Þjóðviljinn - 04.06.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1970, Síða 4
4 SÍÐA — WÖÐVIiLJTNN — Fimmtaiai@ur 4. júní 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður. V. Friðþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Oiafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Óþolandi seinagangur ^einagangurinn í samningunum við verkafólk er ósæimilegt og afar kostnaðarsamt hneyksli. Það er almennt viðurkennd staðreynd að kröfur verka- fólks um kauphækkanir og verðtryggingu launa eru hófsamlegar og sanngjarnar; meira að segja málgögn atvinnurekenda viðurkenna í orði að sjálfsagt sé að fallast á „verulegar kjarabæ'tur”. Samt er hangið í aðgerðarleysi dag eftir dag. Fyr- ir kosningar var þessi seinagangur afsakaður með því að menn þyrðu ekki að láta hug sinn uppi af ótta við að það yrði mísnotað í kosningunum, en tregðan hefur haldið áfram óbreytt að kosningum loknum. Sú ályktun er nú mjög nærtæk að þrátt fyrir öll fögru orðin ætli atvinnurekendur og stjómarvöld að draga verkföllin á langinn, sóa hundruðum miljóna króna af þjóðartekjum til þess að reyna að beygja láglaunafólk með erfiðleikum og skorti. "yerklýðssamtökin og allur almenningur verða að bregðast við þessum horfum af fullri einbeitni. Félögin hafa allt til þessa framkvæmt verkföll sín á rnildan hátt, en nú hlýtur að koma til álita hvört ekkj her þegar í stað að afnema allar undanþágur, til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Einnig ber launa- fólki að þrýsta á stjómmálaleiðtoga, m.a. fomstu- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins sem geta nú þegar haft úrslitaáhrif á lausn deil- unnar. Og verklýðsfélögin þurfa með fjársöfnun- um, fundahöldum og öðrum aðgerðum að sækja styrk í þá staðreynd að kröfur þeirra hafa yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar að bakhjarli. Alger forsenda Ekki dylst að krafan um heiðarlega verðtryggingu launa er grundvallaratriði í samningunum. Grunnkaupshækkanir koma fyrir lítið ef jafnframt er samið um „sjálfvirkt kauplækkunarkerfi“, eins og Alþýðusambandsstjórn hefur gert tvö undan- farin ár. Forsenda þess að samningar takist nú er að fallizt verði á vísitölukerfi, sem mælir verð- hækkanir að fullu og gerir ókleift að lækka kaup með skipulagðri verðbólgu. Sið/eysi pVrir borgarstjómarkosningamar í Reykjavík skoruðu Geir Hallgrímsson og félagar hans á menn að losa flokksböndin og kjósa D-listann til að forðast glundroða. Ekki dylst að þúsundir manna hafa orðið við þessu ákalli. En eftir kosn- ingar leyfa Morgunblaðið og Bjarni Benediktsson sér að eigna Sjálfstæðisflokknum öll þessi atkvæði. Fólk ætti að veita þessari staðreynd athygli og muna hana, ekki sízt þar sem einnig er reynt að nota fylgi D-listans til þess að skerða hlut launa- fólks í þeirri örlagaríku kjaradeilu sem nú stend- ur yfir. — m. Rúmenar náðu ekki að komast í gegnum frábæra vörn Englendinga Heimsmeistaramir unnu 1:0 Heímsmeistararnir frá 1966, Englendingar, stóðust fyrstu eld- raunina við að verja HM titiIJ sinn, er þeir unnu Ri ena 1:0 í fyrsta Ieik þessara liða í HM keppninni í Mexíkó. Það var að vísu ekki mikill heimsmeistara- blær yfir leik Englcndinga og þetta eina mark þeirra skoraði Geoff Hurst á 10. m/ínútu síðari hálfleiks, en áður en það gerð- ist, hafði hinn frægi, fyrirliði Englendinga, Bobby Moore bjargað á Iinu snemma í fyrri hálfieik. Rúmenska liðið byrjaði mjög vel og var oft nærri þvi að skora en vöm Englendinganna var mjög sterk og örugglega betri hluti liðsins, stóð af sér allar sóknarlotur Rúmena. Þeg- ar svo líða tók á leikinn, náðu Englendingar betri tökum á leiknum og voru sannarlega ó- heppnir að skora eikki. Til að mynda áttu þeir tvívegis skot í stöng í fyrri hálfleik. Það vakti athygli fréttamanna, hve illa Englendingunum var tekið af áhorlfendum, sem allan leikinn hvöttu Rúmena eins og um heimalið væri að ræða og er greinilegt að um samantekin ráð Suður-Ameríkuþjóðanna er að ræða, að hrélla Englending- ana sem allra mest. 1 síðari hálfleik vom Eng- lendingarnir greinilega sterkari aðilinn og eftir- að Hurst sikor- aði markið á 10. minútu léku þeir fyrst og fremst upp á að halda forskotinu, með ýtrasta öryggi. Hinn heimskunni knatt- spyrnumaður Bobby Charlton, sem að þess-u sinni lék sinn 103ja landisleik fyrir England, átti mjög góðan leik og m.a. átti hann skot af lönigu færi, sem rétt strauk þverslána, en hann er hvað þekktastur fyrir langskot sem margan markvörð- inn hafa hrellt. Það má því segja að Englendingar hafi staðizt fyrstu eldraunina i að verja HM titill sinn hvað sem síðar verður. Uruguuy áttí ekki / nemum erfííleikum mei Ísraelsmenn Og sigraði 2:0 sem var sízt of stór sigur Eins og fyrir fram var búist við, var um algeran einstefnu- akstur að ræða í leik Uruguay og ísraels í 2. riðli HM i Mexíkó. Israelsmenn hafa Iöng- um verið kunnari fyrir annað en knattspyrnu, en Uruguay- menn aftur á móti lengi verið Perúmenn snéru vörn í sókn Búlgarar voru komnir í 2:0 en töpuðu síðan 3:2 Hann varð sannarlega sögu- legur leikur Perú og Búlgaríu í HM úrslitunum s.l. þriðju- dagskvöld. Hinn frægi brasil- íski knattspyrnumaður Didi, sem var í heimsmeistaraliði Brasilíu 1958 og 1960, er þjálf- ari Perúmanna og það kom strax í ljós, að hann hafði gefið liði sínu skipun um sóknarleik, því lítil áherzla var lögð á varn- arleikinn og innan tíðar var staðan orðin 2:0 fyrir Búlgaríu. En „enginn ræður sínum næturstað“ stendur einhvers- staðar“, og það sannaðist þama, þvi eftir að Perúmönnum hafði tekizt að skoi-a eitt mark, var sem liðið færi loks í gang og það svo um mumaði. Varð nú um áður en yfir lauk hafði Perú- algeran einstefnuakstur að búlgarska markinu að ræða og Perúmenn rændir Á meðan leikmenn Perú voru á sríðustu æfingu sinni fyrir leikinn gegn Búlgaríu, brutust þjófar inn í hótelið þar sem Perúmenn hafa að- setur og stálu fleiri 'úísund dollurum frá leikmönnum. Strax þegar rikisstjóm Perú frétti um þetta sendi hún skeyti til leikmannanna um að þeir skyldu engar áhyggjur af þessu hafa, þeim yrði bættur skaðlnn. Lcikir S0. og Sl. 'maí 1970 1 Vfllur — Í.A.>) |x / 1- 1/ I.B.K. — Í.BA.') 2 Í.B.V.,— Fram1) 2 ý- - Jlftiiknr —- Sclfoss3) x; 2 - 2 Völsungftr — Ármann*) / bcec.ii> Brönsliöj Frcm / / - 0 3í 1901 — B 1903 2 0 - 1 ItnmlerB — Ilvidovre 2 0 - 2 Vcjlo — K.B. / V - 2 GjVJ.S. — Norrköping 2 2 - V IlaTnraarby — Elfsborg / 2 - 0 öster — A.I.K. / / • 0 mönnum tekizt að skora tví- vegis í viðbót og sigruðu þvi verðskuldað 3:2. Það bjuggust fáir við miklu af Perúmönnum fyrir þessa keppnj, en eftir, þennan leik,- ber mönnum saman um að þeir, séu til alls líklegir,' slík tilþrif sýndu þeir í leik sínum. Þvi var spáð fyrir keppnina að þeim liöum, sem síðast komu til Mexíkó, kæmi til með að ganga illa í keppninni vegna þess að leikmenn þeirra hefðu ekki vanizt þunna loftinu í þeirri hæð sem leikið er. Þetta virð- ist ætla að sannast á búlgarska liðinu, sem var með þeim sið- ustu, sem til Mexíkó kom. Það er ámk. athyglisvert að því skyldi ekki takast að halda 2:0 forskoti út síðari hálfleik, svo mikill getumunur er varla á liðunum. meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þessi 2:0 sigur Uruguay var sízt of stór miðað við igang leiksiius. Uruguaymenn urðu fyrir því óhappi að einn af þeirra beztu leikmönnum, Rocca meiddist mjög illa svo vafi leikur' á, hvort hann getur leikið meira með í keppninni og ef svo verð- ur gaeti það þýtt, að Uruguay kæmist ekki í 8 liða úrslitin eins og fyrirfram var talið öruggt. Með Israel #g Uruguay í riöli eru Svíar og Italir og stendur keppnin um að komast i 8 liða úrslitin milli þessaxa 3ja liða. Fram Rvíkur meistari Með því að sdgra Val 3:0, tryggði Fram sér Reykjavíkur- meistaratitilinn 1970. Fram hafði yfirburði í þessum leik og það sem meira var leik- mönnunum tókst að skora mörk svo ef til vill má ætla að álög- unum hafi verið létt af Frömm- urum. Það var nýliði í Fram- liðinu, Kristinn Jörundsson sem skoraði tvö af mörkum Fram en Erlendur Magnúsison eitt. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík verður opinbert uppboð háð að ÁRMÚLA 26, laugardag 6. júní 1970, kl. 10.00 og verða þar seldar ýmsar vörur, sem innflytjendur hafa látið hjá líða að greiða af aðflutningsgjöld, svo sem kvenskór, hitunartæki, vélahlutir, blómlaukair, bílalakk, þynnir, skrifstofustólar, undirburður, hráefni, umbúðir, bómullarefni, nylon- undirfatnaður, rafhlöður, flóki, kæliskápar, barnakjólar, þéttiefni o.fl. Ennfremur eftir kröfu sama verða seldir ýmsir lögteknir hlutir, svo sem flygill, auglýsingaklukka, saumavél, ísvél, skósmíðavélar og 2 Pfaff- saumavélar. Á sama stað og tíma verða seMir fjárnumdir munir eftir kröfu lögmanna, banka og skiptaréttar, svo sem sófasett ,sófaborð, armstólar, skrifborð. skrif- borðsstólar, rafm.ritvél, ýmsir varahlutir í Toyota bifreiðir, svo sem bílgrind, vatnskassi, stuðarar, framhurðir, afturhurðir, kistulok, boddyhliðar. aftur- bretti, frambretti, síls, ca. 1800 stk. bílkerti, hosuklemmur. Ymsar gerðir af sjónvarpstækjum, ísskápar, borðstofusett, hansahillur, kæliborð, ljósa- stillingartæki, hvíldarstólar, eldavélar, 23 stk. ræsivökvadælur. pen.skápur, radiofónar, hárþurrkur, þvottavélar, 24 bindi New Standard Encyclopedia, stálstólar. málverk, fatnaður, búðarkassar, bandsög, gólfteppi, reiknivél, loftpressa, rammaskurðarhnífur, I.B.M. rafm.ritvél, borðstofuhúsgögn o.m.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Tékkávísanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.