Þjóðviljinn - 20.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1969, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJóBíVT!IiJ®NN — CTmíWtiaiaaigtir 20. JDÓWemtoer 1SÖ9, — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans. Ritstjórar: fvar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingast].: Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Menntun forréttíndi > r Alþingi hefur hvað eftir annað í vetur verið rse'tt um aðstöðu ungmenna í dreifbýlinu og þéttbýlinu til fraimhaldsnáms, og eru allir sem þar hafa komið við sögu á einu máli um nauðsyn þess að úr verði bætt. í gær minnti Eðvarð Sigurðsson á annan aðstöðumun sem einnig snerti ungmenni þéttbýlisins, en það væri aðstöðumimur ung- menna til framhaldsnáms eftir efnahag foreldra þeiiT'a. Hér í Reykjavík, þar sem imglingar hefðu allar tegundir skóla rétt hjá sér, væru margir sem ekki hefðu minnstu tök á því að sækja framhalds- skóla eða leggja út í langskólanám, hvað sem liði hæfileikum þeirra og löngunum, vegna þess að efnahagur heimila þeirra leyfði það ekki. Taldi Eðvarð nauðsyn að athugað væri hversu mi'kill hluti framhialdsskólamanna, t\d. stúdenta, væru af heiimilum verkamanna og annarra láglauna- manna. Lagði Eðvarð áherzlu á að þetta væri mikið alvörumál; einmitt nú horfði svo að fram- haldsmenntun og langskólanám yrði í sívaxandi mæli forréttindi efnamanna þjóðfélagsins. Þá þró- un yrði að stöðva; þjóðfélagið yrði að gera ráðstaf- anir Ltil þess að ungmenni af efnaminni heimilum ættu þess kost að notfæra sér sérskóla og lang- skólamenntun á borð við aðra þjóðfélagsþegna. Jjetta er þjóðfélagsvandamál, sem verkalýðshreýf- ingin og alþýðuflokkar hljóta að láta til sín [Baka. Sósíalistaflofckurinn og síðar Alþýðubanda- Iiagið hafa lengi haldið fram 'kröfunni um náms- laun framhaldsskólanemenda. Þeirri kröfu eykst óðum fyl'gi, einnig í öðium flokkum. — s. Vinnusvik laugardaginn hélt stúdentafélagið Verðandi fund í Háskólabíói og komu á fundinn á þriðja þúsund manns til þess að sýna stuðning við kröf- una um frið í Vietnam. Fundurinn tókst vel í alla staði og var þátttakendum öllum til mikils sóma og málstaðnum til eflingar og styrktar. Frétta- stofnanir ríkisins sáu hins vegar ekki ástæðu til þess að geta fundarins nema í hálfkveðnuim visum og jafnvel dylgjum einum. Þegar Jónas Ámason, alþingismaður, vítfi þessa framkomu fréttastofn- ananna á Alþingi lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann hefði engin afskipti af þessum stofn- unum óg mundi ekki hlutast til um málefni þeiira. Með yfirlýsingu sinni er ráðherrann að gefa upp- lýsingar um furðuleg vinnusvik. Að sjálfsögðu á ráðherra að sjá um að þessar stofnanir greini satt og rétt frá atburðum, í stað þess sem ítíðkazi hefur — einkanlega í sjónvarpinu — að draga taum stjómarvalda einna í innlendum fréttum og hossa utanríkisstefnu Ðandaríkjanna í erlendum. Ráðherra, sem úr ræðustóli á Alþingi gefur aðra eins yfirlýsingu á að sjálfsögðu að fá maklega á- minningu um vanræbslu í embætti sínu. — sv. Ragnar í Smára og páfugl burgeisanna Sá fáheyirði atburður gerðist á bókmeinnta!hátíðinni í Há- skólaibíói 15. nóvemtoer, að pá- fugl íslenzlou tötratourgeisanna, Matthías Johanneasen, náði að Meypa samkomunni upp- Bftir ræðu prófessors Jóns Helgason- ar hafði ung stúlka fært Hall- dóri Laxness blóm og stig- ið síðan í ræðustól með leyfi fundarstjóra- Sú ræða sem síðan var ifllutt, var til- einkuð Halldóri Laxness einum, þótt hún væri flutt í heyranda hljóði. En engu síður fann Morgunblaðsritstjórinn sig kall- aðan til að spilla henni með óp- um og framiköllum og æsa flokksbræður sína og stuðnings- menn til hins sama, en hessi snóbtosikríll hafði mætt til að þykjast hylia þann mann, sem hann ofsótti og hataðiist við fyr- ir ekki allmörgum árum- Þeir lesendur Þjóðviljans er ek'ki voru viðstaddir þessa sví- virðingu, eru beðnir um að kynna sér ræðu Bimu Þórðar- dóttur, en hún er birt á þessari síðu. Þossi ræða var flutt af fullri hiýju og einlægni, með sannri virðingu fyrir Halldóri Laxness bæði sem rithöfundi og manni. En sá fágaði sfcríil, sem hleypti upp þessari samkomu, ber hvorki virðingu fyrir Hall- dóri Laxness sem rithöfundi eða manni, það sýndu viðbrögð hans á þessum fundi. Hann vill skoða H.L. sem toamdingja sinn, skraut- fjöður í þann hatt, sem hylur hrúðrið 'og geitumar er urndir byggja. Þetta fólk treystir því, að sá neisti, er kveikti Vefarann mikla frá Kasmír, Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, ís- landsklukfcuna og Atómstöðina, sé slokknaður að fullu- Og þesisi skartklæddi ruslaralýður fyllist heilagri toræði, þegar hann heyrði töluð orð, sem reyndu enn að skírskota til Halldórs Laxness sem sósídlístá og toyltirigaxsínna. Hvað varðar þátt Ragnars Jónsisonar í Smára á þessum fundi, þá eru viðbrögð hans skiljanleg í ljósi þess, að flökks- bróðir hans á Morguntolaðinu var þegar búinn að hleypa upp fundinum. En hann hefði sýnt það á ótvíræðari hátt, að hann væri ekki aðeins útgefandi Hall- dórs Laxness heldur einmig vin- ur hans, elf hann hefði hastað á sporgengla Morgunblaðsritstjór- ans í stað þess að haga sér ein® og ruddi gagnvart ræðukonu- Em það e-t.v viðsikiptasjónarmiðin sem ráða' valkostinum þrátt fyrir allt? Leifur Jóelsson RÖTTÆKIR PEN^H I umsjá Æslculýðsfyllcingarinnar — sambands ungra sésíalista I umsjá Æskulýðsfylkingarinnar - sambands ungra sósíalista Ritnefnd: Ólafur Ormsson, Bergþóra Gísladóttir, Magnús Sæmundsson, Leifur Jóelsson. Birna Þórðardóttir í ræðustól, Róska með fána þjóðfrelsisfylkingar Suður-Víet Nam. Kiukkan glymur á ný Góðir fundarmenn. Sú vair tíðin, að Halldór Lax- nes® var ofsóttur fyrir að spilla ungu fólki, slíta hugmyndaleg- ar ræ'tur þess í bongaralegu samfélagi, gera það að guð- leysingjum og kommúnisbum. Ég er komin á þennan fund til að þakka Halldóri Laxness þessi spellvirki í nafni þúsunda ungs fólks á íslandi og í öðrum löndum. Ég stend hér til að þakka Halldóri Laxness bar- áttu hans gegn falskri þjóðfé- lagslegri meðvitund, gegn hug- myndafræði valdstéttarinnar. Og ég óska Halldóri Lax- ness þess af heilum hug, að átt- undi áratugur aldarinnar muni fæða ný byltingaröfl, sem hann Ræða flutt af Bimu Þórðardóttur á bók- menntahátíð til heið- urs Halldóri Laxness í Háskólabíói 15. nóv. geti barizt með af jafn miklum þrótti og hann barðist gegn þróun gagnbyltingarinnar á fjórða og fimmita áratugnum. Þessi orð væru markleysa. ef ég notaði ekki tækifærið til að minna fundargesti á, að í diag fara fram mótm æl aaðgerðir um allan heim gegn hernaði // Bylting í eigin landi Góðir samherjar! Ég dreg ekki dul á að ég skoða Víetn am-styrj öldi n a frá sjónarhóli mínum sem bylting- arsinnaður sósíalisti. Ég get ekki litíð á Vietnam-stríðið nema sem einn þátt í al- mennri utanríkisstefnu Banda- rikjanna. Og utanríkisstefna Bandiaríkjanna er aðeins rök- rétt afleiðing og tjáning á þjóð- skipulagi þeiæra.' Það eru innri hreyfiöfl þessa þjóðskipulags, sem fá útrás í hieimsvalda- stefnu Bandaríkj anna. Ræða fluft af Rafni Guðmundssyni á Víét Nam fundi í Háskólabíói 15. nóv. Framleiðsluhættir, sem haf a ekki það markmið að fullnægja miannlegum þörfum, heldur stjómast eingöngu af siðblindu. vii'tstola kapphlaupi eftir há- marksgiróða, finna sin éndian- legu og rökréttu tj áningarform í Auschwitz og Víetnam. Með þessa sitaðreynd í huga sagði Hó-Sí-Min að bezta að- stoðin við Víetnam væri að gera byltingu í eigin föður- landi. Raunverulegar orsakir styrjaldarinnar í Víetnam verða ekki upprættar nema heimskerfi auðvaldsskipulags- ins verði torotið niður. Þetta þarf enginn að taka þannig að verið sé að prédika fordæmi Sovétríkjanna og Kína. Það Framhald á 9. síðu. Bandaríkjastjómar í Víet Nam. Upphiaf nýrra sósíalískra bylt- ingarhreyfin®a í Bándaríkjun- um, Vestur-Evrópu oig um aM- an heim er einmitt,,ná'tepgt styrjöldinni í Víet Nam; en þessi styrjöld og allur hund- ingj ahátturinn, sem y þenni , er bundinn er líka raunhæfasti mælikvarðinn á þroska vest- rænnar siðmenningar. And- spænis hryllilegu tilfinninga- leysá, sem speglast í afstöðu heimsins til þessarar styrjald- ar, hverfur allur fágaður hlut- laus kúltúr í andstæðu sína. Hann tekur að gegna sama hlutverki og trúartorögðin og gleymiskulyfin, verður blutí af hinni fölstou meðvitund, eitt af þjónustutækjum valdstéttar- innar, siem skapar hennd næði til ástundunar hryðjuverkia sinna og fjöldamorða. Á árunum eftir síðari heims- styrjöld hefur skotgrafa- hernaður sósíaiískra hreyfinga fundið hliðstæðu sína í fíla- beinsturnabauki róttæfcra lista- manna. En nú glymur kluifckan á ný, afstöðu verður að taka. Steinrunnar stofnanir sósíal- ísfcrar hireyfingar verður að brjóta upp, listin verður að stíga ofan úr fílabeinstumi sán- um. Tími heimssögulegra stéttaátaka 'er genginn í garð. bylting og gagnbylting takast á. Stundin er komin t.il að berj- ast og leggj-a allt að veði. Félagar! Takið borgaralt málverk niður af veggjum. N plaköt eru til sölu á skrifstcf Æ.F., sölu-fé rennur til star! seminnar. INNRAS I HERST0DINA Hermannasjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli lokað af róttækum andstæðingum Vietnam stríðsins Laust eftir kl. 7 á sunnudags- kvöld birtíst skyndilega 25 roanna bópur fyrir uitan út- varps. og sjónvarpssitöðina á KeflavíkurflugveUi. Þaæna var. komdnn hópur róttækra and- stæðinga hernaðar Bandaríkja- stjórnar í Víet Nam, og hélt h-ann inn í húsið án frekari við- stöðu, lagði undir sig útsend- ingarsal sjónvarpsins og vís- aði þulum á dyr. Að svo búnu var dyrum salarins lokað 'og víggirtar með ýmsum húsbún- aði; var þá bafizt banda um að skreyta salinn með vígorðum máluðum á veggi og þil, og ekki hirt um, hvort dýrindis harðviðarplötur eða kvik- myndatjöld kæmu við sögu. Að lokum var salurinn allur hlý- lega umvafinn vígorðum til stuðnings Þjóðfrelsdsher ' Víet Nam, byltingiarhreyfingum band/arískra blökkumanna og stúdenta, gegn NATO o.s.frv., bandairíski fáninn lá brunninn á gólfinu, þegar herlögreglan réðist inn í salinn. Eftír að herlögreglan kom á vettvang settust innrásairmenn í keðjuhring umhverfis sjón- varpsvélarnar og slógu upp Framihald á 9- síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.