Þjóðviljinn - 04.06.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.06.1970, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — MÖÐVILJINK — Fimm/fcud'agur 4. júní 1970. Frá heJmíHssýníngunni I Laugardalshöll .... , Nýjustu vörur frá Emerson ÍÞessi mynd er úr sýningarbás Skeifunnar, Hans a, Sony og fleiri fyrirtækja. Litagleði—gamait og nýtt Sennilega hafa dagblöft og aðrir fjölmiðlar allt of lít- ift hugaft að heimilissýning- unni í Laugardal. Kosninga- baráttan hefur séð fyrir því og raunar hefur fjölmargt annaft orðið útundan í þess- um mikla slag síðustu daga, en þegar maftur var rétt bú- inn að jafna sig, var ekki seinna vænna að hressa dá- litið upp á samvizkuna og fara in.n í LaugardalshöU, því að þessi mikla sýning verður úr sögunni á sunnu- dagskvöld. ★ Aðilar sýningarinnar bera sig borginmannlega, þrátt fyrir þetta afskiptaleysi dag- blaðanna, enda hafa þeir fengið hátt á 4. tug þúsunda gesta, en markið, sem þeir settu í upphafi var 50 þús- und. Einnig eru þcir ánægð- Hægindastóll, sófar og borð frá Axel Eyjólfs ir með viðskiptin, en auð vitað bera þar sumir hærri hlut en aðrir og út I þá sálma förum við ekki núna, heldur er bezt að fara að dæmi hins almenna gests og skoða sig dálítið um í salar- kynnunum. Á neðstu hæðinni hefur vor- ið koanið upp dálítiilli þróunar- sýningu í máli og myndum. — Hún sýnir myndir af fruim- staeðum heiandl istæk.i um frá steinöld, sem haía þróazt upp i rafknúna giripi, sem gera allt huigsanlegt, ef stutt er á rétt- an hnapp. Menning og híbýla- hættir Egypta, Kríteyinga og Rómverja fá sinn skertf, og svo er haldið lengra, — dálítil stofa er þarna búin húsgögn- um frá rokoko-tímabilinu og loks er sivo stcitfa í tuttugustu aldar stíl. Þótt þessi sýning sé afar einföld má margt úrhenmi lesa, og alltaf er slkemimtilegt, að skyggnast atftur í tímann, Eins og allir hafa orðið á- skynja, hafa hlutir úr gaimla tímanum stöðugt slæðzt meira og meira inn í okkar veröld. og eru sumir hverjir orðnir hátízkufyrirbrigði. Fyrir nokikr- um árum voru svo til alllar hurðir sléttar, einfaldar og Fraimihald á 7. síðu. Eikarhurðir og skrauthúnar frá Hurðaiðjunni í Kópavogi. Hrun Alþýðuflokksins í þingkosningunum 1967 fékk Alþýðuflokkurinn 7.138 atkvæði í Reykjavík. Til þess aft halda óbreyttu hlutfalls- fylgi í borgarstj órn arkosn in g- unum nú hefði flokkurinn þurft að 'fá 7.618 atkvæði. Hann fékk hins vegax aðeins 4.601 atkvæði, svo að tapið jafngildir rúmlega þremur þúsundum atkvæða eða nær 40%. Þetta er eitthvert stór- felldasta fylgistap sem um getur í stjómmálasögu íslend- inga. Það er allt annars eðl- is en sveiflur sem oft verða á fylgi flokka milli kosninga og geta stafað af breytingum á andrúmslofti, óánægju með tiltekna forustumenn o.s.frv. Fylgishrun Alþýðuflokksins er hins vegar ótvírætt dæmi um pólitíska athcxfn; miðað við úrslitin 1967 sneru fjórir kjósendur af hverjum tíu baki við flokknum. Að sjálf- sögðu er mikilvægt bæði fyrir Alþýðuflokksmenn og aðra að meta slíkan viðburð á raun- sæjan hátt og draga af hon- um réttar ályktanir. Skýr- ing Björgvins I>au skuldaskil eru nú þeg- ar hafin í Alþýðuflokknum. Da-ginn eftir kosningaúrslitin gerði Björgvin Guðmundsson. borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í Reykjavík, grein fyrir mati sínu m.a. á þessa leið: „Ástæðurnar fyrir þessu tel ég einkum vera tvær. í fyrsta lagi almenna óánægju með rík- isstjómina. Hennar hefur gætt meira í Reykjavák en úti á landi. Óánægja launþega með skert lífskjör hefur bitn- að harðar á Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum, því þeir gera meiri kröfur til Al- þýðuflokksins en íhaldsins. í öðru lagi hefur glundroða- kenning Sjálfstæðisfl.manna haft sitt að segja. Það er auð- séð að mikið af Alþýðuflokks- fólki hefur kosið Sjálfstæðis- flokkinn, því það hefur ekki treyst minnihlutaflokkunum til að staxfa saman. Það ex þó persónuleg skoðun mín að fyrra atriðið sé mun mikil- vægara en það síðara, og þá einkum í Reykjavík. Það sityð- ur skoðun mína að Samtök frjálslyndra vinna fylgi, ekki á borgarmálastefnu heldur á landsmálastefnu sinni. í raun og veru ber ekkert á milli Al- þýðuflokksins og þeUra sam- taka nema afstaðan til vríkis- stjómarinnar. Ég tel því að Alþýðuflokkurinn hljóti á næstu vikum að endurskoða afstöðu sína til samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn f rík- isstjórn“ Skýr- ing Gylfa Sama dag lýsti Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðu- flokksins mati sínu á fylgis- hruninu mikla, og var sú nið- urstaða mjög á aðra lund en dómur Björgvins. Gylfi sagði í Alþýðublaðinu á mánudag- inn var: „í Reykjavík hefur það gerzt einu sinni enn, að fólk, sem áður hefur kosið Alþýðu- flokkinn, hefu r nú í borgar- stjórnarkosningum kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það hef- ur þetta fólk eflaust gert af því að það hefur talið meiri- hluta hans í hættu, ekki treyst hinum mörgu minni- hlutaflokkum fyrir stjóm borgarinnar og því heldur viljað það sem verið hefur. Þótt þetta séu Alþýðuflokkn- um vonbrigði ber þess að minnast, að þetta hefur gerzt áður, en Alþýðuflokkurinn endurheimt fylgi sitt og meira en það í þingkosningum“. Gylfi nefnir ríkisstjórnina ekki á nafn. Skýring hans er einvörðungu sú að kjósendum Alþýðuflokksins sé ; rauninni orðið alveg sama um það hvort þeir kjósa íhaldið eða útibúið; á milli flokkanna sé enginn sá málefnaá,greiningur sem dragi markalínu í kosn- ingum. Ástæðan til þess að hann telur að AJþýðuflokkur- inn geti samt dregið eitthvert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum getur þá naumast verið önnur en sú að þá telji hann frambjóðend- uma betri — það sé eitthvað annað að bjóða upp á Gylfa og Eggeirt en Björgvin og Áma! Skip- að fyrir verkum í niðurstöðum þeirra Björg- vins og Gylfa mætast ósætt- anleg viðhorf, og átökin um þau munu skera úr um fram- tíð Alþýðuflokksins. Björgvin telur gengi Alþýðuflokksins undir þvi komið að hann endurheimti sjálfstæði sitt. Gylfi telur framtíðina undir því kornna að Alþýðuflokkur- inn sé í sem nánustum tengsi- um við Sjálfstæðisflokkinn sivo að atkvæði geti runnið á milli þeirra eftir atvikum. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig þessum á- tökum lýkur, og Sjálfstæðis- flokkurinn er þegar búinn að gefa Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir- mæli sín. Á síðum Morgun- blaðsdns eru hafnar árásir á „nýkrata", eins og þeir menn eru nefndir sem vilja að Al- þýðuflokkurinn taki upp sjálfstæða stefnu, og á þriðju- dag komst blaðið m.a. svo að orði: „Úrslitin hljóta að leiða til átaka innan Alþýðuflokks- ins. Ugglaust verðtir þessi ný- krataforysta sótt til ábyrgð- ar; a.m.k. er heldur ótrúlegt. að Alþýðuflokkstforystan sætti sig við þá stetfnu og þá starfs- hætti, sem hinir nýju menn á Usfta Alþýðuflokksins mörk- uðu og leitt hafa flokkinn út í ógöngur“. Skipunartónninn fer væntanlega ekki fram hjá Alþýðuflokksforustunni, né heldur öðrum. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.