Þjóðviljinn - 13.06.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1968, Blaðsíða 4
4 SföA — (WÖÐVMUniNW — Eiimimteidagiur IS. jjflof~lS6B----------------------— / Otgeíandl: aameinmgarfloKkur alþýðu - Sósialistaflokkurlnn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kj artansson. Signrður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðtir V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiðtir Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kx. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Hvílík umskipti! gnemma á nýliðnu vori var liðin hálf önnur öld frá fæðingu Karls Marx og í fyrrasumar öld frá því að höfuðverk hans „Auðmagnið“ kom út í fyrsta sinn, sú bók sem vafalítið hefur valdið meiri umskiptum í þróun mannlegs samfélags en nokkur önnur. Þessara afmæla var minnzt með ýmsum hætti, að sjálfsögðu með mestri viðhöfn í þeim löndum þar sem spádómur hans um óumflýj- anleg endalok auðvaldsþjóðfélagsins hefur þegar rætzt, en einnig í auðvaldsheiminum voru haldn- ar ráðstefnur hagfræðinga, sagnfræðinga, félags- fræðinga, heimspekinga, þar sem f jallað var af vís- indalegri gerhygli um margþætt framlag hins þýzka hugsuðar til aukins skilnings mannsins á samfélagi sínu. Eins og vera ber þegar fróðir menn hittast voru ekki allir á einu máli, en um eitt munu flestir hinna vestrænu lærisveina og vildis- manna Karls Marx hafa verið samimála fyrir nokkrum mánuðum: Það myndi eiga langt í land að auðvaldsþjóðfélagið liði endanlega undir lok vegna ósættanlegra innri andstæðna sinna, ef sú meginniðurstaða æviverks hans væri þá ekki byggð á fölskum, eða a.m.k. úreltum, forsendum. þetta var næsta skiljanleg afstaða: Þrátt fyrir þær miklu þjóðfélagsbyltingar sem örðið hafa á liðnum árum eða eru í aðsigi í hinum svonefnda þriðja heimi, virtust höfuðvígi kapítalismans, hin rótgrónu auðvaldsþjóðfélög Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, aldrei hafa staðið traustari fót- um. í fljótu bragði og jafnvel við nánari athugun mátti vissulega svo virðast sem í þeim hefði tekiz't að sætta þær innri andstæður kapítalismans sem Karl Marx hafði talið að myndu í fyllingu tímans ríða honum að fullu. Tekizt hafði um áratugi að fyrirbyggja þær heimskreppur sem áður gengu yfir auðvaldsheiminn, svo háttbundnar að forsvar- ar hans töldu þær hljóta að lúta náttúrulögmáli eins og t.d. því sem stjórnar gangi sólbletta—ef þær þá stöfuðu ekki af sólblettunum eins og sumir þeirra vildu halda fram. Tæknilegar framfarir, svo mikl- ar að jöfnuðust á við nýja iðnbyltingu, höfðu leitt af sér svo stórfellda aukningu framleiðslunnar, að slíks voru engin dæmi áður og með þeim hag- stjórnaraðferðum sem kenndar eru við Keynes, með hæfilegum afskiptum ríkisvaldsins og jafn- vel áætlunarbúskap að sósíalistískri fyrirmýnd átti að tryggja verkalýðnum afrakstur af nokkrum hluta hinnar auknu framleiðslu, veita honum — þá helzt með afborgunarskilmálum — hlutdeild í þeim auð sem hann hafði sjálfur skapað; binda hann á klafa neyzluþjóðfélagsins. j^n hvílík umskipti hafa ekki orðið á þeiiy fáu mánuðum sem síðan eru liðnir! í Frakklandi hafa menntamenn og verkalýður kveðið upp dauðadóminn yfir auðvaldsskipulaginu; þar, sem annars staðar mun það aðeins fá gálgafrést. ,,Vofa gengur ljósum logum um Evrópu, vofa komrnún- ismans“. Þau orð Marx og Engels hafa aldrei verið jafn tímabær óg nú. — ás. kéú&ÖNA laiira fv-C '■> Útför Jónasar Þor bergssonar í dag Útíör Jónasar Þorbergsson- ar fyrrum útvarpsstjóra verð- ur gerð í diag, en hamin lézt í ájúkrahúsii í Reykjavík hinn 6. júní sl. Jónas Þorbergsson var fædd- ur 22. jamúar 1885 á Helgastöð- um í Reykjadal, Suður-Þimg- eyjarsýslu, og voru foreldrar hans Þorbergur Hallgrímsson bóndi þar og Þóra Hálfdanar- dóttir konia hans. Jpnas lauk gagnfræðaprófi á Akureyri áx- ið 1909, en fluttist síðar til Kanada og dvaldist þar í 6 ár. Árið 1920 tók hanin við ritstjórn blaðsins I>ags á Ak- ureyri og ritstjóri Tímans í Reykjavík varð hann 1927. Gegndi hann ritstjónasförfum þar til hann var settur út- varpsstjóri í ársbyrjun 1930 og skipaður síðar á árinu. Veitti Jónias Þorbergsson síðan ríkisútvarpinu forstoðu allt til ársdns 1953, byggði þá stofn- un upp frá grunni og mótaði starf hennar fyrstu og erfið- ustu árin og áratugina tvo. Jónas Þorbergssqn sat á Al- þingi sem þingmaður Dala- manna á árunnim 1931 -1933 og átti á þeim tíma- sæti í utan- • ríkismá 1 anefnd þmgsins. Hann var og kjörinn til .ýmissa ann- arra trúnaðarstarfa og fél.ags- mál lét hann og til sín taka. auk afskipta sinna af stjóm- málum. Allmargiar bækur liggja eft- ir Jónas Þorbergsson og af margvíslegu tagi: sagnfrœði- rit, minningabæijcur, ritgerða- söfn, ljóð, dulrænar frásagnir. Var Jónas einkum hin síðari ár mjög afkastamikill rithöf- undur og tvær síðustu bæk- umax sem frá hans hendi komu voru æviminningar hans sjálfs. Jónas Þorbergsson var tví- kvæntur. Fyrri kon.a . hans var Þorbjörg Jónsdóttir skálds Þor- steinssonar frá Amarvatni, dá- in 1923, og síðari kona Sigur- laug Margrét Jónasdóttir sem lifir mann sinn. Steinþór Hóseasson Fáein minningarorð Eitt er sífelld eign: hið missta, annað hjóm og brotgjöm vigur. (Henrik Ibsen.) Fyrir níu árum andaðist með sviplegum hætti ung stúlka, sem ég þekikti ofurlítáð og ólst upp hér í bæ, Dröfn að mafni, Steiniþórsdóttir. Hún var eftirlæfi föður síns, er sakn- aði hennar svo sárt og lengi, að fágætt mun verið bafa, ann- aðist um leiði þessarar einka- dóttur með svo dæmalaiusri al- úð, að mér gleymist sednt, þeg- ar ég sá hanq flytja þangað blóm og hlúa að þeim oftar en tölu verði á komið, öll þau ár sem liðin eru ýðan. Rösklega 14 mánuðum eftir andlát Drafnar missti Steinþór konu sína, Rögnu, móður einkadótturinmar, eftir langt sjúkdómsstríð. Nokkrum árum síðar kvæntist hann öðru sinmi, gekk að eiga aíbragðs- . konu, Hallfríði Gísladóttur, sem bjó honum fagurt heim- ili og gerðist ómetanleg hjálp- arhella drengjunum hans móð- urlausu, en hvort tveggja mun hafa átt mikinn þátt-í að sefa hinn sára harm, er Stein,þór varð fyrir hvað eftir annað. Um svipað leyti og bann missti dóttur sína og eiginkonu, and- aðist líka Guðiún móðir hans eftir langa vanheilsu. , Allt þetta mótlæti bar Stein- þór án allrar æðru. Honum var ekki fisjað samian. Hann ólst upp í íátækt og við hörð kjör, næstum því eins og þau geta hörðust verið á þessu harðbýla landi, einmitt þar sem vetranríkið er einna mest. Æskustöðvaimar voru Langa- nesströnd og Melrakkaslétta, lífsbaráttan stríð og ströng frá upphafi til ertda. Hingað til Hafniarfjarðar fluttist Steinþór nokkru fyrir tvítugt, nálega með tvær hendur tómar, stund- aði fyrstu árin ýmis störf til sjós og lands, staðfesti svo ráð sitt og hóf hér iðnaðar- og vélstjóranám í hjáverkum, hélt því sleitulaust áfnam og laiuk hvoru tveggja með sæmd, en varð jafnframt að vinna fyrir sér og sínum hörðum höndum. ‘ ön var þessi barátta sigur- sæl, jafnt nám sem störf. Ár- um saman eftir að námi lauk, var Steinþór vélstjóri á botn- vörpungum, en tókst sdðar ' á hend/ur sams konar störf hjá Bæjarútgerð Hafnarf j arðar í frystihúsi þess og gegndi þeim á meðan heilsan entist eða jaifnvel lengur. S.l. haust kenndi Steiniþór vanheilsu þeirrar, sem varð honum að bana. Eftir nýárið gekk hann undif læknisaðgerð, en á-n verulegs árangurs, komst þó á fætur og dvaldist heima um stundar sakir, en varð á nýj-^ an leik að fara í sjúfcrahús og tók því, sem að hondum bar, með sama æðruleysiinu og hann hafði ávallt áður tekið öllu öðru mótlæti lífsins. Hann and- aðist á St. Jósefsspítala i Hafn- arfirði aðfaranótt 4. þ.m. Síð- asta ósk hans í þessu lífi var SÚ, að hans útför skyldi fara fram hinn sam,a mánaðardag og Dröfn var jörðuð fyrir níu árum. Þessa hinztu ósk sína fær Steinþór nú uppfyllta, áð- ur en sá dagur er allur. „Eitt er sífelld eign: hið missta“. Svo kvað hið mikla skáld. Sanngildi þeirra vitur- legu orða fékk Steimþór að reyna, eftir að hann. hafði misst sína ástfólgrou og yndis- legu dóttur,. eiginkonu og móð- ur. Sá er þetta ritar, minnt- ist Dnafnar með fám orðum í þassu blaði þenn.an sama diag fyrir níu árum. En vinir Steinþórs þeir sem þekktu hann bezt, og framar öðirum eftirlifandi ekkja, sjnnir og systkini, sannfærast nú um það sama. Minningin um hann mun sjá fyrir 1 því. Öllum þeim votta ég innilega samúð við saknaðairríkt fráfall hans löngu fyrir aldur fram. Við Steinþór Hóseasson vor- um sambýlismenn í mörg ár. Á þá sambúð féll aldrei neinn skugigi. Hjiarta hans yar sem af gulli gert. Honum féll helzt aldred verk úr hendi. Þegar vinnustundium sólarhringsins laiuk, en þær voru oftast ærið margar á nótt sem degi, var hann alltaf boðinn og búinn til að veita mönnum eða góðu miálefnd lið, gera öðrum gireiðe. Hjálpsamari xrnanni hef ég aldrei kynnzt. Við kymnin af honum fremur en flest annað hef ég komizt að raun um, að miannigildið fer ekki eftir lær- dómsgráðum, frægð eða frama, því síður auð né völdum. Það er fraraair öðru umdir hug og hjarta komið. Að lokum þakka ég Stein- þóri all'an þann greiða, sem hann hefur okkur gért, konu minni og mér. Þar kemur fleira til en frá verði sagt í þessum örfáu minningarorð- um. Hann hefur orðið mér ímynd margs þess bezta, sem íslenzk alþýða á í fari sínu: dyggða, tryggðar óg trúfesti, sem hvorki eru né verða vís- ast noklyni sinni metniar að verðleikum í þessum vanþakk- láta og misvitra heimi. Steinþóri má gefa svipaðan vitnisburð og meistarinn frá Nazaret gaf Natanael forðum: Hjá honum voru samnarlega aldpei nein svik fundim. Hafnarfirði. 13. júní 1968. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. F0RSTÖDUMA0UR Forstöðumaður fyrir vörulager óskast, Tilboð er greini fyrri störf sendist, blaðinu fyrir föstúdagskvöld merkt „FORSTÖÐUMAÐUR“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.