Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikodagur 27. september I9G7. WINSTON GRAHAM: MARNIE 8 angri, hvort strákamir hefð"a sitrítt honum í skóla og stelpum- ar hlegið að honum, og hvort honum hefði kannski líka liðið bölvanlega. Ég nálgaðist dyrnar fram á ganginn og á meðan var ég að hugsa um, hvort það væri þess vegna sem hann gengi svona klæddur — gult vesti og súkku- laðibrúnar buxur og þar fram eftir göturtum. Ég velti fyrir mér hvernig hann liti út að innan- verðu, hvað hann væri að hugsa um mig — og hvað hánn hefði sagt eða gert, ef ég hefði verið auðveld bráð. En ég var engin auðveld bráð. — Nú verð ég víst að sækja tösk- una mína, herra Holbrook, sagði ég. Á hverjum degi, þegar smá- söluverzlunin lokaði, vnru pen- ingamir sem inn höfðu komið yfir daginn, fluttir yfir í aðal- bygginguna hinum megin við götuna og þar voru þeir læstir inni. því að enginn peningaskáp- ur var í búðinni. Þessir pen- ingar voru aldrei settir í bank- ann, því að á hverjum föstu- degi voru greidd tólf til þrettán hundruð pund í laun og tekjum- ar úr verzluninni voru notaðar til þess- En þessar tekjur voru dálítið mismiklar, stundum komu ekki nema hundrað pund í pen- ingaskápinn fyrir handan eftir vikuna; en þess á milli gat upp- hæðin farið upp í fjögur eða fimm hundruð pund, það var undir því komið hvers konár viðskiptavini við höfðum haft og hvemig þeir bnrguðu. Síðdegis á fimmtudag, rétt fyrir lokun banl^ans, fóm tveir af starfsmönnum fyrirtækisins með launatékkinn í bankann, og sá tékkur var nógu stór til þess að hann — ásamt því sem kom- ið hafi inn í smásöluverzluninni yfir vikuna — nægði til að greiða launin sem útborguð vom á föstu- dagsmorgni. Þegar peningamir komu úr bankanum, vom það Susan Clabon og önnur stúlka, sem töldu þá í launaumslögin. Þegar ég yrði flutt yfir í aðal- bygginguna, yrði ég sem sé önn- ur af tveimur sem gengi frá launaumslögunum. Peningaskápurinn stóð í skrif- r fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreíðslu og snyrtistola Steinu og Dódó Laugav 18. III bæð flyftg) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrttstofa Garðsenda 21 StMl 33-968 stofu gjaldkerans, en stúlkurnar höfðu að sjálfsögðu ekki lykla að honum- Herra Ward hafði eina lyklasamstæðu, Mark Rut- land aðra. og Christopher Hbl- brook aðalforstjóri hina þriðju. Einn daginn kom Mark að mér inni á skrifstofu Herra Hoi- brooks — þar sem ég var að þefa af rósavendi á skrifborði hans. Ég hafði sloppið naumlega frám fyrir skrifborðið. Ég roðn- aði og sagðist hafa verið að koma inn með ávísanir, ' sem Herra Holbrook ætti að undirrita — og svo hefði mér fundizt rósa- ilmurinn svo yndislegur. — Það em fyrstu rósir ársins, sagði Mark Rurland. Faðir minn gekk mjög upp í rósarækt. Hann hafði í rauninni meiri áhuga á rósum en prentverki. Ég sleikti varirnar. — Ég hef aldrei átt aðrar en rauðu hengi- rósina, sem er hvít í miðjuniji- Hún huldi næstum grindverkið kringum húsið okkar — í Nor- wich. Hvað heita þessar? — Þetta gæti verið Etoile de Holland. Hann beygði fölt and- litið yfir rósirnar og þefaði af þeim. — Já, það er tilfellið, og mér finnst þær fallegaátar af rauðu hengirósunum . • . hafið þér nokkurn tíma farið á rósa- sýninsu. — Nei. — Það er stór rósasýning í næsta mánuði. Hún er vel virði að sjá hana — ef þér hafið ann- ars áhuga á rósum. — Það skal ég muna. Þökk fyrir. Þegar ég kom að dyrunum, sagði hann: — Já, frú Taylbr, árshátíðin hjá starfsfólkinu verð- ur á föstudag i næstu viku. Yfir- leitt koma allir þangað, ekki sízt þeir nýráðnu- En ef yður langar ekki til að fara, vegna þess að maðurinn yðar er ný- dáinn, þá þurfið þér ekki annað en láta mig vita. Þá skal ég útskýra fyrir frænda hvers vegna þér komið ekki. — Þökk fyrir, Herra Rutland, sagði ég með ólýsanlegan sak- leysissvip á andlitinu. Ég skal láta yður vita. 3- Ég held ekki að ég hafi verið þess konar bam, sem otað var fram sem fordæmi fyrir aðra. Allt frá því að ég var sjö eða átta ára, hef ég verið dálítið skynugri en flest önnur börn. Ef ég lenti í klípu. tókst mér alitaf að losna úr henni, og oft- ast nær komst ég hjá því að lenda í klípu. Og þegar ég' var orðin nítján ára gerði ég mér býsna háar hugmyndir um sjálfa mig og klókindi mín. Þegar ég var tvisvar staðin að þjófnaði, þegar ég var tíu ára, þá var það vegna þess að hin stelpan missti allt f einu kjark-. inn ;og sagði frá öllu saman. Af því lærði ég að vissast er að vinna ekki með öðrum, og það hef ég látið mér að kenningu verða síðan. Auk þess lærði ég heilmikið af öllu uppistandinu sem mamma gerði, þegar lög- reglan kom, og af öllu þvarginu sem .við áttum «f við manninrí frá bamaverndamefnd. Ég á þó ekki við það að ég hafi sem barn veriðbrðinn forhertur glæpa- maður. síður en svo, en þegar ég gerði eitthvað rangt, sá ég um að verða ekki staðin að verki. Og ég var ekki staðin að verki. I armað skiptið sem ég rrrissté mig sem tiu ára, þá barði mamma mig með staf, og ég er ennþá með ör á lærinu þar sem staf- urinn skarst inn í holdið. Ég var frávita af skelfingu, það var ég reyndar, því að ég hafði aldrei séð móður mína svo tryllta af reiði. Hún hrópaði í sífellu: — Dóttir mín er þjófur. Ég á eina einustu dóttur, og hún er þjófur. Hefur Drottinn ekki lagt nóg á mig þótt þetta bætist ekki við- Um leið skall högg á berum bossanum á mér. — Færðu kannski ekki allt sem þú þarft, ha? Skortir þig kannski nokkuð? Færðu kannski ekki föt og fæði og þjónustu og gott uppeldi? Og hvað fæ ég í staðinn? Þetta. Nýtt högg og vel útilátið. Hún hélt áfram og áfram. — Þetta er forsmán, svívirðilegt fram- ferði. Skilurðu það ekki, bara? Þetta er hræðilegasta vanhelgun og guðlast sem hugsazt getur. Að stela í sjálfu guðs húsi. Þannig hélt hún áfram og mér fannst vera liðnir sex klukku- tímar að minnsta kosti. öðru hverju stakk Lucy höfðinu inn um gættina og sagði: — Hættu nú, Edie, þú lemur sálina úr skrokknum á barninu — Hættu, Edie, í guðs bænum, þú færð slag. — Hættu, Edie, nú er nóg komið. Ég þekkti hana og ég hefði átt að vþa að ég hefði ekki getað gert henni neitt verra en brjóta upp þessa kirkjubauka- Og með tárin fossandi úr augunum, með votar hárlýjur iímdar við vangana og rödd sem var hás bg óskýr af sársauka — ekki samvizkubiti — gat ég ekki út- skýrt fyrir henni daginn þann og reyndar aldrei síðar, að ég hafði í rauninni gert þetta hennar vegna. Það er vissulega rétt að ég svalt ekki og mig skorti aldrei neitt; mamma sá urrfþað; en hún varð sjálf að neita sér um eitt- og annað til að svo gæti orðið. Og fyrir bragðið var örðugra fyrir mig 'að þiggja þetta. Að finna til , þakklætis, þegar svo ríkt er til þess ætlazt, það er ógerlegt. Lucy stríddi mömmu reyndar stundum. — Þú notar alla peningana í það sem er á ytra borðinu, sagði hún stundum. — Þú ættir heldur að reyna að fá æriega kviðfylE, Edie. Það stoðar h'tið að vera í fínum föt- um, iþegar þú liggur í líkkistunni, dauð úr hungri. — Ég dey, þegar minn tími er kominn, sagði mamma þá- — Ekki degi fyrr. Það er allt í guðs hendi. Marnie, farðu inn og lestu lexíurnar þín-, ar. Og viltu gera "svo vel að nota ekki orðalagið „kviðfylli" hér í mínu húsi, Lucy... Þegar ég braut þessa kirkju- bauka, þá mátti til sanns vegar færa að ég hleypti af fyrsta skotinu í einkastyrjöld minni. Það var margt og mikið sem var þess valdaAdi að ég gerði j það. Þegar faðir minn féll í stríðinu árið 1943, átti mamma von á Öðru barni- Ég var um það bil sex ára þá, og í fyrsta lagi varð mamma fyrir því áfalli að missa manninn sinn og nokkr- um vikum síðar féll sprengja á húsið hennar í Keyham og við fluttum inn í lítið hús með þrem- ur herbergjum í Sangerfbrd. Þetta mundi ég allt nokkum veg- inn. Þegar fæðingin nálgaðist, var sent eftir lækni, en það var áður en Jögin um sjúkravemd voru sett, og hann var upptekinn við tilfelli sgm gaf meira í aðra hönd, svo að mamma eignaðist barnið án deyfingar og hverfis- hjúkrunarkonan var ein nærstödd. Eitthvað fór úrskeiðis, bamið dó. og alltaf síðan hefur mamma verið dálítið hölt á öðmm fæti. Það var farið í mál við lækn- inn, en á því var ekkert að græða, hann slapp vel. Árið eftir fluttum við aftur til Plymouth en í hinn enda borgarinnar í nánd við hótel Bar- bican og ég gekk í skóla í Ply- mouth þangað til ég var fjórtán ára. Þegar ég hvarf úr skóla, skrifaði forstöðukonan: t— Mar- garet er mjög góðum gáfum gædd, og það er leitt að hún skuli hætta við nám svbna ung að aldri. Hefði hún haldið skóla- göngunni áfram, er ég viss um að hún hefði komizt langt, ekki sízt í reikningi og stærðfræði. En því miður er ég líka sann- færð um að hún gæti undir viss- um kringumstæðum leiðzt til þess að fara illa með hæfileika sina, enda hefur hún sýnt dæmi þess síðasta skólaárið. Það- er mjög þýðingarmikið fyrir Margáret að SKOTTA 1,5 miljön Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi —- og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seld í yfir 60 lön'dum. Þetta eru hin beztu meómœli með gæðum þeirra. BETRI HLIÓMUR - TÆRARI MYNDIR Fcstival Bordmodcll Fcstival Sjalusi -8-......... KurcrFMdcLuxc Kvlntctt Hi*Fi Stcrco Scksjon Festival Seksjon Círand Fcstival Kvintctt Hi-Fi Sterco Gulvmodell GÆÐI OG FEGURÐ BRAND?S A-1 sósa: Með kjöti9 ineð fiski9 með hverju sem er — Ég hélt að það væri bara lögreglan sem gæti svipt fólk öku- leyfi. Mér datt ekki í hug að pabbi þinn hefði rétt til slíks! Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA. bilaþjönustan Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. ijósa og mótorstillingu. Skiptim um kerti, platínur. ljósasamlokuT Örugg bjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. Slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða. i Hemlastilling hf. Súðarvogi' 14 — Sími 30135. Smurstöðin Sætúni 4 Smyrjum- bílinn fljótt og vel. - Höfum fjórar. bílalyftur. — Seljum allar tegundir smurolíu. — Sími 16227. Drengja- og teipnaíripur og gallabuxur í öllum stasrðum — Póstsendum. Athugið okkar lága verð O. L. Laugavegi 71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.