Þjóðviljinn - 14.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. nótvemlber 1969. — málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjóSfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Bárufélögin Jþrír aldarfj órðungar eru í dag liðnir frá. stofmm Sjó- mannafélagsins Bárunnar númer 1, sem hóf feril sinn á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík 14. nóvember 1894. Á því kvöldi, þegar sjómennimir gengu gunnreifir frá fundar- sfað og sungu fullum hálsi íslendimgabrag, hefst einn styrk- asti þáttíirinn í hetjusögu íslenzfcra verkalýðssamtaka á æskukafla þeirra. Mælt á íslenzkan kvarða var þilskipaút- gerðin auðmagnaður atvinnurekstíir. fslendingar höfðu ekki bolmagn til að hefja togaraútgerð samtímis stórþjóðinni Englendingum, en keyptíi af þeim heilan flota þilskipa og komu undir sig fótum með skútuútgerð. Gróðinn af þil- skipaútgerðinni var mikill þegar bezt lét, en sjómönnunum var ekki skammtað ríflega; útgerðarmenn fóru þar eftir erlendum fyrirmyndum og höfðu snemma samtök um að halda kaupinu niðri. en þó var það betra en við aðra vinnu. Pram á skútuöldina stóð nokkurs konar þrælahald bænda á vinnumönnum sínum se’.n urðu að vera fastráðnir í árs- vistum, fyrir smánarkaup, en bændur sendu þá til sjó- róðra á áraskipum og síðar á sfcútur hirtu hlut þeirra. En um það bil sem Bárufélögin koma til sögunnar var hið alræmda vistarband loksins leyst, og lausamenn verða kjami nýrrar sjómannastéttar. Þá stendur líka yfir blóð- taka Ameríkuferðanna, svo einnig kom til ekla á vinnu- afli til sveita og til að manna ört stækkandi þilskipaflota. Þær aðstæður stuðluðu að því að farið var að hlusta á sjó- menn utn kjaramál á síðasta tugi nítjándu aldar. Þar komu lífca til áhrif frá hinum unga Stýrimannaskóla; þó ófull- kominn væri á marga lund og skammur skólatíminn, fengu ungir og gáfaðir og framtakssamir sjómenn þar nokkra uppfræðslu, og hún var vel þegin og notuð. Margir þrótt- mestu forystumenn Bárufélaganna höfðu notið uppörfun- ar og menntunar í þeim skóla Annar skóli kemur við sögu: Góðtemplarareglan náði á þessu’m árum undraverð- um áhrifum og útbreiðslu á íslandi, og þangað sóttu flestir brautryðj endur íslenzkrar verkalýðshreyfingar reynslu í félagsstarfi og beinar fyrirmyndir um skipulag félaga og funda. |7rá stofnfundi og jafnan síðan var kjarabaráttan aðalvið- * fangsefni Bárufélaganna. Útgerðarmönnum skildist að sjómenn höfðu með sa’mtökunum eignazt afl og málsvara, og beittu afli og fantabrögðum til að kæfa hin ungu sjó- mannasamtök. En Bárufélögin háðu baráttuna við ofur- vald auðugra útgerðarmanna og bankavaldið svo að mað- ur getur undrazt þróttinn og seigluna og eldmóðinn. Hversu óljúft sem útgerðarmönnum var það, neyddust þeir til að viðurkenna Báruna sem samningsaðila; landsstjómin og Alþingi leituðu til Bárufélaganna sem fulltrúa sjómanna- stéttarinnar. CjÖmannafélagið Báran ^ mannafélaga í flest númer 1 gekfcst fyrir stofrrun sjó- mannafélaga í flestum helztu verstöðvum suðvestan- lands, og í Reykjavik var annað Bárufélag stofnað, númer 7. Þau mynduðu samband, Stórdeild Bárufélaganna^ Báru- félögin áttu hlut að stofhun Verfcamannasambands íslands 1907. Þó Reykjavíkurfélögin lifðu ekki nftna áratug af tutt- ugustu öldinni, störfuðu forvígismenn þeirra áfram í Verkamannafélaginu Dagsbrún og gengust fyrir stofnun Hásetafélags Revkjavíkur (nú Sjómannafélags Reykjavík- ur) 1915. Utan Reykjavíkur eiga Bárufélögin miklu meiri og merkari sögu en almennt er á orði haft, og tvö þeirra starfa enn í dag sem verkamanna- og sjómannafélög. Bár- an á Eyrarbakka og Bjarmi á Stokkseyri. Er ekki ólíklegt að könnun á starfi Bárufélaganna og stöðu þeirra í sögu verkalýðssamtaka á íslandi muni stækka mynd þeirra og meðal annars leiða fram heilan hóp ágætra brautryðjenda sem börðust þar við hlið formannsins trausta, Ottós N. Þorlákssonar. — s. OFT ber að gaumgæfa litlu hlutina af því að þeir varpa stundoim skæru ljósi á sitærri svið. Mætti gjaman lítil reynsla í dagleigri önn við- skiptaheimsins kornast á fram- færi í þess/um pósrfá. Ég skýri líka firá þessari litlu daemisögu af því að menn geta hugleitt með sjálfum sér sitóra hluti út frá litlu efni- ' Á dögunum átti ég leið nið- ur í Landsbanka til þess að athuga ávjsanareikning minn og valdi til þess hádegisverðar- Mé. Ég þurfti líka að kaupa mér nýtt ávísanahefti, en þau kosta 30 krónur hvert. Kurteis og falleg afgreiðslustúlka sinn- ir þessum störfum í bankan- um og innír þau störf af hendi með samvizkusemi og af prýðd, að þvi er ég til veit. Hún kvaðst verða að sikreppa frá andartaksstund til þess að tfa uppgefna ínnistæðuna — gæti ekki haft beint símasamband við bókhaldið í matartíman- um- Ég haliaði mér fram á af- greiðsluhorðið og varð litið á slkilvegg fyrir t>fan skrifborð afgreiðsilustúlkunnar- Guð fyr- irgefi mér. Ég fór að lesa þama upphengdar tilkynningar á skilveggnum, óvart. Eitt lítið bréfsnifsi vaikti athygli rnína- Þama voru rituð á fyrirmæli að ofan til litlu manneskjunn- ar við afgreiðslustörf í bank- anum. Hvað stóð nú á þessu litla blaði? Efst í hominu var latína: Nota bene, og var það tvítekið- Síðan kom ritað með stórkarlaskrift: „Vilhjálmur Þór á að fá ókeypís tékkhefti". Víða huga þeir að fríðindum sínum stórkarlamir í fjármála- heiminum. Hvar er stolt og refen þessara manna? Þetta leiðir hugann að því, að ís- lenzkir bógar í fjármlálaheim- inúm hafa aldrei tímt að láta neitt af hendi rakna til brifa tfyrir íslenzka lýðveldið. Þessir herrar með pípuhattana á lýð- veldishátíðinni 1944 hafa alla tíð verið að koma sér undan sjálfsögðustu skyldum, eins og að borga til dæmis skatta sína og síkyldur eins og venjulegir og heiðvirðir borgarar. öllum er ljóst. hvemig hávaðinn af peningaaðlinum í bióðfélaginu svíkur undan skatti og þetta er orðið að áráttu, sem birtist í smæstu myndum. Skyldi reisnin vera svona yfir hinum alþjóðlegu banka- stiórum f Washington? Fyrrverandi kaupsýslumaður. SEM BETUR FER eru ekki allir jafn staurblindir á EFTA og kaupsýslumaðurinn á fundi héildsalasamtakanna á dögun- um. Á fundinum lét hann sér ekki nægja að tala í há- stemmdum lýsingum um hugs-i anlega möguleíka innan EFTA — enda er það nú kannski ékki langt mál — heldur sagði hiann fundarmönnum af draumum sínum: Homium fannst hann vera staddur 1 stórverzlun í Kaupmannahöfn. Erindi hans þar var að taka á móti pönt- unum á íslenzkum iðnvamingi og pantanir streymdu inn, hver á fætur öðrum komu viðskipta- vinimir og báðu auðmjúkir um vörur frá Mandi. — Þegar kaupmaður hafði greint fná draumtförum sínum, var hon- um raunar svarað: „Þetta var nú aldrei nema draumur“. — Samt sýnir sagan hvemig sum- ir „ábyrgir" aðilar í kaupsýslu og iðnreksitri á Islandi hugsa um EFTA-málið, enida þótt að- ildin að Fríverzlunarbandalag- inu geri sjálfsagt fyrst út af við þá aðila einmitt sem hrær- ast í draumórum einum. GAMALL SKAGFIRÐINGUR sendir póstinum línu. Fyrir nokkru sá ég í blaði ykkar tilfærða þingvísu Andxésar Bjömssonar (eldri) um Pétur Jónsson frá Gaut- löndium, í tilefni þess, að Pétur viðbafði orðið „prin- cip“ mjög oft í ræðum sín- um: Allt er gott er gerði Drottinn forðum, en princip þetta þó hann braut þegar hann bjó til Pétur Gaut. Sagt var að Pétur hefði lát- ið sér þetta að kenningu verða, og la/gt niðux að mestu „princip“-tal sitt, en orðið í þess stað tíðrætt um „grund- völl málanna". Þá ljóðaði Andrés á bann á ný: Nú eru allir orðnir princip-lausir. breyta til um tunguna, og tala um „grundvöll málanna”. Margt fleira atf snjöllum þingvísum Andrésar komst á kreik um þessar mundir, og hefur sumt af þeim komið á prent. Einhvern tíma flutti hinn mæti maður. séra Sig- urður Stefánsson frá Vigur, einhvers konar frumvarp á þingi um svæðisbundna frið- un refa, en hann hafði sjálf- ur, eins og alkunnugt er, refabú á Vigur-eyju. Þá orti Andrés: Vill nú refakóngur klár kyn sitt friða um allar slóðir. frændrækinn og sifjasár Sigurður karlinn refabróðir. En nöprust allra þingvísna Andrésar mun þó sú, er bann á að bafa ort undir þingsetn- ingarmessu 1906. Harðindi mikil höfðu verið undanfar- Ávísanaheftin hans Vilhjálms Þórs. Drauma- landið EFTA. ... svo er um prest og svikinn hest... Ólíkamleg störf. inn vetur og vor, og fj!árfell- ir víða um land, en þó ednna hrikalegastur í Norðurárdial syðra, þar sem allur sauðfjár- stoín hafði fallið úr _ hor á nokkrum stórbýlum. í þing- setningarræðu sdnni haf ði presturinn, á tilhlýðilegan hátt, þakkað Gjatfaranum ailra Gæða fyxir allt sem bann hefði á okkur lagt á undianfömu ári, ekki einung- is það sem til gæfu og vel- famaðar leiddi, heldur einn- ig raunir og harðæri ársins, sem mundi verða okkur til hugarfarsbreytinga og mann- betrunar er frá liði. Þá orti Andrés í sæti sinu í Dóm- kirkjunni: Þegar Drottni þakkaði þjónn hans fyrir harðæri. heyrðist mér í Herrans Sal horfé jarma úr Norðurárdal. Eftirfarandi frábæru vísu hef ég heyrt að minnsta kosti tvo hagyrðinga eigna sér, en gætj grunað að hún væri eldri. Getur ekki einhver fróður lesandi feðrað hana tryggilega?: Það fer oft verst er byrjar bezt, og byggt er á mestum vonum: svo er um prest og svikinn hest, og sannast á flestum konum. Þess má geta til skýringar, að sá orðrómur lá á um slyngia hestaprangara. að beir gæfu stundum hesfum sinum brennivín, eða settu sinneps- plástur undir stertinn á beim, til að auka þeim fiör í svip. Gamall Skagfirðingur. KÆRI Bæjarpóstur! Ég var að blaða í nýút- kcmmu refti Hagtíðinda 'í gær, en það er eins og þú sjálfsagt veizt rit sem þeir vísu menn á Hagstofu fs- lands gefa út. Er þar marg- an fróðleik að finna fyrfr þá, sem hiafa gaman af tölum og töflum. En ekki meina um það, því að ekki ætla ég mér þá dul að fara að skrifa rit- dóm um Hagtíðindi. Til þess þyrfti víst toppmenningar- vita, svo ekki hæfir það týr- unni minni. En það var eitt orð sem ég hnaut um þarna í Hagtíð- indium og skildi vel varla. Og erindið við þig, Bæjar- póstur góðux, var eiginlega að fá úr því skorið, hvort hugsanlegt sé, að þedm hiafi skotizt eitthvað hagspeking- unum, sem bjuggu orðið til — því nýyrði ætla ég þetta vera — eða hvort ég er bara svona skyni skroppinn. Viltu leysa úr þessu fyrir mig? Ég get ekkí almennilega sofið fyrir þessum fjanda. Ég var sem saigt að blaða þama í skýrslunum um Skattaframtölin og gera mér það til dundurs að bera mína stétt saman við aðrar stéttdr, sem er þó út í hött, því þér að segja get ég og rm'ndr lik- ar aldrei hagrætt nednu í sam- bandi við framtalið, eins og sumir, gera — þú veizt. Nú, þegar ég kom aftur í töflu 2 — þetta eru sko hvorki meira né mdnna en fimm töiflur með formála að auki — þá rekst ég á í flokki B, lið 2, eftirfarandi upptaln- ingu: „Ólíkamleg störf, s.s. skrifstofufólk, verzlunar- og búðarfólk, og m.fl“. Og þessi klausa er endurtekin óbreytt a.m.k. sjö sinnum, þ.e.a.s. í hverjum lið töfiunnar allt aftur í 9. Hð. Já, þetta er meira en lítið magnaður skratti, því í mánu ungdæmi þóttu það hörku draugar, sem fylgdu sömu ættinni í sjö- unda lið, hvað þá meira. Það er þetta „ólíkamleg störf“, sem ég skil ekki. Ég hef oft heyrt talað um líkam- leg störf, þ.e.a.s. erfiðisvinnu, í mótsetningu við andleg störf, þ.e. störf sem medra bygigjiast á starfsemi hugar en hiandiar svo sem ritstörf ýmis konar og sdtt hvað fleira. Þessa görnlu skdlgreinin.gu hef ég skilið, þótt oft hafi bað bvarflað að mér, að t.d. hönd- in, sem stýrir pennanum eða bamrar á ritvélina, eigi líka einhvern óverulegan þátt í andlegum srtörfum, þótt hún teljist til líkam'ans. En hvað eiga þá blessaðir hagspekingamir okkar vdð með „ólíkamleg störf“? Fór þeim kannskj eins og, sfc, r; inum, sem óaði við að segja „Drottinn sé með yður“ yfir Skedðamönnum, að þeim ód við að tala um andleg störf í sambandi við skrifcitotfu- blækur og búðarlokur? En er hægt að segja að skrifstafu- og verzlunarstörf séu „ólifc- amleg"? Ekki fer þó blessað fólkið úr líkamanum áður en það fer í vinnuna, þótt sjálf- sagt myndi það fara betur með hann að geyma hann heima heldur eh t.d. að láta hann standa í búð allan dag- inn, eða bara sdtja við riit- vél, það getur verið nógu skolli þreytandd fyrir bakið. (Og svo er vist hægt að fá gylliniæð af of mdklum set- um, en þú mátt nú sleppa þvi. ef þér finnst það af dónalegt í Bæ.iarpóstinn). Og ég er nú svo sérvitur að frem- u,r myndi ég kjósa, ef ég væri forstjóri, einkaritara með líkama og öllu tilheyr- andj upp á gamla móðinn. hvað sem þeir á Hagstofunni segja. Er ég nokkuð skrýtinn? Hvað finnst þér, Bæjarpóst- ur góður? Sigvaldi. w GUDMUNDUR Þ0RKELSS0N F. 25. febr. 1909 — d. 8. nóv. 1969 Guðmundur vissi manna bezt, að enginn má sköpum renna. Hann lézt s.l. laugardag eftir margra mánaða sjúkrahúslegu og hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða- Guðmundur var ímynd æðru- leysis og hógværrar karl- mennsku- Ég kynnitist honum ekki fyrr en harnn var kominn á efri ár- Hann leit þá öðru hvoru inn til okkar hjóna og hvíldi lúin bein mitt í innheimtu dagsins- Hann var fámóll um fortíðina en þeim mun tíðrædd- tira varð honum um máletfni dagjsins. Ég komst þó að því, að hann var alinn upp í Kjósinni við þau kjör, sem fátækt bænda- fólk þekkti um aldamótin- Síð- an lá leiðin til hötfuðborgarinn- ar. Guðmundur var verklaginn vel og lagöi löngum stund á múrverk svo lengi sem heilsan leyfði, auk innheimtustarfa. Guðmundur var f hópi þeirra manna, sem kallaðir eru sjálf- menntaðir- Hugur hans hneig mjög til bófca, jafnt fomra sem hinna nútímalegustu- Sjálfur var hann hagorður og gamnaði kunningjum sínum með margri stökunni- Þar gægðist fram sú hversdagslega glettni, sem var aðalsmark hans. Glettninni fylgdi hjartahlýja. Hún var samofin viðhorfi hans til manna og málleysingja. Hann ól í brjósti ríka réttlætiskennd, sem gerði hainn ungan að sós- íalista. Fyrir því hafði hann breranandi áhuga á þjóðtféalgs- málurn allt til æviloka. Og skoð- unum sa'num hélt hann fram af þeirri djörfung og festu, sern einlægum mönnum er getfin- Það er þungbært að horfa á eftir slíkum mönnum- Guðrúnu og bömum þeirra Guðmundar votta ég samúð mína alla- L. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.