Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 9
Sunrmdagur 23. aprffl. 1967 — ÞJÓÐVIUINiN — StÐA Q lík og sært fólk hvarvetna, þessar konur og þessi börn sem ég hafði hitt kvöldið áð- ur. En þarna voru þau öll- sömul, konurnar, börnin, öld- ungarnir, hermennirnir sem höfðu tekið svo vingjarnlega á móti mér. Þau biðu þarna öll eftir mér. Þau gerðu að gamni sínu. Það vakti kátínu þeirra — og kannski bróðunþel líka — að örlögín höfðu hagað því svo til að evrópsk kona var neydd til að deila með þeim hörm- ungum þeirra. Enginn hafði dáið, enginn særzt. Bandarísku hermennirnir höfðu ekki farið um þorpið. En hvarvetna voru rústir húsa sem napalmið hafði brennt og geysistórir sprengjugígar. En ég varð samt að beygja mig fyrir staðreyndunum: Þessi bandaríska árás sem staðið hafði í sex klukkustund- ir hafði verið til einskis, bók- staflega til einskis. Þegar ég sagði Bandaríkjamönnum þetta síðar, ætluðu þeir ekki að trúa mér. Gg það sem var enn furðu- legra: Þorpsbúarnir og her- mennirnir í kringum mig léku á als oddi, gerðu að gamni sínu, . hlógu. Kennarinn sagdi mér að þeir stríddu hver öðr- um góðlátlega, eins og Viet- nama er háttur, á því hvernig þeir hefðu brugðizt við árás- inni, hve fljótir þeir hefðu ver- ið að koma sér hver í sitt byrgi o. s. frv. Þegar þeir urðu þess varir að kennarinn þýddi fyrir mig gamanyrði þeirra, bað einn þeirra hann um að biðja mig afsökunar. Þeir hálf- skömmuðust sín allt í einu fyrir að hafa verið með slíka léttúð frammi fyrir útlendingi, óttuðust að ég myndi misskilja það, að ég myndi ekki skilja hve hörmulegt hlutskipti þeirra væri. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að hlátur þeirra veitti mér einmitt skýr- ingu á kjarki þeirra, sigurvissu þeirra og þrautseigju. Þegar ég kom aftur til Sai- gonar og sagði Bandaríkja- mönnum frá því sem fyrir mig bar þær þrjár vikur sem ég dvaldist „hinum megin“, frá kurteisi og umhyggju sérhvers sem ég hitti og frá þessari glaðværð sem mér kom sjálfri á óvart í fyrstu, vildu margir þeirra ekki trúa mér. Þeim var á móti skapi að hugsa um ó- vinina sem mannlegar verur. Fæðingardeildin Framhald af 3. síðu. ið í þessar nýju byggingar og væri betra að ljúka þeim. Að- alatriðið er að fullnægt sé nú- tíma kröfum um aðstpeður og hreinlæti — hver hefur beðið um dýrar harðviðarklæðning- ar? Það sem er allra mest að- kallandi í sjúkrahúsmálunum, heldur Pétur áfram, er þó að losna við krónísku sjúklingana af spítölunum, sjúklinga, sem þurfa á eftirliti, en ekki stöð- ugri læknismeðferð að halda. Til þess vantar fleiri hæli, — stófrianir eins og Vífilstaðir eru orðnir, Það er dýrt rúmið á klínískri deild, en rúm sem bara þarf eftirlit er miklu ódýrara. Það er svo langt frá því að við höfum gert nóg í þessum málum miðað við það sem við leyfum okkur að gera kröfur um á öðrum sviðum. Engin heildarátök hafa verið gerð í beilbrigðismálunum, enda ríkir þar sama óstandið hvert sem litið er. 0» hvar á að taka pening- ana? segja menn. Ekki þurf- um við að borga her eins og flestar aðrar þjóðir — gæti þetta ekki orðið okkar her? vh Orð Fólk hrasar stundum um sannleikann. En flestir standa fljótt upp og flýta sér burt eins og ekkert hefði gerzt. Winston Churchill. Sumt fólk tekur áhyggjumar í sundkennslu í stað þess að drekkja þeim. Mark Twain. Þeir vildu heldur hafa í hug- skoti sínu mynd af „Victor Charlie“ sem að vísu værihug- rakkur og þrautseigur, en djöf- ullegur í slægð sinni, grimm- ur og miskunnarlaus — hold- tekja hins kommúnistíska böls. N. O. — Hve lengi voruð þér í Suður-Vietnam? M. R. — Ég dvaldist fimm mánuði með Band j nio.) - um og Saigonmönnum, þrjár vikur með hermönnum Þjóð- frelsisfylkingarinnar. Ég kom ekki til Saigonar með neinar fyrirfram mótaðar skoðanir. Ég hafði lesið bækur Lacoutures og Bertrands Falls og einnig Lartéguys. Ég var ekki meiri kommúnisti þá en ég er núna. En ég hafði einfaldlega þá þeg- ar samúð með þeim sem var minnimáttar. N. O. — Hvað hefur reynsla yðar í Vietnam skil- ið eftir hjá yður? M. R. — Ég held að ég skiyi nú ýmislegt betur en áður. Ég hafði aldrei séð neinn deyja áður en ég fór til Vietnams. Ég fékk fljótt eldskírn mína. Það var í fyrsta herleiðangr- inum sem ég var með á regn- tímanum en þá fylgdist ég með flokki „Rangers". í leðj- unni sem náði mér upp að mitti sá ég menn falla fimm metra frá mér án þess að geta nokkuð aðhafzt, hvorki þeim til hjálpar eða sjálfri mér til undankomu. N. O. — Hvaða dóm mynduð þér fella yfir Bandaríkjamenn í Vietnam? M. R. — Ég kynntist þeim bæði í Saigon og í fylgd með þeim í leiðöngrum þeirra. Meðal þeirra eru atvinnumenn, menn sem hafa hermennsku að at- vinnu, og þeir heyja þetta stríð nákvæmlega eins og hvert ann- að, í þeirri vissu að frami þeirra verður skjótari en ef þeir hefðu verið um kyrrt í Washington eða annars staðar. Þeir fyrirlíta Suður-Vietnama (menn Saigon-stjórnarinnar) sem þeir reyndar þekkja ekk- ert, vegna þess að þeir komí’St að þvi að þegar á reynir vilja þeir hvorki né kunna að berj- ast. Þeir gera ráð fyrir að þeir muni að lokum vinna hernað- arsigur í þessu stríði, en hætta sé á þyí að friður muni ekki haldast í landinu nema það sé allt hemumið til frambúðar. Hins vegar eru þeir sem kvaddir hafa verið til herþjón. ustu, þeir virtust mér oft aumkunarverðir. Þeir koma flestir í miklum vígamóð en hann endist ekki út fyrsta mánuðinn. Þeir komu til að hjólpa þjóð að verjast árás kommúnista. Þeir uppgötva fljótt að þeir verða að heita má einir að heyja stríðið sem Suður-Vietnamar virðast eng- an áhuga hafa á og fyrir það fá þeir engar þakkir hjá lands- mönnum. Venjulegur banda- rískur hermaður kemst ekki í kynni við aðra Vietnama en þá sem eru gráðugir x dollara sem hann er annars örlátur á. Hitt fólkið, það sem ég tel sanna fulltrúa hinnar vietnömsku þjóðar, hreinskilið, gestrisið, ósérplægið, það fólk kemst hann því miður aldrei í kynni við því að um leið og banda- rískur herflokkur hefur komið sér fyrir einhversstaðar upp- hefst veldi peninganna. í hvert sinn sem bíllinn minn bilaði einhvers staðar þar sem Bandaríkjamenn voru fáliðaðir, hjálpuðu þorpsbúar mér úr vandanum af sjálfsagðri greið- vikni; þegar það kom fyrir mig í hernumdu héraði, kostaði það mig hundruð pjastra að losna úr klípunni. Hvítir og þeldökkir menn umgangast hverjir aðra í bandaríska hernum, en aðeins á vígvellinum. Að baki víglín- unnar skiljast kynþættirnir aftur að. Saigon er að nætur- lagi skipt í hverfi handa hvit- um og hverfi handa þeldökk- um. Og vietnömsku vændis- konurnar kunna að hagnýta sér þennan aðskilnað: Þær heimta meira af blökkumönn- um. Eitt er öllum Bandaríkja- mönnum sameiginlegt, þjak- andi vonleysi. Þeir eru 425.000 talsins, hafa yfir að ráða f lókn- ustu vígvélum sem stöð'ugt eru bættar til að samsyara betur þeim sérstöku kröfum sem þetta stríð gerir, og þó tekst þeim ekki að sigrast á her bænda sem klæðist „náttföt- um“. Einkum eru flugmenn- irnir beizkir, nærri þvi miður sín. Þeir sem telja sig færa um að gersigra hvaða heimsveldi sem væri neyðast til að viður- kenna að „eftirtekjan" af loft- árásum þeirra er næsta lítil. alli konu sem hafði átt þrjá syni sem Frakkar drápu i stríð- inu. Þessi hrörlega gamla kona vildi að ég kenndi sér frönsku og hún kom til mín á kvöldin til að spila við mig. N. O. — Hvað fannst yður mest um vert þær þrjár vik- ur sem þér dvölduzt meðal skæruliða? M. R. — Auk hugrekkis þeirra frábær skipulagning ingum um vegina. Ég fór sjálf gegnum eitt slíkt hlið án nokk- urra vandkvæða, samtimis því sem ökumaður í langferðabíl varð að greiða toll (10 prósent af andvirði farseðlanna) og hann fékk vandlega frágengna kvittun fyrir greiðslunni. Þann tíma sem ég dvaldist með her- mönnum og trúnaðarmönnum Þjóðfrelsisfylkingarinnar sá ég þá daglega semja langar skýrslur um allt sem fyrir þá í fjöllin, þar sem gist var á hverju heimilinu af öðru, höfð- um við mat okkar meðferðis, hrísgrjón í léreftspokum og pækilsaltaðan fisk í plastpok- um. Allt sem við fengum hjá fólkinu var borgað fullu verði. Og ekkert benti til þess að það væri gert mín vegna, „til að sýnast". Ég sá hóp hermanna á göngu á nærri því hverjum degi. Allir höfðu þeir allt sitt nesti með sér og aldrei sá ég myndi ég berjast með skæruliðum Bandaríkjamenn sem lítil sem engin kynni hafa af þeim Vietnömum sem þeir umgang- ast vita ekkert um þá sem „hinum megin em“. Þeir sögðu við mig: „Gleymið því ekki að Vietcongar eru gamlir Viet- minhar. Ef þeir handsama yð- ur, mun það gagna yður lítið að þér eruð frönsk. Þér yrðuð tekin af lífi eins og þér vær- uð bandarisk." Reyndar var það svo að meðan ég dvaldist hjá skæruliðum komst ég að því að þeir voru allir fyrrver- andi Vietminhar, en þeir erfðu það ekki við mig á nokkurn hátt að ég var frönsk. Margir höfðu verið í fangelsum, verið pyndaðir; allir komu þeir fram við mig af mestu vinsemd. Ég kynntist meira að segja gam- þeirra sem Bandaríkjamenn virðast ekki gera sér nokkra hugmynd um. Hvað sem mér datt í hug að segja eða gera, allt var það skráð samvizku- samlega og geymt í mörgum eintökum. Skrá um föt mín, ljósmyndatæki, alla þá hluti sem ég hafði með mér var gerð a.m.k. tíu sinnum. Ég fékk kvittun þegar ég var handtekin og öllu var mér skilað aftur þegar ég var látin laus. Reikningar um „stríðskostn- aðinn“ eru nákvæmlega haldn- ir. Á tveimur mikilvægum þjóðvegum í Suður-Vietnam (frá Saigon til Dalats og frá Nha Trang til Banmethuots) :ru vegatálmanir þar sem tek- inn er tollur af öllum flutn- hafði komið og þær skýrslur voru jafnharðan sendaf til æðri staða. Bandaríkjamönnum skjátlast einnig um viðhorf skæruliða til landsmanna. hTokkrum klukkutímum eftir að bíll rninn hafði verið Siöðvaður, þegar ég var enn ekki neinn „boðsgestur" heldur aðeins fangi skæruliða sem þeir virt- ust enn ekki vita hvað þeir ættu eiginlega við að gera, fóru þeir með mig til fjöl- skyldu einnar þar sem við fengum að borða. Yfirmaður þeirra borgaði samvizkusam- lega fyrir matinn. Síðar þegar þessi litli hópur (auk mín tveir trúnaðarmenn Fylkingar- innar, tveir ungir burðarmenn og tveir skæruliðar) kom upp þá taka nokkurn skapaðan hlut áf bændunum. Ég gat ekki varizt þess að bera þá saman við hermenn Saigonstjórnar- innar sem ég hafði verið með í leiðangri sem sagður var vera í „friðunarskyni“. Þegar styttast tók í dvöl minni hjá skæruliðum báðu trúnaðarmenn Fylkingarinnar mig um að setja saman skýrslu um það sem ég hefði séð af baráttu þeirra, um allt það sem fyrir mig hafði borið. Ég skrif- aði kannski ekki allt sem þeir hefðu viljað að ég skrifaði — ég gat ekki sagt fró „hryðju- verkum“ Bandaríkjamanna þvi ég hafði ekki séð þau — en ég lauk bréfinu með þeim orðum að ef ég hefði verið vietnömsk, þá hefði ég barizt þeirra megin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.