Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 1
DIOMIi Sunnudagur 14. júní 1970 — 35. árgangur — 131. tölublað. Þjóðviijinn í minna broti • I dag og næstu daga. eða vikur verður Þjlóiðviljinri í minna broti en venjulega, síðuibreidd 5 diáflkar í stað 6. Þessu veid- ur pappírsskortur vegna verit- fallsins. Bins og. áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, er pappírinn til 'Þ.ióðviljans nú . ¦ uim borð í GuiHfossi og öðru sinni á leið yftr hafið með skipinu. Skipið er etóki vasint- anlegt hingað til Reykaavíkur fyrr en- í næstu viku svo aö notazt verður við þé pappírs^ stærð,- sem enn er tiltaeik í prentsimiðiiu Þjóðviljans næstu • Eru. lesendur beðnir að hafa þessar sérstöku aðstæður í ¦huiga, er þeir fá næstou tölu- bilöð Þ.i'óðvil3ans í -hendur. IS*- ATVINNUREKENDUR ÁKAFLEGA NEIKVÆÐIR Fullfrúar verklýSsfélaganna hafa viS orS oð hœffa þáff- föku i filgangslausum fundum — í umræðum um sérkröfurnar hafa atvinnu- rekendur allt til þessa verið ákaflega neikvæðir í öllum þeim atriðum sem máli skipta; það er engu líkara en þeir vilji reyra vandamálin í sem harðastan og torleystastan hnút. fjannig lýsti Eðvarð Sigurðsson samnings- stöðunni, þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við hann um hádegið í gær, og taldi hann að þá hefði ekkert það gerzt sem benti til skjótr- ar lausnar. Fundarhlé var gefið um hádegi í gær, en viðræður hófust afur kl. 2. Vegna þess hve Þjóðviljinn fer snemma í prentun á laugardögum var. ekki unnt að fylgja'st með því sem gerðist síð- degis í gær. Eðlilegast að hætta þessu hangsi Alþingishúsið var að vanda fullt-af samn- inganefndarmönnum í gærmorgun, og hafði Þjóðviljinn tal af ýmsum fulltrúum verk- lýðsfélaganna. Var mjög þungt hljóð í mönnum út af gangi samninganna. Töldu þeir fátt benda til þess að atvinnurekendur væru búnir að gera málin þannig upp við sig að unnt væri að semja við þá. Töluðu margir um það að eðlilegast væri að fulltrúar verklýðsfélaganna hættu þessu til- gangslausa hangsi í Alþingishúsinu, gengju út fylktu liði og kæmu ekki aftur fyrr en atvinnu- rekendur væru orðnir viðmælanlegir. Tilræði við afkomu þjóðarinnar jþau atriði sem eftir er að semja uim, sérkröf- ur og launaprósentan, fela að sjálfsögðu í sér veruleg útgjöld fyrir atvinnurekendur og til- færslu á fjármálunum í þjóðfélaginu. Hins vegar er framleiðslustöðvunin nú orðin svo úmfangsmikil að atvinnurekendur tapa á tiltölulega skömmum tíma eins miklum upphæðum og þeim sem um er deilt; það hefði borgað sig betur fyrir þá og þjóðarheildina að fallast í upphafi á allar kröf- ur verklýðsfélaganna og losna við framleiðslu- stöðvun. Lengri stöðvun er háskalegt tilræði við afkomu þjóðarinnar og atvinnurekendum sjálfum í vaxandi óhag. Aðeins fullur þrýstingur frá verk- lýðssamtökunum getur komið vitinu fyrir þá — þó seint sé. ® Þar varekkert tíl spwab ííin's' 'og-'kurinuigt!er- key.pti Vinnuivéitendasiamibaihd ¦ 'ís- lamds 'hús Ölatfs Thors við Garðastriæti' eftir lát 'h'ans og hefur nú filutt þanigaö höfuö- stöðvar sínar, og þaðan er. riú stjóimao hernaði Vinnuiveit- endasaimbaridsiins i gégn verká- mönnuim og öðrum þeiim stéttum. sem leegst hafa - laun og minnst bena úr býtum.fyrir vinnu sína. ... . • Höfuðrökseimd , atvintiuirek- enda gegn hærri- launum - til handa ¦verkaflólki eru .þau, að fyrirtækin • beri ekki .þann tillk-ostnað, er af - því rhyndi ' leiða að gaimgia að kröfum verklýðsfélagainna um lífvæn- leg laiun til handa verkafólki. Það er hins vegar ekkert ' leyndiarmiál,'' að aitvinnurek- endur innan Vinnuveitenda- saimibands "Isiands "feljá' það ekki eftir ^ér að greiða stór- ar f.iárhæðir til sambandsins, miiliijónafúlguri sem mla. hefur verið'varið'til að endurbygigja I húsið . yið G'arðastræti og i stækka það til mikilla. muria. Og við þær .fraimfcvæmdir hef- ur ekki verið séð í aurinri, þar ' -hefur „harðiviðar"-stíl!linn ráð- ið rikíjuma, eins og raiunar hjá mörguim. fyrirtækBun.um sjélf- . umi, 'þegar -þaiu.eru áö, byggja yfir síg .og iStárfsemi sína. Þannig telja atyinnurekend- 'W'sig „-hafa.efhi' á" að-leglgja- fram ¦ tugmiljónir króna í sjóði Vinnuveitendasamibandsins, er síðan eru 'notaðir' til þess að standa straum af herkosnaðd þess" gegn 'lauriiþégum, þö'tt þessir atvinnurekendur telji . sig ekki „hafa efni á" að hækka laun verkafóllks síns. i Myndin ¦ er-af, húsd Vinnu- 'Veitpndasambandsins við Garðastræti.' á allt að 40 sjómílna svæði Neskaupstad 13/6. — Vélbátur- inn Stígandi i'ní Ólafsfirði, sem var á heimleið "eftir að hafa landað í Færeyjum og sigldi í stefnu á Langanes, kom i gær- kvöld að vaðandi síld á 64,02 n.b. og 11,45 v.l.,. og voru þarna að sögn Aðalbjörns Sigurlaugs- sonar skipstjóra á að gizka 30 til 40 torfur. , Þetta var um kl. 23. i gær- kvöld, og á miðnætti kom bát- urnn áð öðru síldarsvæði 'nær landi. Tveir aðrir,. b.átar hafa rekizt á þessa; sald,,'.annar .þeiirra er Sigurður Bjarnason sem var á leið frá Ingólfslhöfða til Fær- eyja. Raunar , mun Sigurbjörg frá Ölafsfirði, -. sem var- é leið til Islands frá Færeyjum í gser- dag fyrst'hafa orðið . síldarinnar vör á þessu' svæði." Gizkað er á að síldin .sé þarna á svæði sem er allt að 40 sjómílur að þvermáli. Rannsóknarsikipið Árni. Friðriksson nmun vera væntan- legt á þessar slóðir um kl. 19 í kvöld, lauigardag. Þá hefur frétzt óljóst um lóðniiigar 130 miílur norðyestur af Færeyjum, en hvað þar er á ferðinni er enn ókannað Síldin finnst nú á svæði þar sem veiðar hófust um þetta leyti árs á áirunum 1965 og 1966, þegar síldveiðin var sem mest. Bkki þarif að lýsa því hver áhrif slíkrar fréttir hafa á út- gerðarstöðum hér eystra. Von- ¦ andi halda menn þó rósemi sinni og bíða þess hvað fiski- fræðingar segja að athuguðu máli. — H.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.