Þjóðviljinn - 17.08.1967, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.08.1967, Síða 12
Svifskipið snarar Eyjaskeggjum til lands á einum tíu mínútum SvifskipiS hentugf fil allt aS 400 km flufninga 0 Fréttamönnum blaða, útvarps og sjón- varps, var boðið í sigl- ingu frá Vestmannaeyj- um með svifskipinu SRN-6 í gærmorgun. Er það í leigu frá Englandi til 3ja vikna, og standa að því Vestmannaeyja- bær, Akranes og ríkis- sjóður. Veður var hið á- kjósanlegasta til farar- innar, og voru við skips- hlið er fréttamenn komu, bæjarstjóm Vest- mannaeyja og gestir hennar. Skip þetta tek- ur 35 farþega og var fullsetið. í byrjun ferðar lýsti Hjálmar R. Bárðarson uppruna og til- komu skipsins. Það hefur þegar fengið mikla reynslu og flutt tugi þúsunda farþega yfir firði, eða milli eyja í Englandi. Skipið getur fardð með 105 Engar breytingar á iandsliði okkar □ Landsliðsnefnd KSÍ hefur valið eftirtalda leikmenn til að taka þátt í landsleiknum gegn Dönum í Kaupmanna- höfn 23. ágúst n.k., og fer hópurinn utan hinn 21. ágúst. Sigurður Dagsson, Val, Guðmundur Pétursson, KR, Jón Stefánsson, IBA, Sigurður Albertsson IBK, Jóhannes Atlason, Fram, Guðni Jónsson, IBA, Anton Bjarnason, Fram, Þórður Jónsson, KR, Baldur Scheving, Fram, Bjöm Lárusson, IA, Helgi Númason, Fram, Elmar Geirsson, Fram, Eyleifur Hafsteinsson, KR, Hermann Gunnarsson, Val, Kári Ámason, IBA og Guðni Kjartansson, ÍBK. Eins og sjá má eru þetta sömu leikmenn og voru valdir til keppni gegn Bretum s.l. mánu- dag með þeirri einu breytingu, að Elmar Geirsson bsetist í hóp- inn. Þjóðviljinn náði í gær tali af Reyni Karlssyni, sem á sæti í ilandsliðsnefnd og er þjálfari liðsins. Vildi Reynir ekki skýra frá þvi hverjir væru aðalmenn og hverjir varamenn í liðinu. Við höfum gert það sem við töldum réttast, og þetta teljum við sterkustu knattspyrnumenn okkar, sagði Reynir er hann var spurður um hvort landsliðs- nefnd hefði ekki þótt ástæða til að breyta liðinu eftir frammi- stöðuna í leiknum gegn Bretum. Nánar verður rætt um val landsliðsnefndar á fþróttasíðu Þjóðviljans. Gott veður og allgóð veiði á sildarmiðum við Svalbarða Veður var hagstætt á síldar- mlðunum við Svalbarða fyrra sólarhring og góð veiði hjáþeim skipum, sem þar voru. Þessi skip tilkynntu um afla til Raufarhafnar: Hólmanes SU 390, Súllan EA 420, Helga IX RE 290, Snæfell EA 260, Guðrún Guðleifsdóttir 275, Sig. Bjamason EA 200, Sig- fús Bergmann GK 220, Vörður ÞH 260, Sigunborg SI 230, Sel- ey SU 280, Guðbjörg IS 270, Ing- var Guðjónsson GK 230, Jón Garðar GK 300, Sigurpéll GK 240, Ljósfari ÞH 240, Guðrún Þorkelsdóttir SU 280, Ásgeir RE 220, Hannes Hafstein ElA 270, Lómur RE 220, Fyilkir RE 320, Ásbjörn RE 180, Alknaborg ElA 210, Björgvin EA 220, Þrymur BA 170, Jörundur III RE 280, Sigurbjörg OF 250. km. meðalhraða, en 111 km. há- markshraða. Hámarksalda fyrir skipið er 1,5 metrar og hámarks vmdhraði 20 hnútar (5 vind- stig). Hraði farartækisins á sjó má ekki vera meiri en 105 km. Forviða selur Lagt var úr vör kl. lO.lOi og farið styztu leið til Krosssands, sem er á meginlandinu, og lent þar 10 mínútum síðar, eftir 14 km. ferð. Ekkert var dregið úr hraðan- um er báturinn lentj í fjör- unni, og virtist fjaran vera yfir- ferðar eins og hafalda. Þarna stönzuðum við í 15 mínútur og fóru farþegar um borð í bát, er strandað hafði þar fyrir nokkrum árum, en á meðan sveif skipið í kringum bátsflakið. Skemmtilegt var að sjá sel, sem skauzt undan svifskipinu, og furðaði sig mikinn á þessum býsnum. Síðan var haldið vest- ur Krosssand og ekið upp Affall, sem er næsta á vestan Mark- arfljóts. Áætlað var að aka að Berg- þórshvoli, en bezta leiðin þang- að var öllum ókunn, svo stanz- að var er fyrst sást til manna- ferða, og var ætlunin að hafa tal af þeim. Fljúgandi diskur? En þeir tóku til fótanna er þeir sáu svifskipið nálgast og hlupu að bænum Hallgeirsey, sem er stórbýli í Landeyjum, og tilkynntu komu fljúgandi disks, skelfingu lostnir. Kom þá bónd- inn á bænum, Guðjón Jónsson til fundar við okkur og sagði að þetta væru ungir kaupamenn, (10 og 12 ára). Svo vildi til, að 113 nauð- ungarupp- boðí birtingi Sem kunnugt er birtast staðreyndir um hina svo- nefndu viðreisn í skýrustu ljósi í tilkynningum yfir- valda á síðum Lögbirtinga- blaðsins. f síðasta tölublaði eru auglýst samtals 113 nauðungaruppboð á fast- eignum og skipum í Rvík, Kópavogi, Keflavík og Gullbringu- og Kjósarsýslu. á bænum var gestkomandi Egg- ert Haukdal frá Bergþórshvoli, sonur séra Sigurðar Haukdal, og lóssaði hann okkur heim að Bergþórshvoli, þar sem heima- fólk tók á móti okkur í tún- jaðrinum. — Var stanzað þar skamma stund, og síðan haldið sömu leið til Eyja. Er þetta æv- intýralegasta ferð, sem ég hef farið. Gott skip — en dýrt Þetta skip virðist eiga mikla framtjð fyrir sér, en það sem háir mest, er hin takmarkaða veðurhæð, sem talið er fært að bjóða farþegum. Ennfremur er verð skipsins mjög hátt, 16 miljónir, en það skip, sem okk- ur hentaði bezt mun kosta 54 miljónir, BH-7, og tekur 140 far- þega, eða 6—8 bifreiðir og 70 farþega. BH-7 getur alls borið 15 tonn, og þolir mun meiri á- gjöf. SRN-6 mun fara í nokkrar skemmtisiglingar í nágrenni Reykjavíkur og verður reynt á leiðinni til Akraness, og kostar farmiði aðra leið 150 krónur. H.H. Ferð ÆFR á Hveravelli ★ Munið að láta skrá ykkur tímanlega í helgarferðina í síma 17513. — Sjá auglýsingu um ferðina á blaðsíðu 2. Volvo eða Ley- land vagnar keyptír til SVR Borgarráð Reykjavíkur hefur fundum sínum að undanföm fjallað um væntanleg kaup nýjum strætisvögnium fyrirSV og rætt framkomnar tillögi stjóma Strætisvagnanna og Im kau; astofnunar Reykjavíku Síðast var rætt um vagnakaui in á fundi ráðsins í fymada, en ákvörðun frestað. Strætisvagnakaupin voru bot in út á sínum tíma og báru: allmörg tiliboð víðsvegar að. He: ur Þjóðviljinn fregnað að lægst tiltooðin hafi verið frá Volvt verksmiðjunum í SvÆþjóð c brezku Leyland-verksmiðjunui og lítill munur verið á verðtii boðum þeirra. Fimmtudagur 17. ágúst 1967 — 32. árgangur — 181. tölublað. LoftleiSum baðiS að lenda í A-Berlín □ Samkvæmt frétt frá AP sem kom í Ríkisútvarpinu og Morgunblaðinu í gær hafa Austur-Þjóðverjar boðið Loftleiðum lendingarréttindi á Schönefeld-flugvellinum í Austur-Berlín. — í gær hafði forráðamönnum Loftleiða hér heima ekki borizt nein tilkynning um þetta mál. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Kristján Guðlaugsson hjá Loftleiðum vegna þessarar fréttar og sagðist hann ekki vita hvernig þetta hefði borið að, því að fulltrúum Loftleiða £ Reykja- vík hefði ekki borizt bréf um tilboð Austur-Þjóðverja. Þegar þeir Loftleiðamenn hefðu heyrt fréttina frá AP hefðu þeir strax sent fyrirspumir til um- boðsmanna sinna í Frankfurt og Hamborg og væri nú beðið eftir svari frá þeim. Eins og kunnugt er héldu Loft- leiðir uppi reglubundnum ferð- um milli Reykjavíkur og Ham- borgar á árunum 1954-1963. Hafa Loftleiðir enn lendingarleyfi í Hamborg og Dusseldorf en leyfið er bundið svo erfiðum skilyrð- um að félagið getur ekki gengið að þeim. Framhald á 9. síðu. Fyrsta brúðkaupið íBaha 'isið Þótt brúðkaupsmyndir birtist annað veifið á innsíðum blaðsins leggja fréttamenn Þjóðviljans það yfirleitt ekki í vana sinn að hlaupa til að vera viðstaddir þótt einhverjir séu að gifta sig. En í gær var hér á landi fyrsta brúð- kaupið í baha'i sið og lék okkur nokkur forvitni á að vita, hvern- ig það færi fram- En fleiri höfðu fengið sömu hugmynd og voru þegar til kom mættir til brúðkaupsins fulltrúar allra dagblaða í Reykjavík og sjónvarpsins, meira að segja hafði eitt blaðið svo mikið við að senda prestlærðan mann á staðinn. Það eru ekki allir sem fá þvílfka pressu þegar þeir ganga í það heilaga! Giftingin fór fram í Árbæjar- kirkju og virtist í byrjun ekki óáþekk kristskirkjulegri vígslu: brúðurin hvítklædd með slæðu og blómvönd, brúðguminn svart- klæddur, Dg voru þau leidd í kirkju af svaramönnum. í stað orgelspils var leikið á fiðlu og hljómaði Ave Maria er brúðurinn gekk £ kirkjuna. 1 stað prests stjórnaði Ásgeir Einarsson, formaður Baha'i safn- arins á Islandi, sem telur 18 manns, athöfninni. Samkvæmt siðareglum safnaðarins höfðu brúðhjónin beðið þrjá vini sína og trúbræður að fara með bænir eða ritningarorð, og var það í þessu tilviki gert ýmist á fs- lenzku eða ensku þar sem brúð- guminn er útlendingur- Fóru brúðhjónin síðan sjálf með bænir hvort á sinu máli, hún á ís- lenzku, hann á ítölsku. Síðan las kona yfir þeim alllangan brúðar- pistil safnaðarins á ensku, þau skiptust á hringum og fóru með heitorð sín, sem voru á þann veg að þau hlýddu vilja guðs. — Þá var brúðarpistillinn allur lesinn upp aftur af formanni safnaðar- ins, að þessu sinni á íslenzku. Athöfninni lauk með fiðluleik. Nöfn brúðhjónanna sem voru fyrst til þess að gifta sig að ba- há‘i sið á Islandi eru Svava Magnúsdóttir og Fabio Tagliavia og sjást þau á meðfylgjandi mynd. — (Ljósm. Þjóðv. vh>).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.