Þjóðviljinn - 07.10.1969, Page 1

Þjóðviljinn - 07.10.1969, Page 1
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ bendir á leíSir til jbess crð Útrýma atvinnuleysi, bæta lífskjörin og auka stórlega þjóðarframleiðsluna „Okkar er að sanna þjóðinni að hún á annarra kosta völ“, sagði Ragrnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, í setningarræðu sinni við upp- haf flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins á Akur- eyri á laugardaginn, og í ræðu Lúðvíks Jóseps- sonar, formanns þingflokksins, benti hann á leið- ir út úr ógöngunum. Með ræðu Lúðvíks kom glöggt fram að Alþýðubandalagið er fært um að leysa vandamál efnahags- og atvinnulífs og á flokksráðsfundinum kom glöggt í ljós að forusta Alþýðubandalagsins, er einhuga í að fylgja fram kröfum launafólks um mannsæmandí lífskjör á íslandi, útrýmingu a.tvinnuleysis og stóraukna þjóðarframleiðslu landsmanna sjálfra. Glatt á hjalla í Borgarbíói Fjölsóttur og ánægjulegur hátíðuríundur Tugir ungmenna scttu svip sinn a hátíðarfund Alþýðubandalags- ins, sem efnt var til að loknum fundi flokksráðsins á sunnudag- inn. Dagskráratriðin, sem ílutt voru, hiutu frábærar undirtekt- ir 300 fundarmanna, scm fylltu sal Borgarbíós á Akureyri- Soffía Guömundsdóttir setti hátíðarfundinn og ílál síðan Sig- urði Blöndai sikágajrverði fundar- stjórastörf. Dagskráraitriði voru fráfbær upplestur Guðrúnar Step- hensens á ljóðuim norðlenzkra skálda, einsöngur Guðmundur Jónssonar ópexiusöngvara, ræður Jónasar Árnasonar og Ragnai’s Arnailds og dagsfkrá Magnúsar Jónssomar um Borðeyrardeiluna; „Með hnúum, hnefutn og samstöðun,ni.“ Dagskráin var ílutt af ungu fólki og setti skemimtilegur fiutningur qgfraim- ganga þess eftii'minndlejgan svip á þessia dagskrá >um þýðingu samstöðunnar. Ræða Jónasar Árnasonar uim efnið: „Svað vill unga fólkið?“ hitti nákvæmlega í márk og var flutt við óskipta ánægju og aíixygii hinna ungu áheyrenda. Og í'æða Ragnars Arnalds, formanns Alþýðu- bandalagsins, vakti óskipta og verðuga athygli fundai’gósta- — Var það miál fundanmanna að tæpast hefði áður vei'ið haldinn jafnveliheppnaður stjórnmálá- fundur á Akiureyri og fjöiimenn- ari var fundurinn en menn Lúðvík Jósepsson ræddi m.a. í ræðu sinni um áróður stjórnar- flokkanna. sem ala á vantrú á möguleikum Íslendinga til þess að lifa mannsæinandi lífi i landinu á eigin atvinnuvegum. Hann benti á að vantrúarkenningin hefur haft sín skaðvaenlegu áhrif. Áhrif hennar samfara erfiðleikuim atvinnuveganna undanfarin ár hafa haft þau áhrif að margir spyrja: Er í run og veru unnt að lifa mannsæmandi lífi á íslandi án erlends stórreksturs? Ég svara þeirri spurningu hiklaust játandi. íslendingar geta lifað góðu lífi í landinu og tryggt sér hér jafngóð kjör og betri en það bezta sem við þekkjum með öðrum þjóðum. Hér þarf ekkeirt at- vinnuleysi að vera — hér er unnt að tryggja öllum næga atvinnu við arðbær störí við atvinnuyegi landsmanna sjálfra, sé byggt á auðlindum sem þjóðin á og þær hagnýttar. Atvinnuleysinu er hægt að útrýma strax séu tækifæirin notuð og rétt stefna tekin upp. — Þannig komst Lúðvík meðal annars að orði í ræðú sinni og benti síðan á nokkur verkefni á sviði atvinnumála. sem geta. ef framkvæmd yrðu, stóraukið þjóðarframleiðsiuna og tryggt betri lífskjör á íslandi. — Verður nokkur grein gerð fyrir þessum höf- uðverkefnum, sem Lúðvík nefndi: • — Festa skal kaup á 15 nýtízku skuttogurum. Árleg framleiðslu- verðmæti þeirra mundn nema um 114 til tveimur miljprðum króna, ef afli þeirra væri unninn í landinu að verulegn lcyti. • — Aukning á frystum fiski sem næmi ujn 30 þúsund tonnmn á ári ,er auðveld með eðlilegri endurnýjun bátaflótans og samfelldari og ha.gkvæmari rekstri. Slík aukning myndi færa þjóðarbúinu viðbótargjaldeyristekjur sem næmu Wi milj- arði á ári. • — Uíkisvaldið verður að hafa forustu um að koma upp niður- suðu- og niðurlagningariðnaði, svo unnt sé að fullvinna ýmsar tegundir sjávaraflans. Að nokkrum árum liðnum ætti sú framleiðsla að nema tveimur miljörðum króna í útflutn- ingsverðmæti á ári. Þó að þessu marki yrði náð stæðurn við enn að baki Norðmönnum í þessari framleiðslugrein. • — Á sviði iðnaðar er nærtækast að tryggja fulla xvýtingu þeirra iðnaðarfyrirtækja sem fyrir éru í landinu. Slíkt verður að gera með breyttri viðskiptastefnu og sanngjörnum og nauð- synlegum rekstrarlánum til iðnaðarins. Skipasmíðar á þeg- ar að gera að fastri framleiðslugrein og tryggja á að allir fiskibátar landsmanna verði smiðaðir innanlands. — Þá á að koma upp fullkominni veiðarfæragerð og nýjum iðnfyrir- tækjum einkum til vinnslu úr innlendum liráefnum. Hægt væri með þessum ráðstöfunum að auka framleiðslu iðnaðar- ins um 2-3 miljarða króna á ári ef réttilega væri á haldiö. • — í landbúnaði bíða stórfeild verkefni. Skipuleggja verðtir land- búnaðarframleiðsluna til liagsbóta fyrir bændur og neytend- ur. Jafnframt verður að tryggja betur en nú er. að bænd- ur fái sambærileg kjör og aðrar vinnandi stéttir. Með breyttu skipulagi, nýjum framieiðslugreinum og með full- vinnslu á skinnum og ull og öðrum framleiðsluvörum land- búnaðarins, væri auðvelt að auka tekjur þjóðarbúsins af landbúnaði um 1 miljarð króna á ári, þegar á næstu árum. Hér hafa verið nefnd fáein dæmi um stóraukna framleiðslu í aðalundirstöðuatvinnugreinum landsmanna. Þessi dæmi eru að- eins hluti þess sem unnt væri að benda á. Möguleikar þjóðarinnar til aukinnar framleiðslu og þar með til batnandi lífskjara eru ©kki einvörðungu bundnir við þessa und- irstöðuatvinnuvegi. Þjóðin á miklar auðlindir í orku jarðhita og fallvatna og hún á land með sérstæða náttúru, sem dregur að ferðamenn. Auðvitað hljótum við að xjotfæra okkur þessar auð- lindir og þau tækifæri, sem tengd eru við ísland sem ferða- mannaland. En auðlindirnar eiga landsmenn sjálfir að nýta. Jarð- hitann og fallvötnin eiigum við að virkja stig af stiigi eftir því sem möguleikar eru fyrir hendi til öflunar lánsifjár með eðlileg- um hætti og okkar fjárhagur leyfir. Lúðvík fjallaði um ýmis fleiri mál í ræðu sinni. en af því serrx hér hefuir verið upptalið er auigljóst: Möguleikar fslendinga eru miklir, ef þeir nýta auðlindi.r sínar sjálfir og taka. upp nýja stjórnarstefnu, sem tryggir fulia atvinnu. mannsæmandi lífskjör og stóraukin framleiðsluverðmæti þjóðarinnar. — sv. — MYNDIR að norðan eru á 6. og 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.