Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. september 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 JÓN BJARNASON Minníngarorð Þeir hníga nú hver á fætur öðrum menn þeirrar kynslódar, er um aldamótin faaddust, og með baráttu sinni í orði og verki hófu álþyðu manna upp til reisnar og dáða og breyttu Islandi úr fátækri nýlendu í velmegandi lýðveldi, þar sem öllum gæti liðið vel, ef stjómað væri af viti og réttlæti. Jón Bjarnason hóf ungur að árum baráttu sína fyrir sósíal- ismanum og hélt henni áfram alla ævi. Vegir okkar lágu fyrst saman í leshringum, er ég stjórnaði í Hafnarfirði í upphafi heimskrepDunnar, og haldnir voru á heimili hans, en þar var lengst af miðdepilll þess fámenna en skelegga hóps í Hafnarfirði, sem Kommúnista- flokkur Islands átti þá á að skipa. Síðan hófst samstarfið við Þjóðviljann, — altur sá blaðamennskuferill Jóns, sem gert hefur hann landskunnan mann. I Jóni fór saman blaðamað- ur og rithöfundur. Þessvegna voru viðtöl hans og frásagnir af ævi fólks hið snjallasta í starfi hans. Hann reit einnig smásögur og trúað gæti ég að ýmsar þeirra væru óbirtar, en saga hans „Múrinn“, er birtist á „Rétti“ 1939 sýnir hverjir hans hæfileikar voru á því sviði. Hann hafði eigi aðeins penna hins góða blaðarpanns, heldur og hita bardagamanns- ins. I því sem hann skrifaði brann hjartans glóð, þegar hann tjáði sinn innri mann. Sósíailistaflokkurinn þakkar hcmum ævilanga tryggð oggóða baráttu fyrir málstað verkalýðs og sósíalisma. Við sem börð- umst við hlið hans munum æ- tíð minnast hans sem hins trausta félaga og vígreifa bar- áttumanns. Hans ágætu konu, frú Jóhönnu Bjamadóttur, og nánustu aðstandendum öðrum vottum við samúð við þetta skyndilega og hörmulega frá- fall hans. 1 sögu Þjóðviljans og Sósíalistaflokksins mun minning hans lifa; minningin um blaðamanninn og baráttu- manninn Jón Bjamason. Einar Olgcirsson. Meðan ég kallaðist blaða- maður við Þjóðviljann fyrir eitt- hvað þrjátíu árum, kom það stundum fyrir, að blaðinu bár- ust smásögur og aðrar smá- skissur undir dulnefni. Skám þær sig úr venjulegu lesmáli blaðanna eins og það var í þann tíð, meðah blöðin voru enn lítil, látlaus og lagleg frá- sögn, þótt efni væri oftast hversdagslegt. Ekki vissi ég þá, hver það var, sem duldist und- ir nafni J. B. Hreggviðs. Þess var þó skammt að bíða, að inn í skrifstofukompuna kom snöf- urlegur, ungur maður, hár og grannur, dökkbrýndur með svarta skör. Einar Olgeirsson var inni hjá mér og kvað hér kominn J. B. Hreggviðs. Þetta var fyrsta mót okkar Jóns Bjarnasonar. Fám órum seinna unnum við Saman nokkra mán- uði við ritstjórn Nýs dagblaðs, sem gefið var út um hríð eft- ir að brezka herstjórnin bann- aði útkomu Þjóðviljans vorið 1941. Sú samvinna varð þó skömm, en síðan höfum við jafnan vitað hvor til annarsog átt margt saman að sælda í 'byggð og á fjöllum, þar sem við óðum saman straum og streng eins og þar segir. Þeirri samfylgd er nú lokið. Jón Bjamason andaðist í Eanda- kotsspítala þriöjudagsmorgun- inn 19. sept. • Jón var fæddur á Laugum í Hvammssveit 5. marz 1909, og voru foreldrar hans Kristín Pá- lína Kristjánsdóttir frá Eið- húsum í Miklaholtshreppi (d. 1929) og Bjami Jónsson, frá Ásgarði, síðar bóndi á Laugum (d. 1924). Eftir lót föður síns stóð Jón fyrir búi móðursinn- ar meðan hún lifði, en var jafnframt einn vetur í .Flens- borgarskólla, 1926—1927. Þegar móðir hans lézt, fluttist Jón til Hafnarfjarðar, þar semhann ótti heima fram yfir 1940. Kennaraprófi lauk liann við Kennaraskólann vorið 1931, og næstu árin var hann við kennslu riokkra vetur, en vann annars hvað sem fyrir kom. Kenndi hann við Iþróttaskól- ann í Ilaukadal, í Þingvalla- sveit, austur á Jökuldal og í Suðursveit. Hefur mér verið sagt að Jón hafi verið laginn kennari og vinsæll af nemend- um sínum. Jón réðst að Nýju dagblaöi 1941, en fór síðan að Þjóðviljanum, þegar útgófa blaðsins var leyfð aftur 1942. Þar vann hann lengst af síðan eða til ársins 1966, síðast við ritstjórn Sunnudags (fylgirits Þjóðviljans) og stýrði hann því blaði mcöan það kom út. Jón var fréttaritstjóri Þjóðviljans í 18 ár, frá 1946—1964, og sat lengi i stjóm Blaðamannafélags íslands. Formaður þess var hann árin 1951 og 1957, en rit- ari 1946—1950, 1953 og 1955— ■ 1956. Kona hans var Jóhanna Bjamadóttir, Jenssonar frá Ás- garði í Hvammssveit, mæt á- gætiskona. Þeim varð ekki bama auðið, en Jóhanna átti börn af fyrra hjónábandi. Reyndist Jón stjúpbörnum sín- um mikill og traustur vinurog ekki síður börnum þeirra, þeg- ar þau bættust í hópinn. • „Mjög erum tregt tungu að hræra“, kvað Egill Skallagríms- son endur fyrir löngu, þegar válegir atburðir bárust honum að höndum. Mér fer á svipaða leið við líkbörur Jóns vinar míns Bjamasonar. Kynni okk- ar vom orðin löng og náin bg öll á þann veg, sem beztmátti verða. Hefur mér þó aldrei skillizt til hlítar, hvað olli, svo örðugt er að rýna í eigin hug hvað þá annarra. En hitt veit ég, að ef Jón vissi nú til sín, mundi hann kunna mér jafn litla þökk fyrir harmatölur sem oflof ogskal hvorugs freist- að. Jón var einfari alla ævi og um margt írábrugðinn fjöldan- um, maður, sem fór sínar eig- in götur, stundum allfjarri alfaravegi. Hann var greindur í bczta lagi og fróður vel um íslenzk efni og alþjóðastjóm- mál, en dulur og hlédrægur og hélt sér lítt til frama. Hann átti það til að vera hrjúfur og óþýður á manninn, cf hann mætti steigurlæti, eða honum þóttu viðmælendur sínir gerast um of litlir fyrir sér. Tilsvörin gátu þá orðið nöpur. En bak við skelina sló óvenju hlýtt hjarta, sení með barnslcgri gleði fagnaði einmana bk>mi í auðninni eða litlum fufflsunga, cr vappaöi ófleygur við fætur haris. Einu sinni uppi á fjöllum kom skemmd kjötdós upp úr farangri oklcar. Hrafnsungar höfðu verið á stjói í grennd- inni í œtisleit, og J<>n vildi ekki, að þeir næðu í kjötið, ef það kynni að vera mengað. Ég lagði til að grafa það, cn Jón taldi það ekki einhiítt, tófan gæti náð því upp næsta vetur. Slík var umhyggja hans fyrir öllu, sem fagnar lífi. Ég hef átt marga góða stund á hcimili Jóns Bjarnasonar og konu hans, en þó oru minning- arnar frá fcrðum okkar ogdvöl á öræfum, sem fyrst koma í hugann. Mild og kyrrlát kvöld í auðnarþögn, langt frá skarkala og háreisti mannlifsins, með sól- móðu yfir söndum og hraunum og bjarma aftanskins um jökla. Þá gátum við orðið sem börn á ný, setið á steini og horft undrandi á tilveruna. „Öræfa- þögnin mcð hinn trcgamjúka undirleik ánna er þreyttum manni eins og að leggjast í yljaöa laug“, sagði ‘ Jón cin- hverju sinni. En skjótt getur sól brugðið sumri þar efra. Regnþung ský hranna loftiðog fyrr en varir stcypast þau und- ur af vatni niður á jörðina, að litlu tjaldi er n<>g boðið. Þá er vænlegast að bíða uppstytt- unnar og taka öllu með æðru- lausri ró. Þegár líður að hausti, getur hríðin skollið á fyrir- varallaust, þá er aðfarasælast að hafa á sama hátt, byrgja svefn- pokann í trausti þess að upp stytti um síðir. Það var fögn- uður Jóns yfir fyrirbærum nótt- úrunnar og óbugandi ró hans, ef í harðbakkan sló, scm gerði hann að ánægjulegum og t.raust- um ferðafélaga. Þótt rót vináttu okfcar Jóns Bjamasonar sé mér ekfci svo ljós sem skyldi, hygg ég að Jón hafi hitt naglann á höfuðið í greinarkorni, scm hann rit- aði um eina af ferðum okkar: „Einhver kunningi okfcar spurði vfst einu sinni, hvernig við gætum þolað hvor annan langtímum saman á fjöllum uppi. Því veldur í stuttu máli sagt afskiptaleysið. Hvor um sig má gera það sem honum sýnist. Hvor um sig má hugsa eða þegja allan guðslangan dag- inn ef hann aðeins vill. Hinn þegir líka og hugsar sitt. Sam- ræður hefjast aftur formála- laust og jafn eðliflega og þeim hefði aldrei verið slitið. Annnr má að morgni fara í vestur, en hinn í austur. Það er hitzt í kofa eða tjaldi að kvöldi. Báð- ir hafa jafnan rétt. Hvor um sig tekur fullt tillit til hins sem sjálfs sín og gerir honum það, sem hann vildi láta sér gera“. Þrátt fyrir margi-a ára kynni, minnist ég þcss varla, að bein einkamál bæru nokkru sinni á góma okkar á milli. Hitt er svo annað, að á langri samfylgd urðum við mar-ri vís- ari um hagi hvors annars og áhugamáll. Yfir öllum öræfa- ferðum okkar er blik Ijúfra endurminninga horfinna ára og genginria daga, minningar, sem fylgja mér á leiðarenda. Því er mér og verður ævinlegaljúft að minnast Jóns Bjarnasonar scm eins þeirra drengja, er mætastir hafa orðið á vegi mín- um. Bar margt til: traust skap- gcrð, góðvild og ósvikinn mann- dómur. Þungur hannur er kveðinn að Jóhönnu vinkonu minni og öðrum aöstandcndum og sfcal þessum fátæklegu minningar- orðum lokið með samúðar- kveðju til þeirra ollra. Haraldur Sigurðsson. Öflun og stjórn innlendra frétta varð aðalstarf Jóns Bjarnasonar við Nýtt dagblað og Þjóðviljann auk allra al- mennra blaðamannsstarfa og ritstjómar; í fámennri dag- blaösritstjórn verða menn að grípa í íilest ef þarf. Fréttastjóri Þjóðviljans var liann hátt f tvo áratugi. Það er örðugt starf og annasamt ekki sízt við blað sem alltaf er fjár vant. Al- mcnn fréttaöflun innanlands er enn svo óskynsamleg aðeng- in sameiginlcg innlend frétta- stofa safnar helzta innlenda fréttaefninu og miðlar því til útvarps og blaða, heldur verður hvert blað að annast það, og útvarpið. Til að rækja það starf þyrftu blöðin að hafa miklu fleiri starfsmenn og rýmri fjárhag. Fréttastjóri Þjóðviiljans átti oft örðugt um vik þau árin sem Jón Bjarnason gegndi því starfi, hann og hinir fáu blaða- mannafélagar hans hlutu oft að leggja á sig þrotlaust erfiði og langan vinnudag. Stóra þætti innlenda fréttastarfsins annaðist Jón að langmestu leyti sjálfur, svo var t.d. löng- um um verkalýðshreyfinguna og bæjarstjórn Rcykjavíkur. Um ~ baráttu verkalýðsfélag- anna, einkum verkföll og vinnudeilur skrifaði Jón eftir- minnilegar frásagnir, og það voru ckki þúrr og hlutleysisleg skrif, hefldur hvort tveggja: lif- andi frásögn sem geymir furðu vel stundarsvipinn og tímablæ og framlag baráttumannsins i vinnudeiluna, verkfallið, átök- in. Sjálfum hafði Jóni ungum verið falið trúnaðarstarf í stóru verkalýðsfélagi og hnnn staðið þar í hinum hörðustu átökum; hann þekkti af eigin reynd kjör verkamanna og kjarabar- áttu. Sú kunnátta kom honum áreiðanlega að góðum notum í starfi hans í Blaðamennafélagi Islands og hann átti drjúgan þátt í því að takast skyldi að breyta því félagi úr sameig- inlegri samkomustofnun blaða- útgefenda og blaðamanna f stéttarfélag launþega og samn- ingsaðilla um kaup og kjör. Hann mat Blaðamannafélagið mikils qg rækti af áhuga starf sitt þar, en hann átti lengi sæti í stjórn félagsins og var tvisvar formaður þess. í Þjóðviljanum er geymdur fjöldi greina og viðtala sem Jón Bjarnason hefur ritað, oft- ast nær einkenndi hann viðtöl sín með stöfunum J.B. Þau við- töl voru annar aðalþáttur blaða- mennskustarfa hans; mér er nær að halda að þau hafi ó- venjulegt heimildargildi um viðmælendur hans og liðna tíð, honum var það ríkt í hug; í blaöaviðtölum lagði hann jafn- an áherzlu á að há skýrt fram mcrkum efnisatriðum, en hirti lítt um að herma talkæki manna eða grípa marklaus svör, svo sem stundum er gert og verður léttmetisefni. T Sunnudcgi, fylgiriti Þjóðviljans sem hann ritstýrði 1964—1966. voru það ekki sízt viðtöl rit- stjórans sem settu svip á blað- jð, flestum mun t.d. minnis- stæð hin gagnmerka frásögn sem hann ritaði þar eftir góð- ' vini okkar Haraldi Jónssyni prentara, svo citt sé nefnt. Oft ámálgaði ég við hann að safna saman úrvali viðtala sinna úr Þjóðviljanum til útgáfu ogeins að láta smásögur sínar í bók, bæði þær sem birzt höfðu i blöðum og tímaritum áratuginn 1930—1940 og hinum óbirtu; lengsta saga hans og hin lang- bezta þeirra scm ég fékk að lesa. Rauða myllan, var aldrei prentuð. Ekki er ólíklcgt áð Jón hefði látið verða af því og öðrum einkalegri skrifum ef tími hefði unnizt til, en raun- ar fékk hann alltaf ný verk- efni í baráttu líðandi dags, ef ekki Þjóöviljinn og Sunnudag- ur þá Kópavogsblað, kosninga- blöð. Samstarfsmenn hans við þau blöð munu einnig hafa kynnzt honum sem vönduðum félaga og góðum blaðamanni. • Umaldarfjórðungsskeið vann Jón Bjamason við Þjóðviljann starf sem átti að aflvaka heiða hugsjón sósíalismans og hvass- an skilning á þjóðféflagsmálum; starf yljað af skírri drenglund og heitum ákafa að duga mál- stað islcnzkrar alþýðu. Síðar meir þegar mcta skal áhrif Þjóðviljans og verðleika l>etta árabil verður starf Jóns Bjarnasonar þungt á metunum, bæði það sem þckkist og hitt sem rcnnur saman við störf fá- laganna, lifandi þáttur hans í blaðinu sem heild þcnnan langa tíma. Þjóðviljinn þakkar Jóni allt það starf. Við samstarfs- menn hans við blaðið þökkum g<>ðum félaga samvinnu og vin- áttu. Allir vinir Jóns og Jóhönnu hafa hugsað til hennar þessa á- takanlegu daga, konunnar sem var honum traustastur vina og beztur félagi, heillynd kona og stórlynd eins og konur í Ts- lendingasögum, stór jafnt í íögn- uði og harmi. Megi samhugur vina hennar og Jóns Bjama- sonar styrkja hana í þcirri raun að hann skuli ckki lc rgur á lífi; en hún mun aldrei missa hann, svo nátengd voru þau að minningin hlýtur nð vera mátt- ug eins og lífið sjálft, máttugri en dauðinn. S.G. Hann var afi minn. Málið er mér sem sé skylt. Og ángri það einhvem, að svo náinn ættingi stíngi niður penna á stund, er þögnin liæfir ef til vill ein, þá er því tiH að svara, að það hefur löngum þótt tilhlýða við Breiðafjörðinn, að maður þakki fyrir sig og sína. Hann var að vestan. Einr. þessara kreppukarila, em trúa á landið, þjóðina og sósíalism- ann í gamaldagsstfl. — Og heimurinn lét sér fátt umhann finnast. Hann var af stórlátu fólki, sem rakti ættir sínár til kon- únga og taldi sig hafa rétt og getu til þess að standa jafnfæt- is hverjum sem var. •— Það mótaði skapgerð hans, þegar hann reyndi lágkúm heimsins. Hann átti draum um ljóð og lag. En það var fjárhagsleg kreppa þegar hann gekk út í lífið og andleg kreppa, þegar hann hvarf þaðan. — Heimur- inn taldi sér afldrei hag að ráða drauma hans. Hann átti eina hugsjón og lifði fyrir hana. — Slíkt er hlátursefni and- stæðingum og einskis metið af samherjum. Hann átti stóra, viðkvæma sál. Það yljuðu sér sumir við hana. Fasstir gáfu sér þó tíma til að staldra við í nærvem hennar. — Einhvern- veginn reyndist heiminum auð- veldara að mikla fyrir sér ein- þykkni hans og þarm þátt geðs- lagsins, sem þjóðfélagið áskap- ar gjarnan stórlyndum mönn- um. Hann hefði því haft ærna á- stæðu til að fyrirlíta þennan heim, hann afi. Oftast nær lét hann sér þó nægja að glotta og þumbast þegjandi sinn veg. En vonbrigðin vom ýmisleg og misjöfn að vöxtum. Því kom það líka fyrir, að hann hristi sig, kreppti hnefana og bölvaði ölflu í sand og ösku; talaði um ómennsku, undirferli, peninga- dýrkun og rrietorðastreb. En hversu svo sem veröldin lét og hversu þúngt, sem hon- um féll, þá trúði hann nú einu sinni á þetta land, þjóðina og sósialismann, og dó þvf, sem hann hafði lifað, forhertur kreppukarl. » Það er fáu við að bæta. Það eina, sem hefur gerzt, er, að maður fæddist í heiminn, lifði og dó. Hann átti sér drauma, eina hugsjón og elskaði mikið, — einkum lítil börn. Máske rennur sá dagur upp í landi hans, að þar verði hlúð að mannssálum. — María. Við vitum lítið hvað fram- tíðin ber í skauti sér fyrir hverja einstaka p>ersónu annað Framhald á 7. síðu. ■■■.... . 11 . ... L 1 i, 11 1 1 , . KVEÐJA til Jóns Bjarnasonar ritstjóra frá Laugum Sem bergmál frá giljum og björgum að vestan berast mér orð þín, nú er þú ert farinn. Veik eða sterk, en ávallt hlý og heil. , / / Heil eins festa fábreytts manns, sem þekkti flestum betur það sem innra duldist. Samur og jafn frá aesku að leiðarlokum. Fá skulu orðin, enginn síður vildi oftalað neitt, en lyng er rautt á lieiðum. Haustið það líður, senn vetur fyrir vestan. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.