Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 8
g SlÐA — ÞJÓÐViLJINN — Laugardagur 2. desember 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 64 hellti hún teinu úr undirskálinni og yfir í bollann og hendurnar á henni skulfu svo mjög, að bað var eins og allt morse-stafrófið þegar brúnirnar skullu saman. — Já, ég hljóp heim til mín og þegar ég kom til baka eftir tuttugu mínútur, var barnið horfið. Guð líkni og náði okkur öll, Mamie, en þannig var það, bamið var horfið- Hún lá í rúm- inu og svitinn bogaði af henni og hún var nábleik og hún starði á mig og hélt áfram að stara á mig. Ég hef aldrei á minni lífs- faeddri ævi séð annað eins, bað veit guð á himnum. Og svo segi ég við hana: Edie, hvar er barn- ið? Edie. Og þá sagði hún: — Hvaða bam? Já, þetta sagði hún. Hvaða bam? Rétt eins og betta væri eitthvað sem mig hefði dreymt. Nú kom mjólkursendillinn með Qöskumar sínar. Hann slengdi nokkrum frá sér á tröppurnar HARÐVIDAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA P. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 EFNI SMÁVÖRUR VJ TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistoís Steinu og Dódó Laagav 18. III. hæð (lyfta) Sím) 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SIMI 33-968 fyrir utan, og svo heyrðist hann rölta áfram. Eftir stundarkom sagði Lucy: — Ég hélt að annaðhvort væri það hún sem var bandbrjáluð, eða þá að það væri ég. Það var eins t>g að horfa á manneskju sem manni þótti vænt um og uppgötva allt í einu að maður þekkti hana alls ekki. En sjáðu til, ég hef aldrei verið eins viljasterk og hún, og ef ekkert bam fyndist, þá voru það henn- ar orð gegn mínum. Þú æptir og kallaðir að þú vildir komast út og hún lá bara þama með þessi stóru augu og sagði: Hvaða barn? rétt eins og þetta væri eitthvað sem mig hefði dreymt .... Guð almáttugur má vita hvað ég hefði gert .... ég held næstum að ég hefði látið eins og ekkert væri, en eftir stutta stund fékk hún blæðingu og það blæddi og blæddi og ætl- aði ekki að hætta, og ég gat ekki látið hana liggja barna og deyja, — þótt hún segði að ég ætti að gera það; hún sagði: leyfðu mér að deyja, Lucy, það gerir ekkert til, þú getur annazt Mamie, og þá var mér nóg boðið og ég þaut út úr húsinu og hringdi á bæjar- hjúkrunarkonuna. Og þegar hún kom, þá fann hún bamið, alveg eins og stendur í blaðinu þarna, hún fann það undir — undir rúminu í hinu herberginu .... Ég gekk út úr stofunni, gegn- um eldhúsið og fram í þvbtta- hús, og þar kastaði ég upp eins og ég hefði fengið í mig eitur og ég lét vatnið renna og sneri mér til undir bununni, svo að vatnið gæti runnið yfir andlitið á mér og handleggina. Lucy kom fram til mín. — Mamie, Mamle mín litla — mér tekur það svo sárt að ég skyldi þurfa að sitja þama og segja þér allt þetta. Þetta er allt saman búið og gert og gleymt fyrir löngu. Og ekkert af þessu er þér að kenna og hún hefur orðið að líða fyrir það og það var engum til góðs að þú fengir að vita það, og það var bara vegna þess að hún hafði verið svo vitlaus að geyma þessa úr- klippu, og nú máttu ekki taka þetta svona nærri þér. Legðu þig nú útaf og ég skal útbúa handa þér einhvem morgunmat. Ég hristi höfuðið og gekk burt frá vaskinum og tók handklæði. Hárið á mér hékk niður í blaut- um lufsum, rétt eins og þang. Ég þurrkaði mér um andlitið og hendumar og ég stanzaði fyrir framan arininn í stofunni og fingumir á mér kt>mu við eitt- hvað á arinhillunni. Það voru hanzkamir hennar mömmu. Ég dró að mér höndina eins og ég hefði brennt mig. Ég fór að hrista höfuðið eins og ég ætlaði með því að gera hugsanir mínar skýrari. — Marnie, elsku barn ...... — Hvemig stóð á því að hún — skyldi sleppa? — Það var eiginlega læknin- um að þakka. Dr. Gascoigne hét hann. Og svo — — Hún sagði mér annars alltaf að þetta hefði allt verið honum að kenna, af því að hann kom ekki þegar kallað var á hann. — Ójá — hún var víst búin að umsnúa því þannig. Og hon- um mátti svo sem á sama standa, því að hann var dáinn. Og það var auðvitað þægilegra fyrir hana að segja þér bá sögu en — hina. Ef ég — — Af hverju var hann svo á- kafur í að hjálpa henni — þessi læknir, á ég við? — Ég veit svo sem ekki hversu ákafur hann var — en hann sagði í réttinum að hún hefði þjáðst af einhverju sem hann kallaði fæðingar — eitthvað. — Fæðingarsjokk? — Já, einmitt, og það hefði hún fengið af ótta t>g áhyggjum og þess háttar. Og það getur meira en verið að hann hafi haft rétt fyrir sér ....... konur verða stundum þannig þegar þær eignast börn .... þær umhverf- ast alveg .... en þær eru ekki nema nokkra daga að ná sér aftur. Það kemur svona skyndi- lega yfir þær. Ég var búin að þurrka mérum hendumar og lagði handklæðið frá mér á borðið. Ég renndi fingrunum gegnum blautt hárið og strauk það frá augunum og andlitinu. — Ég skil ekki enn hvers vegna hún gerði þetta, sagði ég. Þú hefur ekki gefið mér neina skýringu á þvi. Og ég skil ekki heldur hvers vegna hún fyllti mig með þessari lygi. Hvaða tilgangi þjónaði það að koma með þessa lygasögu um lækninn sem kom ekki og .... hvers vegna leiðstu henni að ljúga svona að mér? Tárin komu fram f augun á Lucy. — Við höfðum ekkert nema þig, Mamie- — Það er engin skýring. — Jú, elsku bam, við áttum engan annan en þig. Og ég sagði: — Já en ég á við, að hún hefði bara getað steinþag- að, ef hún vildi ekki segja mér sannleikann. Af hverju gat hún bara ekki haldið sér saman? — Ég held að henni hafi verið það eins konar huggun að finna, að þú varst á hennar bandi.... Fótatak heyrðist í stiganum og Doreen kom niður. — Skelfing dreymdi mig andstyggilega, sagði hún. — En Marnie þó — þú ert alveg náföl! 19. Jarðarförin var klukkan tvö. Stephen frændi kom um hálfeitt- leytið. Við höfðum ekki sézt í fjögur ár. Hann var ekki eins fallegur og mig minnti, en bros- ið hans var óbreytt og gráu aug- un, sem horfðu gegnum mann. Meðan á jarðarförinni stóð, fannst mér eins og ég gengi í svefni. Við vorum sjö, og krans- amir voru sex. Dbreen hafði pantað einn fyrir mig. Hún hafði í rauninni séð um allt saman. Hið eina sem hún hafði ekki get- að kippt í lag voru þrengslin í forstofunni, þegar bera þurfti eitthvað úr stiganum. Þeir komu kistunni niður með því móti að renna henni inn um eldhúsdyrn- ar, en þá gátu þeir ekki snúið henni til, og þeir urðu að lyfta henni til baka og reyna hina leiðina. En það heppnaðist ekki heldur, svo að þeir urðu að reisa kistuna upp á rönd eins og múmíukistu og koma henni þannig fyrir homið. Ég velti fyr- ir mér hvort litla, magra líkið í kistunni hefði runnið niður og lægi í haug í kistuendanum og yrði grafið þannig og lægi þann- ig til eilífðamóns. Rétt áður en við fórum að heiman kastaði ég aftur upp, en eftir það leið mér ágætlega. Það munaði minnstu að ég færi að hlæja upphátt í kirkjunni, og það var eins og hver önnur heppni að ég skyldi ekki gera það, þvi að ég hefði víst aldrei getað hætt aftur. Og svo var það ekki einu sinni neitt fyndið sem ég hló að. Það var sólskin og heiðskírt en kalt og napurt. Norðanrokið næddi um nakin trén og kápan mín var eins og örþunnur pappír. Ég hugsaði: hvað skyldi Mark vera að gera. Það var í fyrsta skipti sem ég hugsaði um hann síðan ég hafði komið hingað í gærkvöld. Og ég hugsaði: nú fer enginn að leita að mér undir eins, því að ég stal engu í gær. Það saknar mín sjálfsagt enginn fyrr en á morgun eða hinn. En þá get ég verið komin til Frakk- lands. En var annars nokkur þörf á þvi að fara til Frakklands- Nú var mamma dáin og í fyrsta skipti á ævinni var ég alveg frjáls. Hárið á Stephen frænda blakti í vindinum- Hann var orðinn al- veg hvítur fyrir hærum, þótt hann væri talsvert yngri en mamma. einum fimm eða sex ár- um. Hann var ekki vitund líkur mömmu, nema hvað þau höfðu bæði lögulega andlitsbyggingu. Hamingjan góða, hugsaði ég, en sá lygavefur sem ég hef verið flækt í. Af hverju sagði hann mér það ekki? Nú gengu þau hin burt frá gröfinni, en ég hreyfði mig ekki. Gljáfægði brúni kassinn með messingplötunni og messinghand- föngunum var horfinn niður í rauða moldina. Grafarinn, eða hvað hann nú var, stóð og hall- aði sér fram á skófluna sína- Ég fann ekki til neinnar sorgar. Á örfáum vikum hafði ég breytzt svo mikið að eftir langvarandi tilfinningaleysi hafði ég farið að finna allt of mikið til, var orðin að einni kviku; en nú var gamla tilfinningaleysið komið yfir mig aftur. Ég stóð þama bara og góndi á holuna í jörðinni. Ský dró fyrir sólu. Dálítið eikartré, á hæð við mig, stóð á næstu gröf; á því voru mörg brún, visin blöð, sem skrjáfuðu í vind- inum; þau blöð hefðu átt að vera fallin af fyrir löngu. Þau voru eins Og lygar, sem voru fyrir löngu búnar að gleyma til hvers þær höfðu verið sagðar, en héngu nú bara þama. Fólk sagði börnum frá jólasveininum, þangað til þau urðu tíu ára, þá var þeim sagður sannleikurinn. En sumt fólk flækti börnin sín í óendanlegan vef af lygum og blekkingum, svo að börnin gátu aldrei losað sig úr honum. En nú var ég frjáls, frjálsari en ég hafði nokkum tíma á æv- inni verið. Ég var laus við Mark, laus við mömmu og laus við Forio. Þau vom öll horfin eða Þvoið hárið úr LOXENE-Shampoo - og Hasan fer SKOTTA — Hvernig væri að hætta að hugsa um nýjustu tragectíuna og vaska upp með mömmu þirmr? Einangrunargler Húseigendui — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fjrrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar ð ?luggum. Útvegum tvöfalt gler í lausaföe og sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með þaulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 51139. NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. T O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun. breimsuskálar • Slípum bremsudælur • Límum g hremsuborða Hemlastilling hf. Suðarvogi 14 - Sirrn 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.