Þjóðviljinn - 19.10.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.10.1969, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. október 1969 — 34. árgangur— 229. tölublað. Útvarpsumræða annað kvöld '□ Annað kvöld fér fram á Alþingi fyrsta umræða um fjárlögin og verður henni útvarpað samkvæmt áj kvæðum þingskapa. Fjármálaráðherra hefur ótakmark- aðan ræðutíma til framsögu og stundarfjórðung til and- svara í lokin. Fulltrúar annarra flokka hafa hálftíma til umráða hver. Ræðumenn verða auk fjármálaráð- herra: fyrir Alþýðubandalagið Magnús Kjartansson; fyrir Alþýðuflokkinn Sigurður Ingimundarson og fyrir Framsóknarflokkinn Halldór Sigurðsson. Magnús Kjart-ansson Sojus 8 lenfur Fréttir frá Moskvu í gær herma að Sojús 8. hafi nú lent i Kasakstan. Hali til- tækar björgunarsveitir fund- ið geimfarið þegar í stað og hafi lendingin tekizt samkvæmt áætlun. Flytur fyrir- lestrá í H.Í. Prófessor Anders Vinding Kruse frá Kaupmannahöfn er staddur hér í boði Háskiólla Is- lands og mun flytja hér tvo fyr- irlestra. Fyrn fyrirlesturinn verö- ur mánudaginn 20. október og nefnist hann Erstatning og be- skyttelse af- privatlivets fred. Sá síðari veröur miövikuidagdnn 22. október og nefnist Erstatning for invaliditet og tap af forsorger- Báöir fyrirlestramir hefjast kl. 20.30 í I. kennslustofu háskólans. (Frá Háskóla Islands). BLAÐIÐ j DAG Kvikmyndir 3. síða Skák 4. síða Súdan 5- síða Ekki tilefni .mikilla lofsöngva — 6. og 7. síða Landshornasyrpa — baksíða. Hverju lofaði Bjarni Benediktsson 1966? Tillaga d Alþingi um eignakönnun Q Fjórir þingmenn Alþýðubandalagsins, Magnús Kjartansson, Jónas Árnason, Karl Guðjónsson og Steingrímur Pálsson flytja á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um eignakönnun. — Tillagan er þannig: □ Alþingi ályktar áð fela ríkisstjórninni að láta semja og leggja fyrir Alþingi eins fljótt og auðið er frumvarp til laga um eignakönnun. Skal tilgangur frumvarpsins vera sá að afla sem gleggstrar vitneskju um eignaskiptingu hér á landi og sérstaklega um eignasöfriun af völdum verðbólgu og gengislækkana, svo að síðar sé unnt að nota þá vitneskju til þess að afla fjár til aukins atvinnuöryggis og tekju- jöfnunar. Þessi greinargerð fylgir tillög- unni: Á þeim árafug, sem nú etr að líða, hafa ' meiri fjármunir streymt um þjóðfélagið en nokkiru sinni _fyrr. Aukið afla- magn og stórbætt viðskiptakjör færðu íslendingum miljarðafúlg- ur aukalega ár eftir ár, auk þess sem miljarðar króna haifa ver- ið teknir að láni erlendis á sama tíma og fluttir til landsins. Þeg- Sæmileg atvinna hefur verið á Eskifírði síðustu vikurnar Eskifirði, 18/10 — Sæmilegur afli á botnvöl'pu að undanförnu heíur haidið nokkurn veginn við vinnu í frystihúsinu, en togibát- arnir sem gerðir eru út eru Hólmanes og Jón Kjartansson. Hjá smábátum og línubá'tuim. hef- ur afli verið lítill. Talsvert hef- Sprengingar í miðri Aþenu Átta sprengjur sprungu í mið- biki Aþenu í gærmorgun. Urðu slys á miönnum og tjón á eign- um og umferðartruflanir. Talið var að andstæðingar herforingja- stjórnarinnar væru hér aö vertiti, en þeir hafa látið í auknum mæli til sin takia undianfardð. ur borizt hingað af sjósaltaðri síld, landaði Eldborg úr Hafnar- firði t.d- nú i vi'kiunni 1400 tunn- um af síld, veiddri á miðunum suður af Surtsey. Er þó nokikur vinna kringum síldina, því uim boi'ð er hún söltuð óhauisuð í tunnuirnai’, en tekin upp og end- urverkuð í landd. Að viðbættiri smávegis slátrun fyrir hedmia- byg'gð og Helgustaðahrepp hef- ur atvinna því vérið mjög sæmileg, eirina rýrust hjá bifreiö- arstjóruim. Hjá Hraðfrystíhúsii Eskifjarðar standa nú yfir endurbætur á frystikerfiinu, er reiknaö með að afköst frystitaakja vaxi uim 40"/n. Þá verður sikriifstofa hússins flutt í annað hús og vinnslusalurinn stækkaður sem því nemur- Hjá síldarvenksmiðjunni, sem er eign Hraðfrysti'hússins, hefur í sumar verið gerð loðnuþró. — J.K. Ný útsýn komin út Ný útsýn, sjöunda tölublað, er nýlega komin út og flytur einkum frásagnir og ályktanir frá flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins sem haldinn var á Akurey.ri. Meðál annars efnis í þessu tölublaði Nýmar útsýnar er grein eftir Helga Guðmundsson: Va/rnarsigur, sem er önnur grein í greinaflokki hans um verka- lýðsmál. Þá er í blaðinu nýtt Ijóð eftir Þorstein frá Hamri: Sk«ggiar — brot, grein efitár Lúðvík Jósepsson: Þannig vinn- ur ríkisstjórnin að lausn at- vinnumála, og þar er greinin Skipulag verkalýðssamitakanna. Baksiðugrein Nýrrar útsýnar er að þessn sinni ef.tir Guðrúnu Friðgeirsdóttur: Börn og sjúkra- hús. Þá er í blaðinu ræðukafli eít- ir Ragnar Arnalds, formann Al- þýðubandialagsins, undir fyrir- sö'gninni Þar skilur á milli. í blaðinu eru fjölmargar myndir frá flokksráðsfundinum á Akureyri. ar eirfiðleikar steðja að eftir slíkt vehnegunartímabil, er niauð- synle'gt að afla sem gleggstrar vitneskju um það, hvar þessir miklu fjármunir hafia stöðvazt í þjóðfélaginu, hvernig eigna- skiptingu er háttað, svo að unnt sé að jafna óhj ákvæmilegum byrðum réttlátlega niður. Sér- staklega er mikilvægt að afla vitneskju um- þá aðila. sem hagn- azt haía á verðbólgu og opin- berum aðgerðum, svo sem siend- urteknum gengislækkunium, án þess að leggja af mörkum nokkra gagnlega félagslega þjón- ust'U. Undanbragðalaus könnun á þessum aðstæðum og réttlát sfcattheimta í samræmi við nið- ursitöður hennar eru forsendur þess, að samkomulag geti tekizt meðal landsmanna um ráðstaf- anir í efnahagsmálum. Bj arni. Benediktsson forsætis- ráðherra gaf á sínum t'ima fyr- irheit um, að þannig skyldi að málum staðið, ef til nýrra geng- islækkana kæmi hér á landi. 12. desembeir 1966 komst hann svo að orði í þingræðu: „Loks vil ég gefa þá afdrátt- arlausu ..yfirlýsingu, að núver- andi ríkisstjórn kemur ekki til hugar að fella gengið. Það að vísu rétt, að þannig getur staðið á í þjóðiélagi,- að það sé nauð- synlegt að fella gengi, eins og dæmin sýna bæði hér og ann- ars staðar. Og það væiri auðvit- að alveg fásinna, ef ég ætlaði að segja, að aldrei kæmi til mála að fella gengi á Islandi. Slíkt mundi ég aldrei segja, einfald- lega af því, að ég ræð því ekki, og það mundi enginn maður trúa mér. Hitt segi ég, og við það skal ég standa, að ég skal aldrei verða með gengislækkun framar, nema því aðeins að ráð- stafanir verði gerðar til þess, að þeir, sem ætla sér að knýja fram gengislækkun til þess að græða á' henni, fái að borga sinn brúsa fyllilega“. Tillaga oktoar um eignakönn- un er flutt í trausti þess, að rík- isstjórnin hafi hug á að standa við þau fyrirheit, sem fólust í þessari yfdrlýsingu forsætisráð- herra. Hliðstæð tillaga var flutt á síðasta þingi, komst til nefnd- ar, en sofnaði þar svefninum langa. Harður árekstur í fyrrinótt I fyrrinótt varð harður árekst- ur á Glerárbrúnni. Þar keyrðu saman Mereedesbenz og Toyota- fólksbíll. Sá fyrmefndi var röngu megin á veginum og á talsverði'i ferð- 5 rnanns voru í hvorum bil og slasaðist ökuimaður í öðrum bíln- um og stúlka í 'hinum. Var stúlk- an enn á sjúkrahúsi er blaöið hafði tal af lögreglunni á Akúr- eyri í gærdag. -<S> Stökkbraut með steyptu aðrennsli á Ólafsfirði Ólafsfirði, 17/10 — Á vegum I- þróttabandalags Ölafsfjarðar hef- ur nú verid lokið við byggingu skáðastökkbrautar á Ólafsfirði, þeirrar, fyrstu hér á landi imeð steyptu aðrennsli. Er brautin gerð fyrir 15 metra stökk- Mikill áhugi hefur verið með- al Ólafsfirðinga fyrir að korna upp stökkba'autinni og hefur megnið af vinnu við hana verið unnið í sjálfboðavinnu af með- lirnum margra starfandi félaga hér. Fæst nú aðstaða til fjöl- breyttari sldðaiðkana og vænta menn sér mikils af brautinni í vetur. — M.M. Fulltrúar á þingi ASA Ófrávíkjanleg krafa til hverrar ríkisstjórnar: Svo sé unnii ai uppbyggingu atvinnu ai sérhver hafi vinnu vii sitt hæfi □ „Þing Al'þýðusambands Ausiturlands, haldið á Reyð- arfirði dagana 11.-12. október 1969, leggur á það höfuð- áherzlu,, að það hljóti að vena óf’rávíkjanleg krafa til sér- hverar ríkisstjórnar' að hún vinni þannig að uppbyggingu atvinnulífsins, að hver þjóðfélagsþegn hafi atvinnu ,við sitt hæfi.“ □ Þannig hefst ályiktun þings ASA um atvinnu'málin og er þarna borin fram meginknafa sambandsins, sem gildir jafnt fyrir alla landshluta. — Síðar segir svo náhar um atvinnumál Austurlands sé'rstaklega í ályktuninni: Þingið leglgur áihei’zlu á, og gerir um það slkiilyrðislaiusa kröfu til stjórnvailda, að fyrirbygEt verði að það ófremdarástand, sem var í atvinnumálum á Austur- landi á sQ. vetri, endurtakisig, og bendir á að í þessni efni hefur ekki verið haldið á málum sem vcra ber með hagsmuni hvers vinnandi manns og konu í huga- Þessu til •iréttingar eru til mörg sláandt do • > i um ýrn ; 'i við sjávarsíöuiui, sum haita .«j}t a'.ú » 1 sitt traust á vinnslu sjávarafurða, og nú eru þannig settir að vinnslustöðvar ei'u óíulinægjandi og jafnvel óstairfhæfar, en fjár- hagsafkoma þannig að ekkert bol- magn er fyrir hendd til þess að kom þeim í það horf að viðun- andi megi teljast, og er ailgjör- loga nedtað um fyrirgreiðslu þar sem ekiki er hægt að leggja fram viðhlítandi veð. Slík sjónarmið tc-lur. þir>'* ' Ii'h,’gslega stór- h" .,gur. áherzlu á að hver vinnandi þegn á þessum til- teknu stöðum, sem öðrum, eigi kröfu á því að það opinbera grípi í taumana og sjái svo um að þessu ástandi linni. Þá má benda á að hafnarskil- yrði eru víða algerlega ófuil- nægjandi og há eðlilegri sjósókn. Verður að gera kröfu um tafar- lausar úrbætur í þeim málum. Þingið leggur áhérzlu á þá knýj- andi nauðsyn að korna upp ýms- um iðnaöi á Austuriaindi. Liggur því beinast við að benda á fúll- vinnslu sjávarafurða, skipasmið- ar, veiðarfæraiðnað s>vo og ýmis- konar smáiðnað. Verður að gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það styðji við þá viðleitni sem þegar er fyrir hendi og að það hafi frumfcvæði á þessu sviði. Þing ASA bendi á þá þýðingu, sem maikviss fiskileit hefur fyrir undirstöðuatvinnuvegina og gerir kröfu til að þeim þætti verði sinnt sem skyldi. Þá vill þingið leggja áherzlu á nauðsyn þess að leysa vandamal byggingariðnaðarins, en ískyggi- legar horfur eru í atvinnumálum þeirrar stéttar. Á það má benda að eins og lónaimálum húsbyggjenda er komið í vaxandi dýrtíð, dragast framkvæmdir mjög saman og má því ljóst vera að úrbætur fást ekki nema til komi aígerandi Irumkvæði ríkisvaldsins. Þingið leiggur þunga áherzlu á að hafizt verði þegar lianda um nauðsynlegar framkvæmdir í raf- orkuimálum, og er í þ,vi sambandi nærtækast að benda á Lagarfoss- virkjun, sem þegar hafa verið gerðar áætlanir uni. Á það skal bent hve óhagstætt það er að framleiða meginhluta raforkunn- ar með díselrafstöðvum, en sú er raunin á hér á Austurlandi, og hver baggi hátt raímagns.verð er atvinnuvegunum og sérhverju heimili.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.