Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 12
Hamingjuóskir með vélar! • Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans út á Granda f fyrradag- af tveimur vinnuvél- um, sem bíða bess að verða teknar í notkun. • Vegagerð ríkisins hefur ný- lega keypt tvær vinnuvélar — livora vél á rúma miljón. Einn starfsmanna Vegagerðarinnar bað Þjóðviljann að koma eft- irfarandi fyrirspum á fram- færi: Hver ber ábyrgð á kaup- um þessara morsku vinnuvéla? Hvað kostaði hvor vél ná- kvæmloga? Starfsmenn Vega- gerðarinnar telja margir að þarna sé um gjörsamlega ónýt tæki að ræða og svona af brí- aríi sendu þeir verkstjóraráð- stefnu við Mývatn nýlega eft- irfarandi skeyti: „Öskum Vegagerðinni til hamingju með hinar stórvirku norsku vega- vinnuvélar sem nýkomnar eru til Iandsins.“ Þeir urðu víst hcldur óhressir við móttöku skeytisins á verkstjóraráð- stefnunni. Vonandi vcrður þó ofangreindum fyrirspurnum, svarað hið fyrsta. ÁlagningarseSill fasfeignasalans Tekjuskattur kr. 0,00 — útsvar kr. 0,00!! Láglaunafólk greiðir hærri skatta en hátekjumenn og eignamenn — eitt hróplegasta misréttið í þjóðfélaginu 1 hverju siðuðu þjóðfé- lagi er það eitt grundvallar- atriði að þegnamir greiði opinber gjold sín til ríkis og bæjar í hlutfalli. við þær tekjur sem hver og einn hef- ur. Þannig er talið réttlát- ast að sjá fyrir sameiginleg- um þörfum þegnanna. Hér á íslandi er þessu í reynd öfugt farið eins og dæmin sanna. Þeir sem minnst bera úr býtum og fyrír mesta erf- iðið greiða oft miklu hærri opinber gjöld en hinir sem meiri tekjur hafa og oft með lítilli fyrirhöfn. Af öllu ranglæti í okkar rangláta þjóðfélagi er það trúlega mest, hve stór hópur hinna efnameiri kemst hjá að taka á sig sinn hlut af sameiginlegum byrðum, en veltir öllu yfir á aðra. Á- stæðurnar fyrir þessu hróp- lega óréttlæti eru einbum tvær: Ranglát skattalöggjöf og bein skattsvik einstak- linga sem tdl þess hafa að- stöðu. Eins og allir vita eru mestu eignamennimir oft nær skattlauisir á „löglegan" máta, því að með tilbúnum skuld- um og vaxtagreiðslum fá þeir nægilegan frádrátt á skattskyldum tekjum. Þetta er að sjélfsögðu hin herfilegaista misnotkun á því álkvæði skattalaganna sem sett var inn til að auðvelda fátæku fólki að eignast íbúðir, t>g sannaríega er kominn tími til að endurskoða þetta ákvæði . í skattaiögunum. Til viðbótar þassari misnot- kun á lögunum kemur það, að einmitt hátekjumennimir hafa aðstöðu til þess þein- línis að stela tekjum undan skatti, og eftiriit með siík- um skattsvikum er vægast sagt haria lítið og refsimgar vægar ef upp kiemst. Hjá öðrum þjóðum þykja skatt- svik stórglæpur og verður að þyngja refsingar við þeim hér, og eins verður hugarfar almennings gagnvart skatt- svikurum að breytast. Að ejálfsögðu er skatta- framtal og skattaálögur hvers einstaklings alls ekki hans einkamál eins og oft er haldið fram. Hver sá sem svíkur undan skatti „löglega“ eða ólöglega er að velta gjöldunum yfir á aðra skatt- þega og hækka þeirra gjöld, og það kemur þeim svo sannariega við. Þegar bilaðað er í skattskrá Reykjavíkur sem nýlega er kornin út verða fljótt fyrir dæmin um það ranglæti í skattaálagningu sem hór hef- ur verið rætt um. Allir vita að fasteignasala er ábata- söm atvinnuigrein, og tekur fasteignasali minnst 2% af söluverði íbúða, þ.e. í 'flest- um tilvikum fær hann minnst 20 þús. kr. fyrir að selja hverja fbúð Og oftast. meira. Margir fasteignasalanna eru lögfræðingar og stunda lög- fræðistörf auk fasteignasöl- unnar, þau störf eru að sjálfsögðu hátt metin til fjár. Nokkrir þeirra eru auk þess fastir starfsmenn ríkisins eða borgarinnar. Hvað bera nú þessir menn í gjöld? Hér em sýnd nokfcur dæmi teikin úr skattsikránni, og ættu launþegar að bera skatta sína saman við skatta fasteignasalanna sem hér eru nefndir. Það skal tekið fram að þesisi dæmi eru tekin nokkuð af handahófi og mætti finna mörg slík fleiri. Eins og skráin ber með sér hafa nokkrir þessara fast- eignasala engan tekjuskatt og aðrir aðeins örfláar þúsundir króna. Spurningin er: hvernig í ósköpunum geta skattayfir- völd tekið það gilt, að þessdr menn hafi ekki meiri tekjur en þeir hafa talið fram? Svo mifcið er víst að allimenningur gerir það ebki. Það væri að minnsta kosti forvitnilegt að vita á hverra framfæri þessir menn eru, en þá erum við famir að hnýsaist í einka- mál, sem alls ekld er ætlun- in. Jón R. Ragnarsison Eignamiðlunin .............. 0.0* Hafsiteinn Biaidvinss. lögfir. (Skip og fasteiignir) Sigiurður Siigfússon ('Easteignamiðstöðm) Bárus- Þ.' Valdémarssón (Almennia fasteignas.) • 0.0 Hannes .Einarsson.. Óðinsgötu 14b ............ , 1.254 Jón Arason lögfr. (Fasteiignaval) ............. 3.735 Rannveig Þorsteinsdióttir lögfir. Laufásv. 2 Jón Ingimairsson lögfr. Snorrabraut 50 . Haraldur Guðmundssion, Hafniairstræti 14 Ámi Stefánsson lögfr. Suðurgötu 4 ............. 10.908 Konráð Sævaldsison, Tryggvagötu ............... 11.180 Ragnar Tómiaisson löigfr. (Fasteigniaþjónuistan) Knútur Bruun löigfr. Griettisgötu 8 ........... tekjusk. útsvar kr. kr. 0.0 0.0 ) 0.0 3.200 0.0 2.700 ,)' 0.0 1.600 1.254 2.804 3.735 ' 201375 3.717 14.746 1.108 22.120 2.999 22.454 10.908 36.795 11.180 30.843 16.034 50.687 17.861 ',0.494 Sunnudagur 14. júm' 1970 — 35. árgamgur — 131. tölublað. Veiðivötn opin fri 23. júní til 15. ág rinn 23. .iúní 11.k. Gunnar kvað ferðamönr Útgáfufélag Þjóðviljans □ Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans yerður haldinn föstudaginn 19. júní í Lind- arbæ uppi kl. 8.30 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Þriðjudaginn 23. júní n.k. verða Veiðivötn opnuð og verð- ur sá háttur á hafður í sumar, að seld verða veiðiieyfi fyrir 20 stangir á dag auk 10 stanga hcimamanna, Iandeigenda. Er þetta í fyrsta sinn, sem veiði- Ieyfin eru bundin við ákveðinn fjölda stanga á dag. Veiðileyfin verða öll scld í byggð, þ.e. að Skarði í Landsveit, og er svarað i síma vegua leyfispantana kl. 10.30-12.30 og kl. 18 19 daglega. Veiðileyfi verða hins vegar alls ekkl seld á veiðistað af veiði- verði. Pramianigireindar upplýsmgair fékk Þjóðviljinn hjá Gunnari Guðmundssyini, sem í sumar verður veið i vöröur á Veiði- vatnasvæðinu fjórðia suimarið í röö. Gunnair sagði, að í sumar yrðu vikulegar ferðir á vegumi Ferðaféiaigs Islands frá Rvík á föstudaigsikvöldum og heimlleiðiis aftur frá skólanuim við Veiðd- vötn á sunnudögum. Tekur skál- ínn sem er þriggja ára gamaílll 80 manns oig er það aðstaða öll hin bezta. Á Ferðafélag Islands skálann að tveim briðju á móti Veiðifélaigi Dandlmannaafréttar, 6em á alian veiðdréttinn. Gutnnar kvað fterðamönnum hafla fjöligað mdkið við Veiðivötn síðustu ár, seim stafar miest af bættum samigöngum þangað. Er nú komdnn ágætur vegur frá BúrfeiHli inn að Þórisvatni en þaðan eru aðeins 18 km að Veiðd- vötnuim og só vegarkatfli ednnig góður. Er orðdð fært á öllium teg- Fraimhald á 9. síðu. Kosningahapp- drætti fllþýöu- bandalagsins Dregíð hefur verið í Kosningahappdrætti Al- þýðubandalagsins. ★ Þeir sem enn hafa ekki skilað eru beðnir að gera það nú þegar, því vinn- ingsnúmerin verða birt i miðvikudagsblaðinu. fc Tekið er við skilum á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins að Laugavcgi 11. FHK styður kröfur verklýðsfélaganna Á aðalfundi Félags háskóla- menntaðra kennara, sem haldinn var 12. júní si. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Félags háskóla- menntaðra kennara (FHK), 12. júní 1970, Iýsir yfir stuðningi við hófsamlegar kröfur verka- lýðsfélaganna um kjarabætur fyrir félagsmenn þeirra og bein- ir því til félagsmanna sinna að sýna þann stuðning í verki með framlögum í verkfallssjóð. Jafnframt lýsir fundurinn yfir að samkomulag það, sem aðild- arfélög ASI kunna að gcra við atvinnurekendur um vdsitölu- greiðslur á laun cru aðeins bindandi fyrir þá aðila, sem um það semja.“ Þeir sem vinna leggja fram 200 kr. á dag Mikill samhugur rafvirkja Verkfall Féiags íslenzkra raf- virkja hefur nú staðið í viku og sagði Magnús Geirsson form. félagsins við Þjóðviljann í gær að samstaða rafvirkja í verk- falli hafi alltaf verið mikii en aldrci betri en nú. Nokkur hluti félaganna er ekki í verkfalli enniþá, þeir sem eru utan Reykjavdkursvæðisinis og rafvii-kjar sem vinna hjá álveríí- smiðjunni í Straumsvík, en þeir hefja venkifall um næstu mán- aðamót. Þessir rafvinkjar hafa ákveðið að leggja 200 kr. á dag hver maður í verkfallssjóð fé- lagsins meðan þeir eru í vinnu sjálfir. Þetta ættj að vera öðrum launþegum hvatning til að leggja fram sinn slkerf til þeirra stéttar- bræðra sem lagt haifa niður vinnu til að knýja fram kjara- bætur fyrir alla launþega í landinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.