Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 6
0 SIÐA — ÞiIÓÐVILJINN — Surirrudagur 23. apríl 1967.
□ Uppi í tumi Þjóðminjasafnsins hefur hún
aðsetur sitt, þessi kona, sem líklega veit manna
mest um og hefur mest rannsakað íslenzka kven-
búninginn, sögu hans og þróun, — og reyndar
ekki aðeins íslenzka búninginn, heldur einnig
vefnað, útsaum og aðra handavinnu íslenzka, og
samið rit um þessi efni.
□ Þetta er auðvitað Elsa E. Guðjónsson, M. A.,
sem féllst á, þrátt fyrir mikið annríki, að eiga
við Þjóðviljann viðtal um íslenzka tízku fyrri
alda: þjóðbúning kvenna eins og hann var og
breytingarnar sem á honum hafa orðið.
Peysuföt frá um 1850, í Þjóðminjasafni. Djúp
skotthúfa, prjónuð peysa, silkihálsklútur, vað-
málspils og dúksvunta.
Faldbúningur frá um 1790—1820, í Þjóðminja-
safni. Breiður faldur effa spaffafaldur á höfffi.
Baldýruff treyja, kragi og upphlutur. Blómstur-
saumuð samfella.
Kvenbúningur frá síðari hluta 18.
aldar. Hár krókfaldúr er á höfði.
Úr ferffabók Eggerts Ólafssonar.
Um fyrstu heimildir segir
Elsa, að á margskonar kven-
fatnað sé að sjálfsögðu mínnzt
í fomritum okkar, en ekki virð-
ist þar vera margt sameiginlegt.
með íslenzka þjéð'búningnum f
dag. Handritalýsingar verður
einnig að telja til heimilda um
búninga kvenna hér á miðöld-
um, þar sem víða eru bar
sýndar myndir af fólki, og
einnig mætti nefna íslenzk
fombréf í samibandi Við heim-
ildir um klæðnað bá. Af flík-
um sem varðveitzt hafa, er
hins vegar ekkert tifl frá mið-
öldum að undanskildum nokkr-
um jarðfundnum pjötlum og
smáflíkum, svo sem vettlingum,
og auk bess ýmsu skarti, en
þeir hlutir gefa þó ekki mikla
hugmynd um útlit kvenbún-
ingsins.
Frá seinni öldum eru heim-
ildir um kvenbúninga mun fjöl- >
skrúðugri; bæði eru til myndir,
málaðar og skornar, og rit- .
heimildir af ýmsu tagi. T. d. er
til talsvert af skráðum heim- (
ildum í ÞjóðskjaHasafni, _ svo
sem uppgjör dánarbúa og ýms-
ar skrár um eigur manna.
Ég hef unnið dálítið úr skjöl-
um þama á safninu; var m. a. ,
að athuga um skildahúfur og
sérstaka gerð af hempuborðum
og rakst þá á margt fróðlegt,
t.d. skiptabréf eftir Þorlák
Skúlason biskup frá því um
miðja 17. öld, þar sem taildir
eru upp auk annars bæði bún-
ingar og kvensilfur.
Eins eru til í Landsbókasafn-
inu skrár um heimanmund
dætra Skúla fógeta og mjög ná-
kvaem skrá um það, sem kona
Skúla, Steinunn Björnsdóttir,
fékk í heimanmund 1738. Af
þessum og öðrum áþekkum
heimildum má ýmislegt ráða
um liti, efni og nöfn á flfkum,
en minna aftur um snið, eins
og gefur að skiflja.
Ferðabækur ýmsar fráseinni
hluta 18. aldar og byrjun 19.
aldar hafa einnig mjög merkar
upplýsingar að geyma og í
þeim sumum eru einnig mynd-
ir. Ferðabók Nielsar Horrebows
frá 1752 lýsir t.d. íslenzkum
búningum mjög vel og í ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og
Biama Pálssonar sem út kom
1772, eru mjög merkar myndír
af búningum. I þessu sambandi
mætti einnig geta um ferða-
bók Williams Hookers, en hann
var samferða Jörundi hunda-
dagakonungí tjl íslands og utan
aftur sumarið 1809. Hooker
keypti hér kvenbúning mjög
ríkmannlegan, sem enn er til í
safni í Englandi, og sem mér
vitanlega er elzti nokkumveg-
inn samstæði íslenzki búning-
urinn, sem til er. Hér á íslandi
eru, að ég held, ekki til eldri
samstæðir búningar en frá þvi
um miðja 19. öld.
— Það væri gaman að heyra
eitthvað um efni, liti og smð
búninganna á 18. og 19. öld.
Var íslenzki þjóðbúningurinn
t.d. svartur þá eins og nú, og
hvaða efnum bar mest á?
— Aðalhlutar búningsins á
18. öld voru pils, svunta, upp-
hlutur, treyja, kragi, hálsklút-
ur, faldur og höfuðklútur. Efn-
isvalið hefur farið eftir efnum
og ástasðum hjá fólki. Alligeng-
ast vár vaðmál og þykkur ein-
skeftur ullardúkur, en klæði,
rósofið ullardamask og flauel,
svo eitthvað sé nefnt, var haft
í betri fatnað einkum hjá efna-
fólki. Ekki var þó nauðsynlega
sama efni í pi'lsi; upphlut og
treyju; t.d. gat pilsið verið úr
dökkblárri ulllareinskeftu, upp-
hluturinn kannski úr grænu
flaueli og treyjan úr svörtu
klæði eða flaueli. Búningamir
voru alls ekki alltaf svartir,
þó að margir haldi það nú;
svart nær ekki yfirhöndinni í
íslenzkum kvenbúningum fyrr
en á 19. öld.
Pilsið var sítt, fellt alllt f
kring að því er virðist ogfrem-
ur mjó feild svunta yfir, stund-
um úr samskonar efni og pils-
ið, en stundum ekki. Á pilsinu
var að neðan útsaumaðatr
skrautbékkur, oft með stílfærðu
blómaskrauti eða þá leggingar,
t.d. úr íslenzkum ullarknipl-
ingum. Á svuntunni var til-
svarandi sfcreyting neðst, en
oft breíðari en á pilsinu,
Að ofan klæddist konan upp-
Mut, og var undirpils stundum
saumað við upphlutinn. Undir
upphlutnum var skyrta, oftavt
úr einskeftudúk eða vaðmáli.
Þetta var nærskyrtan, enda var
langerma treyja utanyfir upp-
hlutum. Treyjan var stutt;vant-
aði um 3-5 cm á að hún næði
niður að mitti. Treyjunni fylgdi
stinnur krin.glóttur kragi. Var
hann stundum fastur en þó oft-
ar líklega laus, og eru elztu
kragamir mjóir, þetta um 4—5
cm á breidd, en breikka síðar
upp í um 6—7 cm. Bæði treyj-
an og upphluturinn voru með
þremur leggingum til skrauis
upp eftir bakinu, — nú eru á
upphlutnum aðeins tvær. Mik-
ið keppikefli mun það hafa
verið að eiga sem fallegasta
hálls- og höfuðklúta, og voru
silkiklútar mjög eftirsóttir.
A svuntunni var upphaflega
ekkert svuntuband, heldur þrir
svuntuhnappar efst á strengn-
um, og var beltinu smeygt und-
ir þá, þannig að svuntan hékk
á hnöppunum, sem voru stórir
og þungir. Undir lok 18. aldar
verður til samfelilan svonefnda.
Þá fór að tíðkast að fella
svuntuna inn í pilsið að fram-
an, en svuntuibryddingin var
látin halda sér, þannig að
þetta sýndist vera svunta.
Á höfði báru konur fald. A
18. öld var það krókfaldurinn,
vafinn upp úr alllt að fimm
hvítum léreftströfum líkt og
keila, en frambeygður efst. Gnt
hann orðið álnarhár. Um krðk-
faldinn voru ort skautaljóð svo-
nefnd, mörg og löng, þar sem
deilt var um hina óhóflegu hæð
faldsins og um það, hvortfald-
urinn væri ljótur eða fallegur.
Er kemur fram á seinni hluta
18. aldar, fer faldurinn að
breytast, og jafnframt taka kon-
ur upp húfur.
Breytingin á faddinum verð-
ur 'þannig, að í stað þess að
vera holur að innan efst, verð-
ur hann flatur. Kemur þar
stinnur pappi undir trafinu, en
smám saman er papplnn hafð-
ur breiðari að ofan og mjórri
að neðan og látinn ná lengra
niður. Verður faldurinn æ flat-
ari og meira sveigður fram á
við, bar til hann er orðinn full-
mótaður sem spaðafaldur um
1820. Sést þessi faldur t.d. á
myndum í ferðabók Gaimards,
sem gerðar voru 1836.
Þessi faldur er nú oft nefnd-
ur krókfaldur, en það er á
misskilningi byggt. Sigurður
Guðmundsson málari kallaði
hann breiða faldinn eða spaða-
falld og tók hann einmitt sem
dæmi um það. hve mikil breyt-
ing getur orðið á stuttum tíma,
og hve fólk er fljótt að glevma.
Hann skrifar um betta um 1870,
og þá begar haida sumir bví
fram, að hans sögn, að betta
sé krókfaldur og hafa eleymt
gamla faldinum Þegar Sigurð-
ur tók að breyta bún-
ingnum sneið hann nýia fald-
inn eftir krókfaldirmm. aðeins
lægri þó, en í stað þess að
vef.ia hann upp, var úttroðin
húfa sett tilbúin á höfuðið og
slæða þar utan vfir, slaufa í
hnakka og koffur yfir enni, en
höfuðklútnum hins vegarsleppt.
Skautbúningur (fram) og kyrtilbúningur (aftur), meff lagi Sig-
urffar Guffmundssonar. Báffir frá seinni hluta 19. aldar. Frá
búningakynningu Þjóffdansafélags Reykjavíkur í Þjóffleikhúsinu
í marz 1967,