Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1969, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — Þí3ÖÐJWIliíE!íN — Þosð5twiíi(ga» X akJfióber 106». n SKÁLDSAGA EFTIR MARY DUTTON — James. Ég horfði á hann sleifcja sytourinn af vörunum þeg- ar vid voruan komin framhjá hús- inu hennar Trudyar — James, af hverju er þessi klemuhringur öðruvísd en fcleinuhringur sem við myndum borða inni í húsinu hennar Trudyar? Jarnes góndi illilega á mig. — Hann er það bara! Hann yggldi sig aiftur framaní mig. — Af hverju' þarftu að eyðileggja allt sem við gerum með því að spyrja þessara bjánaiegu spum- inga? Maður fer bara ekki inn í húsið m að borða eða heim- sækja eða neitt, það er aldt og sumt. Hann gekk hraðar og þeg- ar hann var kominn vel fram úr mér, sneri hann sér við og leit uim öxl til mín. — Þau eru negrar. 8 Enginn var heima í húsdnu hennar Donie. Við sitóðum í garð- inum og köiluðum og svo stig- um við upp á hrörlega pallinn r*g börðum, en enginn kom til dyra. Við visisum ekiki hvað við átt- tim að gera við toleinihringina, svo við ákváðum að fara baik- dyramegin og slkiija þá eftir í eld- húsánu. Eldhúsið var hlýtt og hljótt. Gölfið var hvítskúrað upp- úr heimatilbúnu sápunni sem Donie hellti úr krukku á gótfin sín til að skrubba þau, og það var iilmur af deigi sem vai að heflast í skál á eidavétinni. Við skildum bréfpotoann eftir á borðinu og læddumst út aftur. Ég veit ektoi af hverju við lædd- umst. Þegar við komurn heim, voru þau heima hjá okkur. Mamma var að tala við Donie þegar ég kom inn anddyrið og í aldhýsdð. Gólfið otokar var ektó eins hrednt og gólfið hjá henni Donie. — Veit Josie hvað gengur að henni? Veit hún hver á það? Eða þú? Ég setti bæfcumar7 mínar og Einmana önnu á borðið og bjó mig umdir að svara spurningum mörrnnu um skóladaginn minm. Donie sat þarna við eldhúsborð- ið, álút með olnbogana á borðinu og báðar hendur um ennið- Hún tók etoki eimu simmi eftir þvi að ég var komin inn í eldhúsið. Mamrna spurði mig ektoert um skólanm. Hún spurði mig ekki um néitt. Hún leit upp frá því að skara í eldinn og bandaði til mín hendinni eins og hún væri að stugga mér frá sér. — Hlauptu út og leiktu þér, Thorpe. Strax. — Ég er svöng. — Á eftir. Farðu nú út og leiktu þér. 29 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Síml 42240. Hárgreiðsla Snyrtingar. Snyrtivörui. Fegrun arsérfræðingur á etaðnum. HárgTeiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð ílyíta) ■ Sími 24-6-16. Perma Hárgredðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 Ég fór útum bakdymar- Thee og Josie voru í bakgarðinum að tína upp perur sem höfðu fallið af trjánum. Mig langaði lfka til áð tína perur og fara með þær til Peccavi i stíuna en mig lang- aði meira til að vita hvað það var sem Josie vissi eða vissi ekki. Ég settist á bakþrepin. Ef ég gæti komizt að því og sagt Josie það, þá gæti hún kannski farið aftur í skélamn og Thee þyrfti ekki að sitja aleinn á trjástubbnum. Ég hlustaði eft- ir mannamáli úr eldhúsinu- — Veit hún það? spurði mamma- — Hún veit það en hún skilur það ek'ki sámt, sagði Donie- — Ég var hrædd um það. Mamma hringlaði í hringjunum á vélinni. — Hver á það í bamingju bæn- um? Það er fyrsta atriðið sem við þurfum að vita til að hægt sé að gera eitthvað í málinu. — Við getum ekkert gert- Donie virtist óttaslegim. Það er herra Billy Bob sem á það- — Billy Bob Jackson? Mamma þagði stundarkorn. — Dnnie, ertú viss um það? — Eins viss og um það að við sitjurn hérna. Það hefur enginn annar verið að skipta sér af henni. ungfrú Venie. Þú veizt það. — Ég vissi ekki einu sinni að hann hefði gert það, sagði mamma- — Hvenær? — Hann kom heim í húsið einn daginn. Donie virtist enn ótta- slegin. — Einm daginn þegar 'hann vissi að ég var að þvo fyrir ung- ifrú Unu. Og hann tók hana með vaidi. — En sagði hún þér ekkert þegar þú komst heim? það glamr- aði í pottum og pönnum þegar mamma tók þau mdður til að und- irbúa kvöldverðinn- — Nei. Hann sagðist skyldu drepa hana ef hún segði það noktorum manjii. Og hún trúði því, svo dauðhrædd var hún-Svo kom hann aftur í næstu viku og oftar seinna og — — Guð mion almáttu-gur, sagði mamma. — Hún er ekfci annað en bam, — ekki nema bam sjálf. Og kallaðu þetta svín ekki herra- Will Jaokson hefði átt að drekkja honum þegar hann fæddist. Veit Lewis þetta? — Já, hann veit það. Og þetta er í eima skiptið á ævinni sem ég hef séð Lewis tárast- Þetta var reiðarslag fyrir hann. Bn hvað getur hann gert? Donie fór að gráta. — Herra Billy er húsbóndi Lewis í viðarhögginu og við verð- urn öll að borða- Og þótt við vildum svelta til að geta sagt hug okkar við Billy Bób, þáhefð- um við ekld annað uppúr því en næturriddarana. Lewis veit að honuim em allar bjargir bamnað- ar. — Uss, hafðu ekki áhyggjur af næturriddurunum. Þú ert ekki hrædd við bá, enda hefurðu al- varlegri hluti að hafa áhyggjur af. Hérna, fáðu þér kaflfi. Það er upphitað síðan í murgun, en það er heitt og sterkt- Ég heyrði glamra í bolla og skeið. — Vissi Josie ekki hvað hann var að gera? Hafðirðu ekki sagt henni neitt spurði mamma- — Nei, ég hafði ekki sagt henni neitt. Ég hafði ekki sagt henni að hafa dymar læstar. Ég hafði ekki haift vit á að segja Josie frá mönnum eins og herra Billy Bob- Og ég er ekki viss um, að hún hefði skilið það þótt ég hefði sagt það við hana. — Hvenær verður það? Mamma var þreytuleg í rómmum. — Hvað er hún lagt komin? — Jolhn læknir sagði að það geti orðið í desemberlok. Kannski í jólavikunni, segir hann. Hann segir: Donie, hvað 'hugsaðirðu þeg- ar hún hætti að hafa á'klæðum, og ég sagðist ekki hafa hugsað neitt, því að hún væri ekki nema þrettán ára- — Við fikulum sjá, sagði mamma. — Eftir svo sem fjóra mámuði. Veit Trudy þetta Hefur hún kom- ið með nokfcur nothaaf heilræði? — Já- Tmdy veit það. Hún seg- ir mér að láta Josie drekka heila flösku af terpentínu og kenna henni að spretta betur úr spori næst. Emginn sagði neitt stundarkorn, og svo bætti Donie við: — Ég get bara ekki fengið það af mér, ungfrú Venie- Mér finnst það vera hálfgert morð. — Það er morð, sagði mamma. — Það er algert rnorð. Nei, það gerum við ekki. Drekktu kaffið þitt áður en það kólnar og við skulum finna einhver úrræði. Br þetta ekki ágætt kaffi? Við verð- um að horfast í augu við þetta, Donie. Sjálfsagt er ýmislegt verra til. Þótt mammi finnist þessa stundina... Billy Bob Jackson ihafði þá gert eitflhvað við Josie svo að hún varð að hætta í ekólanum- Ég fór út að þvottabek'knum og settist milli Thee og Josie. — Þú ert alltaf að fitna, sagði ég við Josie. — Ég veit það, sagði hún. — En mér líður efcki vel- Við náðum í nokkrar perur úr kassanum í reykhúsinu og sátum þarna og átum þær og spjölluð- u.m samam noklkra stund og svo tíndum við nokkrar upp af jörð- inni og fórum með þær til Pecc- avi. Við stóðum við stíuna og klóruðum honum gegnum bilin. — Veit kennarinn þinn að þú kannt að lesa nokkur orð? spurði ég Thee. Um sumarið hafði ég kennt honum heilmörg orð og .Tames hafði kennt ihonum nókkr- ar tölur. — Færðu að lesa dálít- ið? — Ég sagði henni fyrsta dag- inn að ég kynni soldið að lesa- Thee sýndist horaðri en nokkru sinni fyrr þar sem hann stóð við hliðina á Josie- — Hún trúði mér efcki fyrst. — Mín veit það ekki. Ég rétti kiarnahúsið ,úr perunni minni inn til Pekks gamla og hann át það og vaggaði yfir í annað hom og lagðist niður. — Ég held hún trúi engu sem ég segi. Peccavi var eins feitur og Josie- Það var skrýtið hvað ofckur þótti ölTum vænt um hann; hann gerði efcki annað en rýta og éta og velta sér í leirnum í lægsta homi stí- unnar. Hann var ekki viturnd lí’k- ur fallega grísnum sem okkur hafði verið gefinn um vbrið, en hann var gæludýrið okkar og okkur þófti vænt um hann. — Eru systkini Pekks eins stór og hann? spurði ég- — Uss. Það er efckert eftir alf þeim. Thee rótaði f moldinni, fann nokfcur skörn og flleygði þeim til Pekks. — Við erum búin að slátra þeim öllurn nema tveimur, sem pabbi lét herra Byrd fá í skiptum fyrir vömr- Og gamla gyltan hrötok upp af. Hrökik bara upp af- — Slátmðuð þið þeim? Af hverju? — Við étum þá. Josie brosti og ranghvollfdi augunum. — Og nú eigum við .svínslæri og bjúgu og saltkjöt og sumt gáfum. við bróð- ur Amos- — Þið emð alltaf að gefa bróð- ur Amos eitthvað- Af hverju gef- HUSMÆÐUR! Hvað er betra í dýrtíðinni en lágt vöru- verð? Matvörumarkaðurinn. opinn til kl. 10 á kvöldin. — Gjörið svo vel að lita inn. Munið hið lága vöruverð. Vöruskemman 1 Gre'ttisgötu 2. FáliS þér fslanzk gólffeppi frá* VE*»IM¥ nilímct @§É TEPPAHUSIO Ennfremur ódýr EVLAN feppf. SpariS tíma og fyrirfiöfn, og verzfiS ó einum sfaÖ. ISUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PB0X1311 Buxur ■ Skyrtur ■ Peysur ■ Ulpur - o.m.fL Ó.L. Laugavegi 71 — Sími 20141 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabcei, sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusía. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smœrri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069. HÚSAÞJÓNUSTAN s.f. - MÁLNINGARVINNA ÚTI — INNI Hreingerningar. lagfærum ýmis* legt s.s. qólfdúka, flísalögn. mós- v aik, brotnar rúður og fleira. j Þéttum steinsteypt pök. — Bindandi tilboð, ef óskað er. SÍMAR: 40258 og 83327 4"JV> *\ »■ íslenzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Háaleitisbraut 37 (áður Kópavogi). Sími: 84424. — (Bezt á kvöldin). Frímerki -- Frímerki Hjá okkur er úrval íslenzkra frímerkja. Hvergi lægra verð. — Reynið viðskiptin. Frímerkjaverzlun GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.