Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 8
8 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. april 1967. F EG VÆRI VIETNOMSK ISuður-Vietnam eru hundruð fréttamanna úr öllum átt- um, en flestir látaþeir sér nægja að segja söguna af stríðinu eins og bandaríska herstjórnin í Saigon vill hafa hana. — Aðeins einum þeirra blaðamanna sem farið hafa til Saigonar í fréttaleit hefur tekizt að komast í ná- in kynni við þá vietnömsku þjóð sem nú hefur í aldar- fjórðung barizt fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta var franska blaðakonan Michele Ray. Það þótti sæta nokkrum tíðindum hvernig þau kynni hófust. Hún hafði ásett sér að aka bíl eftir Suður-Vietnam endilöngu og fannst starfs- bræðrum hennar það mikil fífldirfska, þar sem vitað er að Þjóðfrelsisfylkingin ræður yfir mestöllu landinu. Hún lét þó ekki letja sig fararinnar, en það fór eins og henni hafði verið sagt, skæruliðar handtóku hana. Menn höfðu engar spurnir af henni í nokkrar vikur og þetta þótti sérstaklega frásagn- arvert vegna þess að Michele var heldur óvenjulegur blaðamaður, hafði áður en hún tók til við þann starfa verið sýningarstúlka og fyrirsæta og menn þóttust því vita að hún væri lítt undir það harðræði búin sem henni myndi víst í höndum illvígra skæruliða. Þegar hún birtist aftur kepptust. því blöð og tímarit á vesturlöndum um að fá einkaleyfi til að birta frásagn- ir hennar. Hún hafði farið til Vietnams að nokkru leyti á vegum franska vikublaðsins „Nouvel Observateur“ sem lesendum Þjóðviljans er vel kunn- ugt. í því hefur nú birzt það viðtal við Michele Ray sem hér fer á eftir. „Nouvel Observateur“ spyr hana: N. O. — Það hefur verið sagt að eftir að skæruliðar námu yður á brott hafi Bandaríkjamenn látið hjá líða að gera allt til að hafa upp á yður? skæruliðar ráða yfir. Og þeir námu yður á brott. Michele Ray. — Eftir að ég hafði starfað sem sýningar- stúlka hafði ég'nú samt tekið þátt í leiðangri sem krafðist þó nokkurs áræðis, ég ók bíl frá Eldlandinu til Alaska og gerði kvikmynd um ferðina. Þessari' kvikmynd var dável tekið og ég vildi því taka aðra í því landi sem er nú brenni- depill heimsins. Mig langaði til að dveljast nokkurn tíma með- al skæruliða Þjóðfrelsiisfylk- ingarinnar — en ekki með þeim hætti sem það varð. Það hefur verið sagt að ég hafi mælt mér mót við skæruliða; ef það væri rétt myndi ég ekki bera kinnroða fyrir það. , Slíkt stefnumót hefði fyllilega samrýmzt eðli starfs míns. En ég ætlaði að ná sambandi við skæruliða um Kambodju, þeg- ar ég hefði farið um Suður- Vietnam þvert og endilangt. N. O. — Þér hafið síðan verið umsetin af sjónvarps- stöðvum og tímaritum sem hafa gért úr yður eins kon- ar hugrakka hofróðu sem meira hafi á dagana drifið fyrir en hún fékk við ráðið. M. R. — Mér er alveg sama um það. Ég gerði það sem ég ætlaði mér eftir að hafa vegið allt og metið — ðö brottnámi mínu einu undanskildu. Ég vissi vel um allar þær hættur sem að mér steðjuðu. Ég hefði alltaf getað snúið við ef eitt- hvað hefði gerzt sem ég „fékk ekki ráðið við“. Ég vissi að ég myndi verða hrædd, ég var hrædd. En ég bjóst líka við að ég myndi standa mig. M. R. — Það er rétt. Einu mennirnir sem létu sér umhug- að um að koma þeim boðum til skæruliða að ég væri blaða- maður og frönsk að auki, voru starfsbræður mínir, bæði franskir og bandarískir. Banda- rísk yfirvöld gerðu ekkert, enda þótt þau létu síðar svo sem leit sem þau hefðu gert að mér hefði haft í för með sér bardaga þar sem margir hefðu fallið og fleiri særzt. En þrátt fyrir það er mér Ijúft að við- urkenna að margir bandarískir liðsforingj ar sýndu mér mikla velvild og hjálpsemi, enda þótt þeir teldu flestir ferð mína al- gert glapræði. — Michele Ray, þér voruð sýningarstúlka og voruð því ekki undir það einstæða æv- intýri búin sem fyrir yður kom í Vietnam: Af 500 blaða- mönnum í Saigon eruð þér sú eina sem hefur árætt að leggja leið sína um hérað og eftir vegi sem allir vita að N. O. — Þér fóruð til Vietnams með bréf upp á vasann frá „Nouvel Obser- vateur“. Við vildum fá álit ópólitísks blaðamanns á líf- inu í Saigon. Okkur datt ekki í hug að þér hefðuð slíka fífldirfsku í huga. En nú eruð þér komin aftur reynslunni ríkari. Getið þér sagt okkur hvað yður finnst markverðast af því sem fyr- ir yður kom og hvaða á- lyktanir þér dragið af því? M. R. — Ég skal reyna það, á þann einfalda hátt sem mér er tamur. Það eru nærri því réttir tveir mánuðir síðan ég lifði ógnarlegustu stundir mín- ar í Vietnam í neðanjarðar- byrgi skæruliðanna. Ég hafði verið fimm mánuði í Vietnam. Daginn áður hafði ég verið numin á brott með þeim hætti sem ég skýrði frá eftir að ég var látin laus. í dag eru mér minnisstæðastar þær stundir sem ég dvaldist í þessu „byrgi“. Fram að þessu hafði ég að- eins kynnzt þeim holum sem rúma einn mann og grafnar eru víða meðfram vissum veg- um á þeim svæðum sem skæruliðar ráða. Þær eru um einr. metri og sextíu á dýptina. Með því að hnipra sig saman getur maður verið í algeru skjóli og hvenær sem minnsta hætta var á ferðum höfðum við, ég og fylgdarmenn mínir, flýtt okkur í þessar holur. Síð- an voru mér sýnd byrgin og mér sagt að kynna mér hvern- ig niður í þau væri farið vegna þess að viðbúnaður hjá stór- skotaliðinu hafði gefið til kynna að bandarísk aðgerð myndi vera í aðsigi með morgninum. Op byrgisins er hulið trjágreinum. Það eru göng sem maður verður að láta sig renna niður með hand- leggina fyrir ofan höfuð. Síðan mjakar maður sér áfram á bakinu inn í lárétt göng þar til komið er inn í sjálft byrg- ið sem er um tveir metrar á breidd og lengd og einn metri frá gólfi til lofts. Byrgið er styrkt með staurum úr pálma- viði, en gólfið er ekki flórað. Vietnamar skjótast inn í byrg- ið á tíu sekúndum. Það tók mig meira en mínútu í fyrsta sinn og enn lengri tíma í næsta skipti; ég hafði ekki rétt úr handleggjunum svo að ég varð að fara upp aftur. Þegar Bandaríkjamenn hófu árás sína vorum við níu sem höfðum leitað skjóls í byrginu, sátum á hækjum okkar hlið við hlið. í niðamyrkrinu, — kerti hefði eytt súrefni — varð mað- ur að komast sem næst bamb- usrörinu til þess að geta and- að að sér einhverju lofti. Þennan dag fórum við ekki á mis við neitt; fyrst var stór- skotahríð, síðan var varpað sprengjum úr þotum, þyrlur skutu flugskeytum og úr öðr- um þyrlum var skotið úr vél- byssum. Jörðin skalf og nötr- aði, og sumir kippirnir voru nærri því óbærilegir. Maður heyrði í flugvélunum sem stungu sér, síðan liðu nokkr- ar sekúndur milli vonar og ótta þar til vitað varð hvort sprengjan var okkur ætluð eða ekki. Það var sannkallað víti. Enda þótt sprengjuárásirnar væru slæmar, fannst mér það enn verra að vera eins og lif- andi grafin. Eftir nokkrar klukkustundir átti ég svo erfitt með að ná andanum að ég gleymdi nærri því sprenging- unum. Skyndilega var mér þetta um megn; ætti ég að deyja vildi ég að það yrði undir ber- um himni. Eg reyndi að mjaka mér að útganginum. Hinn tví- tugi víetnamski kennari sem hafði verið túlkur minn náði í mig. Mér varð bumbult, ég seldi upp, mér stóð alveg á sama um sprengingarnar, og síðan missti ég meðvitund. Þegar ég rankaði við mér, var allt fallið í dúnalogn, byrg- isgöngin voru opin. Kennarinn var við hlið mér, broshýr og ástúðlegur. Ég óttaðist að þeg- ar ég kæmi út myndi ég sjá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.