Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 12
FormaSur sœnskra kommúnlsfa á hlaSa- mannfundi i gœr Hermansson (fyrir miðju) ásamt fulltrúum Félags róttækra stúdenta og blaðamönnum. - (Ljósm. Þjöðv. Ari Kárason). □ C. H. Hermansson, formaður Kommún- istaflokks Svíþjóðar, kom hingað í fyrradag í boði Félags róttækra stúdenta. Hann talar í kvöld á hringborðsfundi í Lindarbæ um nýtt skipulagsform sósíalistískra flokka og á sunnu- daginn talar hann um leiðir vinstri hreyfing- ar á Norðurlöndum á almennum fundi í Lídó. t gær spurðu blaðamenn Hermansson margs um þá stefnu flokks hans sem hefur dugað honum til verulegrar fylgisaukningar á uncj- anförnum árum. Stefna okkar er sósíalistísk end- urnýjun verklýðshreyfíngarinnar og alþjóðahyggja hefur aldrei verið brýnni en nú Það eru ýmsar ástæður fyrir því, s&gði Hermansson, að ég er gJaður yfir því að fá tækifæri til að heimsækja fsland. Hér eru á dagskrá ýmisleg sérstæð vandamál, menningarleg og pólitísk, sem fengur er að kynna sér- Þá hefur flokkur okkar mikinn áhuga á aukinni samvjnnu Norðurlandaþjóða Óg ég tel að vinstrisósíalistar geti haft áhrif á þessa sam- vinnu — og hafa þeir .reyndar þegar hafizt handa á þessu sviði með ráðstefnum um sameiginleg áhugamál. Hermannsson sagði það hinsvegar misskilning, sem hefði flogið fyrir hér í blöðum, að hann væri hingaö kominn sem nokíkurs konar sáttasemjari vinstri manna — auðvitað leystu þeir sín mál sjálfir. En reyndar findist sér að ýmsar hlið- stæður mætti finna milli umræðna sem nú fara fram hér og í Svfþjóð á vinstra armi stjómmála, sem fróðlegt væri að kynna sér. ★ j Hermannsson fórust á þessa leið orð um þær breytingar sem hafa orðið á stöðu og starfsemi sænska kommúnistaflokks- ins á undanfömum árum: Við tejjum að flokkurinn hafi áður verið of „þröngur", haft i Of ríkum mæli yfirbragð sértrúarflokks nokkurskonar. Við höfum reynt að gera hann breiðari, benda á raunhæf úrræði í sósíalistískum anda á þeim vandamálum sem við blasa í sænskum stjómmálum í dag. Við höfum og reynt að berjast fyrir því viðhorfi að sænsk verklýðshreyfing í heild þurfi á sósíalistískri endumýjun að halda, þar eð sósíaldemókratar hafa staðnað í svonefndu blönduðu hagkerfi, sem stórauð- valdið hefur tögl og hagldir i. Við höfum bent á að brýn vandamál eins og lýðræði í atvinnulífi, jafnari hagþróun ein- stakra héraða og húsnæðismál verði ekki leyst nema með að brjóta niður það valdakerfi sem nú er. Ég tel að þessi stefna sé í fullu samræmi við pólitíska þró- un í Svíþjóð — og reyndar hefur flokki okkar tekizt að tvö- falda fylgi sitt í síðustu tvennum kosmingum. Og flokkurinn hefur áreiðanlega mikla möguleika á að styrkja aðstöðu sina mikið enn — við höfum nú um hríð safnað nýjum meðlim- um og þá tekið upp aukaaðild, en til aukameðlima eru. ekki gerðar sömu kröfur til flokksstarfs ög annarra- Þannig höf- um við fengið 6—7 þúsund nýja meðlimi og það er ánægju- legt hve mikið er þar af ungu fólki- Meirihluti flokksmanna er sammála um þá stefnu að „breikka“ flokkirm, en það eru líka til hópar sem eru þvf andsnúnir. Hermansson var spurður um afstöðu flokks hans til er- lendra pólitísfcm flokka svo og um það hvort hann hefði látið alþjóðahyggjuna fyrir róða. Áöur fyrr sagði Hermaneson höfðum við nær einungis samband við aðra kommúnistaflokka en nú leitum við eftir víðtækari samskiptum — ekki aðeins við aðra verkamanna- flokka, heldur og við flokka sem eru fulltrúar þjóðfrelsis- hreyfinga í fátækum löndum. Ég tel að alþjóðahyggja hafi aldrei skipt eins miklu' máli og nú, en það væri of þröng- sýnt viðhorf að miða hana við samheldni kommúnistaflokka 'eiima. Á okkar dögum reynir fyrst og fremst á alþjóðahyggju í sambandi við afstöðuna til hinna fátækari ' þjóða hei'msins. Við gagnrýnum ekki hlutleysisstefnu sænsku sósíaldemókrata- stjórnarinnar í utauríkismálum, en tilraunir okkar til að hafa áhrif á utanríkisstefnuna miða fyrst og fremst að því að Svíþjóð beiti sér meir í Vietnam, í andstöðu við stjórnir Suður-Afríku, Portúgals og þeirra líka. , Spuming: hvað álítið þér um þróun mála í Kína og deilur sovézkra og kínverskra kommúnistai? Menn hafa, sagði Hermannsson, fengið mikið af hæpnum upplýsingum um Kína, en vitanlega verða menn að reyna að gera sér grein fyrir jákvæðum og neikvæðum hliðum þeirr- ar þróunar ástríðulaust. Ég tel það neikvætt hve mjög ofsa- fengin þjóðemisstefna hefur sett svip sinn á þróunina í Kína, en jákvætt hinsvegar að þar virðist gerð tilraun til að steypa ofurvaldi skriffinnsku og embætti'smannákerfi. Ég sé ekki að sænskir kommúnistar hafi neina ástæðu til að taka afstöðu til deilu soyézkra og kínverskra — sá skoðanaágreiningur á sér eðlilegar forsendur en víst er það leitt, að hann skuli koma fram á svt> ofsafenginn hátt og raun 'ber vitni. En vist em viðhorf okkur til ýmissa atriða, eins og t.d. möguleika á að varðveita frið og koma á sósíalisma með friðs'&mlegum hætti meir í ætt við þær hugmyndir sem þróast hafa í Sov- étríkjunum að undanfömu. Er spurt,var um afstöðu sænskra kommúnista til þjóðnýt- ingar svaraði Hermansson á þá leið, að flokkur sinn hefði þá stefnu að öll stærri fyrirtæki væm í almennings- eign — og væri þá ekki endilega átt við að þau væm í ríkis- eign heldur og í eign bæjarfélaga, samvinnufélaga eða starfs- fólks á hverjum stað, eftir þvl sem bezt hentaði. Þær þjóð- nýtingarkröfur sem nú væm settar á oddinn lytu að þjóð- nýtingu olíufélaga, lyfjaiðnaðar og stórra tryggingafélaga í einkaeign. En f dag væri það enn brýnna en þjóðnýting í hvaða mæli ríkið stjórnaði fjárfestingu í landinu — teldu kómmúnistar að einkahagsmunir ættu ekki að ráða meiri- háttar fjárfestingu heldur þarfir samfélagsins. Hermansson sagði að allir flokkar Svíþjóðar nema hægri menn hefðu stutt ríkisstyrk til stjómmálaflökka og þing- flokka og talið hann auðvelda flokkunum að vinna að málum á raunhæfan hátt. Enn væri ekki útkljáð um það, hvort tekinn yrði upp einnig beinn styrkur til dagblaða. Hann taldi að sænska sjónvarpið hefði jákvæð áhrif í þá átt að,- efla áhuga almenniitgs á pólitik og hefði flokkur sinn ekki hvað sízt notið góðs af því, þar eð hann stæði höllum fæti að' því er blaðakost varðar. . Nýtt blað am hús oghúsbúnað hefur göngu Þjóðviljanum hefur borizt nýtt blað sem er að hef ja göngu sína. Nefnist þaö Hús & Búnaður og fjallar eins og nafnið bendir til einkum um húsbúnað, innrétt- ingar húsa og, fleira er að því efni lýtur. Ctgefandi og ábyrgð- armaöur er Ragnar Ágústsson og hyggst hann gefa blaðið út 11 sinnum á ári. Er hvert blað 8 síður i sama sniði og Eldhúsbók- in sem margir munu kannast við. Áskriftarverð er kr. 300.00 á ári en í Iausasölu kostar hvert blaj* kr. 35.00. Blaðið er myndskreytt og Iitprentað. Útgefandi fylgir blaðinu úr hlaði mcð eftirfarandi orðum: „Þessu blaði, sem nú hefur göngu sína, er fyrst og frémst ætlað að gegna tvöþættu hlut- verki. Það á að vera upplýsinga- blað um byggingar, húsbúnað og heimilis- og ferðatæki, sem til eru á markaðnum eða nýjungar á því sviði. En það á einnig að veita almenningi fræðslu um híbýlaprýði og gerð þess búnað- ar sem á markaðnum er hverju srnni. í framtíðinni er því ætlun- Framhald á 8. síðu. Föstudagur 17. marz 1967 — 32. árgangur — 64. tölúblað. Jazzklúbbur Rvík- hefur starf á ný — gefur út tímaritið Jazzmál □ Nýuega var Jazzklúbb- ur Reykjavíkur endurreist- ur en starfsemi hans hafði legið niðri um tíma. Var haldinn fundur í klúbbnum á sunnudaginn og þá kosin ný stjórn.NÞann sama dag kom út fyrsta tölublað af ritinu Jazzmál, sem á að koma út ársfjórðungslega. í formála ritsins segir Vern- harður Linnet, sem er ritstjóri blaðsins m.a.: Fyrst var gefið hér út jazztímarit 1947, nefnd- ist það Jazz og var Tage Am- endrup ritstjóri þess. Það kom út í ár. alls 7 tölublöð. 1948 hófu svo þeir Svavar Gests og Hallur Símonarson útgáfu nýs tímarits, Jazzblaðsins. Svavar ritstýrði blaðinu allt til síðasta tölúblaðs er kom út 1952. Jazz- mál er því 3ja jazztímaritið og það er á valdi íslenzkra jazz- elskara hve langlíft það verður. Til að útgáfa verði trygg þurfa um 1500 eintök að seljast,' en vart skal trúað að óreyndu, að eigi séu það margir jazzunnend- ur á íslandi sem kaupa blaðið. Blaðið mun koma út ársfjórð- ungslega. Efnið mun að mestu verða frumsamið af íslenzkuii) höfundum, einnig munu þekktir erlendir jazzgagnrýnendur fengnir til að skrifa grein og grein fyrir blaðið. Einnig verða þýddar greinar úr erlendum jazztímaritum, þær er merkar þykja.“ Hin nýja stjórn Jazzklúbbsins er þannig skipuð: formaður er Þráinn Kristjánsson. varafor maður Vernharður Linnet, ritari Árni Scheving, gjaldkeri Reynir Sigurðsson og meðstjómandi Pétur Östlund. Verða væntanlega sessjónir á vegum klúbbsins á hverjum sunnudegi framvegis og er ráð- gert að fá hingað erlenda jazz leikara í heimsókn þegar tæki- færi gefast, en aðalkraftarnir verða eðlilega innlendir. Listi Framsóknár- manna í Rvík Tíminn birti í gær framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík við Alþingiskosning- arnar í vor og hefur Fram- sóknarflokkurinn þá birt fram- boðslista sína í öllum kjördæm- um. Sex efstu sæti listans eru þannig skipuð: 1. Þórarinn Þór- arinsson alþingismaður, 2. Einar Ágústsson alþingismaður, 3. Kristján Thorlacius formaður BSRB, Tómas Karlsson rit- stjórnarfulltrúi, 5. Sigríður Thorlaeius húsfreyja og 6. Jón Abraham Ólafsson sakadómari. Þær breytingar hafa orðið á skipun þessara sex efstu sæta listans frá síðustu alþingiskosn- ingúm, að Tómas Karlsson tek- ur nú sæti Kristjáns Benedikts- sonar borgarfulltrúa og Jón Abraham kefnur í stað Jónasar Guðmundssonar stýrimanns. Félagsdómur gega póstmönnum Félagsdómur kvað í gær upp dóm í deilu þeirri sem reis í des. sl. út af yfirvinnuskyldu póstmanna, en þá neituðu póst- menn að vinna meir en henni nam (5 st. á viku) til að herða á kröfum um kjarabætur. Var ákvæðið um 5 tíma skylduna dæmt ógilt og póstmenn taldir hafa sömu vinnuskyldu og op- inberir starfsmenn. — Póstmenn munu telja þennan dóm mjög ranglátan. Samþykkt bæjarstjornar Hafnarfjarðar: EKKI VERÐI VEITT VIN I SAMKVÆMUM BÆJARINS Á fundi,bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í fyrradag var gerð sam- þykkt um að ekki verði veitt áfengi í samkvæmum bæjar- stjórnar og b'æjarstofnana. Telur bæjarstjórnin að það sé árang- ursríkur þáttur í baráttu gegn áfengisbölinu, að opinberir aðil- ar veiti ekki áfengi í samkvæm- um sínum, og að forysta af hálfu bæjaryfirvalda í því efni geti stuðlað að minnkandi áfengis- neyzhi í bænum. Samþykkt þessi cr gerð vegna áskorunar frá Landssambandi gegn áfengisbölinu, en sams kon- ar áskorun var send öllum bæj- Jónas Rafnar ráð- inn bankastjóri Útvegsbankans Á fundi bankaráðs Útvegs- banka íslands 16. þ.m. var Jónas G. Rafnar ráðinn bankístjóri Útvegsbanka íslands í stað Jó- hanns Hafsteins, sem hefur nú sagt starfinu lausu. Jónas G. Rafnar hefur tvívegis verið sett- ur bankastjóri Útvegsbanka ís- lands í forföllum Jóhanns Haf- steins. arstjórnum á landinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá forystu- mönnum þessara samta1: mun Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vera fyrsta bæjarstjórnin, sem gerir formlega samþykkt um að verða við þessari áskorun frá Lands- sambandi gegn áfengisbölinu. BlaÖskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh i ’ 4 * i ’ ö? tm m mvm P i7S 4 vt /t m ■ m ái i m abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 15. hxgS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.