verið talinn sér- lega athyglisverður eða mundi bjóða upp á mikla tvísýnu, þar mundi F.H. vinna nokkuð ör- ugglega, en það fór nú á aðra lund. Það óvænta skeði að Vík- ingar gengu út af sem sig- arvegarar, unnu 16:14 og höfðu yfir að kalla allan tímann. Vík- ingar náðu mjög góðum leik. þegar tekið er tillit til þess að liðið er ungt og vantar ennþá leikreynslu. Það sem þó vakti mésta athygli var að það voru hinir ungu Víkingar sem réðu gangi leiksins og hraða, og léku í þeim hraða: sem þeim hæfði og þeir réðu við. FH tókst aldrei að hrista þá af sér svo um munaði, og sýndu aldrei þan frískleik sem þeir sýndu fyrr í vetur í mörgum leikjum. og var svo komið að öll spenna var úr mótinu, F.H. virtist svo i sérflokki. Þetta hefur breytzt svo að nú eru líkurnar ekkert síður með Fram eftir leiki kvöldsins, en allt bendir til þess að þau bítist í. úrslitum að þessu sinni. Liðin. Víkingar léku allan tímann mjög skynsamlega, og sýndu oft góðan leik, og virkan sem virtist koma FH-ingum á óvart. og setja þá út af laginu. Einar Magnússon og Jón Hjaltalín eru að verða stoð- ir og styttur liðsins þótt ung- ir séu, og Einar í markinu varði oft vel. Báðir eru þessir menn mjög skotharðir, og þeii sem skoruðu flest mörkin. Þór- arinn og Rósmundur eru ald- ursforsetarnir og gefa vissu- lega styrk hinum yngri. í heild fellur liðið vel saman og virðist í góðri þjálfun og það ræður yfir mikilli knattleikni og leikmennirnir gátu brugðið á'hraða, en þeir stilltu sig sem rétt var í þessari viðureign. Gunnar Gunnarsson var einnig ágætur og fylginn sér. Það vantar eitthvað í FH-lið- ið sem það hefur haft í leik sínum áður. Það vantaði sókn- arbroddinn og hraðann, sem oft hefur verið þeirra leyni- vopn. Það getur verið rann- sóknarefnf út af fyrir sig að finna í hverju þetta liggur. Ekki er ósennilegt að farin sé að gera vart við sig viss þreyta, sem oft vill steðja að eftir langt æfingatímabil, en það mun nú orðið nær 8 mánuðir síðan þeir fóru að æfa og búa sig undir bikarkeppnina við Honved. Það er því ekki óhugsandi að þeir séu komnir yfir toppinn á þjálfuninm og séu á niðurleið aftur. Sé svo, er ekki ólíklegt að það hafi svo sín geðrænu áhrif, sem síðan hafa áhrif á -leik þeirra. Við þetta bætist svo að það er vafasamt að gefa mönnum ekki hvíld í leik, og sérstaklega ef þeir eru komnir af léttasta skeiði. En hvað sem veldur er FH ekki svipur hjá sjón frá því fyrr í vetur, cg tekur það bæði til sóknar og varnarleiks. Enginn slapp veru- lega vel frá leiknum, léku undir meðallagi, meira að segja Geir og Örn, sem yfirleitt aldrei bregðast, hálf týndust. FH á eftir að leika við Val áð- ur en þeir leika við Fram sem dregst nokkuð. Takist Val upp mega FH-ingar vara sig ef þeir sameinast ekki betur um verkefnið en í þessum leik. Vera má að þeir hafi vanmetið Víkinga, fyrir leikinn en það var þá enn ein veilan hjá þessu annars reynda liði. Vík- ingar hafa sýnt það undanfar- ið að þeir kunna mikið fyrir sér, og undir það átti FH að búa .sig. Gangur leiksins Víkingar skoruðu fyrsta markið, en FH-ingar jafna og taka forustuna á 2:1 og var það í eina skiptið í fyrri hálf- leik sem þeir höfðu frumkvæði í mörkum. Víkingar jafna og komasteitt mark yfir og standa leikar eftir 13 mínútur 5:2. Litlu síðar varð staðan 6:3. Á 20. mín. er munurinn aðeins 1 mark 6:5, en Vikingar hafa forskotið og standa leikar í leikhléi 9:7. í byrjun síðari hálfleiks lítur svo út sem FH ætli. að taka leikinn í sínar hendur er Birg- ir skorar á fyrstu mín, og á 7. mín. höfðu þeir jafnað, 10:10. Enn taka Víkingar forustu og halda henm þar til á 18. mím að FH tekst að jafna 13:13. Á næsta augnabliki skaut Jón Gunnlaugur H.jálmarsson. skor- aði flest mnrk iregn Haukum Hjáltaiin. vitakasii iangt fram- hjá! Á 20. mín. tekst Geir að skora og gefa FH forustu og nú bjuggust allir við að enda- spretturinn yrði FH megin, en það var síður en svo. FH skor- aði ekki fleiri mörk .en Víking- ar bættu þrem við áður en lauk. og lokatölurnar urðu eins og fyrr segir 16:14, og voru það sanngjörn úrslit í leiknum. Þeir sem skdruðu fj'rir Vík- ing voru: Jón Hjaltalín 7, Ein- ar og Þórarinn 3 hvor, Gunnar Gunnarsson. Guðmundur og Rósmundur 1 hver. Fyrir . FH skoruðu Geir 5, Birgir 3, Jón Gestur og Páll' 2 hvor, og Ragnar 1. Dómari var Sveinn Kristj- ánsson og slapp sæmilega en virtist taka strangar á brotum varnarmanna en sóknarmanna. Leikur Fram og Hauka Eftir þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sig- urganga Hauka hafði á vissan hátt gefið fyrirheit um það að Fram ætti þar engan vissan sigur. Ef frá eru skildar fyrstu 5 mínúturnar í fyrri hálfleik leit út fyrir að allt gæti skeð í síðari hálfleiknum, því Hauk- ar höfðu unnið uþp 4:1 sem Fram náði á fyrstu 5 mínútun- um, og var það hressilega gert af hinum ungu Hafnfirðingum. Fram átti sem sagt í miklum erfiðleikum með Hauka allan fyrri hálfleikinn. Hraði þeirra og viðbragðsflýtir samfara góðri knattmeðferð gerði það að verkum að ekkert mátti útaf bera hjá Fram ef þetta aetti að hafa góðan endi. í hálfleik stóðu leikar 12:12. Síðari hálfleikur átti eftir að sýna að leikreynsla í afger- andi leikjum er vikils virði fyr- ir hvert handknattleikslið. og ef til vill gerði það gáefumun- inn í þessari viðureign. í síð- ari hálfleik skorar Fram þrjú mörk í röð eftir hlé o.g kom- ust í 15:12. og það er ekki fyrr en á 9. mínútu sem Haukar skora fyrsta mark sitt. og um miðjan hálfleikinn er staðan orðin 19:15 Haukar náðu ekki þeim hraða og sóknarákafa sem þeir náðu í fyrri hálfléik, og áttu erfitt með að finna smugur í varnarvégg Fram sem nú þétti vörnina sem mest mátti. Var léikur Fram í þéssum hálf- leik mun betri en í þeim fyrri, og notuðu þeir sér af éftirgjöf Hauka sem sýndu um of von- leysi í leik sínum. og gerðu : Fram auðveldara 'fyrir. Er- ekki að éfa. að hin mikla leikreynsla Fram kom þeim að góðu haidi í þessum leik. Eftirgjöf Hauka í síðari hálf- leik má vafalaust kenna að miklu leyti því hve ungir Haukamenn eru og óvanir leikjum þar sem mikið er í húfi. það er eitt af náminu á leiðinni á toppinn. í fyrri hálf- leik léku Haukarnir mjög vel og skemmtilega, og sýndu að það er engin tilviljun sigur- ganga þeirra að undanförnu, og ef þetta lið heldur saman í framtíðinni ætti það að geta náð langt, en það þarf sína reynslu i hörðum leikjum. Þegar nær 20 mín voru liðn- ar af síðari hálfleik var rtað- en 19:16, én það lyfti ekki und- ir Hauka, og á lokasprettinum gáfu þeir aftur eftir og lauk- Framhald á 8. síðu. íþróttafélag stúdenta 40 ára □ Um þessar mundir á íþróttafélag stúdenta fertugs- afmæli og heldur það upp á þetta afmæli sitt með keppni í ýmsum greinum. Fór hún fram í Íþróttahöllinní í gær- kvöld og hófst kl. 8.15. Meðgl stúdenta hafa alltaf vérið snjallir íþróttamenn í ýmsum greinum og margir þeirra skrifað blað í íþróttasög- una. Það var því ekkert und- arlégt þótt þeir stofnuðu með sér félag, en það gerðist 1927. Tildrögin voru þau í stuttu ikáli, að þetta haust (1927) lof- áði Háskólaráð allt að 500,00 kr. styrk til þess að halda upp'i æfingum í leikfimi fyrir há- skólastúdenta. I félagi stúdenla ffá 1925, hafði fyrir forgöngu Guðmundar Karls Péturssonar vérið kosin nefnd til að vekja áhuga meðal stúdenta fyrir fnáli þessu. Æfingar ’ í íimleikum hófust fyrst í nóvember 1927 í íþrótta- sal Ménntaskólans undir stjóm Bjöms Jakobssonar. Fyrsti for- maður félagsins var Þorgrímur Sigurðsson nú prestur á Staðar- stað. Það er greinilegt að þeir hafa sett markið hátt þegar i byrjun, því aðeins tveim árum síðar fer glímuflokkur stúd- enta í glímuför til Þýzkalands og þótti sú för takast vel og vakti athygli. Þjálfari stúdent- anna var Guðmundur Kr. Guð- mundsson og fararstjóri var Guðmundur Karl, nú læknir á Akureyri. Eftir heimkomuna héldu stúdentar giímtmni við, en þó fór svo að árið 1932 lögð- ust æfingar alveg niður. Árið 1928 var Júlíus Magn- ússon ráðinn til félagsins sem íþróttakennari og var hann til árslok 1931, en næsta ár er Benedikt Jakobsson ráðinn' og er þar enn. Má segja að með komu Benedikts hafi færzt nýtt líf i starfsemina og félagið, því á næstu árum taka þeir að æfa ýmsar greinar íþrótta og taka þátt í keppni í þeim. Veturinn 1932 hófu stúdentar að æfa handknattleik og hefur hann æ síðan verið uppáhaldsíþrótt þeirra. Árið 1938 stofnaði Sam- bands bindindisfélaga í skólum til keppni í handknattleik milli skólanna og vann Háskólinn þá keppni og hefur ætíð verið sig- ursæll síðan. Þá tóku stúdentar sameinaðir þátt í fyrsta Is- landsmóti í handknattleik inni og urðu í öðru sæti. Munaði aðeins einu marki í úrslitum við Val eftir mjög harða og tvísýna keppni. Á árunum 1934 — 38 æfðu stúdentar hnefaleika og annað- ist Þorsteinn Gíslason þá kennslu. Þá stuðluðu stúdentar að bringusundskeppni skólanna 1938 og 1940 fylgdi svo skrið- sund og boðsund á eftir, sem þeir stuðluðu einnig að. Þá má geta þess að stúdent- ar undirbjuggu fyrstu frjálsí- þróttakeppni milli skóla vorið 1939 og fyrsta innanhúsmótið 1951. Skíðaíþróttina hafa stúdent- ar látið nokkuð til sín taka og sum árin keppt við íþróttafé- lög bæjarins. Fimleika hafa stúdentar stundað öll árin frá 1927, og Framhald á 8. siðu. Föstudagur 17. marz 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA g Þátttaka fslands í Olympíuleikjum Olympíunefnd Islands sam- þykkti á fundi sínum 16. nö- vember ’66 að Island yrði' þátt- takandi í Vetrarolympíuleikj- unum í Grenoble 1968. í fram- haldi af bví réði Skíðasamband íslands austurrískan þiálfara, Herbert Mark, og hefur hann undanfarnar vikur bjálfað skíðamenn hér á vegum Skíða- sambandsins. Þá hefur Jónas Ásgeirsson bjálfað á vegum þess í norrænum greinum. Á sarrm fundi Olympíunefnd- ar var samþykkt, að ísland taki þátt í undankeppni í knatt- spyrnu vegna Olympíuleikanna í Mexfkó 1968. SI. haust barst Olympíunefnd Islands bréf frá Olymþíunefnd- um hinna Norðurlandanna, þar sem þær boðuðu til saméigin- legs fundar í Stokkhólmi 14. séptémber 1966. Ákváð néfndin að taka þátt í bessum fundiog var sámbvkkt að Gísli Hall- dórsson, varáformaður Olymp- íurtefhdar Islands, mætti sém fulltrúi. Á fundi þessum í Stokkhólmi var rætt um athugun Svía á áðstæðum íþróttamanna til keppni í Mexíkó með sérstöku tilliti til þess hve sú borg ligg- ur hátt yfir sjávarmál. Þá var rætt um ýmis önnur atriði er snerta þátttöku Norðurland- anna í Sumarolympíuleikunum. Framhaldsfundur var síðan haldinn í Osló 9. og 10. des- ember 1966. Samþykkti olýmn- funefnd fslands, að þar skyldi einnig mæta sem fulltrúi henn- ar Gísli Halldórsson, varafor- maður Olympíunefndar Is- lands. 1 samræmi við reglur Olymp- íunefndar Islands, fá sérsam- böndin fulltrúa í framkvæmda- nefnd hennar, um leið og til- kynnt er þátttaka í Olympíu- leikjum í þeim íþróttagreinum, sem þau éru sérsambönd fyrir. Samkvæmt því hefur Skíða- samband íslands tilnefnt Stef- án Kristjánsson og Knatt- spyrnusamband fslands Ragnar Lárusson. til þess að taka sæti f framkvæmdanefndinni. Frá aðalfundi Þrottar: Knattspyrnuvöllur Þröttur verður tilbúinn nú íhaust Aðalfundur Knattspyrnufé- lagsins Þróttar var haldinn 19. febrúar s.l. að Hótél Sögu. Skýrsla fráfgrandi stjórnar lá fjölrituð frarnmi fyrir fund- armönnum, ásamt reikningum félagsins. Að loknum nokkrum umraéð- um var skýrslan og reikning- arnir samþykkt athugasémda- laust. í skýrslunni kom fram m.a.: Félagssvæðið: Eitt af höfuðvandamálum fé- lagsins gégnum árin hefur ver- ið það, að félagið hefur ékkert félagssvæði átt, en nú er að rofa til í þessum málum og hefur félagið látið hefja fram- kvæmdir við gerð malarvallar á hinu nýja félagssvæði sínú við Njörvasund og mun völl- urinn væntanlega verða tilbú- inn til notkunar í sumar. Einn- ig hefur verið unnið að ínn- réttingu á búningsherbergjum, sem einnig munu verða tilbúin# í sumar. Félagið lítur nú bjart- ari augum til framtíðarinnar með tilkomu þessa bráða- birgða félagssvæðis, en hærra skal stefnt og unnið verður öt- ullega að því að upp rísi í- þróttasvæði og glæsilegt fé- lagsheimili. í sambandi við fé- lagssvæðið var á sínum tíma stofnaður félagssvæðissjóður og hafa honum borizt margar góðar gjafir; t. d. gaf héildv. Hoffell í Reykjavík kr. €0.000 í þennan sjóð nú nýlega. Knattspyrna: Meistaraflokkur félagsins vann á s.l. ári í fyrsta skipti Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu, en í 1. deildar- keppninni gekk þvi miður ekki vel og féll liðið niður í 2. deild. Þjálfari meistara- og 1. flokks var Örn Steinsen, þjálfari 2. flokks Sölvi Óskarsson,' þjálf- ari 3. flokks Gísli Benjamíns- son og þjálfarar 4. og 5. flokks voru þeir Jón Baldsinsson og Magnús Kristófersson. For- maður knattspyrnudeildar var Steinþór Ingvarsson. Handknattleikur: Félagið stóð í fyrsta sinn fyrir erlendri handknattleiks- heimsókn í nóvember s.l., en þá kom hingað þýzka liðið Krefeld Oppum og lék hér þrjá leiki og var það almennt álitið að þessi fyrsta erlenda handknattleiksheimsókn hefði tekizt vel. Núverandi þjálfarar í handknattleik eru: Fyrir meistara-, 1.- og 2. flokk Hilm- ar Ólafsson og fyrir 3. flokk þeir Helgi Þorvaldsson og Erling Sigurðsson. Formaður handknattleiksdeildar var Haukur Þorvraldsson og aðrir í stjórn Axel Axelsson og Er- Iing Sigurðsson. Framkvæmdastjóri: Á árinu var í fyrsta skipti í sögu félagsins ráðinn fram- kvæmdastjóri og tók Sölvi Ósk- arsson starfið að sér og væntir félagið sér mikils af starfi hans og þó sérstakléga við uppbygg- ingu á hinu nýia félagssvæði. Heiðranir: „ Á fundinum voru Guttormur Ólafsson og Kjartan Kjartans- son heiðraðir, Guttormur fyrir að hafa leikið með landsliði á árinu, Kjartan fyrir að hafa leikið með öllum flokkum fé- lagsins, einnig fengu nokkrir piltar úr 4. og 5. fl. viðurkenn- ingu fyrir ástundun við æfing- ar. Stjórnarkjör: Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn fyrir næsta ár: Form. Guðjón Sv. Sigurðsson, form. knattspyrnudeíldar Haraldur Snorrason. form. handknatt- leiksd. Eysteinn Guðmundsson, meðstjórnendur: Óskar Péturs- son, Guðjón Oddsson, Börge Jónsson., Jón M. Björgvinsson, Steinþór Inavarsson og Helgi Tr>nT*rr)^SSr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.