Þjóðviljinn - 01.07.1969, Side 12

Þjóðviljinn - 01.07.1969, Side 12
Glæsileg feri Alþýðubandalagsins í Galtalækjarskóg og Þjórsárdal Um átta hundruS þátttakendur i ferSinni □ Þegar lagt var af stað í férð Alþýðubandalagsins í Reykjavík á sunnudagsmorguninn var úrhellisrigning — en fólkið lét það ekki á sig fá: Þátttakendur urðu um átta hundruð talsins — margir höfðu samt orðið frá að hverfa — og þegar 18 langferðabílar óku um Þjórsárdalinn var bjart ýfir öllu uimhverfinu og ekki síður fólkinu. % . Fyrstu þátttakendur í ferðinni kornu um áttaleytið á Arnarhól og þegar leiðsögumennimir höfðu safnað fólkiniu saman í bílana var ekið rakleiðis austur á bóg- inn. Þrátt fyrir úrkomuna sást Vél um austur á Selfossi, sem var fyrsti viðkomustaðurinn og' það var mikil önn hjá afgreiðslu- stúlkunum á Selfossi þennan hálftíma sem við dvöldum þar. Veðurg’löggur maður sem kom í rútu á Selfoss, kunnuigur stað- háttum og veðrum eystra um áratugi, fullyrti að sú lægð • sem ylli úrkomunni (færi sunnar yfir en spáð hefði verið. Þess vegna myndi sty tta upp innan. skamims — þótiti fáum trúlegt. Þó rætt- ist spáin Árnesingsins svo, að um þáð bil sem ekið var upp Landið á móts við Skarð hafði rigningin gefizt upp við að elta okkur og upp frá því var veður hið bezta fram til kvölds- I Galtalækjarskógi Frá Selfossi var haldið í Galta- lækjarskóg. Á leiðinni þangað voru seldir happdrættismiðar í bíiunum. Var þetta hið óvenju- legasta happdrætti: 600 miðar út- gefnir, vinningar að verðmæti samtals 60.000.00 krónur, sem var 100% af söluverði miðanna. 1 Galtalækjarskógi snæddu ferðalangar nesti sitt og ouitu Ásgrímssýning opnuð í Norræna húsinu Á myndinin eru (talið frá vinstri) Guðlaug Jónsdóttir, Elsa Sigurðsson, Bjarnveig Bjarnadóttir og Hjörleifur Sigurðsson. I»au standa við olíumálverkið: Úr Húsafellsskógi. — (Ljósm. Þjóðv. RH). □ Fyrsta sýniogin á ís- lenzkri myndlist í Norræna húsinu verður opnuð í dag. Á ■ sýningunni eru 38 málverk og teikninigar eftir Ásgrím Jónspon — eru þær allar féngnar að láni úr Ásgríms- sáfni. Myndirnar á . sýningunni eru frá 50 ára tímabili, elzta mynd- in er lítil vatnslitaimyncþ af Búr- felli, máluð 1903 og yngsta mynd-' in á sýninigunni er máluð 1953. Ein myndin hefur ekki verið sýnd áður: heitir sú Hestagjá á Þingvöllum. Fannst þetta ölíu- málverk í ihúsi íistaimiannsh'is að honum látnum og hefur verið í viðgerð í Statens Museum. Auk olíumálvenkanna em vatnslita- myndir á sýningunni, svt> og teikningar úr þjóðsögumium. 1 sýningarskránm, sem kostar 20 krónur, seigir Ivar Eskeland m.a-: „Sýningin hefur tvö höfuð- mankimið: Að vekja áhuga manna fná hinum Norðui'Iöndunum og erlendra gesta , yfirleitt. á hinni miklu og auðugu list Ásg'ríms og með því móti vísa þeim leið- ina að sjálfu Á.sgrímssaíni (Berg- staðastræti 74). Aúk þess að gefa okkaf stóra hópi íslenzkra sýn- ingargesta tækiifæri til að skoða Betur fór en á horfðist þegar Kópavogsstrætó Ienti út al veginum í gærkviiW, því að enginn meiddist og billinn mun ekki hafa lask- azt að ráði. Ætlaði bílstjórin nað þræða fyrir hoilu í veginum, en fór of utarlega með þeim afleiðingum að kanturinn lét undan og þungur vagninn seig út af eins og sést á myndcnni. myndir þessa rmilkla íslenzkia listamanms, sem anmað hvort aldrei eða mjög sjaldan hafa ver- ið sýndar áður:“ Það er fyrir • samstarf stanfs- fólks Ásgriimssafns og Norræna hússins að þessi sýning er orðin að veruleika. 1 stjórnarnefnd Ás- grímssafns eru' Guðlaug Jóns- dóttir, hjúkrunarkona, Bjamveig Bjarnadóttir og Hjörleiíur Sig- urðsson. Sýningin verður opin kl- 9—9 daglega næstu vikur og er að- gangur ókeypis. Jén Friðþjófsson vann hraðskákin: Hiraðskáikmót Skiáksambiandis Islands fór fram á sunnudaig, og voru keppev.duir 42. Sigurvegairi var Jón Friðþjófsson með 13% vinmimg, en í 2. og 3. sæti voru Guðmundur Sigurjónsson og Bragi Kristjánsson með 13 vinn- inga. í kvöld kl. 8 hefst æf- ingamót Skáksambandsins í Skákheimili Taflfélags Reykja- víkur, og eru þátttakendur 8 eins og sagt hefur verið frá í Þjóðvilj'ainium. í fyrstu umferð tefla sairman m.a. Friðrik Ólafs- son og Jóhiann Þ. Jónsson og Guð- mumidur Sigurjóinsson og Björin Sigurjónsson. : ísland—Finnland 4:4 íslendinigair og Finnar skildu jafnir 4:4 í 12. umferð á Evrópu- meistaramótinu í bridge, og eru Islend-imgar nú í' 14.-15. sœti með 42 stig. ítalir eru efstir í mótinu með 75 stig, Svíar eru næstir með 65 stig og Bretar og Pólverjar hafa 64 stig. veðurblíðunnar. Þar greindi Björn Þorsteinsson, sagnfræðing- ur frá umhverfi og sögu. Síðan flutti Sigurður A. Magnússon, ritstjóri Samvinnunnar stutt ávarp, en kynnir ferðarinnar var Björn Th. Björnsson, listfræðing- ur. " Fararstjórinn Böðvar Pétursson Jiafði mörgu að sinna í Galta- lækjarskógi sem endranær í ferð- inni og hið sama er að segja um leiðsögumennina, en einn til tveir menn voru í hverjum bíl ferðalömguim til fróöleiks og ekki síður sikemmtunar. Meðal leið- söguimanna vom Ámi Böðvars- soTf, cand. mag., Bjöm Þorsteins,- son, isagnfræðingur, Björn Th. Bjömsson, iistfræðingur, Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur, Þór- mundur Guðmundsson, bílstjóri, Sveinn. Sveinsson, Selfossi, Þór Vi gf ússón, menntaskólaken nar i, Tryggvi Sveinbjömsson, verzim., Margrét Sigurðardöttir. skrif- stofustj., Finnbogi Pálmason, kennari, Arni Bjömsson, cand. mag., Gísii Ásmundsson, kenn- ari, Sigurður Björgvinsson, bóndi Árni Stefámsson, verkstjóri, Rögn- valdur Guðjónsson, Lolftur Ámundason, járnsmiður og Magn- ús Ámason, múrari. Við Búrfell Frá Galtalækjarskógi var enn haldið norður á bóginn, nbrður með Búrfelli að Tröllkonuhlaupi en nff fer að verða hver síðast- ur að sjá Þjórsá þarna megin Búrfells svo mikla og volduga sem hún er í dag og 'hefur verið u>m aldir aida- Þjórsá verður nú veitt inn í uppistöðulón ið ofan við Búrféll í geanum skurð og jarðgöng að stíflunni og þaðan fellur hún í Fossá. öll þau miidu mannvirki báru fyrir augu okkar á leiðinni. Og nú er ekið inn Þjórsárdal að Stöng. Og Þjórsár- dalurinn er sannarlega allur vitn- isburður um baráttu manns við náttúruöfll. Nú hefur verið sáð í eyðisanda og upp komið mi'kið gras- Tún bændanna í Flóanum og á Landinu voru ekki öllu feg- urri á að Ííta en graslendurnar uipp með F'ossánnl. Að Stöng Að Stöng sagði Árni Böðvars- son okikuir frá Þjórsárdalnum og staðnum sjálfum; talið er að rúst- irnar að Stöng séu betri heim- ildir um .norræna miðaldabæi en nokikrar aðrar, en fornleifafræð- ingar grófu þær upp 1939. Fyrr haíði Þonsteinn Erlingsson graf- ið í rústunum að Sámsstöðum, skömmu fyrir aldamótin. Stöng er til vitnis um búnaö feðra okk- ar á þjóðveldistímanuim, en heimildir um síðari tíma búnað Framhald á 9. síðu Þriöjudagur 1. júlí 1969 34. árganguir 141. tölublað. Róbert Arnfinnsson, til vinstri, í hlutVerki Púntila, ásamt Rúrik Haraldssyni i lilutverki dómarans. Róbert fékk lampann □ Róbert Arnfinnsson leikari hlaut í gærkvöld Silfur- lampann, verðlaun íslenzkra leikdómenda fyrir beztan leik á leikárinu. Hlaut hann samtals 600 stig, 400 fyrir lei'k sinn í hlutverki Púntila og 200 í hlutverki Tevje í ..Fiðlaranum á þakinu“. Var Róberti'kfhentur Silfurlampinn eftir síðustu sýningu á Fiðlaranum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld, sem jafnframt var síðasta sýning leikársins. Aðalfundur Félags íslenzkra leikdómenda var haldinn um miðjan júnímánuð. Stjórn félags- ins var endurtkjörin, en hana skipa: Sigurður A. Magnússon forimaður, Ólafur Jónsson ritari og Ásgeir Hjartarson gjaldkeri. Að venju fór fram at'kvæða- greiðsla um Silfurlampann, en með því að leiksýningar vom í Þjóðleikihúsinu öll kvöld mán- aðarins, reyndist ógei'legt að efna til - hins venjulega Silfúrlampa- hófs. Með tilliti til þessa og einn- ig þess, að Silfurlampahófin halfa verið illa sótt af leikurum und- anfarin ár, var afráðið að fá leyfi t)l áð afhenda Sillfurlamp- ann í lok síðustu leiksýnimgar vetrarins,. þar sem lampahafinn að þessu sinni fer með aðallilut- verk. 1 gærkvöldi var Róbert Am- finnssyni afhentur Silfurlampinn eftir sfðustu sýningu á „Fiðlar- anum á þakinu“. Sigurður A. Magnússon ávarpaði R<\bert nokkrum orðum og gat þess með- al annai-s, að þetta væri i ann- að' sinn sem hann hlyti Silfur- lampánn, en ’áðúr hlaut hann lámpann fyrir titilhlutverkið í Góða dátanum Svejk árið 1956. Þetta er einnig í annað skipti sém sámi leikari fær öli atkvæði leikdómenda í efsta sæti. Áður fékk Þorsteinn ö-' Stephensen öll Framhald á 3. síðu SÍÐUSTU íÞRÓTTAFRÉTTIR Sigurganga ÍBK óstöðvandi Sigurganga Keflvíkinga hélt áfram í gærkvöld þegar liðið vann sinn 3ja sigur í röð i ís- landsmótinu og að þessu sinni gegn Fram. Þessi markatala 1—0 gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins því að sigur IBK hefði mátt vera stærri miðað við mark- tækifæri en þau voru fjölmörg í lciknum. , Ekki svo að skilja að Fram hafi eikki átt sín marktækifæri, en þau voru færri og ekki eins opin og tækifæri Kellvíking- anna- Það hefði verið sagt hér áður fyrr, að álög hvíldu á Fram- liðinu hvað því viðvíkiur að skora mörk því að liðið er alls ekki lélegt, en það er eins og allt hlaupi í baklás þegar upp að markinu kemur. 1 lyrri liá'lfleik sóttu Kellvík- ingar mjög stíft og voru hvað eftir annað nærri því að skora, en Fram-vörnin með Jóhannes Atlason sem bezta mann stóð af sér allar sóknarlotur ÍBK. 1 síð- ari hálfleiknum náðu Framarar betri tökum .á leiknum, var hann mun jaínari en sé fyrri.'En það var eins og boltinn vildi ekki í markið hversu góð sem mark- tækiíærin vmni hjá liðunum þar til á 30. mín. s.h. Þá var það .að Karl Herraanns- son lék. á Arnar. Guðmundsson v. bakvörð Fram og komst upp að endamörkum, og þaðan sendi hann boltann til hins mark- heppna útherja Friðriks Ragn- arssonar sem skoraði heldur klúð- urslegt mark úr þröngri stöðu. Þetta eina mark -dugði ÍBK til sigurs og voru þeir vel að horeum komnir- Lið þeirra liefur tekið miklum ■ framförum - frá því • ’ i fyrra einkum. er ffamlínan beitt- ari, en hún var stóra vandamálið hjá þeim síðastliðið keppnistíma- bil. í þessum leik voru þeir Guðni Kjartansson, Ernar Gunn- arsson og • Karl Hermannssbn beztu menn liðsins að ógleymd- tim markverðinum Þorsteini Ól- afssyni. Hjá Fram . var það Jóhannes Atlason er bat af í liðinu -eins og oftast áður. Þá átbu Sigurður Friðrikssðn og Þorbergur í mark- inu báðir góðan leik. Yngri menn- irnir í liðinu eru margir nokkuð efnilegir en eiga það sammérkt að vera of seinir og þungir. Dómari var Guöniundur Har- aldsson og dæmdi af mikflli prýði- S.dór /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.