Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 2
2 SIÐA — &JÓÐVILJTNN — Miðvikudagur 27. soptember ism. Landskeppni í sundi við íra á næsta sumri og árið 1969 ■ Sundsamband íslands hefur nú samið við írska sundsambandið um landskeppni íslend- inga og íra í sundi á naesta ári"og 1969. Fyrri keppnin fer fram í Belfast 6. og 7. júlí 1968 en sú síðari hér heima í nýju ............i................. Laugardalslauginni á árinu 1969. Keppt verður í 7 greinum kvenna og- 8 greinum karla og verða þátttakendur 2 frá hvorri þjóð í hverri grein. Verður þetta 4. landskeppni íslendinga í sundi. í ár eru þessar tvær þjóð- ir mjög svipaðar að . styrk- leika, en í sundíþróttinni eru framfarimar svo hraðar að styrkleikahlutföll geta breytzt mikið á einu ári, og vonandi að sú breyting verði okkur hagstæð. Ægir sigraii í stigakeppm Unglingameistaramóts í sundi Unglingameistaramót íslands 1967 var háð í Sundhöll ísa- fjarðar laugardaginn 9. sept, og sunnudaginn 10. sept. sl. f stigakeppni mótsins sigraði Ægir. Úrslit urðu annars þessi: Ægir 129 stig Ármann 80 stig HSK 72 stig Vestri 46,5 stig KR 35,5 stig ÍA 17 stig Vetrsræfiniar Vetraræfingar sundfélaganna í Reykjavík í Sundhöll Reykja- víkur hefjast 2. október n.k. Verður niðurröðun æfing- anna sem hér segir: Sundæfingar: Mánudaga ÍR og Ægir. Þriðjudaga KR og Ármann. Miðvikudaga yÍR og Ægir. Fimmtudaga KR og Ármann. Föstudaga: Öll félögin Oceppn- isflokkar). Sundknattleiksæfingar: Mánuda#a og miðvikudaga: tR og Ármann. Þriðjudaga og fimmtudaga: KR og Ægir. S.R.R. , Umf. Snæfell 16 stig UMSS 14 stig SH ' 9 stig Hlaut Ægir að launum fagr- an bikar, sem Albert Guð- mundsson, stórkaupmaður, gaf. en þetta er í annað sinn, sem keppt er um þennan bikar og í annað sinn, sem Ægir vinn- ur hann. Bikarinn vinnst til eignar ef hann er unninn 3 sinnum í röð. Flesta meistaratitla hlaut Sigrún Siggeirsdóttir Á. eða 5 auk boðsunds. Úrslit i einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 m skriðsund drengja Eiríkur Baldursson Æ 1.02,2 Sigm. Stefánsson HSK 1.03.7 án stiga. Gísli Þdrsteinsson Á 1.04,6 Ólafur Einarsson Æ 1.07,5 100 m bringusund stúlkna Kolbrún Leifsdóttir V 1.25,3 Guðrún Pálsdóttir UMSS 1.28,9 Helga Gunnarsdóttir Æ 1.29,2 Ingibjörg Haraldsd. Æ 1.29,4 50 m. baksund sveina Sigmundur Stefánss. HSK 36,6 Alþýðublaðið víkur í gær að þeim atburði „þegar Hannibal Valdimarsson og stuðningsmenn hans fóru úr Alþýðuflokknum“ og bætir því við að það ætli ekki að reynast jafn „auðvelt fyrir kommúnista að losna við Hannibal“. Hins vegar kveðst hið góðgjarna blað vilja stuðla að því að leysa þann vanda og segir enn: „Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur hef- ur ritað Málfundafélagi jafn- aðarmanna bréf og boðið hinum gömlu jafnaðarmönn- um aftur í sitt gamla félag. Það boð stendur enn. Það er engin lausn á vandamálum róttækra manna hér á landi að fjölga stjómmálaflokkum. Allir lýðræðií jafnaðarmenn rúmast í Alþýðuflokknum og eiga þar heima“. Á þessu Ijúfa heimboði er þó einn Ijóður. Það er öld- ungis ekki rétt að orði kom- izt þegar minnt er á að Hanrrrbal Valdimarsson og fé- lagar hans „fóru úr Alþýðu- flokknum". Þeir „fóru“ alls ekki; þeir voru reknir. Það hefur semsé verið sérgrein Alþýðuflokksins um langt skeið að „losa sig við“ menn, og því ekki að undra þótt Alþýðublaðinu þyki lítið til um afrek annarra á því sviði. Fyrir rúmum þremur áratug- um rak Alþýðuflokkurinn verulegan hluta af forustu- mönnum sínum og fylgi til Sósíalistaflokksins; fyrir rúm- um áratug endurtók sama sagan sig og Alþýðubandalag- ið var stofnað. Ákvarðanirnar um brott- rekstrana standa enn óhagg- aðar, að minnsta kosti hafa engar fregnir borizt af því að þeim hafi verið hrundið. Því þurfa miðstjórn Alþýðuflokks- ins og aðrar ábyrgar stofnan- ir nú , að koma saman til funda, lýsa brottrekstrana dauða og ómerka og láta fylgja hæfilegar afsakanir. Þá fyxst væri tímabært fyrir Al- þýðublaðið að lýsa yfir því að hin rúmgóðu föðurhús rót- tækra manna standi opin upp á gátt. — Austri. Björgvin Björgvinsson Æ. 40,9 Þórður Ingason KR ‘ 41,5 Guðm. Heiðarsson V. 42,1 50 m. flugsund telpna Sigrún Siggeirsdóttir Á. 37,6 Þórhildur Oddsdóttir V. 38,6 Guðm. Guðmundsd. HSK 39,0 Vilborg Júlíusdóttir Æ. 40,2 100 m. bringusund drengja Ólafur Einarsson Æ 1.16,6 Eiríkur Baldursson Æ. 1.20,7 Guðjón Guðmundsson IA 1.21,0 Eggert Sv. Vónss. Snæfell 1.21,2 100 m. baksund stúlkna Sigrún Siggeirsd. Á. 1.16,3 Hrafnhiildur Kristjánsd. Á 1.19,8 Ingunn Guðmundsd. HSK 1.22,7 Kolbrún Leifsdóttir V. 1.25.0 50 m. flugsund sveina Sigmundur Stefánss. HSK 35,9 Ólafur Þ. Gunnlaugss. KR ' 40,4 Guðmundur Heiðarsson V. 41,3 Guðmundur Ólafsson SH 41,6 50 m. skriðsund telpna Sigrún Siggeirsdóttir Á. 32,4 Guðm. Guðmundsd. HSK 32,5 Þórh’ildur Oddsdóttir V. 33,9 Ingibjörg Haraldsdóttir Æ. 34,3 4x50 m. fjórsund drengja Sveit Ægis A. . 2.19,7 Sveit Ármanns 2.26,5 Sveit KR A. 2.32,4 Sveit KR B. 2.42,2 4x50 m. bringusund telpna Sveit Ægis A. ' 2.54,4 Sveit Ægis B. 3.09,2 Sveit Snæfells 3.14,5 50 m. skriðsund svcina Sigmundur Stefánss. HSK 29,5 Björgvin Björgvinsson Æ. 32,9 Kristbjöóg Magnússon KR 33,5 Eggert Sv. Jónss. Snæfell 33.8 50 m. bringusund telpna Sigrún Siggeirsdóttir Á. 40,3 Ingibjörg Haraldsdóttir Æ. 40,8 Helga Gunnarsdóttir Æ. 41,3 Sigurlaug Sumarliðad. HSK41.6 50 m. flugsund stúlkna Hrafnhildur Kristjánsd. Á. 33,6 Kolbrún Leifsdóttir V. 34,6 Ingunn Guðmundsd. HSK 36,9 Guðm. Guðmundsd. HSK 41,0 50 m. bringusund sveína Sigmundur Stefánss. HSK 37,2 Eggert Sv. Jónss. Snæfell 37,2 Karl Alfreðsson IA 38,5 Guðmundur Heiðarsson V. 42,0 Kristbjörn Magnússon KR 42,0 50 m. baksund telpna Sigrún Siggeirsdóttir Á. 37,2 Guðm. Guðmundsd. HSK 40,0 Inðibjörg Haraldsd. Æ. 40,7 Vilborg Júlíusdóttir Æ^ 41,1 50 m. flugsund drengja Eirikur Baldursson Æ. 32,5 Ódaf-ur Einarsson Æ. 33,3 Guðjón Guðmundsson IA 34,4 Gunnar Guðmundsson Á. 36,8 4x50 m. fjórsund stúlkna Sveit Ármanns 2.29,7 Sveit Vestra 2.32,0 Sveit Ægis A. 2.43,8 Sveit UMSS ' 2.50,7 4x50 m skriðsund sveina Sveit KR 2.20,7 Sveit Ægis 2.24,2. Seinni dagur: 100 m. skriðsund stúlkna Ingunn Guðmundsd. HSK 1.05,5 Hrafnh. Kristjánsd. Á. 1.06,0 Kolbrún Leifsdóttir V. 1.09,2 Guðm. Guðmundsd. HSK 1.09,8 100 m. baksund drengja Ólafur Einarsson Æ. 1.16,1 Sigmundur Stefánss. HSK 1.18,4 án stiga Eiríkur Baldursson Æ. 1.18,7 Halldór Ástvaldsson Á. 1.22,0 Grikklsml rætt í Evrópuráðinu STRASBOURG 25/9 — Þolin- mæði Evrópuráðsins hljóta að vera takmörk sett, sagði norski stórþingsmaðurinn Finn Moe á ráðgjafaþingi ráðsins í Stras- bourg í dag, þegar rætt var um ástandið í Grikklandi. Moe sagði að svipta yrði Grikkland aðild að ráðinu, ef þar yrði ekki aft- ur komið á lýðræðisstjóm. Aðr- ir ræðumenn tóku í sama streng og sögðu að gríska fasistastjórn- in hefði brotið gegn mannrétt- indasamþykkt ráðsins sem Grikkland væri aðili að. Auglýsing frá Berklavörn í Reykjavík. Hin árlega kaffisala til styrktar fyrir Hlífarsjóð verður eins og undanfarin ár sunnudaginn 1. októ- ber, að þessu sinni í Sigtúni kl. 3. Þær konur, sem ætla að gefa kökur eru vinsamleg- ast beðnar að hafa samband við skrifstofu SÍBS í síma 22150 eða hringja í síma 20343 og 32044, einnig má koma þeim í Sigtún á sunnudagsmorg- un. Stjómin. Jón Asgeirsson sér um þrekmælingar ■ Jón Ásgeirsson íþróttakennari og sjúkraþjálf- ari hefur tekið að sér að annast þrekmælingar á íþróttafólki og öðrum með þeim tækjum sem í- þróttabandalagið hefur eignaz't. Benedikt Jakobs- son var frumkvöðull að þessari nauðsynlegu starfsemi fyrir íþróttamenn, en eftir að hann féjl frá sl. vor hefur verið óvíst um hvert áframhald yrði með þessar þrekmælingar, þar til nú að vel hefur rætzt úr með því tekið þetta að sér. Árið 1956 kt>m fyrst til um- ræðu að hefja þrekmælingar í- þróttamanna hér, og árið eftir fór Benedikt Jakobsson til Norðurlanda á vegum IBR, stjórnar íþróttavallanna og menntamálaráðs til að kynna sér þetta mál. Haustið 1953 voru svo fyrstu masilingar gerð- ar hér á landi og var þá gert 21 próf. Árið eftir voru mæld- ir 210 einstaklingar og 320 árið 1960. Auk íþróttamanna hafa margir starfshópar og einstak- lingar látið mæla líkamlegt ástand sitt. Þrekmælingum þessum hefur ekki verið nægur gaumur gef- inn, og hafa þær þó fyrirlöngu sannað ágæti sitt, t.d. má nefna að árið 1959 er knattspymu-, menn okkar hafa sýnt beztan árangur þá stóðust þeir bezt þrekmælingamar, og Jiið sanria er að segja um handknattleiks- menn okkar. Væri áreiðanlega fróðlegt að fá landsliðsmenn okkar f knattspymu í þrekæf- ingar nú og sjá hvort útkom- an yrði eins góð’ og 1959, og beinir Þjóðviljinn þessum til- mælum til landslliðsnefndar. Að sjálfsögðu er einstök mæling á þjálfunarástandi ein- staklings ekki einhlít sönnun hvorki fyrir getu né getuleysi hans, ýmislegt annað hefur á- hrif á haefni einstaklingsins í íþróttum, s.s. meðfæddir eigin- leikar og áskapaðir (æfðir), skilningur á fþróttinni, áhugi o.fl. Einstök mæling gefur hinsvegar allgóða hugmynd um þjálfunarstig (kondisjon) og „eyðslu“ einstaklingsins. Niðurstaða mælinganna gefur haddgóðar upplýsingar um starf- semi hjartans, blóðrásarinnar og öndunarfæranna, bæði í hvfld og við ákveðna vinnu (á- iag), þ.e. „gang“ líkamans og hversu aflgjafi (súrefni) hans og „mótor“ (áðumefnd líffæri) nýtast. Vel þjálfaður maður reynir minna á sig við ákveðið erfiði, en illa þjálfað- ur, hjarta hins fyrmefnda þarf ekki að slá eins ört til þess að fullnægja þlóð- og súrefnisþörf- inni, það dælir meira blóð- magni í hverju slagi, viðkom- andi „eyðir litlu“. Mættingamar -eru fram- kvæmdar með þar til gerðu hjóli, MONARK „ergometer“, (ergo==starf, vinna, álag). Við- komandi er látinn hjóla f á- kveðinn tfma og er hjólið stillt þannig að álagið er ákveðið. Þegar hjólað er eftir taktmæli, þannig að vitað er hvað við- komandi fer marga hringi á <s> mínútu, t.d. 50 hringi, þá er ’ álagið 300 metrar á mínútu, þvf hver hringur flytur ákveð- inn punkt á felgu hjólsins um 0 metra. Fyrstu 3—4 mínút- urnar verður hjartslátturinn hraðari, en verður svo jafn eft- ir 5—6 mín. Þá er athugað, hve langan tíma hjartað þarf til þess að slá 30 sinnum. Við fyrsta próf liða t.d. 12,2 sek., að Jón Ásgeirsson hefur en þegar viðkomandi er próf- aður á ný eftir ákveðinn tírria, þá líða e.t.v. 13,0 sek. Hjartað sdær sem sé ekki eins ört, þó jafnmikið sé á það lagt og súrefnisþörfin því jafnmikil. Þjálfunarstigið er betra. Þetta gefur að sjálfsögðu vísbendingu um þjálifunarstig að nokkru leyti, en eðlilegast er að kanna starfsemi hjartans miðað við líkamsþyngd, því augljóst ér að maður, sem veg- ur 80 kg þarf sterkari- „mótor“ en annar, sem aðeins vegur 50 kg. Þetta er hægt að finna með einföldum útreikningum og er þá tekið tillit íil aldurs. Þannig finnst ákveðin tala, sem kölluð er þjálfunartala (kondi- .- sjonstal). I fyrra dæminu, sém tidfært er hér að ofan, var tím- inn 12,2 sek. fyrir 30 hjarta- rrslög. Sé viðkomandi,-71-.-kfi;;§ð þyngd og 25 ára, þá fær hann töluna 45, en í síðara dæminu hækkar hún í 51, sem þýðir 51 milligram af súrefni á hvert kg líkamsþyngdar á mínútu. Þjálfunartalan er hærri, líkam- legt atgjörvi betra. Enda þótt tölur þessar séu nákvæmar, þá er óraunhæftað miða einn einstakling við ann- an, nema vitað sé að báðir séu eins á sig komnir líkamlega, og er þá nauðsynlegt að vita hver er hámarkspúls beggja. Sé hinsvegar sami einstaklingur prófaður með nokkru millibili, þá er unnt að fylgjast með því, hvort honum fer fram, hvort þjálfunarstig hans er betra eða verra. Er augiljóst að það er afar mikilsvert fyrir alla í- þróttamenn að geta fylgzt með á þennan hátt, og ekki er það síður nauðsynlegt fyrir þjálfar- ana að vita, hvort æfingar þær, og þjálfunaraðferðir yfirleitt, sem þeir nota, eru við hæfi. Jón Asgeirsson sýndi frétta- mönnum í gær notkun þessara tækja til þrekmælinga, og að því loknu sagðist hann að lok- um vilja taka sér í munn orð Benedikts Jakobssonar: „Þjálf- un eftir vísindalegum léiðum er það sem koma skal“, enþvi miður er h'tið farið að bóla á því enn hér á landi, bætti Jón við. Engir fastir tímar verða fyr- ir notkun þrekmælingatækj- anna, cn þeir einstaklingar eða hópar sem vilja hafa af þeim not skulu snúa sér til Jóns Ás- geirssonar í Bað- og nuddstofu hans f kjallaranum í Hótel Sögu. Sleppt úr haldi ALGEIRSBORG 25/9 — Tveim- ur brezkum og tveimur belgísk- um þegnum sem voru með í flugvélinni sem flutti Tshombe. nauðugan til Alsírs í sumar hef- ur nú verið sleppt úr haldi og eru þeir komnir heim til sin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.