Þjóðviljinn - 20.09.1967, Page 7
«
Miövikudagur 20. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 'J
Myndin er af sildarflutningaskipi SR, Haferninum.
<S-----------------------------
Nýstárlegir fíutningar
Framhald af 1. síðu.
er þó tvímælalaust tilraun sem
nýlega var gerð í síldarflutn-
ingaskipi SR, Hafeminum. Hinn
14. þ.m. er Haföminn kóm af
miðunum með fullfermi af
bræðslusíld hafði hann meðferð-
is sfld, bæði varða í ís og
pækli. Sildin ' sem varin var í
ís var flutt í tveim trékössum
1,5x1,5x1,5 m að stærð. í
skýrslu um síld þessa sem samin
var af starfsmönnum Niðursuðu-
verksmiðju ríkisins segir m.a.
svo: „Hin ísvarða sild í kössum
leit vel út og virtist ágæt til
verkunar nema það neðsta í
kössunum".
Með flutningi á ísvarinni síld
í kössum er fari'ð inn á rétta
braut en gæta verður þess að
kassamir sem notaðir eru séu
ekki of djúpir til að of mikill
þungi hvili ekki á neðstu síld-
inni.
Hér á Siglufirði spyrja
menn nú: Hvað hyggjast
stjómarvöldin fyrir? Á ekki
að gera neina tilraun til að
flytja eitthvert verulegt magn
af ísvarinni sild til söltunar
nú í haust? Eru 500 miljóna
gjaldeyrisverðmæti ekki þess
virði að eitthvað sé á sig lagt
þeirra vegna?
Leikféiag Reykjavikur
Framhald af 10. síðu.
undanfarin ár hefðu íslenzk leik-
rit skipað æ meiri sess í verk-
efnavali leikhússins, bæði hvað
snerti fjölda verkefna og sýn-
ingafjölda , og yrðu nú í
vetur sýnd þrjú ný íslenzk leik-
rit eftir þrjá af yngri leikrita-
höfundunum.
í nóvember verður frumsýnt
bamaleikrit, Snjókarlinn okkar,
eftir Odd Bjömsson, en við
samningu þess hafði Oddur sér
til aðstoðar böm úr Myndlistar-
skólanum og eru sumar hug-
myndir leiksins til orðnar við þá
samvinnu. Er þetta skemmtileg
tilraun, en í fyrra fékk Leikfé-
lagið einnig börn úr þessum
skóla, öll innan við fermingu,
til að gera leikmyndir við bama-
leikritið sem þá var sýnt. Tón-
list við leikinn semur Leifur
Þórarinsson, en leikstjóri er Ey-
vindur Erlendsson, sem er ný-
kominn heim frá leikstjórnar-
námi í Moskvu og er þetta fyrsta
verkefni hans hjá Leikfélagi R.-
víkur. Þeir Eyvindur og Stein-
þór Sigurðsson munu gera leik-
mynd í sameiningu.
Koppalognið hans Jónasar, þ.e.
tveir einþáttungar eftir Jónas
Árnason, Táp og f jör og Drottins
dýrðar koppalogn, hvort tveggja
gamanleikir, verður frumsýnt
um jólaleytið. Leikstjóri er Helgi
Skúlason og leikmynd gerir
Steinþór Sigurðsson.
Þriðja íslenzka leikritið hef-
ur enn ekki hlotið skim, en það
er eftir Jökul Jakobsson og verð-
ur sennilega frumsýnt í janúar.
Fengizt verður við a.m.k. tvÖ
verkefni í viðbót á leikárinu,
sagði Sveinn, en fékkst ekki til
að ljósta upp hver . þau eru.
Kannski Breeht a^ þessu sinni?
Skemmtun í næstu viku
Skemmtun til ágóða fyrir hús-
byggingasjóð Leikfélagsins verð-
ur haldin í næstu viku í Austur-
bæjarbíði og 'hafa starfað að
undirbúningi hennar Guðrún Ás-
mundsdóttir. Áróra Halldórs-
dóttir og Eyvindur Erlendsson,
sem hefur umsjón með skemmt-
uninni, en flestir kraftar félags-
ins leggja hönd á plóginn. Efni
skemmtunarinnar er tekið úr
verkefnavali fyrstu ára Leikfé-
lagsins og búin til úr því heild.
Leikskóli félagsins byrjar 1.
október og starfár með svipuðu
sniði og undanfarið, engir nýir
nemendur verða þó teknir í skól-
ann í haust. Sú nýbreytni verð-
ur tekin upp, að framhaldsflokk-
ur þeirra sem útskrifuðust úr
skðlanum sl. vor, mun fá að-
stöðu til að starfa áfram saman
og koma upp sjálfstæðum sýn-
ingum í Tjarnarbæ. Fram-
kvæmdastjóri Tjarnarbæjar er
nú Kjartan Ragnarsson, en Pét-
ur Einarsson hefur auk Jóns
Sigurbjömssonar bætzt í hóp
fastráðinna leikara hjá félag-
inu.
LoftieiBafundurinn
JÓN BJARNASON blaðamaður
Skjóíbraut 7, Kópavogi
andaðfet W. sept. 1967.
Jóhanna Bjarnadóttlr.
Framhald af 1. síðu.
Kristján Guðlaugsson lagði á-
herzlu á að tilboðið væri mun
óhagstæðara en það sem lagt
hefði verið fram af hálfu Is-
lendinga á fundi utanríkisráð-
herra Norðurlanda í apríl í vor.
Margvíslegt óhagræði hlytist af
færri ferðum, 3—4 daga bið milli
ferða að vetrarlagi væri t.d. til
mikils óhagræðis.
14 klst. fundur
Fundurinn í Marienborgarhöll
stóð með matarhléum í 14 klst.
Hann hófst' kl. 3 síðdegis að
dönskum tíma og voru þámætt-
ir til fundarins 5 ráðherrar og
á annan tug ráðunauta þeim til
halds og trausts. I hliðarsölum
voru til frekari ráðgjafar þrír
stjórnarmenn Loftlei’ða, umboðs-
maður félagsins í Kaupmanna-
höfn og tveir SAS-menn, Norð-
maður og Svíi. Voru þessirflug-
félagamenn kallaðir til fundar
öðru hverju auk þess sem sitt-
hvað var lagt fyrir bá til athug-
unar, hvora í sínu lagi.
í matarhléi ræddust þeir við
Loftleiðamenn og SAS-menn og
fór vel á með þeim, enda talað
um flest annað en flugmál yfir
matardiskunum.
' V*
Bjartsýni í byrjun
Þegar mætt var til fundarins í
Marienborgarhöll, hinu vistlega
sveitasetri (ef nota má það orð
um bústað sem að sögn er notað-
ur á svipaðan hátt og ráðherra-
bústaðurinn í Tjarnargötu)
danska forsætisráðherrans utan
við Kaupmannahöfn voru ís-
lenzku fundarmennirnir að heyra
frekar bjartsýnir á að takast
myndi nú loks eftir margramiss-
era og ára þref og þóf og þæf-
ing milli ýmissa stjómardeilda
að ná einhverju því sámkomu-
lagi við- SAS-Iöndin sem teljast
mætti viðunandi fyrir Loftleiðir
og íslendinga.
Ekki dró það úr bjartsýninni
að umhverfi Marientoorgarhallar
er einstaklega unaðslegt í fögru
veðri eins og var í gær. Bjart-
sýni Loftleiðamanna fölnaði þó
þegar á fundinn leið og séðvarð
að engin grundvallarbi'eyting
hafði orðið á afstöðu SAS-land-
anna í málinu.
Samstaða SAS-
landanna
Hans Sölvhoj varautanrfkis-
ráðherra Danmerkur stjómaði
fundinum og hafði að sögn ís-
lenzku fundarmannanna oftast
orð fyrir viðsemjendum Islend-
inga, en það skal tekið fram,
að þeir komu allir fram sem
einn maður, skoðanamunur virt-
ist ekfci vera á milli Dana og
Norðmanna annarsvegar og Svia
hins vegar.
I fundarhléum gafst viðstöddum
blaðamönnum sem þama voru
nofckrir frá Islandi, Danmörku
og Svíþjóð tækifæri til aðspjalla
við hina erlendu ráðamenn.
OIov Palme hinn ungi, sænski
samgöngumálaráðherra var hinn
viðræðubezti og virtist kunna
vel við sig í hópi blaðamanna,
enda fékkst hann sjálfur við
blaðamennsku á yngri árum.
Hans Söttvhoj var einnighinn
kumpánlegasti í okkar hópi en
minnst kynni höfðum við af
Kyllingmark norska ráðherran-
um, sem yfirgaf Marienborgar-
höll þegar enn var langt til
fundarloka. Var' hann tímabund-
inn, þurfti að ná heim á á-
kveðnum tíma.
Helgafellsbækur
Framhald af 10. siðu.
ríka, skrásettar ‘ af meistara
Þórbergi og úrval Ijóða Jóns
úr Vör með formála eftir Ein-
ar Braga.
Þá koma út fyrstu skáldsögur
þeirra Odds Björnssonar, Njarð-
ar P. Njarðvíkur og Þorsteins
Antonssonar, ný skáldverk eftir
Svövu Jakóbsdóttur, Ingimar Er-
lend og Guðberg Bergsson, Ijóða-
bækur eftir Halldóru B. Björns-
son og Jónas Svavár, bók eftir
Sigurð A. Magnússon, endurút-
gáfur á Tómasi Guðmundssyni
og Hannesi Péturssyni. ,
Sjónvarpið
Framhald af 5. síðu.
fá frá húsbændum . sinum í
Kreml skortir þá aldrei fé.
Með því erlenda fé, sem þeir
hafa undir höndum til áróðurs-
starfsemi sinnar hefur þeim
stundum tekizt að fá góða
menn til að ljá nöfn sín í á-
róðurstilgangi, þótt það sé auð-
vitað til lítilllar sæmdar, t.d.
þeim listamönnum, sem selja
þjónustu sína.“ Það þarf varla
að taka fram höfundamafn
þessara klausu en sá er rit-
stjóri Morgunblaðsins — með-
limur i listamannasamtökunum.
Felld
Þann 28. marz 1962 var felld
á alþingi tillaga um afturköll-
un stækkunarleyfisins með 28
atkvæðum gegn 25, en tillaga
Alþýðubandallagsmanna um
lokun Kefiavíkursjónvarpsins
hafði áður verið fefld af stjóm-
arflokkunum og Framsókn.
VIÐGERÐIR
á skinn- og
rúskinnsfatnaði.
Góð þjónusta
Leðurverkstæði
Úlfars Atlasonar,
Bröttugötu 3 B.
Simi 24-678.
ALÞYÐU
BANDALAGID
í REYKJAVÍK
‘ Alþýðubandalagið i Rvík
hefur nú opnað skrifstofu
sína reglulega á nýjan leik.
Verðiu: skrifstofan opin frá
kl. 2—7 síðdegis, frá mánu-
degi til föstudags. Skrifstof-
an er að Miklubraut 34,
síminn er 180 81. Guðrún
Guðvarðardóttir hefur vcr-
ið ráðin starfsmaður AI-
þýðubandalagsins I Reykja-
vílt. Eru félagsmenn og aðr-
ir Alþýðnbandalagsmenn
hvattir til að hafa samband
við skrifstofuna.
BRlDG ESTON E
H J ÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannar gæðin.
BRIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri. ,
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggiandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
-^íIafþöq. óudhmmoK
INNHWMTA
iðomÆO/aTðtii?
Mávahlíð 48. Simi 23970.
Sængurfatnaður
- Hvítur og mislitur —
ÆÐARDONSSÆNGUR'
GÆSADONSSÆNGUR
DRALONSÆNGUR
SÆNGURVER k
LÖK
KODDAVER
Skólavörðustig 21.
Smurt brauð
Srrittur
brauö boer
— við Oðinslorg
Sími 20-4-90.
ÞÚ LÆRIR
MÁLIÐ
í
MIMI
Laugavegi 38.
Sírni 10765.
Enskar
buxna-
dragtir
Mjög vandaðar
og fallegar.
*
Póstsemdum
um allt land.
HÖGNI JÓNSSON
Lögfræði- og fasteignastofa
Bergstaðastræti 4.
Sími 13036.
Heima 17739.
ÖNHUMST AiLA
HJÚLBARÐAÞJÓNIISTII,
FLJOTT Ofi VEL,
MEO NÝTÍZKO T/EKJUM
99* NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kL 7.30-24.00
HJOLBAROflVIDGERÐ KOPUVOGS
Kársnesbraut 1
Sími 40093
úr og skartgripir
iKQRNELlUS
JÓNSSQN
sútólavördustig 8
j S ÚR 'Váx+uo'ert óezt
KHfiSW