Þjóðviljinn - 29.08.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.08.1967, Blaðsíða 10
I Farmer aftur hér Það er ekki lítil til- hlökkun í Reykvíkingum að fá a' hlýða á leik Arts Farmers í annað sinn. Það var um áramótin 65—66 að Art Farmer gisti Island í fyrsta sinn, lék hann hér 5 kvöld. Nú mun Farmer Ieika 2 kvöld f Tjamarbúð, hann 29. og 30. ágúst, með honum munu leikahérþeir Þórarinn Úlafsson á píanó, Jón Sigurðsson á bassa og Pétur östlund á trommur. Farmer kemur hér við á leið sinni til Vínar, en þar mun hann leika á al- bjóðlegu jazzmóti. Farmer er oss vel kunnur fyrir frábæran leik sinn á flyg- ilhorn. Leikutr hans er magnaður seiðandi ríthma og hjúpaður köldum blæ. Það er gleði öBlum tón- listarunnendum að Art Farmer skuli sjá ástæðu til að koma við á lancii voru nú er liann heldur frá Bandaríkjunum til Bvrópu. Það er og vonandi að sem flestir fslendingar njóti listar hans þann stutta tíma er hann dvelst hér. Art Farmer Sta! 30 kg af eggjum Á tfmabilinu milli kl. 2 og 5 aðfaranótt sunnudagsins varfar- iö inn í hænsnakofa við Rauða- vatn og stolið þaðan 30 kg af eggjum. Efcki hafði náðst i þann fingraHanga í gærdag. Um helgina var einnig brot- izt inn á verkstæði G. Helga- sonar og Melsted í kjallara hússins að Rauðarárstíg 1. Uti- hurð var spörkuð upp og gjör- eyðiJagðist vitaskuld, en engu var stolið. Reynt var að brjótast inn í vörugeymslu verkstæðis- ins, en það mistókst. Gleymdi að til- kynna lögreglunni áreksturinn Á sunnudaginn var Trabant- bifreið ekið á girbingu við gömlu Sundlaugarnar. Var ökumaðurinn að beygja af Reykjavegi á Sundlaugaveg, en fataðist honum og lenti bill- inn utan í girðingunni. Skemmd- ist bíUinn töluvert, en öku- manni láðist að tilkynna lögregl- unni um' óhappið og varð það til þess að lögreglan þurfti að elta hahn uppi. Ók á brúarhandrið Snemma i gærmorgun var Kópavogsbúi nokkur á leið til vinnu sinnar í Reykjavík og ófc hann Willy‘s-jeppa. Hann var eitthvað að huga að mælaborð- inu er hann ók á handriðið á brúnni yfir Fossvogslækinn. Brotnaði handriðið niður og stöplamir. Bifreiðin skemmdist nofckuð mikið- Tveir smávægilegir árekstrar urðu í Kópavogi i gær og einn á sunnudaginn. Nýjasta árgerð SAAB — ísland kvikmyndað Sveinn Björnsson & Cokynntu fréttamönnum nýjustu árgerð af SAAB nú fyrir helgina og eru aðalbreytingamar frá fyrri ár- gerð einkum fólgnar, í því að gera bílinn öruggari í akstri og auka þægindi ökumanns og far- þega. Jafnframt voru fjórir Sviar sem komu hingað til lands með sýnishom af bílnum kynntir fyrir fréttamönnum, en það er venja SAAB-fyrirtækisins að samtimis þvi að ný ár.gerð af bílnum er kynnt, þá er tekin kvikmynd sem sýnd verðurvíðs- vegar um heim, og hefur fs- land orðið fyrir valinu að þessu sinni. Hér á myndinni sjást talið frá vinstri: Dalundu, Boflin (stjómandi kvikmyndarinnarl, frú Carlsón, Sveinn Björnsson umboðsmaður SAAB á Islandi og John Carlson. — Ljósm. Þjóðv. Hj. G. Útsvörin í Neskoup- stað 16,2 milj. kr. Þriðoudagur 29. ágúst 1967 — 32. árgangur — 192. tölublað. Sett í Reykjavík í gærmorgun: Stærðfræðinámskeið fyrir barnakennara □ í gærmorgun hófst hér í borg námskeið' fyrir bama- skólakennara til kynningar á nýjum aðferðum við reiknings- og stærðfræðikennslu. Er námskeið þetta haldið á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og með tilstyrk fræðslumálaskrifstofunnar. Aðvörun tilíslenzkra síldar- skipa vegna eldflaugarskota • Á tímabilinu frá 15. ágúst til 15. október fara fram háloftsrann- sóknir á vegum norska rannsóknarráðsins. Verður 5 til 6 eld- flaugum skotið á loft frá Andey í Norður Noregi í stefnu norð- vestur í haf og er þetta yfir núverandi veiðisvæði íslenzkra síldveiðiskipa nær Svalbarða. • Vita- og hafnarmálaskrifstofunni hér á Iandi hefur þótt rétt að tilkynna varúð af þessum sökum og hafa tilkynningar þess efnis verið lesnar upp í Ríkisútvarpinu hér til íslenzkra síldveiðiskipa. Lokið cr álagningu útsvara og aðstöðugjalda í Neskaupstað. AIIs var jáfnað niður 16.212.890 kr., þar af greiða 457 einstak- lingar 13.891.600 kr. í útsvar ig 23 félög 2.321.200 kr. 1 fyrra báru 444 einfctaklingar 11.061.100 kr. og 23 félög báru 8.962.600 kr. eða samtalls 'tr. 20.023.700. Nú var veittur 10% afsláttur frá lögákveðnum útsvarsstiga, en í fyrra 16 prósent. Lœfckun út- svara stafar af því, að Síldar- vinnslan hf., sem í fyrra barum 6,5 milj. kr. í tekjuútsvar, ber nú ekikert tekjuútsvar. Þessir einstaiklingar í Neskaup- stað bera hæst útsvar: Sigurjón Valdemarsson skip- stjóri 241.900 kr. Filip Þór Höskuldsson skipstjóri 231.900 kr. Rögnvaldur Þorleifsson yfir- læknir 171.700 kr. Isak Valdemarsson skipstjóri kr. 155.600. Hjörvar Valdemarsson skipstjóri 1541400 kr. Kristján Lundberg rafvirkja- meistari 114.500 kr. Sigfús Jónsson vélstj. 112.200 kr. Björgvin Jónsson vélstj. 104.100. Hjalti Ásgeirsson vélstj. 103.900. Hæstu útsvarsgreiðendur með- al félaga eru: Sæsilfur hf. 518.100 kr. Drifa hf. 469.600 kr. Síldarvinnslari hf. 306.306 kr. Samvinnufél. útgm. 219.400 kr. Útsvarstekjur eru kr. 3.422.200 lægri en þær þurfa að vera til að standast áætlun. Aðstöðugjöttd í Neskaupstað eru 5.604.800 kr. Einstaklingar bera 552.600 kr. og félög 5.052.200 kr. Hæstu aðstöðugjöld greiða: Síldarvinnslan hf. 2.570.800 kr. Kaupfélagið Fram 814.400 kr. Máni hf. 223.500,00 kr. Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. kr. 203.000. Dráttarbrautin hf. kr. 202.400. Aðstöðugjöld eru 604.800 kr. hærri en áætlað var. Námskeið þetta sækja um eða yfir 80 kennarar yngstu bekkj- ardeildanna í barnaskólurn Reykjavikur og nágrennis. Leið- beinendur eru Guðmundur Am- laugsson rektor, Björn Bjarna- son dósent og frk. Agnete Bund- gárd yfirkennari frá Kaupm.- höfn. Kristinn Gíslason kennari hefur undirbúið námskeiðið <ig veitir þvi forstöðu. Það mun standa yfir nokkra daga og er til húsa í Hagaskólanum. Helgi Ðlíasson fræðslumála- stjóri setti námskeiðið í gær- morgun. Lagði hann áherzlu á að hér væri um þýðingarmikla tilráun að ræða til kynningar á hinum nýju kennsluaðferðum, og þetta námskeið yrði væntanlega aðeins byrjunin á miklu viðtæk- ara kynningarstarfi meðal bama- kennara. . Jónas B. Jónsson fræðslu- stjóri minnti á það sem áður hefur verið gert til kynnipgar á hinum nýju kennsluaðferðum í stærðfræði. Fyrir tveim árum hefði komið út fyrsta íslenzka kennslubókin í stærðfræði sem samin hefði verið með hliðsjón af hinum nýju kennsluaðferðum, bók Guðmundar Amlaugssonar rektors „Tölur og mengi“. Guð- mundur hgfði síðan unnið mik- ið kynningarstarf meðal kenn- ara, haldið námskeið fyrir gagn- fræðaskóiakennara árið 1965 og stjórnað tveimur námskeiðum fyrir framhaldsskólakennara síð- ar. Fræðslustjóri gat þess að á- hugi bamaskólakennara fyrlr námskeiði þvi sem sett var í gærmorgun hafi verið mjög mik- ill, svo mikill að visa varð tug- um umsafekjenda frá. í vetur mun sjónvarpið flytja fræðsluþætti um hina nýju kennsttuhætti í stærðfræði og reikningi. Góð aðsóknað heim- Frá afmælismóti FRÍ Afmælismót Frjálsíþróttasambands Islands fór fram í slagviðri nú um helgina, og hér á myndinni sjást þrjár stúlkur sem tóku þátt i keppninni norpandi á vellinum þar scm þær biðu’ eftir að vera kallaðar til keppni- Fleiri myndir og frásögn af mótinu eru á í- þróttasíðu Þjóöviljans í dag. — (Ljósm. Þjóðv. Hj. G.) Engin sumarslátr- un að þessu sinni Haustslátrun dilka hefst að vanda nú fyrir miðjan septem- ber, en sumarslátrun verður eng- in að þessu sinni vegna þess að nægar kjötbirgðir eru taldar vera til í landinu, þ.e. 3. flokks dilkakjöt og nautgripakjöt. Samkvæmt lögum á verðlags- nefnd að hafa ákveðið verð á landbúnaðarafurðum fyrir 1. september, og hefur nefndin nú komið einu sinni saman á fund, en nefndin telur sér ekiki fært að ákveða verðið fyrir tilskittinn tima vegna þess að upplýsingar Fram vann KR Islandsmótið í 1. deild var haldið áfram á Laugardalsvelli í gærkvöld og vann Fram þá KR með 3:2: Fram er þá komið í efsta sæti ásamt Val og ÍBA með tólf stig, en KR nálgast ískyggilega fallið í 2. deild, og stendur baráttan um sætið í 1. deild við Akur- nesinga. Þrír leikir eru nú eftir í mót- inu skera þeir úr um hver verð- ur íslandsmeistari, Valur, ÍBA eða Fram, og hvort það verður KR eða Í A sem feHur niður í 2. deild. frá Hagstofunni liggi ekki fyrir. Samkvæmt breytingum á lög- um sem gerðar voru á siðasta þingi gildir verðlágning land- búnaðarafurða nú í fyrsta skipti í tvö ár, nema tifl komi almenn- ar verðbreytingar í landinu, og mun hún þvi hafa mikil áhrif á efnahagskerfið á þessum tíma og er nánar vikið að þessu í forsíðufrétt Þjóðviljans í dag. Mikil aðsókn hefur verið að sýningru á heimilistækjum sem stendur yfir í Hallveigarstöðum við Túngötu; snemma í gær höfðu á þriðja þúsund manns skoðað sýninguna. Kvenfélagasambandið átti hug- myndina og fór þess á leit við Félag raftækjasala að haldin yrði sýning á heimilistækjum í húsaikynnum sambandsins og varð það úr að sýndar voru þvottavélar og saumavélar. Heimilistækjasýningin var opn- uð á föstudagskvöldið og vora þá viðstaddir allmargir gestir. Frú Sigríður Haraldsdóttir flutti ávarp og rakti nokkuð aðdrag- anda sýningarinnar. Gat hún þess að á síðasta ári hefðu verið flutt inn heimilistæki fyrir u.þ.b. 100 miljónir króna,. þar af þvottavéttar fyrir 31,6 miljónir. Skal það tekið fram að tollar eru ekki reiknaðir með í þessum tölum. Gísli Jóhann Sigurðsson formaður Félags raftækjasala, opnaði sýninguna. Á sýningunni erú 30 nýjar þvottavélar. og 8 saumavélar, en auk þess nokkuð af heimilis- tækjum frá því um afldamótin. Eru þau fengin að láni frá Minjasafni Reykjavikur. Vissu- lega er fróðlegt að sjá hlið við hlið þvottaþvæli síðan fyriralda- mót og sjálfvirkar þvottavélar af nýjustu gerð. Sýningin í Hallveigarstöðum verður opin í dag kl. 2—10. Ók á kyrrstæða bifreið og stakk af Aðfaranótt föstudagsins var ekið á bíl sem stóð á baklóð Hverfisgötu 125. Sá sem ók á bílinn laumaðist burt og eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar til hans að hann gefi sig fram, og eins hugsanlegir sjónarvottar. Kyrrstæða bifreiðin skemmdist töluvert, vinstri afturhurð og afturbretti dælduðust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.