Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 4
4 Sf£»A — iÞJÖÐVILJINN — Þriojudaigur 7. oikftóiber 1989. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Utgefandl: Utgáfufélag Þ|óðvl!|ans. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstlórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýslngastJ.: Olafur lónsson. Framkv.stjórt: Eiður Bergmana Ritst|órn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17500 (5 llnur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. / sóknarhug Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins á Akur- eyri varð ótvíræð staðfesting þess að það ætl- unarverk hefur tekizt að fullu að endurskipuleggja samtökin sem sósíalískan barát'tuflokk og að nú eru fullir möguleikar á stórsókn. Fundinn sóttu nær hundrað fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins og f jölluðu um stjórnmálaástandið og starfsemi flokksins, atvinnumál og efnahagsmál, félagsmál og sjálfstæðismál, væntanlegaf sveitarstjórnar- kosningar; umræður voru fjörugar og alger ein- hugur um helztu stefnumið. Fundinuim lauk með mjög glæsilegri og eftirminnilegri samkomu í Borgarbíói á Akureyri. í Þjóðviljanum í dag og næstu daga verður skýrt frá flokksráðsfundinum og helztu niðurstöðum hans, en sameiginlegt ma't fundarmanna var það að reynslan hefði þegar stað- fest að Alþýðubandalagið væri eini flokkur ís- lenzkrar alþýðu, baráttutæki sem nú væri unnt að beita með miklum og vaxandi árangri. Tímabært pftir síðustu heimsstyrjöld var stofnað nýtt ríki 4 Evrópu — Þýzka alþýðuveldið, D.D.R., en það á 20 ára afmæli í dag. Ekki spáðu allir fögru við vöggu þess; landið var gereytt af völdum styrj- aldar og því var gert að standa að fullu undir stríðsskaðabótuim. En efnáhagsþróun þessa ríkis hefur orðið með ólíkindum; það er nú í hópi öflug- ustu iðnaðarvelda heims og hefur náð mjög lær- dómsríkum árangri á ýmsum sviðum tækni og vís- inda, kennslumála og félagsmála. Það er niður- staða þeirra sem til þekkja að hið raunverulega „þýzka undur" hafi gerzt í D.D.R.; sú þróun öll er staðfestihg á yfirburðum áætlunarbúskapar. Auð- vitað felst ekki í því mati nein yfirlýsing um það að D.D.R. sé eitthvert fyrirmyndarþjóðfélag; hvorki þar né annarstaðar verður veruleikinn dreginn upp einvörðungu með hvítum lit og svört- um. Til að mynda hljóta sósíalistar að gagnrýna mjög afstöðu D.D.R. til lýðræðis, málfrelsis og rit- frelsis, og þátttakan í innrásinni í Tékkóslóvakíu er ófagur flekkur á skildi hins unga ríkis. íslendingar hafa frá upphafi haft mikil og góð efnahagssamskipti við D.D.R. Hins vegar hafa íslenzk stjórnarvöld neitað að viðurkenna Austur- Þýzkaland, og er þar um að ræða algert einsdæmi í utanríkisstefhu okkar. Sú afstaða er ekki íslenzk, heldur fyrirmæli frá Nató og vesturþýzkum stjórn- arvöldum. Tilgangur þeirra var sá að reyna að ein- angra Austur-Þýzkaland og grafa undan tilveru þess.'Sá tilgangur hefur nú mis'tekizt með öllu; meira að segja vesturþýzk stjórnarvöld eru smátt og smátt að viðurkenna þá staðreynd að þýzku rík- in í Evrópu eru tvö og verða tvö um ófyrirsjáan- lega framtíð. Því er fyrir löngu orðið tímabært að ríkisstjórn íslands hæ'tti að hlýða erlendum fyrir- imælum um þetta efni og taki upp stjórnmálasam- band við Austur-Þýzkaland í samræmi við við- skiptahagsmuni okkar og almenna reglu í stjórn utanríkismála. ~~ m. • . ÍBA hélt sér uppi — Sigruðu Breiðablik 3:2 Þrátt fyrir það freklega órétt- Iætí, að láta úrslitaleikinn um áttunda sætið í 1. deild næsta sumar, íara fram á heimavelli Akureyringa þá varð sigur þeirra yfir hinu unga og efnilega Breiðabliks-liði ekki nema 3:2 eftir að Breiðablik hafði haft yfir í leikhléi 2:1. Fyrri leik þessara liða um þetta 1- deildarsæti lauk eins og . kunnugt er með jafnteiHi ogvarð því að leika að nýju og þá leyfði mótanefnd sér þá ósvinnu, að setja leikinn á heimavöll ann- ars aðilams, og mun það vera algert einsdæmi að svona nokk- uð sé gert. Úrslitaleikir eiga að fara fram á hlutlausum velli eins gefur að sldlja. Með þessum 'sigri sínum yfír Breiðabl. hefur ÍBA tryggt sér áframihaldamdi setu í- 1- deild næsta sumar. Það gegnir furðu, hvað Akureyringunum hefur genigið illa í 1. deildarkeppn- inni í suniiar og sýna leikir þeirra gegn Breiðabliki, að lið- ið þarf stórátak til að eiga er- indi í 1. deildina næsta sumar. Breiðablilís-liðið er eins og áður segir uingt og efnilegt, en þó myndi ég segja að sem stend- uir ætti það ekki annað erindi í 1. deild, en að falla aftur niður, en þeirra tími kemur og haldi liðið samao þá líða ekki nema 2-3 ár þar til það verður með beztu liðum 1. deildar. — S-dór. Valurheíur forustuí ^eykjavíkurmótmu Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik var haldið áfram sl. laugardagskvöld og leifcnir 3 leikir. Fram sigraði Þrótt með miklum mun eða 24:9 eftir að hafa haft yfir í leikhJ,éi 13:2. Þá sígraði KR Víking 14:12 og er merkilegt hve Víkingunum ætlar að ganga illa með jafn "¦;.;.;¦--; ':>;.;::.'¦¦:'.' .'¦¦"-.-¦-' :;¦ ¦ .¦¦:¦>'; >;¦.;¦"¦:¦'¦:' '¦¦¦¦¦ ;"¦':'.>'¦¦:':•:¦¦.¦;>¦:¦.¦:.:,:¦.'.... ^-^^-¦- ..' " -.. . Frá Iei'k IBA og Breiðabliks á sunnudaginn Bikarkepphi KSÍ: ÍA-Fram 3-0 Framarar voru ekki nein hindr- un fyrir Skagamenn í Bikar- kcppninni er bessi lið mætt- ust sl. sunnudag. 1 fyrri hálf- leik Itíku Skagamenn á vörn Fram hvað eftir annað og skor- uðu þá öil 3 mörkin, en eins og vant er, þá áttu Framarar ekki minna í leiknum, en fram- H'na þeirra er bitlaus og þrátt fyrir nokkra sókn í fyrri hálf- ----------------------------------------------© Gróffa sigr- a&i Hauka 1 gær hðfst í íiþróttahúsinu á Seltjarnarnesi Reykjanesmót í handknattleik og voru lejkn- ir tveir leikir. FH vanin iBK með 50 mörkum gegn 18 og Grótta varan Hauka með 24 mörkum gégn 23. tJrsIiíin í a'ðari Ieiknum komu algerlega á óvart, því Haukar hafa undanfarin ár verið með beztu liðum hér á Iandi í handknattlcik en hins vegar er þetta fyrsti leikur Gróttu í opinberu móti. Gefur þesisi fyrsti leikur þeirra vissu- Icga góð fyrirheit. Grótta hafði forustu allan leikinn og náðu Haukar aldrei að jafna- Breiða- blik sat hjá. Næstu leikir í Reykjanes- mótinu veðra háðir n-k. laugar- dag á sa<ma stað og hefst fyrri leikurinn kl. 5 síðdegis. Þá leika Haukar við IBK og FH við Breiðablik- Grótta situr hjá. leik áttu þeÆr ekki nema eitt markskot. Það var Haraldur Sturlauigs-' son sem skoraði fyrsta mark 1A með glæsilegu skoti af 30 metra færi beint úr aukaspyrnu og skeði þetta strax á fyrstu mín- útu leiksins. Næst var þaðBjörn Lárusson sem skoraði eftir að Sigurbergi Sigsteinssyni mis- tókst að spyrna frá marki og/, hrökk boltinn til Björns sem síðan lék á Þorberg markvörð og skoraði 2:0- Síðasta markið skonaöi svo Teitur Þórðairson, eftir að Matthías hafði vippað boltanuim yifir Þorberg sem kom út á móti Matthíasi og Teitur étti auðvelt með að sjkora. 1 síðari hálfleik datt leikurimn nokkuð niður og virtist áhuga- Ieysíð alls ráðandi hjá ÍA en vonleysi hjá Fram, sem aldrei náði að skapa sér veruleg mark- tækifæri utan einu sinni er þeir áttu stangarslcot af stuttu færi. Þetta, er mjög alvarlegt ástand hjá Fram, að liðið skuli nær alltaf eiga til jaíns við and- stæðingaliðin, en ekki ná að skora mörk og raiinar hefur betta verið svona h.iá Fram um nokk- ura ára skeið, en sjaldaai jafn slæmt eins og í sumar. LIÐIN. Beztu menn ÍA-liðsins voru þeir Haraldnr Sturlaugsson og Þröstur Stefánsson, sem er orð- inn einn allra besti miðvörður okkar. Haraldur heíur þegar leikið landsleik og mér segir svo hugur að hann missi ekki sæti sitt í landsliðinu í bráð. Þá átti Teituir Þóirðarson sinn bezta leik á sumrinu. Matthías, Björn og Guðjón áttu allir mjög góð- l an leik í fyrri hélfleik, en virt- ust áhugalitlir í þeim síðari. Hjá Fram var það Jóhannes Atlason sem bar af ein® og oft- ast áður. Þá varði Þorbergur mjög vel. Aðrir áttu varla um- talsyerðan leik, nema þá helzt Erlendur Magnússon- Dómari var Ragnar Magnússon og dæmdi mjög vei- S-dór. ágætt lið og þeir hafa. .Valur siigraði síðan Ármann 18:9 og hefur Vajur því tekið forustu í mótinu með 6 stig og hafa þeir engum leik tapað- Nassta leikkvöld í Reykjavík- urmótinu verður n.k. miðviku- dag og leika þá saman Ár- manm-KR, Valur-lR og Fram- Víkingur og hefst keppniin kl- 20.15. Sá leikur sem einkum er undir smásiánmi verður leikur Valis og IR því óneitanlega er ÍR sterkasta liðið sem Valur hefur mætt í mótinu til þessa- Allavega má gera ráð fyrir að allir leikirnir verði jalmir og skernimitilegir. X S.dór. / FH-b 4:0 Leikur KR-a og FH-b, í Bik- arkeppninni verð eins og búast mátti við, Ieikur kattarins að músinni og hefði alveg eins get- að endað 10:0 ein.s og 4:0 og var stundum furðulegt að Sjá hv8r"tf-'' ig KR-ingarnir komust hjá því að skora. Mftrk KR skoruðii Baldvin Baldvinsson tvö, bæði í fyrri hálfleik en í þeim síð- ari skoruðu þeir Björn Árna- son og Arsæll Kjartansson sitt roat-Jci'í) hvor. Meðan á leáknum st66 rigndi svo mikið, að engu var líkara en að um syndaflóð væri að ræða og .er engu lík- ara en að veðurguðirnir hafi amdúð á íslenzkri knattspymu, því ég man ekki eftír einum einasta Ieik þar sem 1. deildar- lið hefur leikið í svtnar að ekki hafi rignt meira eða minna meðan á leiknum stóð o<? sann- 'arlega var engin undante,r"'ng frá þessu s.l. sunnudag. S.dör. Kvöldnámskeií fyrir framreiðsl'ustúlkiur hefst rmánud. 13. okt. í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. Kennt verður 3 kvöld í viku. Innrifcun og nánari upplýsingar í síma 19675 kl. 13,30 —.15,00. Skólastjóri. Tilkynning um no-tkun brunahana í Reykjavík. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að notk- un brunahana til annarra nota en brunavairna, er óheimil án leyfis Vatnsveitu Reykjavíkur. Þeir aðilar, sem óska eftir að fá leyfi til notkun- ar á brunahönum til vatnstöku, skulu snúa sér til eftirlitsmanns með brunahönum að Austurhlíð. við Reykjaveg sámi 35122. .Vatnsveita Beykjavíkur. i \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.