Þjóðviljinn - 02.12.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJOÐVXLJXNN — Laugardagur 2. desember 1967. Körfuknattleikur: KR sigraði KFR me5 77:63 stigum og ÍR Ármann 62:61 I fyrrakvöld fóru fram tveir leikir í meistaraflokki Hvíkur- mótsins í körfuknattleik. Voru báðir ieikirnir mjög jafnir og spennandi, sérstaklega Ieikur IR og Ármanns. KR-KFR 77:63 KFR-ingar mættu mjög á- kveðnir til leiks og beittu vörninni maður gegn manni, öllum á óvart, því að ]>eir voru --------- ----- ---------— < Fundur um 2ja dómara kerfi með Lennart Larsson Á sunnudagsmorgun kl. 10 verður haldinn fundur í Vals- heimilinu með sænska dómar- anum Lennart Larsson, sem dæmir hér landsleikina f hand- knattleik við Tékka. Er fundur bessi ætlaður handknattleiks- dómurum og verður þar rætt um tveggja dómarakerfið, en nú er almennt búizt við aðþað verði tekið upp af alþjóðasam- bandinu 1. janúar 1969. Kerfi þetta hefur verið reynt á öllum Norðurlöndunum og þótt gef- ast vel. Hér hefur það enn lít- ið verið reynt en í athugun er að taka það upp í II. deildinni í vetur. Þá verður á miðvikudaginn kl. 5 sd. haíldinn fundur fyrir þjálfara með tékkneska þjálf- aranum B. König. seinir að átta sig. Fyrir bragðið hafðd KFR frumkvæðið mestall- an fyrri hálfleik, en undir lok hálfleiksins tóku KR-lingar svo- lítinn sprett, sem skapaði þeim 4 stiga forustu í hálfleik 37:33. Þáttur Þóris Magnússonar var mjög stór í þessum hálfleiksem og þeim síðari, og var hann helzti ógnvaldur KR-vamarinn- ar. Hitni hans var næsta ótrú- leg, og er mjög erfitt að stöðva hann, þegar þannig liggur á honum. I byrjun seinni hálfleiks breikkaði bi'lið milli liðanna og var orðið 15 stig, en KFR-ing- um tókst að minnka það mjög er á leikinn leið. Hélzt lengst af 6-10 stiga munur, sem er hálf ótrygg forustu í körfu- knattleilc. Um miðjan seinni hálfleik var Sigurði Helgasyni. miðherja KFR, vísað af leik- velli, eftir að hafa fengið 5 villur, og skömmu seinna Kristni Stefánssyni, mið'heria KR, af sömu ástæðu, Á síð- ustu mínútum leiksins tókst ICR-ingum aftur að auka for- skot sitt, sem var orðið 14 stig, þegar dómarinn flautaði leikinn af. Lauk leiknum því með sigri KR 77:63. Eins og fyrr segir var Þórir Magnússon mjög skeinuhættur vörn KR, og hafðd hann skorað 35 stig, þegar yfir iauk. Marinó. Sigurður og Ólafur Thorlacius áttu aliir ágætan leik. Skoraði Marinó 10 stig, en Sigurður og Ólafur 8 hvor. KR-ingar voru mjög óá- kveðnir í fyrstu, en jöfnuðu sig, þegar á leikinn leið. Þeir kunna augsýnilega ekki við sig í litla Hálogalandssalnum, og hentar þeim eflaust betur að leika á stórum velli. Flest stig skoruðu: Guttormur, 28 stig, Kolbeinn 18 og Kristinn 15. Gunnar Gunnarsson virtist eitt- hvað miður sín og skoraði að- eins 1 stig, sem er fátítt, þegar hann á í hlut. Af yngri mönn- um liðsins áttu Ágúst Svavars- son og Brynjólfur Markússon beztan leik, en geta báðir gert betur. Dómarar í leik þessum voru Hólmsteinn Sigurðsson og Tóm- as Zoega, báðir úr IR. Dæmdu þeir vægast sagt mjög illa. Má furðulegt teljast, að KR-ingar skuli ekki fyrir löngu hafa far- ið fram á, að Hólmsteinn yrði ekki látinn dæma leiki þeirra. Kemur afstaða hans til KR- liðsins mjög berlega í ljós í mörgum dómum hans. Einnig gerir hann sig sekan um það. að dæma á brot, sem fraimið er hinum megin á vellinum, enda þótt meðdómari hans sé í miklu betri aðstöðu til að dæma um það. ÍR-Ármann 62:61 Þessi leikur var frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu geysi- lega jafn og spennandi, og var munurinn á liðunum oft ekki nema 2-4 stig. ÍR-ingar léku maður gegn manni, en Ár- menningar léku svæðisvöm. t hálflleik var staðan 25:24 IR i hag. 1 seinni hálfleik hélt sami bamingurinn áfram, og á töfl- unni mátti sjá 40-40, 50-48 og 58-56 fyrir Ármann. Var nú komið að lokamínútum leiksins. Agnar jafnar fyrir ÍR 58-58, en Ármenningar skora 60-58. Þá fær Hallgrimur, Ármanni, tvö vítaskot, skorar í fyrra skotinu, 61-58, en síðara skotið misheppnast. Rúnar, Ármanni, nær samt frákastinu. en gerir þá stóru skyssu, þegar hann tekur ótimabært skot úr lok- uðu færi. Má fyrst og fremst kenna reynsluleysi þar um. Rétt á eftir fær Hólmsteinn, IR, tvö vítaskot og skorar af öryggi í báðum tilraunum, og staðan er 61-60 Ármanni í vil. Ármenn- ingar hefja sókn, en glopra knettinum út af. ÍR-ingar fá knöttinn og leika fram, og Birgir Jakobsson skorar mjög faLlega körfu, 62-61 fyrir IR. Vom nú aðeins um 30 sekúnd- ur til leiksloka, og þá fær Jón Sigurðsson, Ármanni tvö víta- skot og þar með tækifæri til að vinna leikinn fyrir Ármann. En það er allt annað en þægi- legt fyrir ungan mann, sem leikur sinn fyrsta meistara- flokksleik að standa á vítalínu á síðustu sekúndum leiksins, með úrslit leiksins í hendi sér. Enda fór það svo að bæði skot- in misheppnuðust, og ÍR-ingar innsigluðu sigurinn með því að halda knettinum það sem eft- ir var leiktímans. iR-liðið hefur oft leikið bet- ur, en það gerði nú. Það sem úrslitum réði var skynsamari leikur þeirra undir lokin. Birg- ir Jakobsson og Agnar Frið- riksson vom beztu menn liðsins og skoraðu þýðingarmikil stig. Skúli Jóhannsson barðist vel, og Sigmar og Þoriákur era báð- ir efnilegir. Anton Bjarnason gerði ýmislegt vel, en hann virðist ekki enn vera alveg orð- inn dús við körfuna. Ármannsliðið vakti atihygli fyrir góðan leik, og miklafram- för frá því í fyrra. Rúnari hef- ur sérstakilega farið mikið fram í sumar, en hann vantar enn reynslu í tvísýnum leikjum, og einnig gerði hann sig sekan um nokkrar kæraleysislegar send- ingar. Sigurður Ingólfsson átti góðan leik og er miklu ákveðn- ari en áður. Birgir og Hall- grímur voru báðir góðir þrátt fyrir æfingarleysi, og var Hall- grímur stighæsti maður liðsins. Grímur Valdimarsson virðist vera í betri æfingu heldur en undanflarin ár. Sérstaka athygli vakti hinn kornungi bakvörð- ur, Jón Sigurðsson, sem skoraði 6 stig í síðari hluta leiksins. Er þar mikið og gott efni á ferð. Leikinn dæmdu þeir Jón Eysteinsson og Marinó Sveins- son og gerðu hilutverkinu góð skil. Tilkynningar- frestur lengdur til 5. desember Frestur til að skila þátttöku- tilkynningum í íslandsmótinu f körfuknattleik 1967 hefur verið framlengdur til 5. desember. Eftir þann tíma verður of seint að tilkynna lið í mótið. Þátt- tökutilkynningar sendist til Körfuknattleikssambands Isl. Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stjómin. VAUXHALL BEDFORD umboðið ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 Gagn- stæð viðhorf Þegar gengi krónunnar var lækkað skulduðu heildsalar og kaupsýslumenn um 700 miljónir íslenzkra króna í er- lendum gjaldeyri — þeir höfðu hagnýtt sér frelsið til þess að taka lán hjá erlendum aðil- um frekar en innlendum vegna þess að þannig nutu þeir mun lægri vaxta. Þessi lán tóku kaupsýslumenn al- gerlega á eigin ábyrgð, án nokkurrar baktryggingar rík- issjóðs eða íslenzkra banka — um leið og heildsalarnir fengu frelsið áttu þeir einn- ig að taka á sig áhættuna. Engu að síður lét ríkisstjórn- in það vera fyrsta verkefni sitt eftir kollsteypuna að létta gengistapinu af kaupsýslu- mönnunum, heimila þeim með sérstökum lagaákvæðum að hækka tafarlaust verð á öll- um þeim vörubirgðum sem keyptar höfðu verið fyrir er- lent lánsfé. Á sama tíma var launafólki sagt með lands- föðurlegum umvöndunartóni að það yrði að taka á sig möglunarlaust þær byrðar sem á það væru lagðar — að öðrum kosti kæmi gengis- lækkunin ekki „að gagni“. Hver er gengisgróðinn ? Áhrif gengislækkunarinnar á afkomu kaupsýslumanna hafa vafalaust verið tvíþætt — í reikningum þeirra er- lendis mun fleira skráð en skuldir. Það hefur verið al- kunn staðreynd áratugum saman að ýmsir íslenzkir fjármálamenn hafa komið undan stóreignum í erlendum gjaldeyri, bæði í sambandi við innflutning og útflutn- ing. Nokkru eftir styrjöldina lýsti einn af kunnustu stjóm- málamölnnum fslendinga til að mynda yfir því að hann teldi eignir íslenzkra kaup- sýslumanna í Bandaríkjunum nema um 400 miljónum króna — og þá voru krónurn- ar margfalt stærri en nú. Naumast dregur nokkur í efa að hliðstæð iðja hafi haldið áfram og verið ástund- uð af mestu kappi þegar gengislækkun var fyrirsjáan- leg. Síðan 1961 hefur verð- lag á fslandi meira en tvö- faldazt — allt nema erlend- ur gjaldeyrir. Öruggasta leið- in til þess að fá traust verð- mæti fyrir fjármuni sína var að breyta þeim í erlendan gjaldeyri. og íslenzkir kaup- sýslumenn eru ekki þeir fá- ráðlingar að þeir hafi ekki hagnýtt þau tækifæri sem buðust á tímum frelsisins. Einföld leið er að gefa upp falsaðar faktúrur en leggja verðmuninn í banka erlendis. en einnig hefur verið beitt frumstæðari aðferðum. Þann- ig skýrði Bjarni Benedikts- son frá því á þingi fyrir skömmu að Seðlabankinn hefði fengið sendar frá er- lendum bönkum miklu hærri upphæðir í erlendum seðlum en jafngilti farareyri ferða- manna. Upp: vís dæmi Ekki er ýkja langt síðan uppvíst varð um mál sem sönnuðu hversu slælegt eftir- lit hefur verið með gjaldeyr- isviðskiptum, bæði í sam- bandi við innflutning og út- flutning. Einn lítill heildsali reyndist hafa komizt upp með að falsa faktúrur svo að nam miljónaupphæðum, og trúlega mundi hann enn vera önnum kafinn við þá iðju ef danska lögreglan hefði ekki skorizt í leikinn. Og nú er rannsókn á máli eins Iít- ils útflytjanda komin á það stig að skiptaráðandi borgar- fógeta hefur greint svo frá að kröfur í gjaldþrotabú hans nemi ríflega 54 miljónum króna. Þar á meðal er krafa frá erlendu fyrirtæki sem nemur rúmlega 83 þúsund- um sterlingspunda, eða yfir 10 miljónum íslenzkra króna. Fróðlegt væri að fá nánari skýringu á þeirri kröfu. Hafði útflytjandinn, Friðrik Jörg- ensen, fengið þessa upphæð greidda án þess að skila út- flutningsafurðum á móti? Og hvað varð þá um gjaldeyr- inn? Gagn- kröfur ? Viðhorf stjórnarvaldannatil fésýslumanna eru öll önnur en ef launafólk á hlut að máli. Útflytjandinn Friðrik Jörgensen naut til að mynda sérstakrar pólitískrar vernd- ar Alþýðuflokksráðherranna árum saman. Ár eftir ár veitti Emil Jónsson honum undan- þágur frá einokunarreglum þeim sem annars eru í gildi um útflutning. Nú er ekki að undra þótt fólk spyrji hvort gjaldþrotabú Friðriks Jörgeh- sens gæti ef til vill átt ein- hverjar gagnkröfur á Al- þýðuflokkinn. Slíkt hefur áð- ur gerzt í fjársvikamáli. — Austri. Rauðrófur, niðursoðnar Agúrkur, niðursoðnar. Kavíar í túbum. BIRGÐASTOÐ i ] Happdrættis Þjóðviljans 1967 s ■ : REYKJANESKJÖRDÆMI: — Kópavogur: Hallvarður Guð- j laugsson, Auðbrekku 21. Hafnarfjörður: Geir Gunn- j arsson, Þúfubarð 2. Njarðvíkur: Oddbergur Eiriks-. son. Grundarvegi 17A. Keflavík: Gestur Auðuns- j son, Birkiteig 13. Sandgerði: Hjörtur Helgason, Upp- j salavegi 6. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: — Akranes: Páll Jóhanns- j son, Skagabraut 26. Borgarnes: Olgeir Friðfinnsson.. . i Stykkishólmur: Erlingur Viggósson. Grundarfjörð- ,í ur: Jóhann Ásmundsson, Kverná. Heliissandur: ' ! Skúli Alexandersson. Ólafsvik: Elías Valgeirsson. rafveitustjóri. Dalasýsla: Sigurður Lárusson, Tjalda- . i nesi, Saurbæ. . ■ | VESTFJARÐAKJÖRDÆMI: — ísafjörður: Halldór Ólafs- ■ son. bókavörður. Dýrafjörður: Friðgeir Magnússon. 'j Þingeyri: Súgandafjörður: Guðsteinn Þengilsson. ,j læknir. : j N ORÐURL ANDSK J ÖRDÆMl — VESTRA: — Blönduós: j Guðmundur Theódórsson. Skagaströnd: Friðjón Guð- : mundsson. Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjarnardótt- ' j ir, Skagfirðingabraut 37. Siglufjörður: Kolbeinh : Friðbjarnarson, Bifreiðastöðinni. ■ j VORÐURLANDSKJÖRDÆMl — EYSTRA: — Ólafsfjörð I ur. Sæmundur Ólafsson, Ólafsvegi 2. Akureyri: Rögn- ; valdur Rögnvaldsson. Munkaþverárstræti 22 Húsa- ■ ■ vík: Gunnar Valdimarsson. Uppsa’avegi 12 Raufat- ; höfn: Guðmundur Lúðvíksson. , ■ AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: — Vopnafjörður: Davíð Vig- ’j fússon. Fljótsdalshérað: Sveinn Árnason. Egilsstöð- ■ ! .■ um. Seyðisfjörður: Jóhann Sveinbjörnsson. Brekku- ■» vegi 4 Eskifjörður: Alfreð Guðnason Neskaupstað- ■ ur: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri Reyðarfjörður: ■ ■ Björn Jónsson. kaupfélaginu. Fáskrúðsf.iörður: Har- ! aldur Björnsson. Hornafjörður: Benedikt Þorsteins- ' ! son, Höfn. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: — Selfoss: Þórmundur Guð . j mundsson, Miðtún 17. Hveragerði: Björgvin Árna. ■ son, Hverahlíð 12. Stokkseyri: Frímann Sigurðs- ' ; son. Jaðri. V.-Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson ;■ Vík í Mýrdal. Vestmannaeyjar: Tryggvi Gunnars- son, Vestmannabraut 8. I 5 j AFGREIÐSLA HAPPDRÆTTTSINS í Reykjavik er í Tjarn- j ■ argötu 20 og á Skólavörðustíg 19. I GERID SKIL — GERIÐ SKIL. UMBOÐSMENN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.