Þjóðviljinn - 23.02.1968, Side 9

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Side 9
Föstudagur 23. febrúar 1968 — ÞJÖÐVILJINN SIÐA § A tvinnuleysistryggingasjóður Framhald af 1. síðu. ekki að hann veiti þá lágmarks- tryggimgu sem honum i upphafi vsr ætluð og hann hefur getu til að veita. Bæturnar alltof lágar Samkvæmt núgildandi lögum sjóðsins eru atvinnuleysisibætur fyrir einhleypann mann 923,00 kr. á viku, en það eru 39,7% af lágmarkskaupi Dagsbrúnar, fyxir kvaentan mann eru bætum- ar 931,00 kr. á viku eða 45% af kaupi miðað við lágmarkstíma- kaup Dagsbrúnar. Hámark bóta getur numið 1256,00 kr á viiku eða 60,5% af sömu viðmiðun. Hámarkið er fyrir kvæntan mann með 3 börn. Hvað þýðg þessar tölur? Hverjir eru afkomumöguleikar atvinnuleysingjans sem hefur þær einar til að lifa af. Tökum dæmi um kvæntan mann en barnlausan; hann fær kr. 931,0Q á viku þ.e. kr. 133,00 á dag. Fyr- ir þessar 133 kr. getur fjölskyld- an keypt sér þrjá lítra af mjólk, 1 kg af kjöti og þá eru tæpar 30,00 kr. eftir til greiðslu á öll- um öðrum lífsnauðsynjum. Tökum annað dæmi, kvæntur maður með þrjú börn fær á mánuði sem næst kr. 5.380,00. Gerirm ráð fyrir að hann búi mjög þröngt og þurfi ekki að greiða í húsaleigu nema 4 þús. kr. á mánuði, sem er mjög var- lega áætlað. Hann á þá eftir kr. 1380,00 til annarra þarfa fjöl- skyldunnar eða kr. 46,00 á dag. Með öðrum orðum að þegaf hann hefur greitt tiltölulega lága húsa- Ieigu á hann eftir fyrir rúmlega Vi kg. af súpukjöti á dag. Breytingarnar Fleiri .slík dæmi mætti taka, t.d. um styrk einhleypings, sem dugar honum fyrir hálfri annarri máltíð á ’dag. En ég hygg að þessar tölur og dæmi sýni svo að ekki verði um villzt hversu fjarii fer þvi að sjóðurinn full- nægi .þeirri frumskyldu semhon- um er ætlað að gegna. Þær bréytíanigar sem frum- varpið á þskj. 279 felur í sér frá núgildandi lögum. um At- vinnuleysistryggingasjóð eru skv. 1. gr. frumv. að úr 15. gr. lag- anna verði fellt niður það á- kvæði að þeir sem eru orðnir 67 ára gamlir og njóta éllilífeyris eigi ekki rétt á bótumv úr sjóðn- um. Þetta skerðingarákvæði í núgildandi lögum er óréttlátt. Sá sem missir atvinnutekjur vegna atvinnuleysis á að eiga fullan rétt til atvinnuleysisbóta, hvort sem hann nýtur ellilíiþyr- is eða ekki. Á sama hátt og hann heldur ellilífeyhsrétti þótt hann hafi atvinnutekjur. Hafi hamri hinsvegar misst vinnutekjur af öðrutm ástæðum en atvinnuleysi heyrir það undir önpur ákvæði laganna. Ákvæði 2. gr. um að síðari málsgrein 16. gr. falli nið- ur leiðir af þeirri breytíngu sem 1 gr. felur í sér. I 3. gr. felst sú breyting frá núgildandi lögum að fellt verði niður ákvæði um að ekki eigi rétt til bóta þeir sem hafa ásíðustu 6 mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr 75% af meðal- árstekjum almennra verkamanna eða verkakvenna ef um konu er að ræöa. Margar ástæður liggja tíl þess að þetta skerðingarákvæði nú- gildandi laga er óréttlátt. I fyrsta lagi sú staðreynd að tekjumarkið sem sett er, er alltof lágt. Sveifl- ur á tekjum manna geta verið mjög miklar svo að sá sem verð- ur atvinnulaus kann að vera með mjög takmarkaðar tekjur yfir lengra tímabil þótt hann hafi á síðustu 6 mánuðum haft tekjur sem fara yfir það lág- mark sem sett er og skerði því rétt hans til bóta. Þess utain marka tekjumögu- leikar manna mjög lífshættí þeirra svo að sá sem hefur haft, segjum góðar tekjur getur verið jafn ófær að mæta skyndilegu atvinnuleysi og oft á tíðuim verr undir það búinn, ekki sízt ef hann 'stendur í húsbyggingum, dragandi á eftir sér alla þá skuldahagga sem því fylgir. Það skerðingarákvæði, sem nú er, á því ekki rétt á sér, og hliðstæð ákvæði eru ekki skilyrði fyrir öðrum tryggingarbótum. 4. gr. er um þá breytingu á 18. gr. laganna að bætur verði hækkaðar frá því sem nú er, að þær verðl fyrir einhleypan mann í kr. 248,00 á dag, fyrir kvænt- an mann i kr. 284,00 á dag og fyrir hvert barn yngra en 16 ára í kr. 24,00 á dag og að há- mark bóta megi nema kr. 356,00 á dag. Þessar tölur eru grunntöl- ur og skulu fylgja brejdingum sem kunna að verða á 2. taxta Dagsbrúnar. Þótt hér sé síður en svo um neina rausn að ræða ætti sú breyting sem hér er lagt til að gerð verði að vera nokkur bót frá því sem nú er. Ber sjóðurinn hækkanir? Sú spuming kann að vakna hvort sjóðurinn hafi möguleika til að standast þær kröfur sem slík breyting kynni að gera til hans ef um atvinnuleysi yrði að ræða. í því sambandi vil ég vísa til ítrekaðra yfirlýsinga verka- lýðshreyfingarinnar að atvinnu- Ieysi er böl sem hún ætlar sér ekki að una og að allt verði að gera til að koma í veg fyrir slíkt ástand. Cndir það hefur reyndar eiijnig verið tekið hér innan veggja þingsins. Því til ’viðbótar er rétt að staldra við nokkrar kunnar stað- reyndir. í árslok 1966 nam höfuðstóll Aívinnuleysistryggingasjóðs kr. 940 milj. Vaxtatekjur hans það ár námu 61,6 milj. Ef við mið- um við bótagreiðslu frumvarps- ins til kvæntra mgnna dygðu vaxtatekjumar einar til að greiða 1450 mönnum bætur í 25 vikur á ári. Á þessu má glöggt sjá að hann er vel fær um að standast þær kröfur sem samþykkt þessa frumvarps myndi gera til hans. Eins og áður er fram komið hefur hlutverk sjóðsins verið tví- þætt: Að veita lán til atvinnuupp- byggingar og með því komið í veg fyrir atvinnuleysi sem ann- ars hefði orðið. Og það sem er hans fyrsta skylda, að styrkja félaga verka- lýðshreyfingarinnar til lifsfram- færis í atvinnuleysi. Hvorutveggja er mikilvægt, en æskilegt væri að hann þyrfti aldrei að sinna því síðara. En staðreyndin er sú, að bætur úr sjóðnum em nú eina von allt- of margra launþega. Og fyrst þjóðfélagið stendur ekki við þá frumskyldu að allt vinnufært fólk búi við atvinnuöryggi, þá getur hið háa alþingi ekki skotið sér undan að bréyta lögunum um Atvinnuleysistryggingasjóð á* þatin veg að hann sé fær um að greiða bætur sem þjóni a.m.k. þeirri lágmarkskröfu atvinnu- leysingjans að hafa fæði og klæði. Herra forseti, ég vil að lok- um aðeins segja þetta: Á þingi Verkamannasambands í'slands og alls staðar annars staðar inn- an verkalýðshreyfingaririnar þar sem þessi mál hafa verið til um- ræðu og ályktunar hafa allir verið á einu máli um nauðsyn þess að bætur atvinnuleysis- trygginga verði hækkaðar og ó- réttlát og óþörf skerðingar- ákvæði felld niður. Um málið hefur 5 verkalýðs- hreyfingunni fjallað fólk frá 6- líkum starfsgreinum víðsvegar að af landinu og með ólíkar pólitískar skoðanir og óskir þess um breytingar hníga allar í sömu átt. Það er von okkar flutnings- manna þessa fmmvarps, að svo verði einnig hér á hinu háa al- þingi að þrátt fyrir ólíkar póli- tískar ekoðanir háttvirtra þing- manna verði þeir einnig sam- mála um nauðsyn þeirra breyt- inga á lögum um atvinnuleysis- tryggingar Sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir og að þeim breyting- um verði hraðað svo sem frekast em föng á. Herra forseti, ég leyfi mér að leggja til að málinu verði vísað til heilbrigðis- og félagsmála- nefndar að lokinni þessari um- ræðu. LOKAÐ Sltrifstofur félagsins verða lokaðar í dag kl. 14,30 vegna jarðarfarar SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR, , fyrrverandi skrifstofustjóra BRUNABÖTAFÉLAÓ íslands. Enska landhúnaðarsýningin Framhald af 7. síðu. shires, sem hafa sérkennileg horn, standa einnig framarlega. Einnig ber að telja Jerseys og Guemseys, sem eru heimsfræg- ar mjólkurkýr. Nær því 30 sauðfjárkyn em sýnd. Meðal lagðsíðra kynja má sjá Leicesters, Lincolns og Romney Mareh. En meðal lagð- stuttu kynjanna má sjá Ox- fords, Southdowns og Hamps- hires, og meðal fjallakynja Che- viots, Kerry Hill og Welsh Mountain. Svínakyn ná nærri því tylft. Fyrst má telja Large White, sem nú ar alþjóðakyn, þekkt vegna hæfileika til kynblönd- unar. Þá eru Middle Whites, Essex og Wessex Saddlebacks, Large Blacks, Tamworths og önnur kyn. sem tengd eru ein- stökum stöðum, en þó athygl- isverð. Áhaldadeildin Áhaldadeild sýningarinnar er viðurkenndur \ markaður fyrir alla þá, sem áhuga hafa á vél- um. Þetta er sá staður, þar sem margir brezkir bændur velja áhöld sín, þegar þeir hafa gert samanhurð og metið hæfni hinna mismunapdi tegunda, Fleiiri og fleiri erlendir bænd- ur geta á þessum stað skoðað brezk áhöld og rætt um þau í urmhverfi, þar sem þeir hafa þetra heildaryfirlit yfir land- búnað en á nokkrum öðrum stað. Brezkir framleiðendur geta boðið fram allt, sem þarf fyr- ir eitt hið alfjölbreyttasta land- búnaðarkerfi sem til er, kerfi, sem 'í hlutfalli við flatarmál notar mieiri vélbúnað en nokk- urt annað. í landi matjurta- garðanna má ekki 'leiða hjá sér hið fjölbreytta úrval af garð- yrkjudráttarvélum og öðrum á- höldum. Kynslóð fram af kynslóð hafa bændur sótt sýninguna til þess að skoða úrvalsbúfé; í daggeta þeir séð eiiihverjar afkasta- mestu vélar í heimi, og fundið eitthvað athyglisvert, hversu langt sem þeir eiga að. Gripir og kóngafólk Á sfnu sviði eiga hinar stóru fylkingar verðlaunagripa af öll- um kynjum ekki sinn .líka, þvi hvergi er að líta jafn áhrifa- miklair nautgripasýningar. Þá eru aðrar sýningargöngur, sem hver um sig hefur sitt gildi — stórir og smáir hestar, hrútar, og nú á vélaöldinni dráttairvél- ar og tilheyrandi jarðyrkjuá- höld. En þó vekur hesturinn mesta eftirtekt á sýningarsvæðinu; hann er sýiidur með alls konar aktýgjum, og auk þess fer fram keppni í hindrunarstökkum. öðru hvoru að degi til má sjá sýningar á hæfni fjárhún'da, hópa refhunda ög annarra veiðihunda. 'Héma hafa menn tækifæri til þess að hvflast í á- horfendastúkunni óg virða fyr- ir sér hin margbrotnu sýning- aratriði. Meðlimir konungsfjölskyld- unnar eru tíðir og áhugasam- ir áhorfendur 'að þessum sýn- ingaratriðum, isem enduirvarpa hátíðarblæ og vékja minning- ar um viðhafnarsýningar og OSICATÆICB Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp starfsiþróttamót til sveita.' — Þess mé geta, að drottming Eng- lands var á sýningunni ásamt eiginmanni sínum. Blóm og smíðar Margt er það, sem fyrir augu ber á sýningunni. Eitt það, sem menn leiða aldrei hjá sér er blómasýningin, sem er meiri- háttar viðburður á sínu sviði. 1 ró og næði geta menn notið þar litskrúða og blómailms. Skógræktardeildin er ævin- íega eftirtektarverð og um- fangsmikil, og þar sýna skóg- arhöggsmenn listír sínar pg keppa í smíði á hliðum og öðr- um hlutum úr óunnu timbri. Þá er smiðjan athyglisvert sýningaratriðd. Hópar áhorfenda næstum því eins stórir og þeir, sem horfa á þegar keppt gr uim að jáma hesta, flykjast að, þeg- ar samkeppni í jámsmíði 'fer fram. Félög ungra bænda sjá um mörg sýningaratriði á sviði handiðnaðar, og ekki má ganga fram hjá upplýsinga- og leið- beiningadeildunum, eða því, sem vísindin og tæknin hafa upp á að bjóða. Þannig tekur eitt sýningarat- riðið við af öðru, allt frá bý- flugnarækt til ullarvinnu. Þá er enn eitt atriði, sem sérstaklega vekur athygli, en það er, þegar heiðursmerki eru afhent land- búnaðarverkamönnum fyrir Ianga og dygga þ'jónustu hjá sama húsbónda. -- Umbætur og þjónusta Félagið vinnur að eflingu landbúnaðar og v umbóta á margvíslegan annan hátt. Einn þáttur þess er fræðsla. Félagið fór að láta til sín taka á fræðslusviðinu fyrir nær þvi hundrað árum, og stendur fyrir' prófum og gefur út skírteini handa mörg hundruð nemend- uim í bæði almennum landbún- aðarfræðum og mjólkurvinnslu. Annar þáttur er efling véla- framleiðslu eftír ákveðnum brautum. Á fyrstu érum. sinum hét það verðlaunum að upphasð 500 pund handa þeim, sem gæti smíðað fyrsta nothæfa gufu- plóginn, og nýlega hefur verið heitið verðlaiunum að upphæð 3.000 pundum í samkeppni um fullkomna kartöfluuppskeruvél. Þjónusta og sérréttindi til handa meðlimum er mikilvæg- ur þáttur i störfum félagsins. Það veitir meðlimum sínum leiðbeiningar hæfustu sérfræð- inga, og meðlimirnir hafa að- gang að bókasafni, þar sem finna má hvess konar upplýsing- ar um landbúnað. Einnig fá þeir á hverju ári eintak af ár- bók félagsins, sem hefur inni að halda imarkverðar greinar um landbúnað, og er jafnframt handbók basnda á sviði rann- sókna, en handibókin er ef tíl vill verðmætasta búnaðarritíð, sem út kemur á hverju ári, og þá ekki síður fyrir okkur Is- lendinga. GRAND FESTIVAL 23” eða 25" KRISTALTÆR MYND OG HLIÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Piölugeymsla • Ákafiega vandað verk, •— byggt með ianga notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 byigjum, þar á meðal FM og bátabyigju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víSa um iand. AðalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 INNHetMTA lÖ0F8ÆV/<STðtlP Mávahlíð 48. — S. 23970 og 24579. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17 500 úr og skartgripir iKDRNHlUS IÓNSS0N skólavöráustig 8 S Æ N G U R ffindumýjum gömlu sæng- amar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- - um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstlg 3. Siml 18740. lörfá skreí frá Laugavegl) □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ élMACK BÁR Laugavegi 126 Sími 24631. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-10L Laugavegi 38 Skólavörðustfg 13 ÚTSALAN ER i FTJLLUM GANGÍ Eins og Jafnan áður er stórkostleg verðlækkun á ýmis konar fatnaði. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAtTP Vd ÍRtjejzt KHH8CÍ ÖHNUMSI ALLA HJÚLBARÐANÖNUSTU, FLJÓTT OG VEL, MEÐ NÝTÍZKU TÆKJUM IW* NÆG BÍLASTÆÐ! QPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJOLBARÐAVIÐGERÐ KQPAVOGS Kársnesbrant 1 ími 40093 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.