Þjóðviljinn - 19.10.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1969, Blaðsíða 3
.mdjiíMttga ^ k ,u* ? • j* SUBWtóagur Í9. ofitöber 1969 — KTÓBVTIiJTNN — SfÐA 3 Bcvikmyndir PIERROT LE FOU Godard er á ferð í Reykjavík í annað sinn á skdmiftwm tíma- Stjömubíó sýndi fyrir nokkru Une Pamime Mariée (1964), og nú sýnir Nýja bíó Piernot le Fou (1965). Bf unnt ér að tala um sögu- þráð í Pierrot le Fou þá er hann í mjög grófum dráttum eitthvað á þessa leið: Ferdinant (Jean Paul Belmondb) og Marienne fiýja frá París til S-Frakklands- Hann skilur við venjubundið og leiðinlegt líferni með ríkri konu - ■ sinni-;Marianne flýr undan póli- , tískum glaepaflokki og vopna- sölum, sem hún hefur átt eitt- hvað siamain við að sælda. Þau hvertfa um stund til náttúmnn- ar og li'fa einangrað eins konar Róbinson Krúsó lífi, en Mari- . anne leiðist brátt og þau snúa aftur til siðmenningarinnar. Hún hittir af ti'lviljun fyrri félaga sína og flækist ásamt Ferdimant í stríð mil'li tveggja bótfaflokka- Hún svíkur'Ferdinant og stingur af með ránsfenginn ásamt „bróður“ sínum. En Ferdinant fer á eftir þeirn • . . Godard er einlægur aðdáandi bandaríska kvikmyndaleikstjór- ans Samuels Fullers. 1 Pierrot le Fou setur Fuller í eigin per- sónu fram skilgreiningu sína á kvikmynd: „Kviíkmyndin er sém vígvöl'lur. Ást. Hatur. Kraftur. Ofbeldi- Dauði 1 einu ‘orði sagt, tilfinningar“. Mynd Godards er allt þetta í einu. í upphalfsatriðinu situr Ferd- inant í baði og les um má'l- arknn Velasquez, og þar með er stéf myndarinnar komið: „Á eldri árum fékkst Velasquez ekki lengur við ákveðnar útlín- ur hlutanna, heldur rúmið og þögnina umhverfis þá“. Ferdinant elskar Marianne og Marianne elskar Ferdinant, sem hún kallar Pierrot. En þau em gjörólík; hún elskar hið áþreií- arnlega, blóm, haf-ið blátt, dýr; en hann vonina, hreyfingu hlut- anna, ímyndun. Hún segir það ekki undarlegt þótt þau hafi aldrei skilið hvort annað, alltaf muni rúmið sem skilji á milli þeirra skilja - þau sundur. Sá raunveruleiki sem við viljum ekki kannast við, tómið, gjáin er við fyllum af draumum, goð- ’sögnum og örvæntingu, þessa gætir allsstaðar í myndum God- ards. Pierrot er Picásso-trúður ög Marianne er Renoir-stúlka, en kemur-þeim eins vel samam í lífinu sem á veggjum málverka- safns? í áttunda kafla, Ferð í helvíti, stela þau bíl, setja á svið slys, vaða á, stela öðmm bíl og aka honum í sjóinn. „Lifið er kannski dapurlegt, en það er alltaf dásamlegt; þú ert brj'ál- aður að géra þetta- — Nei ég er ástfanginn; þetta var fyrsti og eini draumur. okkar. Hvers vegna ertu döpur? Þú talar til mín í orðum, en ég 'horfi á þig“. Samtal þeirra lýsir tóminu sem skilur þau að- öll listform, skáldsagan og þó sérstaiklega kvikmyndin breyta stöðugt skilningi manns á raun- veruleikanum. Pierrot le Fou fjallar- um hvernig þessar tvær manneskjur fylla upp í eyðurn- ar þar sém raunveruleikinn er ekki áþreifanlegur, hvernig þær sökkVá s'ér í drauma í frrvænt- inigunni. „Næsti kafli. örvænting". Sæiuríki þeirra verður að engu þegar Marianne tekur að leiðast aðgerðarleysið-‘ Hún getur ekki látið tímann líða eins og Ferd- inant, við hugsun og skriftir. En lykill myndarinnar er leit- in að liðnum tíma. Ferdinant/ Pierrot 'hefur óljósa hugmynd um honfna rómantísika tíma, hamingju sakleysis, eins og lýsir af málverkum Renoir. Andstæða þessa eru hinar ómennsku borg- ir, þjóðvegir með bílslysum og blóði, röskunin á jafnvægi nátt- úrunnar. Pierrot le Fou er undurfurðu- legur samsettjingur- FaMeg, ljót, brosleg og ömurleg, allt í senn. Fegurð skóganna og ólýsanleg, söngvar Marianne eru frábærir í einfaldleik sínum. Morðin hroðaleg. Persónurnar fjölskrúð- ugar; dvergurinn með stóra tfocá’&ola i'lösku í annarri hendi en hríðskotariffil í hinni, gömul útlagaprinsessa frá Líbanon (leilkur sjálfa sig), maðurinn é hafnarbakkanum o.fl- o.fl. Með Pierrot le Fou strengdi Godard þess heit að minnast á Vietnam stríðið í sérhverri mynd er hann ætti eftir að gera með á stríð- inu stæði og það hefur hann staðið við. Sviðsetning Belmond- os og Karinu á stríðinu tframmd fyrir bandarísku ferðamönnun- um er eitt snjallasta atriði myndarinnar. Til grundvallar Pierrot le Fou notaði Godard skáldsöguna Ob- session eftir Lionel White. En myndin á fátt eitt skylt við sög- una, sem fjallar um ást ros'kins manns á sautján ára stú'lku, glæpaverkum þeirra og flótta um endilöng Bandaríkin- Mað- urinn kemst áð lokum að því hvernig stúlkan fer á bak við hann og kyrkir hana og þringir á lögregluna. Sagan endar á orðum hans: „Ég gat ekikert ann- að gert til þess að lækna mig af þessari ástríðu sem ég get ekki útskýrt. Ég óttast ekki og syrgi ekki neitt. 1 fyrsta sinn í langan tíma er ég sáttur við sjálfan mig“. Godard ætlaði upphaflega að nota komunga stúl'ku í þetta „Lolitu" hlutverk. Siðari hugmynd um hlutverka- skipan var Anna Karina og Richard Burton. En Kubrick var búinn að kvikmynda Lolitu og Godard vildi ekki gera það aftur. „Ég ætla að gera kvik- mynd um síðasta eftirlifandi rómantíska kærustuparið", sagði hann. Sú varð þó ekki raunin. Því Godard semur ekki kvik- myndahandrit fyriiifram. „Pierr- ot le Fou er í rauninni ekki kvikmynd, heldur tflraun til kvikmyndagerðar. Vi ðfangsefnið er lífið, sýnt með alls konar tækná'brögðum í litum og cin- emascope. Síðari hluti myndar- innar var búinn til á staðnum jafnóðum, en fyrri hlutinn á- kveðinn fyrirfram. Myndin er eins konar „Happening". Ýmsir kvikmyndahölfundar líta á kvik- myndina og veröldina sem móf til að steypa í- 1 Pierrot le Fou er hvorki mót né steypuefni“- „Ég hef fundið efni í skáld- sögu“ segir Ferdinant/Pierrot, og hermir eftir rödd leikarane Miohels Simons (með þ'essu bragði vitnar Godard fíl gam- allar Renoir-myndar). „Ég ætla ekki að sikrifa ævisögu manns, heldur aðeins um lffið>-siálft, h'tfið sjálft. Það sem er á milli fólks, rúm, hljóð pg litir. Það hlýtur að finnast leið til að lýsa þvi; Joyce reyndi, en maður hlýtur að geta gert betur". Sumir telja að það hafi God- ard þegar gert með Pierrot le Fou, aðrir að það hafi ekki gerzt fyrr en í seinni myndum han,9. Frá föstudegi til mánudags Seinni hluta sumars og í haust hatfa kvikmyndahúsin í Reykja- vík sýnt margar athyglisverðar myndir, en þó held ég að sjald- an eða aldrei hafi mönnum gef- izt kostur á að sjá jafn mörg verk ýmissa þekktra höfunda sem um síðustu helgi, eða nánar tiltekið frá föstudegi til mánu- dágs. ■ Á þessurn f jórum* dögum sýndu kvikmyndahúsin m.a- rnyndir eftir Antonioni, Frakk- ana Godard, Agnés Varda og Robert Dbéry, og Bandaríkja- mennina Sidney Lumet. Robert Alldrich og King Vidor. Klúbb- arnir tveir sýndu verk Kuro- sawa og Jan Neinecs. Því miður hetfur silík fjöl- breytni verið fátíð hér í borg og er þetta sennilega algjört eins- dæmi. Þótt flest bendi til þess að hér sé um tilviljum að ræða er samt ástæða til bjartsýni; ég held að myndavalið sé að batna, sýningarnar í sumar og haust benda í þá átt og kvi'kimynda- húsin eiga einnig von á ýms- urn forvitnilegum myndum- Eims og áður hefur verið tekið fram hér í blaðinu eru þessir ltvik- myndaþættir Þjóðviljans fyrst og fremst til þesis að vekja at- hygli á því helzta sem bíóin bjóða upp á hverju simmi- En þar sem myndavalið er yfirleitt Ifá- skrúðugt hafa þættir þessir jafn- tframt byggzt upp á erlendum fréttum af nýjum kvikmyndaaf- rekurn og ungum höfúndum. Sýningar kvikmyndahúsamna hatfa þó að undamförnu gefið æ' fleiri tflefni til s'krifa, eins og lesendur hafa tekið eftir. Hér er ek'ki ástunduð kvikmyndafræði- leg gagnrýni, heldur kynning. Því miður kemur það ailt of otft fyrir bæði hér og í öðrum blöð- um að greinar um ákveðnar kvikmyndir birtast ekki fyrr en eftir að hætt er að sýna þær, en orsökin er oftast óeðlilega skammur sýningartími- Það er staðreynd að sumar kvikmynd- ir þurfa meiri kymningu en aðr- ar t»g þær sömu myndir þurfa einnig smátíma til að ná upp aðsókn, t.d. þegar ekki eru stór- stjömur til þess að draga að strax f byrjun. Þetta hljóta kvik- myndahúsaeigendur að hafa gert sér ljóst fyrir lönr .i en þeir gera ekkert til þess að kynna myndirnar ef tfi-á eru taldar hinar mjög svo gagnorðu aug- lýsingar í dagblöðunum. ★ ■ v Ekkert er'auðveldara en hafa samband við blöðin með svo- litlum fyrirvara, en það er fyrst og fremst þetta tómlæti sem ger- ir það að verkum að myndir ganga ekki. Síðasta dæmið er mynd Agnés Varda, Hamingjan (Lc Bonhcur), er Háskólabíó sýndi aðeins í fjóra daga, frá föstudegi til mánudags. Á þess- um tíma er það varla mögu-' legt fyrir blaðamann að sjá myndina og skrifa umsögn, því eins og flestum er kumnugt eru helgarblöðin tilbúín að mestu leyti á föstudögum og lítið um blöð á mánudegi. Hinn almenni blaðalesandi fékk þvi engar fregnir af myndinni meðan hún var sýnd, og áður en varði var sýningum hætt. Kvikmyndaihús- ið skaöar þannig sjá'lft sig svo og fjölmarga sem missa atf myndimni. Margir hafa komfð að máli við blaðið með óskir um að Háskólabíó taki aftur upp sýningar á Le Bonheur og er þeim eindrcgmi tilinælum hér mcð komið á framfæri. Hamingjan (Le Bonheur). Marie-France Boyer og Jcan-Claude Drouot. ur legði stund á kvikmynda- stjórn en nú gerist það æ oftar- Sjónvarpið sýndi mynd hennar Cleo frá 5 til 7. Með aukinni kynningarstari- semi og samstarfi við blöðin gætu kvikmymdahúsaei'gendur aukið aðsóknina og bætt átfkomu sína. Þess í stað hafa nú þrír þeirra, eigendur Gamla biós, Nýja bíós og Austurbæjarbiós hætt að auglýsa nema í Mogga og Tíma, og telja að þannig verðí reksturinn bezt tryggðurí Þ.S. Le Bonheur er gullfalleg mynd um karlmann er elskar tvær konur samtímis án þess að hugsa hið minnsta um afleiðing- arnar. — Höf-undurinn Agnés Varda er einn a,f hélztu fagur- kerum ^ranskra kvikmynda. Það var fremur fátitt, að kvenmað-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.