Þjóðviljinn - 31.03.1968, Síða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1968, Síða 12
Skemmta sjálfum sér og öðrum □ Siunir spila bridge, aftrir sækja sumaklúbba og enn aðrir sit.ia fina miðdaga í klúbbunum sinum — fiað hef- ur hver sinn smekk á tóm- stundag-amni, — en áreiðan- lega skemmta þeir sér ekki sízt sem hafa kosið sér tón- listariðkun eina kvöldstund í viku til að gleyma veraldlegu vafstri dagsins. Meðal þeirra eru 120 manns í Söngsveit- inni Filharmóníu og skemmta reyndar ekki eingöngu sjálf- um sér, heldur flytja vönduð kórverk á hverjum vetri í samvinnu við Sinfóníuhljóm- sveit íslands, tónlistarunnend- um borgarinnar til mikillar ánægjn. □ Söngfólkið í kórnum er úr öll- um stéttum og á ýmsum aldri, húsmæður eru fjölmennar, skrifstofustúlkur, verzlunar- fólk, alls konar fræðingar: náttúrufræðingar, hagfræð- inga«, íslenzkufræðingar, námsfólk úr ýmsum skólum, m.a. margir úr Háskóla ís- lands, einnig erlendir stúd- entar, meira að segja einn Grænlendingur. Þau æfa reglulega einu sinni til tvisv- ar í viku. það er mikið verk, en þakklátt. Stjórnandi Filharmóníu er hinn siungi og glaði Róbert Abraham Ottósson, sem reynd- ar lætur fleira fjúka en brandara ef honum mislíkar á æfingum. Við fengum að hlusta á kórinn eina æfingu, þar voru líka fleiri áhugasam- ir: fjármálaráðherra og frú, Ragnar í Smára og Björn Franzson með digurt nótna- hefti. Það var Requiem Verd- is sem verið \ ar að æfa í sið- asta sinn áður en æft var með hljómsveitinni og ýmis smá- atriði sem stjórnandi vildi snurfusa. Þegar blaðamenn spurðu dr. Róbert nýlega hvaða verki honum hefði þótt skemmtileg- ast að stjórna hjá kórnum var svarið: „Allt! Ég er svo hamingjusamur maður að ég hef alltaf fengið að stjórna því sem mér finnst vænt um“. Myndirnar eru frá æfingunni. (Ljósm. vh). Sumniudiagur 31. maírz 1968 — 33. árgamgur — 65. tölublað. Þota af gerðinni F-111 var skotin niður yfir N- Vietnam SAIGON 29/3 — Ein af full- Sex þotur af þessari gerð hófu komnustu herþotum Bandarikja- fyrir nokkrum dögum loftárásir manna, af gerðitnni F-lll, var í á Norður-Vietnam frá flugvöllum gasr skotin ndður yfir Ha Linh- í Thailandi. Hcldu Bamdarikja- héraði í Norður-Vietinam, að menn því þá fram að þotur sögn norðurvietnömsku frétta- þessar gætu markað þáttaskil í stofunnar. lofthernaðinum, þax sem svo til ómö'gulegt væri að granda þeim. Þotur þessar sem hafa hreyf- anlega vængj geta bæði flogið með nær þreföld- um hraða hljóðsins í h'áloftum og miklu hæg- ar alveg niður við jörð. Þær áttu því að vera óhultar fyrir radarkerfi and'stæðingann'a í lág- flugi og fljúga of hratt í háflugi til þess að flugskeyti gætu náð þeim. Þetta var í fyrsta sinn sem flugvélar af þassari gerð eru notað- ar í hemaði og virðist reynslan ekki uppfyila spádómana. Þota af gerðinni F-lll. Með litrétta vængi á efri myndinni fyrir lágflug, með væng- ina að bol fyrir hraðflug á þeirri neðri. Bandarísk yfirvöld eru mjög fáorð um þennan atburð. Reiðskóli á vegum Fáks mun hefja starfsemi sína i aprí/ Aðalfundur Hestamannafé- Iagsins Fáks var haldinn nýlega í húsi félagsins á skeiðvellinum við Elliðaár. Húsfyllir var á fundinum. Rekstur félagsins var með svipuðu sniði og undanfar- in ár. í hesthúsum félagsins í vetur eru á föðrum 450 hestar. Á sl. sumri voru famar nokkr- ar hópferðir á hestum og var mikil þátttaka í þedm. Áætlað er að fara allmangiar hópferðir I á hestum í sumar. Fræðsluerindi hafa verið flutt í vetur í félags- heimilinu um margt sem varð- ar hesta og hestamennsfcu. ★ Reiðskóli verður stofnaður í vor á vegum félagsins og hefst kennsla fyrst í april. Verður bæði unglingum og fullorðnum gefinn kostur á að fá þar þjálf- un í meðferð hesta. Kolbrún Kristj'ánsdóttir annast ketmsluna. Seljum næstu daga við mjög hagstæðu verði fjölmargar gerðir af KULDASKÓFATNAÐI fyrir kvenfólk, böm og unglinga. Ennfremur litlar stærðir af kuldaskóm fyr- ir karlmenn, stærðir 37—42, fyrir mjög lágt verð — Vandaðar gerðir. Sígild ísl. leíkrit, engilsaxneskir gamanleikir A tján frumsýningar leikfélaga úti á landi frá sl. áramótum Menn verða þess mjög varir í útvarpi og blöðum, að það er mikið um frumsýningar hjá leikfélögum og flokkum úti á landi um þessar mundír. Hjá Bandalagi íslenzkra leikfélaga fáum við þær upplýsingar að athafnasemi leikfélaga sé svipuð og áður. Frumsýnt hefur verið á sautján stöðum. frá áramótum og leikrit eru í æfingu á 13 stöð- rnn Leikritaval virðist næsta svip- að því sem verið hefur hjá sam- tökum áhugamanna: mest ber á engilsaxneskum gamanleikjum aí léttara taigi, svo og eldri ís- lenzkum leikritum. Einn nýr ís- lenzkur gamanleikur er á ferð- inni, í Borgannesi, og saminn þar á staðnum af Hilmi Jóhann- essyni. Leikfélag Akureyrar sker sig nokkuð úr með verkefnaval: það hefur sýnt Gísl eftir Behan og er nú að æfa Óvænta heim- sókn, ádeiluverk eftir J. B. Priestley, sem nú má sígilt fcall- ast. Frumsýningar Keflvíkingar frumsýndu Grænu lyftuna á dögunum (leikstjóri Karl Guðmundsson). Skallagrím- ur í Borgamesi sýnir Sláturhús- ið Hraðar hendux í leikstjórn höfundar, Hilmis Jóhamnessonar, en hann stjórnar einnig Pilti og stúlku í Reykholtsdal, Leikfélag Patreksfjarðar sýnir Fjölskyldan ætlar út að skemmta sér, banda- rískan gamanleik (Kristján Jóns- son). UMF Grettir í Miðfirði Leynimel 13 (Bjami Steingrims- son), Leikfélag Akureyrar Gísl (Eyvindur Erlendsson), Leikfé- lag Dalvíkur sýnir Fjalla-Eyvind (Steingrímur Þorsteinsson), Leifc- félagið Iðunn í Eyjafirði Sælt er það hús, brezkan gamanleik (Ágúst Kvaran), Leikfélag Öng- ulstaðaihrepps Frænku Charleys (Jóhann Ögmundsson), Leikfé- lag Þistilfjarðar er með Þorlák þreytta, Leikfélag Fáskrúðsfjarð- ar með Leynimel 13 (Kristján Jónsson) — það er sömuleiðis leikið í Biskupstuogum (Guðjón Ingi Sigurðsson) og dæmist því vinsælasta leikrit ársins. Á Þing- eyri gengur Klækjavefur, enskur gamanleikur (Eiríkur Eiríksson), í Eyjum Frú Alvis (Ragnhildur Steingrímsdóttir) og Litli leik- klúbburinn á í'Safirði sýnir Sex- uraar (Sævar Helgason). Gagn- fræðaskóli Ólafsfjarðar hefur sýnf barnaleikritið Kubb og Stubb og menntskælingar á Ak- ureyri Halló Dolly. í æfingu Fjöldi leikrita er í æfingu um þessar mundir. í Grundarfirði er það Hreppstjórinn á Hraun- hamri, á Bíldudal Maður og kona, á Flateyri Góðir eiginmenn sofa heima, á Blönduósi Klækja- vefur. UMF Fram á Skagaströnd æfir þýzkan gmanleik, Skottu- lækninn, Leikíélag Akureyrar Ó- vænta heimsókn Priestleys, Hús- víkingar Halló Dolly og Leikfé- lag Neskaupstaðar er með Hraun- hamarshreppstjórann. Þá eiru og I sýningar í uppsiglingu á Revðar- j firði, Fljótsdialshéraði og í | Homafirði, SKÓBÚÐ AUSTURRÆJAR, Laugavegi 100. Seljum ódýra karlmannaskó í miklu úrvali. — Verð kl. 393 — 398 — 428 — 471 — 486 — 498. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR, Laugavegi 100. GÚMMÍSTÍGVÉL fyrir börn, unglinga og karlmenn. Skóbúð Austurbæjar, Laugavegi 100. Skókaup, Kjörgarði, Laugavegi 59.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.