Þjóðviljinn - 14.07.1967, Page 10
Við reynum ai gera okkar bezta"
— segja íslenzku stú-
dentarnir er skipa
skáksveitina er keppir
á Heimsmeistaramóti
studenta.
Stúdentaskáksveitin er kepp-
ir fyrir Iplands hönd á Heims-
meistaramóti stúdenta, sem í
ár er haldið í Harrachov i
Tékkóslóvakíu fer utan í dag
en mótið verður sett á laugar-
daginn og 1. umferð tefld á
sunnudag-
Sveitin er skipuð eftirtöld-
um mönnum: Trausta B.iöms-
syni á X. borði. Guðmundi
Sigurjónssyni á 2. borði, Jóni
Þ. Þór á 3. borði. Braga
Kristjánssyni á 4. borði, og
Jóni Hálfdánarsyni sem
varamaður.
Þeir félagar litu við hér s
Þjóðviljanum í gær og not-
uðum við tækifærið til bess
að taka af beim mynd og fá
hjá beim upplýsingar um
keppnina.
Eftir bví sem þeir vissu
bezt verða þátttökuþjóSirnar
a.m.k. 22 að tölu og jafnvel
fleiri en í fyrra sendi 21
bjóð sveit til keppni. Fyrst
verður undankeppni í 5-6
riðlum og síðan keppt í 2-3
flokkum eftir fjölda þátttöku-
bióða- Lýkur mótinu 31 iúl?
Ekki vildu .beir félagar sn4
neinu um árangur sinn er
kváðust gera sitt bezta. Vafa-
iaust verða margar bátÞöku-
sveitanna skiDaðar miö?
sterkum skákmönnum. í sum-
um jafnvel tveir eða fleiri
stórmeistarar og alþjóðlegir
meistarar. t-d má búast við
að í liði gestgiafanna verði
menn eins oa Hbrt. Kavalek
Stúdentaskáksveítin. Á myndinni eru talið fra vinstri: Jón Hálfdánarson, Guðmundur Sigur-
jónsson, Trausti Björnsson, ,Ión Þ. Þór, Bragi Kristjánsson. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason).
og Janza. Þá verða Sovétrík-
in eflaust með mjög sterka
sveit en sovézkir stúdentar
hafa unnið tvö síðustu mót.
í íalenzku sveitinni eru nú
brír sömu menn og í fyrra.
beir Trausti, Jón Þór og Bragi.
Guðmundur og Jón Hálfdán-
arson eru hins vegar báðir
nýir menn í sveitinni enda
urðu þeir stúdentar í vor. -í
fyrra voru hins vegar þeir
Guðmundur Lárusson og Jón
Friðjónsson í sveitinni svo aö
-fbrnöfnin eru sömu og þá.
Trausti og Jón Þór lesa
báðir til BA-prófs hér við
háskólann, Bragi leggur stund
á lögfræði og Guðmundur
hefur látið innrita sig í lög-
fræðina. -Jón Hálfdánarson
ætlar hins vegar til Þýzka-
lands næsta vetur í eðli*
fræðinám.
Þetta er 14. heimsmeistara-
mót stúdenta í skák. Sendu
íslendingar sveit til keppni '
öll mótin fram tii 1959 os
voru Guðmundur Pálmason.
tngvar Ásmundsson og Þórir
Ólafsson aðalkapparnir í liði
okkar þá. Beztum árangri náði
sveitin 1955 eða 5. sæti en bá
var Sveirm TOict.ins'snn fjórði
maðurinn í Liðinu. Síðar tók
svo Friðrik Ólafsson þátt f
nokkrum mótum, m-a. er mót-
ið var haldið hér í Reykja-
vík 1957. Eftir nokkurra ára
hlé hófum við svo aftur þátt-
töku í mótinu og er þetta tví-
mælalaust sterkasta sveit sem
við höfum sent til keppni hin
síðari ár, því keppendurnir
eru allir í hópi sterkustu yngri
skákmanna okkar. hafa t-d.
allir teflt í landsliði og Guð-
mundur orðið fslandsmeistari.
Óskar Þióðviljinn beim félög-
um góðs gengis í beirri raun
sem fvrir höndum pr
GóS búbót fyrir SiglfirSinga
Haföminn hefur reynzt vel
Síldarflutnino'askipið Haföminn hefur á undanförn-
um vikum fært Sig'lfirðingum mikla búbót. Hefur flutn-
ingaskipið komið með á annað hundrað þúsund mál til
bræðslu í ríkisverksmiðjunni þár.
Við náðum tali af Kolbeini
Friðbjamarsyni í gærdag til þess
að kanna hljóðið í Siglfirðingum
þessa stundina. Hið nýja flutn-
ingaskip Haförninn er væntanl.
hingað til Siglufjarðar í nótt af
miðunum með fullfermi eða ríf-
lega 30 þúsund mál af síld og
er henni landað í S. R. til
bræðslu, sagði Kolbeinn.
Þetta er fjórða ferð skipsins
hingað með síld af miðunum og
ætlar það að revnast okkur Sigl-
Nær 1600 um
Kefíavíkurvöll
firðingum búbót, þar sem S.R.46
hefur þá tekið við á annað
hundrað þúsund málum af sild.
Haförninn var kominn út á mið-
in í öndverðum júnímánuði og
bilaði þá skrúfubúnaður skipsins
og gátu veiðiskipin illa athafnað
sig við lösun á sildinni í skipið.
Varð flutningaskipið frá að
hverfa- með aðeins hálffermi af
miðunum, en nú er búið að gera
við þessa vélarbilun og er þetta
þriðja fullfermið hjá skipinu
hingað.
Aðeins eitt veiðiskip hefur
komið af sjálfsdáðum með síld
hingað af miðunum og var þetta
eins og sigling milli landa.
Mikill afíi hefur bor-
iit á land á Hásavík
(□ Mikill aíli heíur borizt á land á Húsavík í
vor og sumar, bæði aí heimabátum og aðkomu-
bátum.
ú einum degi
Mjög mlkil umferð hefur ver-
ið um Keflavíkurflugvöll í sum-
ar og var mesti annadagur og
metumferð fimmtudaginn í sið-
ustu viku, 6. júlí, hegar fimmt-
tán flugvélar fóru um völlinn
frá því kl- 8 um morguninn til 8
um kvöldið og fluttu alls 1584
farþega.
Þrjár flugvélanna voru frá
Loftieiðum, ein frá Flugfélagi,
Islands og tvær frá Pan Ameri-
can. Hinar voru leiguflugvélar
ýmissa aðila, merkust þeirra hin
nýja DC Super 61, í eígu banda-
rjska flugfélagíins Trans Inter-
natíonal, en þessi vél er sú
stærsta sem er í förum yfir Norð-
ur At^nzhafi og tekur 250 far-
þega.
Nýr forstjóri hefur verið skip-
aður fyrir Fiskiðjusamlag Húsa-
víkur er Vemharður Bjarnason
hætti störfum um siðustu áramót,
— heitir hann Björn Ólafsson og
náðum við tali af honum í gær-
dag.
Enginn staður á landinu á jafn-
öflugan trillubátaflota eins og
Húsvíkingar og eru þetta allt
Bjartar í Sumarhúsum, — einn
maður sækir af harðfengi á tri'Mu
sinni og hefur verið góður afili
hjá trillunum í vor.
Ætli það séu ekki sjötíu trili-
ur á Húsavík. 1 síðustu viku bár-
ust á land hér um 300 tonn af
fiski í Fiskiðjusamlagið og er
það að vísu megnið af aflanum.
Þar af bárust 126 -tonn af uÆsa
veiddum við Langanes með hring-
nót af stærri bátum, en tri'll-
umar báru á land um 175 tomn
af góðum þorski. Hver einstök
trilla er-<pft með tonn eftir róð-
Framhald á 3. íðu.
Nýit (slandsmet í
kúluvarpi 17,81 m.
Meistaramót Reykjavíkur í
frjálsum íþróttum fór fram á
Laugardalsvelli í gærkvöld og
var það fyrri dagur mótsins.
Nýtt fslandsmet var þar
sett í kúluvarpi af Guðmund '
Hermannssyni, Iögregluvarð-
stjóra og reyndist það vera
1781 metra.
Gamla metið átti Guðmund-
ur og var það 1*7.78-
Ekki myndi ég segja að væri
atvinnuleysi hér á Siglufirði,
sagði Kolbeinn, en oft hefur jaðr-
að við það á síðastliðnu ári, —
hefur fólk bókstaflega flutt í
burtu, búferlum, þegar þrengt
hefur að í þeim efnum og voru
margir búferlaflutningar á síðast-
liðnu ári.
Það var' fyrir linnulausa bar-
áttu verkalýðsfélaganna hér á
Siglufirði að ríkisverksmiðjurnar
eignuðust þetta flutningaskip, —
sömuleiðis komst hér á legg nið-
ursuðuverksmiðjan Siglósíld fyrir
ábendingu frá verkalýðsfélögun-
um og unnu á tímabili í vor um
hundrað konur og tíu til tuttugu
Framhald á 7. síðu.
Gott veður á
silðirmiðom
Gott veður var á síldarmiðun-
um austur af Jan Mayen fyrra
sólarhring.
Nokkur íslenzk skip fengu afla
á svæði um 70° norðlægrar
breiddar og' 0° austlægrar lengd-
ar, eða um 240 mílur N.N.Y- af
Andnesi í Noregi. Frá þeim stað
eru um 680-700 sjómílur til Rauf-
arhafnar-
Eitt íslenzkt skip tilkynnti um
afla, er það hafði fengið um 60
mílur S.A. af Orkneyjum. Land-
aði skipið aflanum í Færeyjum,
Alls tilkynntu 10 skip um afla
1.970 lestir.
Raufarhöfn:
Gullver NS 250 lestír, Ásbjörn
RE 170, Jón Kjartansson SU 140,
Brettingur NK 180, Bjartur NK
300, Seleý SU 100, Guðm. Péturs
ÍS 220, Náttfari ÞH 220 og Ljós-
fari ÞH 240.
Dalatangi:
Reykjaborg RE 150 lestir.
Föstudagur 14- júlí 1967 — 32. árgangur — 154. tölublað.
Verkfall í
Straumsvík?
I
Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði birt-
ir í dag orðsendingu til verkamanna, og seg-
ir þar að vegna þess að samningar haia ekki
verið gerðir megi gera ráð fyrir að kunni að
koma til vinnustöðvunar í Straumsvík við
alla aðra verkamannavinnu en jarðvinnslu.
Orðsending Hlífar er orðrétt á þessa leið:
,,Þar sem eigi hafa verið gerðir samning-
ar um kaup og kjör verkamanna við aðra
vinnu í Straumsvík en jarðvinnslu, má gera
ráð fyrir1 að til vinnustöðvunar kunni að
koma í allri annarri vinnu verkamanna en
við jarðvinnslu, takist eigi samningar um
kaup og kjör verkamanna við aðrar fram-
kvæmdir í Straumsvík". •
Með innbrotstæki á
ferii seint um nétt
Þessa viku hefur verið mikiö eftirlitsferö um borgina sá hún
um innbrot í fyrirtæki að nætur- tvo unglingspilta á ferli. ÞÓtti
llagi. Eina nóttina var brotiztinn hegðan þeirra grunsamleg ogvið
i Hörpu, Póla og Korkiðjuna. athugun kom í ljós að þeirbáru
Litlu var þó stolið á þessutn á sér ýmiskonar ihnbrotstæki.
stöðum en því meira skemmt, Við yfirheyrzlur hjá lögreglunni
bæði hurðir og húsbúnaður þar hefur annar pilturinn játað að
sem farið hafði verið inn í skrif- hafa brotizt inn í fyrmefndum
stofur fyrirtækjanna. fyrirtækjum. Málið er enn í
í fyrrinótt er lögreglan var á rannsó'kn.
Hraunfossar.
Heigurferð ÆFR um upp-
sveitir Borgurfjurðursýsiu
Næsta helgarferð ÆFR verður farin um komandi helgi. Lagt
verður af stað kl. 2 síðdegis á morgun, laugardag, frá Tjamargötu
20. Ekið verður um Þingvelli og Kaldadal og tjaldað við Húsa-
feli. Skoðað verður Hallmundarhraun, Víðgelmir, Skógarhraun,
Kalmannstunga, Húsafell, Húsafellsskógur, Geitland og Hraunfossar.
Fargjald er kr. 415,00. ÆF*R leggur tid tjöOd, heitar súpur og
kakó.
öllum er heimil þátttaika en ungt Alþýðubandalagsfólk er sér-
stakiega boðið velkomið. Skráningu í ferðina lýkur kl. 10 í kvöld
og þeir sem gefa sig frrm eftir þann tíma eiga á hættu að missa
af ferðinni. Tekið á móti farpöntunum í skrifstofu ÆFR, sími 17513.