Þjóðviljinn - 07.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞUÖÐVILJINN — Sumudagur 7- júm' 1070. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórls Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöiuverð kr. 10.00. Effa fsarf sjómannasamtökin gjómannadagurinn 1970 lendir í einum hinum víð- tækustu verkföllum sem íslenzkir launamenn hafa háð til varnar lífskjörum sínum. Sjómennirn- ir eru ekki að þessu sinni sjálfir í verkfallsbar- áttunni, en að sjálfsögðu er í svo víðtækum verk- fallsátökum barizt um kjör allra launamanna á landinu, barizt gegn því að lífskjörin versni stöð- ugt vegna óstjórnar, verðbólgu og sívaxandi græðgi gróðalýðsins sem hefur ríkisstjórn og meirihluta Alþingis á valdi sínu. Þess vegna er engum launa- manni á landinu átökin sem nú fara fram óvið- komandi. gjómenn hafa verið minntir á það nú rétt fyrir sjómannadaginn hversu sérkennilega ,,um- hyggju“ ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins ber fyrir kjörum þeirra. Sjávarútvegsmálaráðherra Alþýðuflokksins Eggert G. Þorsteinsson hefur með bráðabirgðalögum enn hækkað útflutningsgjald- ið og þar með einnig skert tekjur sjómanna, og fénu skal að mestu leyti varpað í óseðjandi hít tryggingakerfis sem jafnvel af stjórnarþingmönn- um hefur verið talið botnlaust spillingarkerfi, en þar er af sameiginlegum sjóði greiddur trygginga- kostnaður útgerðarmanna. Sjómenn voru í síðustu samninguim að byrja að ná hluta af því sem alþing- ismenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins rændu þá í desember 1968, og það virðist hugmynd þessara stjórnmálaflokka að sjómenn þurfi að fara oft í kjarabaráttu, heyja hvert verkfallið eftir ann- að, til þess að ná sama hlut og þeir höfðu samn- ingsbundinn 1968. Eggert G. Þorsteinsson upplýsti 1 svari við fyrirspurn Alþýðubandalagsþingmanns í vetur að það sem tekið var af’ óskiptum afla á fyrsta heila árinu, 1969, samkvæmt árásarlögum ríkisstjórnarinnar frá desember 1968 hefði num- ið hvorki meira né rninna en 800 miljónum króna. Alþingismenn íhaldsins og Alþýðuflókksins hafa þannig beinlínis stolið með þessari' lagasetningu 400 miljónum króna af þeim hlut sém sjómenn áttu samningsbundinn rétt til, áður en þessi þving- unarlög voru sett um skerðing sjómannshlutarins. gjómannasamtökin mótmæltu þessum árásum í- haldsins og Alþýðuflokksins. En imörgum sjó- manni mun finnast að skort hafi á að þeim mót- mælum væri fylgt eftir með baráttu, seim sýndi stjórnarvöldunum að hinn fámenni hópur ísl. sjó- manna, hópur sem aflar verðmæta sem allt þjóð- félagið byggir á, láti ekki bjóða sér slíkar árásir á kjörin og samningsbundinn rétt. Sjómannasam- tökin mega ekki vera sá lági garður sem aftur- haldsríkisstjórn telur sér alltaf. fært að ráðast á. — s. BRIDGE 22 Slemma Kelseys Sleomma þessi sem Kélsey birtir í bóik sinni „Advanced Play at Bridge“ (útg. Paber and Faber) er erfið viðureignar, enda þótt takast megi að vinna hjana við spilaborðið meðsjaid- gæfri kastþröng og flóikinni spilaimennsikia. A K 8 V G 10 8 7 ♦ A 10 3 ♦ A D 6 5 A 6 4 A A » 9 5 4 2 VAKD63 ♦ D 8 5 2 4964 *G97 *K10 83 A DG 10 97532 V — ♦ K G 7 «42 Sagnir: Austur gefur Allir á hættu. Vestur Norður Austur Suður — — IV 4« pass 6 A pass páss Vestur lætur út hjartatvist, sjöan og drottningin, og Suður trompar og lætur út tromp. Austur tekur kóng borðsins með ásnum og lætur óvænt út tíg- ulfjarka. Hvernig á Suður að spila til að vinna hálfslemimuna í spaða hvemig sem vömin er? Svar: Þegar Austur lætur út tígul í þriðju umferð þá er það vegna þess að hann á ekki annars kost, því hann á áreiðanlaga ás og kóng í hjarta og laufa- kóng, en er spaðalaus. Hvað sem því líður verður Suður að láta tíguigosann í þvi að hann hefur þörf fyrir innkomu í borði. L«áti hann lágtígul, en Vestur drottninguna á Suður ekki lengur innkoinu í borði í þessum lit (KG loka tíuna inni). Vestur lætur drottninguna á tígulgo&ann og ásinn úr borði. Síðan hugsar Suður sér að fria hjarta (hafi Vestur í upphafi átt níuna þriðju, en hann verð- ur að hætta við það, því að ef Vestur hefði átt 952, hefði hann vafaiaust létið út miðspilið. fimmuna. Suður tekur því ð spaðaáttu, lætur síðam út hjartagosann, kóngur frá Austri, sem er trompaður. Síðan tromp og tíguilkóngur þangað tilþessi staða kernur upp: V 108 ♦ 10 * A V 95 « G9 ----- V Á6 * K10 «9 ♦ 7 «42 Suðuir lætur út tfgulsjöuna og Vestur er þegar kominn í kast- þröng: a) Bf hamn kastar hjarta- fimmu, lætur Suður næst hjarta- tíu úr borði til þess að fría hjairtaáttuna með því að trompa ásinn. b) Kasti Vestur laufi, neyð- ist Austuir til að kasta hjarta til þess að laufafjarkinn friist ekki, en Suður lætur þá út hjartaáttuna og trompar ásinn til að fría hjartatíuna. Gildra Hazens 1 þessari gjöf beitti banda- ríski meistarinn Lee Hazen fulllangsóttum brög&am þar sem hann hefði auðvéldttega getað staðið þrjú grönd á ein- fattdan hátt- En til ailttrarham- ingju fyrir hann gmnuðu and- stæðingamir hann ekki, um græsku og lentu því í gildr- unni sem hann tttafði lagt fyr- ir þá. « Á V KG862 ♦ Á854 « D43 A KD872 « 10965 V 94 V 10753 ♦ K102 ♦ G9 « G87 « K92 « G43 V ÁD ♦ D763 « Á1065 Sagnir: Suður gefur. Aliir á hættu. Suður Vestur Norður Austur 1« pass IV pass Igr pass 3 ♦ pass 3gr pass pass pass Vestur leetur út spaðasjöu. Hvaða herbragði beitti Lee Hazen til að vinna sögnina þrjú grönd og hvemig hefði hann átt að halda á spilunum til að vinna sögnina hvemig sem varizt væri? Athugasemd um sagnimar Saignirnar eru eðOilegar. Suð- ur getur opnað á einum tígli eða þá einu laiufi ef honum firrnst tíguttlinn heldur þunnur í roðinu. Undirtektin sem veiitt er með stökksögninni „3 tíglar“ er af frönskum sérfræðingum tattin jafngilda kröfu og Suður er skyfldugur að segja aftur. Auðveldast er að segja þrjú grönd, en það kæimi til greiina að láta vita af hjartanu þar sem spaðinn er fúlttveikur. Skattaskrá Reykjavíkur árið 1970 S;; Skattaskrá Reykjavíkur árið 1970 liggur framml í Skattstofu Reykjavíkur og Gavnla Iðnskólahúsintu við Vonarstræti frá 8. júní til 21. júní n.k.. að báð- um dögum meðtöldum, alla virka daga, nema laug- ardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. ■ - 3 - - í skránni eru eftirtaiin gjöld: . 1. Tek'juskattur. 2. Eignarskattur. . 3. Námsbókagjald. ____ 4. Sóknargjald. 5. Kirkjugarðsgjald. 6. Almannatryggingagjald. 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda. 9. Iðgjald til atvinnuleysistryggingasjóðs. 10. Tekjuútsvar. 11. Eignarútsvar. 12. Aðstöðugjald. 13. Iðnlánasjóðsgjald. 14. Iðnaðargjald. 15. Launaskattur. 16. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavík, og greiða forskatt. Aðalsikrá um söluskatt í Reykiavík, fyrir árið 1969. Skrá um landsútsvör árið 1970. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur og eignár- útsvar er miðað við gildandi fasteignavnat nífald- að. Sérreglur gilda þó um bújarðir. Þeir, sem vilja kæra yfir piöldum samkvæmt of- ancrremdri skattaskrá og skattaskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skattstofunnar eða í bréfakassa henná-r í síðasta lagi kl. 24.00 hinn 21. júní 1970. Reykjavík. 6. 'júní 1970. Skattstjórinn í Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík. Auglýsingasíminn er 17 500 Velduð þér yður bíl eftir hemlakerfinu, kœmi tœpast nemu einn tilgreinu VOLVO Tvöfalt hemlakerfi -Tvöfalt ösryggi iySsj V £ HiX IIC. H r tsaá Suðurlan.dsbraut 16 ■ Beykjavik • Simnefni: Voiver • Simi 35200 Vélsmiðjan ÞRYMUR h.f. Borgartúni 25. — Sími 20140. Kraftblakkar- þjónustuumboð Rennismíði Plötusmíði Vélvirkjun Framkvæmum allskonar véla- verksmiðju- og skipaviðgerðir Fljót og góð þjónusta / \ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.