Þjóðviljinn - 20.06.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.06.1968, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVKLJTNN — Flmmitadagtir 20. júrcí 1968. I I i Kennmgin sem skjaldsvein- ar Atlanzhafsbamdalagsins á fslandi bafa enn ó hraðbergi til 9kýrin@ar á stofnuii. og nauðsyn þess, er sú að 'ein-. hliða . afvopnun Bandaríkj- anna (og Breta), ásamt brott- flutningi liðsgfla þeirra frá Evrópu í stríðslok, hafi skap- að tómarúm í valdahlutfall- inu sem Sovétrikin haJfi hag- nýtt sér með því að leggja rikin í A- og M-E.vrópu und- ir áhrifaisvæði sitt og koma þar á fót kommúmískum ein- ræðisst j ómium. t>að sem um er deilt, er hvaða ástæður lágu á bak við þessa útþensiustefnu og að hve miklu leyti hún braut í bága við gerða samniniga milli hinna fyrrv. bandamanna. Var hún fullmótuð í höfði Stalíns strax við stríðslok? Og hafi svo verið, hvemig stendur þá á því, að það tók Rússa þrju ár að f.ram- kvæma han-a (frá 1945 til 1948) — endia þótt öll þessi ríki lægju að baki hemaðar- línu þeirra við stríðslok ? Bandaríkjamanninum D. Horowitz farast svo orð um þetta atriði í bók sinni The Free World Colossus (1964); „Hvemig má skýra mismun- imm á stefnu Rússa í Ung- verjalandi og í Búlgaríu og Rúmeníu þar sem Rauði her- inn sá undir eins til þess að koma á fót kommúnískri stjóm. f raun og veru var sovétisering Búlgaríu og Rúm- eníu í samræmi við leynileg- an samning sem Stalín og Churchill gerðu með sér í október 1944. Eftir þvi sem ChurchiU greindi sjálfur frá, var svo kveðið á í samning- um að Sovófcrikin skyldu fá „90% áhrifa í Rúrnieníu“ og England jafnmikil áhrif í Griikklandi. Áhrif beggja í Júgóslavíu og Ungverjalandi skyldu deilast að jöfnu, og í Búlgaríu skyldu 75% áhrifa falla Sovétríkjunum í skaut. 8. marz 1945 símaði Churchill til Roosevelts (sem var and- vígur samningnum) að Stalín framfylgdi samningnum dyggilega. Hann áfcti við það að Stalín hélt að sér höndum meðan brezkir herir brutu á bak aftur andspymuhréyfing- una EAM/ELAS í Grikklandi, sem kommúnisfcar stjómuðu, og endurreistu hið hægrisdnn- aða kanunigdæmi. í staðinn fékk Stalín leyfi til þess að fara sínu fram í Rúmeníu og Búlgaríu. Hins vegar leyfði Stalín frjálsar kosningar í Uwgverjalandi (og tapaði þeim) haiustið 1945, og í Júgóslavíu reyndi hann í raun og veru að fá Tító til þess að reisa Pétur konung aftur til válda og konungdæmið.“ ☆ ☆ ☆ Ærin ástæða er til þess að hneykslast á leynimakki stór- velda af því tagi sem þessi samningur ber með sér, en það hve Stalín var annt um að halda hann, kemur óneit- anlega illa heim við kenning- una um að hann ' hafi frá upphafi verið ráðinn í að flytja sovétbyltinguna út. Margt fleira .bendir til þess að utanríkisstefna hans hafi fyrst og fremst miðað að því að tryggj a • valda- og öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna, í samræmi-við þá valdaaðstöðu sem þau höfði/ áunnið sér í stríðslok. Þessi stefna 'var í fullu samræmi við þá sann- færingu sem Stalín hafði öðl- azt á . millistríðsárunum, þ.e. að litlar líkur væru á því að kommúnískar byltingar gætu heppnazt í öðrum lörfdum. eins og málum var þá komið í ' auðvaldsheiminum. Allt 9kyldi- miða að því að tryggja „sáiguir sósíalipmans í einu landi“. Utanríkisstefn^ hans var því ék'fei, þyitingarsinnuð. þ.e. miðaði ’ekki að fram- ganigi kommúnismians, heldur þjóðerndssinnuð. í samræmi við það lagðj Stalin sig mjög fram um að hindra að komm- únistar í V-Evrópu spilltu með aðgerðum sínum því góða sambandi sem tekizt hafði með bandamönnum í stríðinu. Isaac Deu.tscher, só sagnfræðinigur sem einna gerst hefur kannað stefnu Stalíns, farast svo orð um þetrta: „Hann bað franska kommúnisita ,.að 'fylgja de Gaulle á þeim tíma er þeir voru aðaldriffjöðrin ,í frönsku andspymuhreyfingunni. .... Hann gerði allt sem i hans valdi stóð til þess að fá Mao Tse-tung til að ná samkomu- lagi við Chiang Kai-shek, af því að hann hélt, eins og hann sagði í Potsdam, að Kuo- mintang væri eina valdið sem gæti stjómað Kína. . . . Hinn svonefndi spámaður Marx og Leníns virðist á þessu tíma- bili hafa verið íhaldssamasti stjómmálamaður í heimi“. Deutscher bendir ennfremur á að himar óvægilegu skaða- bóta- og landakröfur Rússa á hendur Ungverjum, Búlgör- um, Rúmenum, Pinnum og A- Þýzkal. sóu ósamrýruanleg- ar kenningunni um vilja Stal- ns til að útbreiða kommún- ismann, þar sem þær hlutu að vekja haitar þessara þjóða bæði í garð Sovétríkjanma og kommúnismans. Hann hafi viljað tryggja sér „vinsamleg- ar“ ríkisstjómir í þesisum ná- grannaríkjum, en von þans var sú að þær viðhéldu kapit- alismianum í megimaitriðum“. ☆ ☆ ☆ Hver er þá skýrimgin á því að Stalín breytti svo mjöig um stefnu á árunum 1947-48 að í lok tímabilsins voru í öllum rikjum A-Evrópu 1 komnar á kommúnistastjómir sem voru í flestu þæg verkfæri í hönd-- um Sovétstjómarinnar? Skýr- ingin hlýtur að felast í sam- spilinu milli utanríkisstefnu Bandaríkjanna og viðbragða Stalíns við henni. f því sam- bandi höfðu valdahlutföllin á bermaðairsviðinu úrslitháhrif. „Gagnstætt þeirri skoðun, sem er útbreidd á Vesturlönd- um“, ritar P.M.S. Blackett. brezkur nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. „beittu Sovétríkin sér fyrir mikillj fækkun í herafla sínum eftir stríðið. þannig að herstyrkur þeirra n;am 20% þess sem hann var 1945, 'en Bandaríkjanna 13%. Þegar þess er gætt að Sovét- rikdn þurftu að verja löwg og hugsamiega fjandsamleg lamda- mæri í Evrópu, M-Austur- löndum og Austurlöndum fjær, samtímis því sem Bandaríkin höfðu ein yfir at- ómsprengju að ráða og enga hugsanlega fjandmenn við landamæri sín, verður varla saigt að S mælikvarða her- fræðinnar einn-ar hafi herafli Sovétríkjanma, 2,9 milj. manns árið 1948. verið óeðlilega mik- ill, miðað við 1.5 milj. manna herafla Bandaríkjanna“. Fyr- ir utam þennan gífurlega að- stöðumun, sem leiddi af legu ríkjanna og einokun Banda- ríkjamma á atómsprenigjunni. ber þess að gæta að herstyrk- ur þeirra fólst fyrst og fremst I sjó- o| flughernum, og verð- ur ekki metinn réttilega eft- ir fjölda manna í fastahem- um. Svo sem alkunnugt er. ..komu Bandairíkki á laiggimar i herstöðvum allfc umhverfis Sovétríkin (1949 var tala þeirra komin upp í 400), gerðu tilraunir með atóm- sprengjur áður en nokkrar tillögur um eftirídt voru lagð- ar fram og héldu áfram fram- leiðslu lanigfleygra sprengju- flugvéla af gerðinmi B-29 og síðar B-36. Það þarf furðu mikinh góðvilj a ■ til\ þess að skoða allan þennan hemaðar- viðbúnað Bandaríkjanna sem vofct um „einihliða afvopnun", eins og menn af gráðu Bene- dikts Gröndal gera enn þann diag í dag. Trúlega hefur ekki emn skotið upp í hug þeirra efasemd sem Hemry A. Wall- ace, þáv. verzlunarimálaráð-' herra Bandiaríkjianna, vaikti máls á í eánkabréfi til Txu- mans forseta í júlí 1946: ....Hver yrðu viðbrögð okk- ar ef Sovétríkin hefðu yfir at- ómsprengju að ráða, en ekki við,. ef Sovétríkin hefðu lang- fleygar sprengjuflugvélar og herstöðvar í minna en 1600 km. fjarlægð frá strandlemgju okkar, en ekki við ...?“ J ☆ ☆ ☆ f ljósd þessara hermaðarlegu staðreynda kann að verða skiljanlegt að Stalín tók að ugga nokkuð um öryggi hins víðlenda ríkis síns, þegar Trumian forseti . setti fram Bcncdikt Gröndal kenninigu þá sem við hann er kennd (12. marz 1947). Með Trumankennin.gunnd var . op- imbetruð sú stefna Bandaríkja- stjómar að knýja Sovétríkin. i krafti hemaðar- og efn-a- hagsyfirburða hins vestræna risa, til þess að hörfa frá þeirri vafida- og áhrifa- aðstöðu sem hin síðamefndu höfðu helgað sér með sigrin- um yfir nazismanum og bund- in var sa-mminigum í Yalta og Potsdaim 1945. Þessi kenwimg, sem jafn-að hefur verið við hólm-gönguáskorun á hendur Sovétríkjunum', vax boðuð meðan utanríkisráðherrafund- ur fjórveldann-a stóð yfir í Moskvu". í upphafi ráðstefn- unnar sýndu Rússar af sér sáttfýsi og góðvilja, og Stal- ín sagði við George C. Mars- hall, utamríkisráðh. Baipda- rikjamna, að hægt væri að komast að málamiðlun í öll- um höfuðgreinum ... Menn verða að sýná þolinmæði og mega ekki vera svartsýnir“. En þegar Truman kastaði hanzkanum tveim dögum síð- ar, hvarf brosið aí vörum Rússanna og samningaviðræð- urna-r sd-gldiu í strand. „Mcð- an Bandaríkin bjuggust til að senda herlið inn í Grikkland. hertu Rússar tök sín á Ung- verj-alandi og hamdtóku lýð- ræðissinnaða stjómmálamenn. þrátt fyrir mótmæli vestur- veldanna. Tími Marshalljað- stoðarinnar var runndnn upp“. (O. Horowitz), en eitt megim- markmið hennar var, að dómi veitend-anna, að reisa efinahag E.vrópu við tál þess að styrkja aðsföðuma ga-gnvart Sovétríkj- unum og eyða kommúnista- hættunni í V-Evrópu. Enda þótt Bandaríikin hefðu • hivað eftir annað vísað á bug beiðmi Sovétríkjanna um sex milj- arða dala lán, sendu Rússar fjölmennia sendinefnd, undir forystu Molotovs, til Parísar- ráðstefnunnar er skyldi fjalla um tilboð Marshalls. í áætl- unimni var geirt ráð fyrir að efmahaigslíf Evrópulamda yrði samræmt og „integrerað“. Molotov skoðaði þetta sem kröfu um að A-Evrópurikin yrðu að hvería frá áæilunum sínum * um iðnvæðimgu og verða komforðatoúr hinna vestrænu iðnaðarianda. Rússn- eska sendinefndin yfirgaf ráð- stefnuna með þjósti. Sum-arið 1947 gerðu Rúss-ar verzlunar- samninga við A-Evróþuríkin sem gerðu þau álíka háð Sov- étríkjunum efmahiagslega og V-Evrópuriki Banda-ríkjunuin. Um haustið var Kominform stofn-að og í nóvember birti það yfirlýsin-gu sem skipti heiminum í svart - hvítt, að dæmi Trum-ankennin.ga.rinn.ar, nem-a hvað það sem Truman málaði svaxt var hvítt í au-g- um Stalíns. Þar með var kalda stríðið hafið og jám- tjaldið fellt. ☆ ☆ ☆ Stjómmálamenn sexrt gerst máttu þekkj-a Stalín á þess- um árurn, s.s. Tító, staðfesta að ákvörðun Stalíns um að „loka“ A-Evrópu hafi fyrst komið í kjölfar Trumankenn- ingarinnar. Að flestra dómi var þessi ákvörðun tókin til þess að auðvelda vaimir Sov- étríkjann-a en ekki í því skyni fyrst og fremst að „flytja út“ byltinguma. Þetta ásannast ekki hvað sízt á dæmi Tékkó-j slóvakíu sem liggur land- fræðilega eins og fleygur inn í austanverða M-Evrópu. Hin- i-r rússríesku h-erfræðingar gátu vitanlega ekki lokað aiugurium fyrir herviðbúnaði Bandaríkjannia, byggingu her- stöðvá og 1-ariigfleygra sprengju- flugvéla. Andspænis ,þanda- rískri einokun á atómsprengj- unni voru Rússar haldnir stöðugum' ótta við að Pemta- gon gerði alvöru úr hinu há- væra taii sínu um „prevent- ive“ stríð. Það var því ekki óeðlilegt að mótLeikur þeirra fælist öðru fremur í því að mynda „loftvamar“-belti um- hverfis Sovétríkin, jafnhliða því sem þeir kepptu • að því að rjúfa sem fyrst a-tómein- okun Bandaríkjianna. Árið 1948 tókst hinium siðamefndu að eyða áhrifum Rússa í N-ír- an og gera íransstjóm sér fylgispaka með fulltiwgi doll- ara. B-andarisk herstöð reis þar samtímis af grunni, skamm-t frá landamærum Sov- étríkjanna, en í 10.000 km. fjarlægð firá Vesturheimi. Sú spuming vaknaði eðlilega í huiga Rússa: hvar tekur „ör- yggissjónairmið“ B-andaríikj- anna emda? Éítir þetta lögðu Rússar allt kapp á að hindra að bamdamemn þeirra og skjól- stæðingar í A-E.vrópu yrðu hinni „írönsku aðferð" að hráð. Burtséð frá ílokkadráttum innanlands sem lutu að miklu leyti sinum eigin lögmálum, fcélur P.M.S. Blackett þess-ar herfræðilegu aðstæður höfuð- ástæðuna fyrir valdatöku kommúnista í Tékkósióvakíu. Þessi valdataka varð. aftur sterkasta vopnið sem hægt var að leggj.a spámönnum andkommúnismans í hendur. Vinstriöflin, að kommúnist- um undanskildum, gen.gu í band-alög við afturhaldsöflin sem tókst nú að sætta landa sína við áætluninia um gíf- urlega endrirhervæðinigu. At- burðirmir í Tókkósióvaikiu urðu í höndum þeirra sönn- uniargagn fyrir kenningunni um að útþenslustefna. Stalíns þekkti éngin takmörk, enda þótt hún væri í reynd bund- in við „þjóðlega" hernaðar- hagsmuni og áhrifasvæði Sov- étríkjanna frá stríðslokum. Goðsö'gnin hafði endaskipti .á þáttum ferlisins, sneri afleið- inigu í orsök og orsök í af- ledðimgu. \ ☆ ☆ ☆ J Gagnstætt því sem Benedifct Gröndai hefur haldið fram. verður stofnun Atlanzhafs- bandalagsins því ekki rétt- lætt með tilvísun til utanrík- isstefnu Stalíns. Hana má rekja beint til víxlverkana sem hlubust af þeim staðfasta ásebnin-gi Trum-ans og ðtjóm- ar bans að breyta valdahlut- föllunum sem úrslit heims- styrjaldarinniar ákvarðuðu, bandarískum og vestur-evr- ópskum kapítalisma í hag. Gagnstætt áliti Benedikts Gröndal va-rð Atlamzhafs- bandalagið ekki til þess. að stemma stigu við sovézkri út- þenslustefnu. Hún var frá Uppbafi takmörkuð við þau lönd sem lágu að Sovétríkl- unum, og af þeim herwaðar- yfirburðum sem Bandaríkin höfðu fyrir með einokun at- ómsprengjunnar. Það var í júní 1948 — nále-ga ári fyrir stofnun Nató — sem Stalín „gafst upp fyri,r“ Tító. Gagnstætt staðhæfin-gum Gröndals varð stofnum Nató til þess að auka um allan helming viðsjár með stórveld- unum og hleypa þeim hita í kalda stríðið sem varaðd í möng ár. Það gait af sér Var- sjárbandalagið, helgaðj ídeó- lógíska skiptingu heimsins í svart - hvítar andstæður og brjálaði heilbrigða skynsemi iriamwa,^ svo sem málflutning- ur Benedikts Gröndal vitnar enn um. L. G. ! I < I k FH-ingar, tólffaldir íslandsmeistarar: Athugið —13 er óhappatalan! íslandsmótið í handknattleik utanhúss hefst í kvöld -aldrei meiri þátttaka □ Tólf sinnum hafa FH-ingar orðið íslandsmeistarar í handiknattleik utanhúss, frá 1956 hafa þeir verið ósigr- andi. í þetta skiptið verður hinsvegar róðurinn erfiðari fyrir þá og ekki er útilokað að einhverju Reykjavíkurfé- laganna takist að vinner núna, en einnig Haukar úr Hafn- arfirði þykja líklegir. Aldrei hefur þátttakan í íslands- mótinu verið meiri en nú, 14 lið keppa urri mei^taratjgn- ina í meistaraflokki, meistaraflokki kvenna og II. flokki kvenna. Mótió fer fram á leikvelli Melaskólams og hefst eims og áóur segir í kvöld kl. 19.30. Fyrstá leifeurinn verður á milli KR og Vfkimigs í meistaraflokki kvenma en síðan leika FH og Vallur og Fram og iR í meist- ararflokfki kairla. KR sér um mófcið að þessu sinni og hafa forráðamenn fé- lagsdns lagt sig fram um að uwdiribúa mótið sem bezt Kom- ið hefur verið upp áhorfenda- bekikjum sem taka 500—600 menn í sæti og geta áhortfendur þanni-g fylgzt vel með því, sem fram fer á leikvangiinum. FH ósigrancli til þessa Handknaifctleikslið Fimleikafé- lags Hafnarfjarðar heffiur verið ósigrandi undamfarin tólf ár, en nú hefur liðinu heldur famð affit- ur og getur því svo farið að þaö missi tignima í ár, Reykja- víkurfélögin hyggja vafalaust á að hnekkja veldi FH en líkleg- ast er að Hauku.n úr Hafnar- firði takist að halda uppi hedðri Hafnfirðinga. Allt um það, bar- áttan um sigurinn verður tvi- mælalaust afar hörð og spenn- amdi. Skemmtileg nýbreytni I sambamdi við mótið hefur KR komið á skemmtilegri ný- bryytni sem er í því fólgin að áhorfendum gefst tækifæri til þess að velja beztu leikm-enn mótsins og verðá hiwir útvöldu síðan verðlaunaðiir að mótinu lofenu. Kjörseðlamir fylgja mót- skránni, en í henni er að finna upplýsingar um Isilandsmedst- aramótin til þessa svo og töflur fyrir einstaka riðla mótsins. CKK) Á fundi Olympíumefndar Islands er haldinn var í dag (18. júní) var samiþykfct að tilkynna þátbtöku Mend- inga í sundi á Olympíuleik- unum í Mexikó 1968. Áður hafði veriö sam- þykkt þáttbaika í frjálsum í- þróttum. Á sama fundi vtnru sam- þykktir þeir lágmarksár- angrar sem Frj'álsíþrótta- samband íslands og Sund- sambands Islands hafa sett varðandi þátttöku í Oiymp- v íuleikunum. Samþykkt þessi var gerð án skuldbind i n gar um að allir verði sendir á Olymp- íuleikana í Mexikó, er ná þessum lágmarksárangri. (Fréttaíilkynning frá Ol- ympíunefnd Istands.) i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.