Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.08.1967, Blaðsíða 7
Miðviteudagur 9. júlí 1967 — ÞJÖÐVTLJtNN — SÍÐA ^ ■ Einn af hverjum þrem blökku- mönnum í flestum borgum í norð- urhluta Bandaríkjanna er atvinnu- laus, eða svo gott sem. ■ Þrettán árum eftir að hæstirétt- ur bannaði kynþáttaaðgreining í skólum hefur hann aldrei verið meiri en nú. ■ Eftir sex ára stöðugan efnahag£ vöxt hafa meðaltekjur blökku- manna í borgarslömmunum lækkað á síðasta áratug. ■ Aldrei hafa blökkuimenn heldur fengið jafn mikið af glæstum lof- orðum og á þessum tíma, en varla eitt einasta hefur verið efnt. Ábyrgðarlaust þjóðfélag í slömmhverfum blökkumanna í bandarískum borgum getur bí'iðji hver maður ekki unnið sér fyrir nauðsynjum Sjálfvirkni, sem hefur hörmuiegar afleiðingar færist í vöxt í Bandaríkjunum og mcð henni breytist svo til hver cin- asta tilraun til að hjálpa hin- um fátæku, — og blökkumcnn eru flestir í þeirra flokki — í svikamyllu til að gera hina ríku rikari og fátæku fátækari. Það er kaldlhæðni sem nú blasir við í Bandaríkjunum. að fjármunir sambandsstjórnar- innar (um 200 miljónir dollara í ár) sem veitt er til að endur- bæta húsnæði í slömmunum — rennur nú til þess að byggja miðstéttarhúsnæði, sem íbúar slömmanna hafa ekki efni á að notfæra sér. Blökkumanna- hverfi Upphafið að blökkumanna- hverfinu í Detroit er að finna lengst suður í suðurríkjunum. Frá aldamótum hefur verið stöðugur straumur blökku- manna frá landibúnaðanhéruð- unum i suðri til borganna i norðri, og hefur vaxandi at- vinnutteysi á bómullarekrunum flýtt fólltsflutnimgum um allan helming. Fjórar miljónir blökkumanna hafa flutt norður síðan 1940, þar af miljón á síð- estliðnum 10 árum. Tveir þriðju af öllum fullorðnum blökkumönnum í norðurríkjun- um fæddust fyrir sunnan. Sjálfvirkni Sjálfvinkni í landbúnaði og notkun. gerviefna ihefur næstuin alveg útrýmt lausamönnum i [landtoúnaði. Þessi þróun fer fram og búizt er við að um 60 þúsund blökkumenn verði at- vinnulausir í óshólmum Miss- issippi í haust. Landeigendum þykir gott að sjá blökkumenn- ina hverfa á braut. Sumir hafa sett upp auglýsingar, þar sem þeir bjóðast til að borga rútu- farið fyrir hvern þann, blökku- mann sem vill halda norður. Nokkrar sveitarstjórnir eru að svelta blökkumennina í burtu með því að neita að taka þáit í matvæladreifingarteerfi Sam- bandsstjórnarinnar. Tugir blökkumanna pakka niður eigum sínum á hverjum degi og taka sér far með lang- ferðabilunum til Harlem, Watts og Detroit. Láfið hefur sjaldn- ast búið þá undir borgarlíf, flestir þeirra kunna ekki nema titt. landbúnaðarstarfa og eru hvorki læsir né skrifandi. 1 miðbæjunum í borgunum i norðurríkjunum fá þeir hús- naeði, sem hvítir menn hafa flutt út til úthverfanna. Árang- urinn er sá að opinberir aðil- ar telja að um 1970 verði að minnsta kosti 40 prósent ibúa í 14 stórborgum blökkiuwienn. Þrjár borgir eru þegar komn'; ■ yfir þetta mark, Washingto' Baltimore og Detroit. Atvinnuleysi Það var ekki fyrr en í vor. að atvinnumálaráðuneytið í Bandaríkjunum gaf út skýrslu sem opnaði augu manna íýrir því -hve ógnarlegt atvinnuleys- isástandið gæti orðið. Skýrslan, sem heitir „Nánari athugun á atvinnu'leysi í bandarískum borgum og slömmum" vakti að vísu ekki alþjóðarathygli, en í henni er lýsing á ástandi, sem er slíkt að í ljósi þess verða óeirðirnar að undanfömu aðeins furðuleg- ar fyrir það, að þær skulli ekki hafa brotizt út miklu fyrr. 1 skýrslunni kemur það i ljós að atvinnuleysisskráning síðastliðin tíu ár hefur sleppt sjötta hverjum blökkumanni á aldrinum miili tvítugs og þrí- tugs, sem túknar að allar fyrri tölur um atvinnuleysi þel- dökikra íbúa í Bandarikjunum eru alltof lágar. Skýrslan sýndi að atvinnuleysi í slömm- unum er svo mikllu verra en í landinu í heild, að allar fyrri og venjulegar mælingaraðferðir urðu hrein endaleysa. Það er varla raunhæft að mv,. 60ST0H HfW 0THBH5 ----y--- HEWVORK PHÖEHIX 5T. SiH SÁH PtíliAOELPHji IGIJIS ÍHTOHÍO FSAHCISCO Myndin sýnir raunverulegt atvinnuleysi í blökkumannahvcrfum í tilteknum borgum Banda- ríkjanna. Hvíti hlutinn á súlunum sýnir þær falstölur sem notaðar hafa verið £ krafti rangra skráning araðferða. tala um atvinnuleysi sem sé 3.7 til 4 prósent að meðaltali, þegar atvinnuleysi meðal ungra blökkumanna í Fhila- dellphiu er 36 prósent. Staðreynd Sú staðreynd sem skiptir meginmáli í skýrslunni er sú, að rúmlega einn þriðji hluti íbúa slömmanna — sem flest- ir eru blökkumenn — vinna sér ekki fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Einnig kemur það í ljós að 10 til 20 prósent íbú- anna gætu unnið, en hafa gef- izt upp á því að leita sér að vinnu. Atvinnuleysi í slömmunum stafar íyrst og fremst af menntunarleysi og skorti á þjálfun. Engar hugsanlegar efnaihagsframkvæmdir í þjóð- félaginu mundu draga úr þessu atvinnuleysi, segir í skýrslunni. Þetta vandamál var svo stóit i sniðum, að það varð að breyta hinu hefðbundna skipu- lagi á atvinnuleysisskráningu og skilgreiningu á atvinnuleysi, en samtevæmt þeim eru menn sem vinna aðeins hluta úr degi (jafnvel þó þeir séu að leita að fullri vinnu) ekki taldir með, elkkert tillit er tekið til tekna og þeir eru ekki taldir með sem hafa gefizt upp á að leita sér að atvinnu. Átvinnumálaráðuneytið lét gera nýja skilgreiningu til að taka til þeirra sem atvinnu- lausir eru, þeirra sem hafa hætt að leita að vinnu, þeirra sem hafa Jáglaunuð störf hluta úr degi og þeirra, sem vitað er að búa í blökkumannahverfun- um, en koma Tworki fram á venjulegum skýrslum um at- vinnu né atvinnuleysi. Þessi nýja könnun leiddi ógnarlegt ástand í ljós. Falskar tölur í austurhlutum Harlem í New York var hin opinbera tala um atvinnuleysi nógu al- varleg í sjálfu sér en hún var níu prósent. En samkvæmt hinni nýju skilgreiningu reynd- ist atvinnuleysið í raun og veru 33.1 prósent. í mörgum öðrum borgum í norðurríkjun- um komu óþægilegar tölur í ttjós en metið var í San Ant- onio, en þar er hin opinbera atvinnuleysistala 8.1 prósent, on raunverulegt atvinnuleysi rcyndist vera 47.4 prósent. I skýrslunni er í fyrsta sinn leitt í Ijós hversu tekjur blökkumanna í borgunum eru langt frá því að vera nægjan- legar. Og ástandið verður verra þegar þess er gætt, að verð á matvælum í blökku- mannahverfunum (Watts t.d.) er oft á tíðum raunverulega hærra en í betur stæðum út- hverfum, þó gæðin séu jafn- framt minni. Sagt er að ein ástæðan fyrir þessu sé sú, að blökkumenn. eru eins og lokaðir í hverfum sínum vegna lélegra sam- gangna og geta því ekki fanð um til að bera saman verðlag. Okur Vissulega eru fjárhagsörðug- leikar íbúa blökkumannahverf- anna enn þyngdir með almennri og einstæðri afborgunar-verzl- un. Það hefur komið í ljós að vextir fyrir bíla sem keyptir hafa verið með afborgunar- kjörum hafa verið 289 prósent og þaðan af hærra og allt að 285 prósent á affoorgunum af sjónvarpstækjum. Sagt er að árásir og rán á verzlanir megi að verulegu leyti skýra með hatri því og biturleik sem i- búarnir ala í brjósti gagnvart hvítu kaupmönnunum. Svona efnahagur nægði ó- reiðanlega einn út af fyrir sig til að koma af stað óeirðum. En blökkumönnum hafa varið gefnir sterkir og sífellt tíðari skammtar af pólitískum von- brigðum á síðastliðnum áratug síðan mannréttindalögin voru afgreidd á þingi. Framhald á 9. síðu. Á síðasta ári drápu rottur eða sœrðu 14 þúsund börn í Bandaríkjunum. - 20. júlí s.l. var frumvarp um ráðstafanir gegn rottuplágunni fellt á Bandaríkjaþingi með hlátrasköllum i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.