Þjóðviljinn - 13.08.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐiA — ÞJÓ0VTLJINN — MiíWikudagiur 13. ágást 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Útgáfufélag Þ|ó5vil|ans Ritstjórar: Ivar H. lónsson Cáb.). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarit8tjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýslngastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 llnur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. Landvörn bróst J^ngu er líkara en ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðu- flokksins telji það nýja uppgötvun að hægt sé að selja auðlindir íslands á vald erlendum auðfé- lögum. Það hefur áreiðanlega verið hægt að meira eða minna leyti í heila öld. Hins vegar hefur það verið lán íslenzku þjóðarinnar að alltaf hefur tek- izt að afstýra landsölunni. Þó að nokkrir óvitrir eigendur fallvatna létu gullljómann ginna sig til að selja útlendingum íslenzka fossa voru á Alþingi menn, sem afstýrðu því með löggjöf að hinum er- lendu eigendum yrðu not að bráðinni. Vitandi vits kusu mennirnir sem settu fossalögin umdeildu á sínum tíma freimur að eitthvað drægist að upp kæmi stóriðja á íslandi, ef verða mætti til þess að tryggja að sú stóriðja yrði í eigu íslendinga sjálfpa. Með núverandi leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins við völd brestur þessi land- vörrv íslenzkt auðvald lítur til hinna erlendu auð- hringa sem bandamanna í baráttunni við verka- lýðshreyfinguna á íslandi, þandamanna í baráttu gegn sókn alþýðunnar til betra lífs og valda í þjóð- félaginu sem henni ber. Þess vegna gerir fhaldið það að stefnuatriði flokks síns í ríkisstjórn að auðlindir íslands skuli falar erlendum auðfélög- um til arðnýtingar, — og Alþýðuflökkurinn lætur þvælast með. Þess vegna hrósar íhaldið sér af smánarsamningi eins og alúmínsamningnum, en þar var erlendu auðfélagi veitt hvers konar for- réttindi til atvinnureksturs á íslandi í nærfellt hálfa öld, og gengið að kröfu hinna hrokafullu er- lendu viðsemjenda að viss atriði er 9amninginn varða skuli ekki heyra undir íslenzka dómstóla. Alþýðuflokkurinn þvældist imeð, og er líka að reyna að hrósa sér af þessum samningum, enda þótt vesældarlegur handaþvottur hans í lok með- 'ferðar málsins á Alþingi um að banna hinu er- lenda auðfélagi að vera meðlimur 1 hinu svonefnda Vinnuveitendasambandi íslands sýni, að þingmenn Alþýðuflokksins vita hvað þeir eru að gera. Hitt hefur enginn frétt, að Alþýðuflokkurinn hafi haft fyrir því að rannsaka hvort farið hefur verig nú þegar í kringum þessi „skilyrði“ flokksins* og stór- ar fúlgur fjár renni í herkostnað íslenzkra auð- braskara gegn verkalýðshreyfingunni frá hinu er- lenda auðfélagi, undir öðru yfirskini en upphaf- lega var fyrirhugað. Jjað er yfirlýst stefna núverandi stjórnarflokka að halda áfram á þeirri braut að ofurselja áuð- lindir íslands erlendum auðfélögum. Því yrði einungis afstýrt með því að við stjóm landsins tækju íslendingar, sem treysta íslenzkum atvinnu- vegum, treysta því að hægt sé að skapa öllum ís- lendingum lífvænleg kjör, einnig með stóriðju - en stóriðju í eigu þjóðarinnar sjálfrar. — s. Húsavíkurdeilan: Daníel Daníelsson skýrir viöhorf sín Blaðinu hefur borizt eftirfar- and grein frá Daníel Daníclssyni, sjúkrahúsilækni a Húsavík. Er greinin svar til stjómar sjúkrahússins á Húsa- vík, en greinargerð stjórnarinn- ar birtist í Þjóðviljanum 12. ágúst, í gær. „1 dagblaðinu Tíminn b. 7. ág. sl. birtir stjóm S.H. það sam hún kalHar: ..Leiðrétt- ingu. ..“ vegna sikrifa minna. Eftir lestur greinarinnar virðist mér, að yfirsífcriftin: „Rang- færslur vegna skrifa D.D.“ væri meira réttnefni. í upphafi grein- arinmar sogir, að ég „bdandi saiman sjúkrahússtjóm ogstörí- um fréttaritara Tímans á Húsa- vík“. (sic). Þótt sleppt sé að ræða hina óvenjulegu meðferð íslenzks máls í þess:ari setningu, mun lesendum miega ljóst vera, að hér játar sjúkrahússtjóm, að á. gizkun mín sé rétt, sem sé, að frétt Tímans frá 27. júnf sé í Mótmæli íHrtM Um allan heim er barizt fyr- ir friði. Sú barátta er misjafn- Iega hörð. Stundum birtist hún í formi friðsamlegra mótmæla- I aðgerða og kröfugangna. Og á myndinni hér að ofan er imgt I fólk á Indlandi í kröfugöngn I á afmælisdegi Gandhis. raun fréttatfflfkynning sjúkrahús- stjómair, sem forimaðurin(n og fréttaritarinn ber að sjálfsögðu höfuðábyrgð á, enda þótt hann kunni að hafa falið öðrum að lesa fréttina fyrir blaðaimainn Tímans. Þá ber stjómin til baka um- mæli forimanns um „þrýsting utain frá“. Eklki fæ ég séð, hvernig allir stjómarmenn geta vitnað uimi ummæli, er fonmað- ur viðhafði á fundi, þar sem aðeins þrír af 7 stjómanmönnum vom viðstaddir. Þessi viðbrögð stjómarinnar gera það hins veg- ar öhjákvæmiiiliegt, að rifja upp óvenjulegar aðfarir stjómarinn- ar sumarið 1968. Þann 17. júlí 1968 hringdi fonmiaður sjúkraihússtjómar lil miín til Svíþjóðar táll þess að tilkynna mér, að ég fengi ekki til afnota yfírlæknisbúsitað þann, er sjúkrahúsið hafði keypt me-3 ríkisstyrk. Skyldi óg í þess stað flytja með 6 mianna fjölsikyldu inn í tveggja herbergja íbúð. Ca. 6 máinuðuan áður hafðdhinn samd formiaður tilkynnt mér sdmlleiðis, að þennan bústað fenigi ég til urnráða, er heim kæmii, svo sem lög mæla fyrir uim. Er ég æskti skýringa kom svarið: „Þetta hefur verið sam- þykkt og því verður ekki breytt og N.N. (bæjarraðsmaður) sdt- ur héma hjá mér“. Viðbrögð mín vom að sjálfsögðu þau að óska úrskurðar landllæknis f miálinu, seim felldi þegar úr- skurð í saimræimi við sjúkra- húsalög. 1 lok júlíménaðar 1968 barst mér síðan bréf frá formannin. um, þar sem hanm reyndi að aifsaika þessa saimþykkt með því að lýsa fyrir mér við hversu eirfiðar aðstæður sjúkrahússtjórn hafði að búa vegna þrýstings frá ákveðnum ráðamönnumn Húsavíkurbæjar og sem dæmi þar um sendi hann mér orð- rótta tillögu bæjairstjórans í Húsavik frá því í sept. 1967, þar sem lagt var til. að mér yrðd sagt upp starfi. Er ég eftir heimlboimu mína á s.l. hausti í lok fraimkvæmda- ráðsfuindar, er haldinn var í húsakynnum Saimivinnutrygg- in.ga á Húsavík, lagði þáspum- ingu fyrir framlkvæmdaráðs- menn, hvað hefði getað fengið þó till að samiþykkja það, að maður cmeð 6 mamma fjölskyldu flytti inn í tveiggja herbergja í- búð, vitandi það og, að þeir væm að brjóta lög, kom svarið frá fortmianni: „Það var vcgna utanaðkomandi þrýstings. Við gátum ekki annað“. Vil óg að óreyndu freimur kenma um gleymisku formanns, að hann nú neitar að hafa viðhaft slik umnmiæili, heldur an því, að hann skorti kjark tii að stamda við það, som hann hefur látið sér um iminn fara. Það var eklki fyrr en löpgu aftir heimkomu mina, að ég fókik upplýsingar um. að sam- þykkt þessi í húsnaeðismálum mn'num hefði veirið gerð ó bæj- arráðsfiumdi, þar sem sjúkra- hússtjóm hafði fyrirvaralaust verið kvödd á þing og hemni þröngvað til að flaHlast á þessar aðgerðir. Það er rétt henrrut h já sjúkra. hússítjóm, að á meðan ég var erlandis, lét ég í ljós undrun yfir ótta framkvæmdaróðs um ósamkomulag á mdUi okkar lækmianna, er ég kæmi heim, en upplýsingar um þemnan ótta bárust mér í bréfi stjómarfor- manns. Þá höfðu nánast ernigar viðraíður fiarið frarn miUi okik- ar læknanna um samstarfstil- högun, og hafði ég því mjög ó ljósa vitneskju um þær furðu- legu huigmyndir á rekstri heil- brigðismólla, er skotið höfðu rótum í þingeyskri mold. Að því er varðar ásakanir stjórnarinnar í minn garð uim skort á lipurð og saimsitarfeivilja, get óg getið þess, að allt þar til fulltrúar frá sjúkrahússtjórn voru kvaddir til Eeykjaviikur af „þrýstingsöfflumum“ til að semja margnefnda rieglugerð, áttu stjómarmenn naumast í fórum sínum nægilega sterk orð til að lýsa óbdlgirni „coillega“ minna hér í Húsavík, er þeir ræddu þessi mál i mín eyru. Gredn stjómarinnar er ó- neitaniega skemmtilegt við- fanigsefni málfræðingum okkar. Þanrndg segir t.d. .,. .. hóf fram. kvæmdaráð samningaviðræður á milii læknanna“. Sannleikurinn í þessu atriði er só, að aðstoðariækmiamir sögðu upp starfí án þess að mdnnast nokkru sinni á það við mig, að þeir væru óánægð- ir með sinn hlut á sjúkrahús- inu. Var það þó áður fastmæl- um bundið okkar á milli, að væri einhver okkar óániægður skyldi hann bera fram sínar kvartanir, svo að við gætum rætt þær og ledtað ráða til úr- bóta. Eftir að aðstoðarlæknamir höfðu sagt upp starfi reyndust þeir ólfáanlagir til viðræðna, J>ar til ég nánast þrönigvaði þeim til að mæta á fundi um málið, til þess að við gerðum ék'ki þann óvinafiaignað að lóta það spyrj- ast, að við hefðuim aldred raeft mólin okkar á milli, er sitjórn Læknafélags íslands kæmi til Húsavfkur. í sambandi við starfereglur þær fyrir aðstoðarlækm, er mér var skipað að semja í des. 1968 gleymist stjórninni að geta þess, að kvöldið áður en þær voru lagðar fyrir framkvæmda- ráðsfiund hlutu þœr ýtarlega athuigun á fundi, sem ég átti með stjómarformanni og aðaf- ráðgjafa stjórmarimnar, róðs- manni sjúkrahússins. Gerði ég að tillögu þessara manna smá- breytingar á uppkasti mínu, en þeir lýstu yfír, að því loknu. að þessar regflur væru að þeirra dómi svo eðlilegar og sjáifsagð- ^r, að þær gætu nániast hangið uppi á hvaða vinnustað sem væri. Ég sat til enda fundþann, er fjallla skyldi um starfsregl- umar, og varð þess alldrei var, að um þær væri fjaillað. Eftir að annar aðstoðariæknirinin hafði afgreitt þær með einu orði „pýramídakerfi“ varnaum- ast á þær minnzt. Sjúkrahú^stjóm segir: „Slíkt fyrirkomuliag (að ednn læknir sinnti héraðinu og sdúkrahúsdnu) höfðu íbúar læknislhéraðsins reynt áður og kusu ekki aftur“. Slíkt fyrirkcmulag kaus ég ekki aftur. Hitt er íbúa héraðs- ins að segja til um, hvort þeir télja sig hafa þurfit að kvaæta umdan læknisþj ónustu nni. Fylli- lega er mér Ijóst. að þar muni ýmsu hafa verið ábótavant og biðtími sjúMimiga orðinn óþægi- lega langur eða nólega eins langur og víða mun tíð'kast í Reykjavík, enda miunu þá ekíú margir læfcnar hafa haft erfið- ari aðstæður né yfirgripsimeira verksvið en héraðslaaknirimn i Húsavíkurhéraði, enda stóð hon- um þá ekki til boða af bæjar- ins hálfu fyrirgreiðsia um fuil- komdnn útbúnað á læifcnastofu sivo og aðstoðarfólk eftir þörf. um, sivo sem raun varð á um eftirmenm mína í sitarfinu. Um þátt lanidlæknis í máli þessu mun ég ekki ræða hér. Tal ég eðlilegast að hann slkýri sína afetöðu sjálfur. Aðedns :di ég geta þess, að hamn hefur tjáð mér álit sdtt á „reglugerð- inni“ og mun það naumast fara saman við álit sjukráihússtjóm- ar. Sama máli gffldir um hinn stóra þátt, er sjúkrahússtjórn eiignar farmanmi L.l. í samn- ingu reglugerðarmnar, sem og máfli þessu í hedld. Ég hefi, að sjál&ögðu, i fæstum tilfeJIuim möguleika á að fullyrða, hvort sjúkrahússtjóm fer þar meðiétt mál, og mun því láta niður falla, a.m.k. að sinni, að ræða hlut formamms L.Í. Hins vegar tel ég augljóst, að hann hljóti að lóta eitthvað frá sér fara opin- berlega um þennan þátt grein- ar sjúkrahússtjómarinnar, þar sem homium er þar ýmdslegt eigmað, sem hann við mig og samstjómanmenn sína í L.Í. hef- ur harðneitað að hiafa átt hlut að. Eftir að sjúkraihússtjóm hef- ur skýrt frá kornu þriggja stjómarmanma L.í. tíl Húsa- víkur í janúarmánuði s.l. segir: „En með brófi 10. febrúar send. ir stjóm lasJcnafélagsins tiilög'xr um starfshætti við sjúkrahúsið o.s.frv.“ Síðan segir, að stjóm L.T. hafi getið þess. að ekki hafi aliir lækinarnir getað faillizt á þær. Hafi aðstoðarl ælcnamir fafllizt á þær með brófí þann 20. febrúar, en ég balfi hafnað þedm. Um þetta bréf stjómar L.í. er mér éJounnugt. Fæ ég og ekki séð hvemig sitjóm L.í. gat sagt, að ég hefðd hafln- að tildögiuim hennar, þar sem hún hafði alldrei leitað til mín um svar við þedm. Hið sanna er, að stjórn L. í. Framhald á 7- siðu. Staða framkvæmdastjóra við Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. er laus til umsóknar frá 1. nóvember 1969. Um- sóknir skulu hafa borizt stjórn fyrirtækis- ins fyrir 1. september ásamt upplýsingum um imenntun og fyrri störf. Húsavík 12. ágúst 1969 Stjórn FÍskiðjusamlags Húsavíkur h.f. Keflavíkurvöllur: IBK - FRAM kl. 19,30 í kvöld. Mótanefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.