Þjóðviljinn - 17.08.1967, Side 2

Þjóðviljinn - 17.08.1967, Side 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fíirantudagur 17. ágúst 1967. ! H ! Manntal í dýraríkinu Hve mörg dýr lifa á jörð- inni í dag? Það vitum við að sjálfsögðu ekki, því dýr fylla ekki spumingaskrár og það er ógjörningur að hlaupa um hnöttinn allan og merkja við hvert og eitt. En við höfum ndkkra hug- mynd um það hve margar dýrategundir eru til á jörð- inni. Hvenær sem dýrafræð- ingur uppgötvar nýja tegund Jýsir hann henni í ritsmíð og finnur henni nafn. Með þessu mióti hafa menn þegar fundið um 900 þúsund dýrategundir. Að sjálfsögðu gctur eng- inn dýrafræðingur kynnt sér allan þann fjölda, ekki einu sinni svo sem af afspum, og það er því auðskilið að dýra- fræðingar verða að sérhæfa sig — skordýrafræðingar, skriðdýrafræðingar o.s.frv. Skordýr eru langsamlegast stærsti dýraflokkurinn — af þeim eru til miklu fleiri teg- undir en af öllum öðrum dýr- um samanlögðum, og þótt plöntutegundunum væri öll- um bætt við. Þegar hefur verið lýst á milli sex og sjö hundruð þúsimd skordýrateg- undum, og nýjar koma íleit- imar á degi hverjum. Það er gert ráð fyrir því að á ári hverju finnist um 6000 nýj- ar tegundir skordýra. Það er ekki gott að vita, hveiengi slíku getur haldið áfram, en til eru menn sem álíta að skordýrafræðingar hafi ekki lokið verki sínu fyrr enþeir hafa lýst þrem miljónum skordýrategunda. Það verður víst ekki atvinnuleysi í þeirri grein í bráð. Það er því ekki nema rétt að við lifum á öld skordýr- anna. — Maðurinn er aðeins ein tegund af 3500 spendýra- tegundum. Spendýrafræðing- ar hafa fyrir löngu mátthorf- ast í augu við það, að það er næsta lítið eftir af óuppgötv- uðum spendýrum — það sem eftir er eru smámunir af músarstærð. □ Me Tenn þefckja 8600 fugla- tegundta'. Suður-Amenka er það svæði sem helzt má teljast paradis fuglafræðinga. — Þar eru um 2500 tegundir. I Evrópu eru hinsvegar um 600 tegundir og í Afríku rúm- lega 1500. Af æðri dýrum — spendýrum, fuglum, skrið- dýrum, fiskum. eru til 45 þús. tegundir. Þessi hópur saman- lagður er í öðru sæti í dýra- ríkinu. í fyrsta sæti er að sjálf- sögðu sú fylking sem skor- dýrin tilheyra — hún kallast liðdýr, og þar undir falla, auk skordýra, krabbar, köngu- lær, þúsundfætlur og fleira af því tagi. Að öllu saman- lögðu eru 722 þúsund tegund- ir í liðdýraflokfcnum. Fram að þessu hafa menn fundið og lýst um 30 þúsund teg- undum af örsmáum einfrym- ingum — frumdýrum. Gott og vel geta mennsagt, þetta er tegundafjöldinn — en hafa menn enga hugmynd um það hve margir einstak- lingar eru til af hverri teg- und? Víst er svo — en oft- ast er þá um að ræða dýr, sem af ýmsum ástæðum (og maðurinn er þá venjulega höfuðástæðan) eru orðin svo fá, að það er tiiltölulega auð- velt að fá yfirsýn yfir fjölda þeirra. Það eru varla til 1 dag mikið yfir íimmtíu Java- nashyrningar á .iörðinni, að- eins 44 trorrpettrönur og í mesta lagi 60 kaliforníukon- dórar. □ Menn hafa einnig nokkuð nákvæmar tölur um ýmsar fuglategundir,. sem eru miklu stærri en þær dýra- tegundir sem nú voru nefnd- ar, og er hér átt við fugla sor.n verpa á stöðum þar sem ciuðvelt er að telja þá. Það eru til um það bil 300 þús. sJlur á jörðinni og fimmtán miljónir lunda (hér er, vel á minnzt, komið að framilagi Is- Cenöinga til manntails í dýra- rlkinu). Að því er varðar samanlagt fuglasafn hnattar- ins telur enski fuglafræðing- urinn James Fischer, að þeir séu um hundrað miljónir talsins — en telur að það geti skeikað um tíu miljónir til eða frá. Bandarískur skordýrafræð- ingur hefur reynt að reikna út hve naörg skordýr lifi á móður jörð. Að loknum flókn- um útreikningum komst hann að þeirri niðurstöðu að þau væru svona 1.000.000.000.000.- 000.000 — átján núll! Við get- um getið þess til samanburð- ar, að síðan frummaður sá sem kallaður hefur veríð Pekingmaðurinn var uppi hafa liðið aðeins 10.000.000,- 000.000 — (Iþrettán núlil) sek- úndur! ! ! ! Ráðgátur fornra byggingameitsara Við margar fornar bygging- ar — musteri, virki, kastala, . eru tengdar ýmsar þjóðsögur. um leyndardómsfulla tilorðn- ingu þeirra og um höfunda þeirra, sem áttu að búa yfir ' dularfullri þekkingu. Sumar þessara bygginga eru fræðimönnum nokkur ráðgáta enn þann dag í dag. Þannig hafa byggingameistarar til að mynda fyrir löngu tekið eftir þvi að hringstigar næstum því allra kastala í Evrópu hafa eitt einkenni: þrep þeirra eru lögð réttsælis. Það er tiltölu- lega skammt síðan að það tókst að leysa þessa gátu. Þegar til bardaga kom, eins og oft vildi verða í mið- aldakastölum voru hinir þröngu hringstigar frábær vamarvirki. Aðeins einn mað- ur I einu gat farið upp stig- ann og einn vamarmaður gat að ofan varizt mörgum árás- armönnum. Ekki nóg með það. Þar eð stiginn snerist til hægri. gátu árásarmenn sem að neð- an komu ekki notað hægri höndina eins frjálslega os þeir sem vörðust að ofan. Þessa lausn gátunnar stað- festir merkileg undantekning frá reglunni. Hringstigar í sumum skozkum köstulum snúa rangsælis, en ekki rétt- sælis. En svo er mál með vexti að höfðingjar af hinni vold- ugu Kerætt, sem áttu þessa kastala, voru vel flestir örv- hentir. Fomleifafundir sýna að elztu byggingaméistarar sem vita af vissu hvemig átti að treysta byggingar með grind. Á fjórðu öld f. Kr. kunnu byggingari menn í, IViesópótamíu að styrkja leirkofa, sem fátækir menn byggðu yfir sig, með sefköðlum eða sefneti. Byggingar sem treystar voru með slíkri grind standa enn þann dag í dag. Fomir byggingameistarar þekktu líka merkilegar formúl- ur fyrir byggingarefni. Efna- fræðingar hafa til að mynda ekki enn ráðið gátu „róm- verska maltsins" en svo nefn- ist steinlímstegund. Menn vita að Rómverjar hinir fornu settu í steinlímið sjaldgæfar leirteg- undir og múrsteinsduft — en heldur ekki meir. Eftir margar aldir eru múrsteinar í fomum rómverskum byggingum að molna niður. Þeir veðrast að vísu hægar en nútímamúr- steinar, en þeir eru ekki eilíf- ir. En það er hins vegar engu líkara en að steinlím það sem festir þá saman ætli að verða eilíft. Engin sementsblanda jafnast á við það að styrk- leika. Að vísu hafa bandarískir efnafræðingar komizt að því að það er hægt að herða sem- ent með því að bæta í það sykri, en sú aðferð er of dýr til að hafa raunhæft gildi. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja 4. áfanga Vogaskóla hér í borg, sem í eru fimleikasalir, kennslustofur o.fl. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 5.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn °8. september n.k. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 'Ý': ' '«. w Henri og Yvone — Pólitíkin er npphaf allra aðgerða byltingarflokks. — Yvonne: Ég skil ekki Godard gerir mynd um Maó- istakommúnu í Parísarborg Hinn þekkti franski kvik- myndamaður Jean-Luc Godard er nú að vinna að kvikinynd sem margir bíða eftir með mikilli forvitni — og þá ekki sízt starísmenn kínverska sendiráðsins í París. Godard beinir kvikmyndavélinni að pólitískum stórmálum: mynd hans fjailar um þrjá unga menn og tvær stúlkur sem búa saman í íbúð einni í París og reyna að lifa í samræmi við kenningar Maó Tse-tungs. Fimmmenningamir koma hver úr sinni áttinni. Veroniq- ue er heimspekistúdent oghef- ur mestan áhuga á siðferðileg- um hliðum maóisma. Guilla- ume er rithöfundur og er að reyna að skapa sannsósíalískt leikhús. Henri er fuhtrúi vfs- indanna, ungur efnafræðingur. KirlcÆ er málari og er aðleita að formúlunni að hinum sanna sósíalreaíisma. Yvonne er sveitastúlka sem hefur flækzt í vændi í höfuðiborginni en sagt skilið við það með að- stoð félaga sinna. Fimmmenningarnir lifa ein- földu og munaðarlitlu lífi, rök- ræða, lesa Maó og máligögn franskra vinstrikommúnista og sélja þau á götum, fordæma franska kommúnistaflokkinn svo og þann sovézka, einnig friðsamlega sambúð. Þau eru ung og ofstopafull og heimta athöfn (því ekki að sprengja í loft upp Svartaskóla og Com- édie Francaise?) þau vilja byltingu og hana tafarlaust. Godard segist sjálfur hafa samúð með ýmsum viðhorfum þessara persóna sinna — af- stöðunni til Vietnams, fjand- skap þeirra í garð heimsvalda- sinna — hinsvegar taki hann ekki afstöðu til deilna um póli- tískar hemaðaraðferðir í vinstri arminum, ekki í þessari mynd. Myndin er enn í sköpun — þó er vitað að harðar deilur innan hópsins um hermdarverk verða hans banabiti: Henri er andvígur sprengjutilræðum og er rekinn úr samfélaginu sem „endurskoðunarsinni", Veron- ique reynir að drepa sovézkan ráðherra í heimsókn í París og fleiri stórtíðindi gerast áðuren hessi mynd endar. ★ Mynd Godards heitir ,,Kín- verska stúlkan" og myndin verður væntanlega sýndáikvik- myndahátíðinrri í Feneyjum. Málaliðar og Tsjombesinnar mynda stjérn BUJUMBURA 10/8 — Monga ofursti, yfirmaður hermanna frá Katanga sem hafa slegizt í lið rp?ð hvítum málaliðum og herr tekið borgina Bukavu austast í Kongó, hefur hvatt Mobutu for- seta til að segja af sér. Kveðst hann sjálfur hafa sett- á stofn stjóm sem muni binda endi á borgarastyrjöld í Kongó. Monga segir Bukavu bráða- birgðahöfuðborg sína en eíðan muni hann „frelsa“ önnur hér- uð landsins. Yfirmaður hvitu málaliðanna, Belginn Schramme, hafði áður krafizt þess að sam- bandsstjómin í Kinshasa tæki Tsjomhe aftur í stjóm sína, en Tsjombe, áður leppur Belga í Katanga og síðar forsætisráð- i herra í Kongó. er nú fangi í 1 Alsír. Mobutu forseti sambands- stjórnarinnar, hefur neitað að i „leggjast svo lágt að semja við i þessa stigamenn" eins og segir í yfirlýsingu hans. fsrael mun halda teknum svæðum JERUSALEM 14/8 — Israelsmenn ætla sér ekki að kasta frá sér þeirri aðstöðu, sem beir unnu sér í stríðinu á dögunum. Þeir munu halda beim landsvæðum, sem þeir tóku af aröbum, þar til hægt verður að gera fullnægj- andi friðarsamninga, sagði utan- ríkisráðherra Israél, Abba Eban á blaðamannafundi í kvöld. ÆF Helgarferð ÆFR N. k. iaugardag ieggur Æ.F.R. upp í síðustu helg- arferðina á þessu umri. Farið verður á HVERA- VELLI og síðan ekið lengra norður Kjöi. Pétur Páls- son verður með gítarinn \ ferðinni. Tryggið ykkur far, skrá- ið ykkur sem fyrst í síma 17513, milli ki. 4 og 7. V

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.