Þjóðviljinn - 01.04.1967, Page 5

Þjóðviljinn - 01.04.1967, Page 5
Laugardagur 1. april 1967 — ÞUÖÐVIXaJINN — SÍÖA § Kuldajakkar, ú/pur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðlcikhúsinu) ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningi^m og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. S A G A SAGA BENIDORM Glæsileg sólarferð til baðstaðar- ins Benidorm á hinni fögru og vin- sælu strönd Costa Blanca (Hvíta ströndin). 15 daga ferð. Brottför 2. maí. Viðkoma í London á heimleið. Verð kr. 12.860,00. SPÁNARFERÐ FERÐASKRIFSTOFAN SAGA Ingólfsstræti — Reykjavík Símar 17600 — 17560 Skipagötu 13 — Akureyri Sími 12950 COSTA BLANCA Blaktandi /// Varúðar ú veg- um undir handarjaðri SVFÍ Mig dreymdi illa í nótt; bar- daga, kirkjugarð og tilraun til greftrunar. Ég veit ekki hvers vegna, — en í gserkvöldi heyrði ég um framkvasmdastjóraval meirihiuta stjómar VARÚÐAR Á VEGUM. Forsaga þessa máls er í höf- uðatriðum sú, að fyrst þiggur stjórn VÁV úr hönd Slysa- vamafélags fslands húsnæði og einhvem hluta af þá nýráðnum umferðarslysavarnastarfsmanni bess til framkvaemdastjómar i hjáverkum. Þetta gerðist þvert ofan í það, að sjálfur stofnfund- ur VÁV „felur stjóm samtak- anna að auglýsa nú þegar eftir umsóknum um starf fram- kvæmdastjóra“, eins og stend- ur orðrétt í framkvæmdabálki starfsreglna VÁV og áætlunum framkvæmdir. Hvernig stjórnin fer að réttlæta þetta beina brot á skýlausum fyrirmælum æðstu stjómar samtakanna, verður fróðlegt að vita. Þar fyrir utan getur varla hafa verið átt við öllu minna en heilan mann og frjálsan til framkvæmdastjóm- ar fyrir slík nýstofnuð, víðtæk landssamtök um lífsnauðsynjar- mál. Samt eru þannig seglin lækkuð þegar í heimavör áður en siglingin hefst, og þegin framboðin handleiðsla og for- sjón frá einu aðildarfélaganna; úr ekki með öllu grómlausri hendi SVFÍ. Þannig stóð mánuðum sam- an. Þá hissar stjóm VÁV sig upp í það að auglýsa eftir framkvæmdastjóra — hvers vegna, veit ég raunar ekki, mið- að við það sem á undan var gengið, og þó enn síður miðað við það, sem nú kom á dag- inn. Skyldu umsóknir vera komnar fyrir tiltekinn tíma. Fannst nú ýmsum „eyjólfur" sýna nokkum lit á því að hressast. Ekki varð fjörkippur- inn samt sneggri en svo, að mánuðum saman er slegið á frest að taka ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra — ennþá til leiðinda og lömunsr úr því á annað borð farið var að brölta í þessu steingelda meiningarleysi. Gengur dráttur málsins svo langt fram á þetta ár, að jafnvel sjálfri meiri- hlutastjórn SVFf og taglhnýt- inga þess ofbýður og sendir loks orðsendingu til smáðraum- sækjenda þess efnis, að ráðn- ingin komi til með að eiga sér stað 27. febrúar s.il. að ég ætla. Ekkert skeður þó þann lofaða dag. Samt er haldinn stjómar- fundur með erfiðu pexi varð- andi málið. En í stað þess að ganga nú hreinlega og bara blátt áfram til verks — (en það sýnist meirihluta stjómar VÁV af einhverjum dui- arfullum ástæðum helzt alla stund fyrirmunað) — er einhver þmgltillaga um nýtt makk við SVFÍ samþykkt og^ menn valdir til að leiða það Ijúfa mál, að stjórn VÁV hrað- flani nú ekki að neinu án vilja og vitundar SVFÍ og brjóti þannig af sér gagnvart harla sjálfvöldum vemdara samtakanna! Mjúklega nthugað það! Þegar svo frestvikan er liðin ofan á allt þetta fram- kvæmdastjóravafstur, springur loks í gærkvöldi, mjög hvell- laust, blaðran, og út úr moð- reyknum skríður nákvæmlega sami blessaður myndarmaður- inn og SVFÍ í náð sinni og miskunn hafði allan tímann haft f eldinum sínum handa VÁV! Hviífk undur og stór- merki — og árangur langs og glæsilegs starfs! Húrra! Nei, þetta er vissulega ekk- ert gamanmál. Með fullri virð- ingu fyrir háttvirtum umsækj- endum og þ.á.m. þeim ágæta manni, sem löggiltur var og endurnegldur í embættið af SVFÍ-mönnum — verður það að segjast, aö völ var nú á manni til starfans, sem fyrir margra hluta sakir mátti álít- ast nálega sjálfsagður til þess að takast á hendur þetta mikil- væga starf, sem framtíð sam- takanna getur oltið algerlega á. Sá maður er ungur, en samt þrautreyndur og lærður um- ferðaslysavamamaður, og sá al- þekktasti í seinni tíð, einkum meðal æskufólks í landinu. Hann er manna kunnugastur allri aðstöðu kringum umferð- armál og persónulega gagn- kunnugur úr langri og góðri samvinnu mörgum helztu fram- ámönnum þessara mála með þjóðinni, frjór í hugsun og framkvæmdum, og a.m.k. á- hlaupamaður til átaka. Það hefir Pétur Sveinbjamarson umferðarmálafulltrúi Reykja- víkurborgar marg-sýntsvo ekki verður um villzt. Fjöldi manns taldi hann því alveg tilvalinn til starfans úr því hann gaf að þessu sinni kost á sér. En, nei — meirihluti stjómar VÁV hafði einhvern veginn einurð á að hafna þessum unga og efní- lega manni, sem alveg vafa- laust hefði sett allan metnað sinn og kraft í það að byggja upp traust og athafnamikil landssamtök f umferðarmálum, og koma auga á færar leiðir til þess. Þau mál eru Pétri ekki aðcins atvinnumál, heldur fyrst og fremst hugsjónamál. Það átti tvímælalaust að gefa honum þetta tækifæri, ogmér er kunnugt um, að formaður VÁV — sá mæti maður — ef- aði fyrir fram ekki,aðsvo yrði. Og var það ekki einmitt allt þetta sem Pétur m.a. hefir til að bera sem við þörfnuðunist? En nú er sem sagt búið að velja fyrir okkur með eins at- kvæðis óvæntum mismun, í einhverskonar kaupskap við SVFÍ. Veskú! Spís! Það getur svo sem vel verið, að ýmsir séu bara harla ánægð- ir með lýsta málsmeðferð meiri- hluta stjórnar VÁV. Ég er það ekki. Og ég veit fyrir víst, að ég mæli fyrir munn margra, þegar ég hér með fer allra vin- samlegast fram á það, að greinargerð og rökstuðningur fyrir umræddu framkvæmda- stjóravali komi fram opinber- Iega nú þegar, með undirskrift viðkomandi ráðamanna. Þeim mönnum hlýtur að vera þessi tilmæli kærkomið tækifæri góðr- ar og glaðrar samvizku fyrir vit- urlega og drengilega frammi- stöðu í mikilvægu hagsmuna- og áhugamáli almennings í landinu. Því fólki kemur þetta sannarlega við. Og það er þess vegna að ég — óbreyttur liðs- maður — með glöðu geði tek á mig þær óvinsældir og á- hættu sem hugsanlega gæti fylgt því að taka til opinberr- ar umræðu síðasta þáttinn úr afrekasögu SVFl-manna gagn- vart VÁV. En þeir eru því miður til fleiri þættirnir þeir, og e.t.v. gefst tækifæri til að vfkja að einhverjum þeirra i náinni Framhald á 9. síðu. Athugasemd Hr. ritstjóri. Enda þótt ég vilji ekki, þrátt fyrir gefið fordæmi, brjóta þá hefð, að ræða ekki opinberlega ágreiningsmál sem upp koma innan Húsnæðismálastjórnar, langar mig að biðja yður, vegna cndurtekinna staðhæf- inga í blaöi yðar, um afstöðu mína í Húsnæðismálastjóm í sambandi við viðbótarlán til iðnnema, að birta eftirfarandi greinargerð sem ég lét bóka á fundi Húsnæðismálastjómai þegar umrætt mál var til mcð ferðar: „Með þvi aö hér er um að ræða atriði, sem lögleitt var í framhaldi af samningum verka- lýðsfélaganna, tel ég rétt að breyting eigi sér stað í samráði við verkalýðsfélögin. Mér er ekki kunnugt um að tillagan á þingskjali 104 sé flutt í sam- ráði við þau og sé þvi ekki á- stæðu til að taka að svo stöddu afstöðu til málsins." Reykjavík, 31. marz 1967, Óskar Hallgrímsson. H.f. Eimskipafélag íslands. Abalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn 1 fundarsal félagsins í Reykjavík, föstudaginn 12. maí 1967 kl. 13,30. D A G S K R Á : 1) Tekin fyrir þau mál, er um getur í 13. gr. sam- þykkta félagsins. 2) Ákvörðun aðalfundar 12. maí 1966 um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og aukningu hlutafjár tek- in til fullnaðarafgreiðslu. 3) Aðrar tillögur til breytinga á samþykktum fé- lagsins (ef fram koma). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 9.—10. maí. Reykjavík, 31. marz. 1967. STJÓRNIN, -\>PAS> ■■■ ili LitiJ '%'isvsv’ Tilboð óskast í dúklagningavinnu fyrir Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora gegn kr. 500 skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 UTBOÐ Tilboð óskast í að byggja fjölbýlishúsið Gautland 1 og 3 í Fossvogi (12 íbúðir), að byggingarstigi — fokhelt —. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistof- unni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu 7, 3. hæð til hægri, gegn kr. 2.000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 21. apríl 1967 kl. 11 f.h. Húsfélagið Gautland 1 og 3. Garðleigjendur í Kópavogi Þeir sem ætla að hafa garðlönd sín áfram, eru beðnir að endumýja leiguna fyrir 1. maí næst- komandi. Greiðslum er veitt móttaka á Bæjarskrifstofunni kl. 10—11 f.h. daglega nema laugardaga. Garðyrkjuráðunautur. BLAÐADRE/F/NG Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Hverfisgötu II. — Tjarnargötu — Vestur- götu — Höfðahverfi. Hverskonar fram- tíð bíður okkar? nefnist erindi, sem O. J. Olsen flytur í Aðventkirkjunni sunnudaginn 2. apríl kl. 5 KATHLEEN JOYCE óperusöngkona syngur. Allir velkomnir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.