Þjóðviljinn - 18.07.1969, Side 4

Þjóðviljinn - 18.07.1969, Side 4
4 SlDA — ÞUÓÐVHjriNN. — Föstuda®ur 18. júmí 1969. Ritstlórar: Ivár H. Jónsson Cáb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Slgurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.i Ölafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Arangur stjómarstefnunntir ^ðalblað ríkisstjórnarinnar leggur nú á það á- herzlu dag eftir dag að núverandi ástand í þjóð- málunum sé einmitt það sem ríkisstjómin hafi ætlazt til að yrði árangurinn af ráðstöfunuim stjómarinnar og þá sennilega fyrst og framst hin- um gífurlegu gengislækkunum og árásum á kjör alþýðufólks undanfarið, og er það raunar athyglis- verð viðurkenning og játning. Það er m.a. játning um stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Rík- isstjórnin virðist telja það prýðilegt ástand, æski- lega afleiðingu af stefnu sinn^ og ráðstÖfunum, að atvinnuleysið skuli haldast um hásumarið og vinna auk þess víða vera af skornum skamm'ti; fjöldi skólaunglinga skuli hafa lítið að gera eða ekki neitt. Ríkisstjórninni virðist þykja það allt í sóm- anum að mikill fjöldi heimila sem eignazt hefur íbúð undanfarin.ár í trausti á rmikla vinnu og helzt stöðuga vinnu allra í fjölskyldunni horfir nú fram á að missa þessar íbúðir sínar í hendur braskara vegna minnkandi atvinnu. Ríkisstjómin er hróð- ug af þeim afrekum sínum að stela með lögum vérulegum hluta af aflahlut sjómannsins og af- hénda útgerðarmönnum. Stjómarblöðin' eru að vísu hætt að birta rosafréttir af uppgripatekjum sjómanna á síldveiðum og öðrum veiðuim, en sjó- mannaheimilin vita hvað það þýðir að stjórnar- flokkamir völdu einmjtt þennan tíma til að ráðast á sjómannshlutinn og skerða hann svo um munar. Ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins virðist una því vel að blóminn úr starfsstéttuim íslenzkra iðnaðarmanna flæmist burt úr landinu í atvinnu- leit, þó enginn viti hversu margir þeirra manna með hina dýrmætustu starfsþekkingu heimtast aft- ur til starfa á íslandi. Ríkisstjómin virðist hróðug af því að hundruð (og ef til vill þúsundir) ís- lenzkra manna eru að yfirgefa ísland fyrir fullt og allt, og er mjög skipt um frá því fyrir nokkrum árum er við þurftum á þúsundum erlendra manna að halda. Á stórum sviðum þjóðlífsins er algert neyðarástand eftir áratugsstjóm íhaldsins og Al- þýðuflokksins. Heilbrigðis- og sjúkrahúsmálin í slíku öngþveiti að íslenzkar konur sjá enga aðra leið til að ýta á eftir stofnunuim eins og fæðing- ardeildum og kvensjúkdómadeildum en landssöfn- un fjár til að bæta úr vanrækslu ríkisstjórnarinn- ar á þessu sviði. Skólamál landsins eru í því á- standi að við liggur uppreisn skólafólks og meira að ségja íhaldsunglingarnir í háskólanum telja sig tilneydda að lýsa algjörti vantrausti á ríkis- stjóm Bjama Benediktssonar og Gylfa Þ. Gísla- sonar fyrir vanrækslu í fræðslumólunum. JJér hefur fátt eitt verið nefnt af afrekaskrá ríkis- stjómarinnar og núverandi stjómarflokka en ætti að verða umhugsunarefni í framhaldi af skrif- um Morgunblaðsins um hinn góða og æskilega ár- angur sem orðið hafi af stjóm íhalds og Alþýðu- flokksins, af stjórnarstefnunni og stjórnarráðstöf- urum. — s. Erlend víðsjá löndum Asíu og gera ráð fyr- ir því, að hún kunni að missa herstöðvar sínar á Okinawa. Rjúkjú-eyjum og Filippseyjum. Auk þess getur Bandarikja- stjóm eikiki . lokað auigunum fyrir þeim möguledka, að frið- samleg lausn Víetnamsitriðs- ins svipti hana herstöðvum sínúm í Víetnam. Af þessum sökum gerir nú Pentagon rnenn út til Mikró- nesíu, til þess að lieita nýrra, hugsanlegra herstöðva. Leitað nýrra herstöðva Miður hógvœr kortogerð í Kyrraihafi vestantil, i víð- áttunni miili Japans og Nýju Guíneu, liggja þúsundir eyja. Skoðaðar siem heild eru þær nefndar Míkrónesía, og. fjöldi þeirra lýtur yfirráðum Banda- ríkjanna. Undanfarið hefur stríður straumur bandarískra gesta gist Míkrónesíu. I lok maímánaðar kom Lewis Wait, háttsettur hershöfðingi, í eft- irlitsferð. Um miðjan júní fór sendinefnd milli eyja undir forusitu Walters Hickel, en • # hann er sá ráðherra Nixom- stjórnarinnar, sem fermeðþau mól, er Mfkrónesíu varða. ■ TiligangUirinn með ölluim þessum gestagangi er ósköp einfaldur: Bandarískir ráð- amemn eru að svipast umeflt- ir nýjum herstöðvum. Her- stöðvar hafa Bandaríkjamenn að vísu um heim alian. En eins og bent hefur verið á í blöðum, verður bandaríska herstjómin að taka tiliit til aukinmar Bandairíkjaandúðar í •____ I ..Hinum frjalsa heimi Norður aif meginflandi Kan- ada og langt norður í.haf er mikill fjöldi eyja, bæði simérra og stórra. Yfirleitt hafa þess- air eyjar verið taildar eign Kanada.' Yfirleitt en ekki alltaf. I lok febiúarmánaðar kom Char- leis Fouflkes, fjrrrum yfirtmað- ur kanadiíska hernáðsins, fyrir utanrfkismónanefnd kanadísfca þingsins. „Ég held,“ sagði hershöfðinginn, „að réttur Kanada til Norður-lshafseyj- anma sé ekiki viðurkenndur af öllum“. Máli sínu til sönnun- ar lagði hann fnam banda- rísk kort, þar _sem Kanada- eyjar Norður-íshafsins etru merktar „umdeilt svæði“. 1 Nú kom í ljós, að enginn ráðhema kanadfslku stjómar- innar hafðd minnstu hug- mynd urn slfk bandarisk kort. Þó lýsti J. C. O’Brien, aðm- íráll og yfinmaður kanadíska flotans, því yfir, að þeigar hann hefði starfað í Wash- inigton fyrir nokkrum árum, hefði hann séð bandarísk kort, sem sýndu Norður-íshafseyj- amar í öðrum, litum en, beim kanadlísku. Bandarískir em- bættismienn fóru undan í flæmingi, er beir voru krafðir stoýringa. Nú meetti sipyrja, hvers vegna Bandaiikjamenn séu á þennan. veg að edigna sér að því er virðist verðlausar eyði- eyjar, ísi þaktar og snjó. Því er til að svara, að þeir eru að sniudda etftir olíu. Miklar olíulindir hafa nýflega fundizt úti fýrir ströndum Alaska. J>að er haiid marma, að þau odíusvaeði teygi sig langt norð- ur í íshafið. Þar af stafar þessi miður hógværa knrta- gerð. Að leika lögregiuþjón Vertu þess fullviss, Marteinn, að þú munt uppskera laun trú- mennsku þitnnar og erfiðis — ef ekki þessa heims ,þá hinu megin. í Vesítur-Berlín áttu sér sitað einikar fræðandi heræfingar nýlega. Bandaríska hemáms- liðið barðist við ímyndaðar skærufliðasveitir og barði nið- ur ímyndaða uppreisn. Æfing- amar stóiðu þrjá sólarhriniga og í þeim tóku þátt edtt stór- fylki með vígvélum. Bandarískar hersveitir hafa þanndg giert það sama, þótt í smeerra stíl sé, og þær gerðu á Spáni síðasitlíðdð ár. Ásamt spánska hemurn héldu þá bandarískar hersveitir mifclar æfingar og æfðu það, hvemig brjóta skyldi á bak aftur hugs- anlega uppreisn gegn Franco- stjóminni. Ekiki er heldur ýkja langt frá því að hersvedtir Atlamz- hafsbandalagsáns aefðu sig af kappi í lýðnæðisrfkinu Grikk- landi. í neynd voru þessar „At- lan zhafsbandail .sveiti r‘ ‘ banda- rískar og ætfðu ásaarut herliði fasistastjómarinnar grísku. hvemig berja síkyldS á „sam- eiginlegum óvini“, eáns1 og það var orðað. Engum blandast hugur um það, að sá samieig- inlegi óvinur er þrautpíndal- þýða landsins. Þannig styður bandarfek heimsvaldasitetfna við bateið á afturhaiLdsstjómum og einræði, hvar sem hún kemur þvi við. Þessar heræíingar Bandáirífcja- hers, í. náinni samvinnu við fiasistalherina, eru Rlöggur vott- . ur þess, að Bandarfkjastjórn er hætt að hafa fyrir að leyna þvi, þegar hún er 'að leika „íiögregluþjón heámsins“, eins’' og þedr hafa sjálfir einfcar hágvsertaga nefnt þetta srjálf- sfcipaða hluitverk sitt. Bréf til blaðsins Á lögreglan að skrifa blaðafréttir? Það er e-t.v- makindalegt fyrir blaðamenn að nota lögreglu- stöðvamar sem fréttaheimildir, en slfk fréttaþjónusta getur aldrei gefið rétta eða fullnægj- andi mynd af félagslegu starfi eða félagslegu átáki ungs fólfcs. Á baksíðu Þjóðviljanra í dag, 15. júlí, er frétt moð fyrirsögn- inni: „Drjúgt drukkið á hátíð- inni á Svartsengi". Það eina, sem blaðið virðist telja frétt- nærpt af þessari hátíð er það, að nokkuð hafi borið á ölvun og að þrír menn hafi verið „látnir sofa úr sér hjá Hafnarfjarðar- lögreglunni". Þessi lágreista.frétt er átakan- legt dæmi um ónákvæman og ó- merkilegan fréttaflutning og mætti gjaman nota hana sem víti til vamaðar í kennslu á næsta blaðamannaríámskeiði. Hvað er „hátíðin í Svaits- engi“? Hverju eni lesendur blaðsins nær eftir fréttamiðlun þess? Ég get ekki sttllt mig um að bæta hér svolítið um og vona að Þjóðviljinn Ijái orðum mín- um rúirj. . □ Það er ungt fólik í Grindavik undir forystu Ungmennafélags Grindavikur, sem tófc sér fyrir hendur að reyna að komia á góðri og menningarlegri úti- skemimtun í Svartsengi, ein- hvérjum sérkennilegasta og feg- urista stað á Suðumesjum- Til skemmitumarinnar var statoað af bjartsiýni og jákvæðu fram- taki félagssamitaka ungs fólks, og var lögð áherzla á vöndun dagskrár. Þarna var háð í- þróttakeppni og til slcemmtunar var aufc þess fimleikasýning, ýrnsir skemmtiþættir, lúðrasveit iék o. fl. Dansað var bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Mikil vimna var lögð í undir- búning þessarar hátíðar, unnu yngri og eldri Grindvik- ingar ótálin dagsverk í sjálf- boðavinnu á hátíðarsvæðiniu og annað í samlbandi við skemmt- unina- Ungmennafélag Grinda- víkur er eitt þeirra fáu ung- menna- og íþróttafélaiga, sem enmþá fá engan bednan fjár- stuðning frá sveitarfélagi. Auð- vitað ætlaði félagið að reyna að fá einhvem haignað af þessari skemmfun til þess að efla fé- lagsstarlfið, og það hefði verið vel að slíku komið- Það var rækilega auglýst að ölvun væri bönnuð á sfcemimituninni, og það er ekki t forráðaimönruum skemmtunarinar að kenna, þótt níðst hafi verið á því banni- 6- hagstætt veður koip í veg fyrir nægilega góða aðsóton að þessari skemmtan, þannig að um fjár- hagslegan halla hlýtar að hafa verið að ræða. Það eitt er nógu slæmt áfiall fyrir fátækt menn- ingarfélag úngs fólkts, þótt blöð- im reyni ekfci 1 ofanálag að sverta þessa góðu viðleitai með lágkúrulegum fréttafliuitningi. Hefði Þjóðviljinn gert sér það ómak að kynna sér, hvers kon- ar skemmtan hér var um að ræða, hvernig til hennar var stofmað og þá e.t-v. fylgzt ofuir- Htíð inieð undiribúningi og öllu því mikla starfi, sem þar var unnið; þá hetfði slikt orðið gott og læsilegt efni fyrir blaðales- endur- 151 júlí 1969. Eysteinn Þorvaldsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.