Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 4
4 SIBA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudaigur 16. júni 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. ..." Framkv.stjórh Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðia: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. '£..' Skattsvikin Ckattskrár hafa nú verið lagðar fram víðasí hvar um landið. Mörgum finnast skattarnir þung- bærir að vonum, en þó er miklu erfiðara að sætta sig við mismununina og ranglætið sem einkennir skattheimtuna. Hver einasti maður á íslandi hef- ur slík dæmi fyrir augunum; venjulegir launa- menn bera hinar þyngstu byrðar á sama tíma og alkunnir gróðabrallsmenn sleppa að mestu. Um þetta alvarlega þjóðfélagslega misrétti er rætt ár hvert en lítið er gert til úrbóta. Ckattsvik tíðkast víðar en á íslandi. í Danmörku var sú ósk borin fram við stjórnarvöld s.l. haust að gerð væri áætlun um það hversu mikið fé væri dregið undan skatti. Fjármálaráðherra Dana, í- haldsmaðurinn Poul Möller, hefur nýlega greint frá niðurstöðum þeirrar rannsáknar, en hún yar fengin með því að bera saman tölur um skatta- framtöl og tölur um þjóðarfraimleiðslu eftir viss- um reglúm. Niðurstaðan var sú að á árinu. 1968 hefðu um; 9;O0Ö miljónir danskra króna í skatf- skyldum tekjum ekki verið taldar fram til skatts. Jafnframt skýrði fjármálaráðherra Dana svo frá að nú yrði gipið 'til ýmissa ráðstafana til þess að komast fyrir þessa meinsemd, m.a. með því að herða mjög eftirlit með innheimtu á söluskatti. TWm miljarðar danskra króna jafngilda yfir 100 miljörðum íslenzkra króna. Það er há upphæð; meira en tíundi hluti af þjóðartekjum Dana. Því miður er engin ástæða til þess að ætla að skatt- svik séu minni hér á landi; margt bendir til þess að þau séu snöggtum meiri. En væru hlutföllin svipuð mætti áætla að um 4.000 miljónir íslenzkra króna væru ekki taldar fram til skatts, enda þótt greiða eigi af þeim gjöld lögum samkvæmt. Það fé sem þannig er stolið undan leggst sem aukn- ar byrðar á þá sem telja heiðarlega fram, hvort sem þeir gera það nauðugir eða viljugir. JJér er um mjög stórfellt vandamál að ræða. Ef gerðar væru ráðstafanir til þess að uppræta skattsvik, með stórauknu eftirliti með innheimtu söluskatts og öðrum hliðstæðum ráðstcífunum, væri hægt að afnema skat'ta af þurftartekjum og lækka stórlega gjöld af venjulegum launatekj- um. án þess að ríkissjóður og sveitarsjóðir misstu nokkurs í. Þetta vandamál er sérstaklega brýnt nú, þegar láglaunafólk berst harðri baráttu fyrir óhjákvæmilegum kauphækkunum. Verði ekki að gert mun drjúgur hluti þeirra kauphækkana renna í ríkissjóð og sveitarsjóði á sama tíma og forréttindamenn og afætur leika lausum hala án þess að greiða lögboðin gjöld af hátekjum sínum. — m. íslandsmótið 1. deild: ÍA - Fram 2:1 Laks fáru Skagamenn í gang Sýndu að spá manna um ágæti liðsins var á rökum reist ¦ Það orkar ekki tvímælis, að leiki ÍA-liðið fleiri leiki eins og það gerði að þessu sinni, og þó einkanlega síðustu 30 mínúturnar, þá verður það ekki auðsigrað af íslenzkum liðum. ÍA-liðinu var spáð miklum frama í þessu íslands- móti, sú spá virtist ekki ætla að rætast í fyrstu leikjum þess, en nú loks fór liðið í gang og sýndi einhvern bezta leik, sem sézt hefur í þessu íslandsmóti. Skagarnenn léku undan vind- inum í fyrri hálfleik og sóttu þá mun meira og hvað eftir annað skall hurð nærri hæl- ura við Fram-markið. Þó var eins og Iiðinu tækist aldrei að ná verulega góðu spili und- an vindinum, sem var nokkuð mikill. Framarar virtust stefna að pví að halda jöfnu út hálf- leikinn, en notfæra sér svo vindinn í síðari hálfleiknum eins og títt er að lið geri í svona rokleikjum. Tvö alveg einstök marktæki- færi komu í fyrri hálíleik. Það fyrra átti hinn ötuli tengilið- ur Skagamanna, Jón Alfreðs- son, er hann skallaði í bver- slá úr opnu færi á 27 mín- útu, en hitt átti Biörgvin Björgvinsson á 30. mín., er hann Skaut framhjá, bar sem hann stóð einn með bíyltann fyrir opnu marki lA. Bæði bessi marktækifæri voru með*' þeim beztu sem frerast. Svo á 40. m'nútu var dæmd hornspyrna á Fram. Guðjón GuSmundsson framkvæmði snyrnuna oir sendi boltann beint á höfuð Eyleifs Haf- sfeinssonar, sem skoraði glæsi- Iega með sfcalla, 1:0. Menn spáðu bví að þetta eina mark dygði Skagamönnum jkammt, begar Fram vært bú- inn að"'fá ¦ vindinn f bakið off ¦ svo sannarlega virtust -beir éj" þannig spaðu. ætla að reyn- ast sannspáir. Fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiksins sóttu Framarar svo stift, að það hlaut að enda með marki og það kom á 10. mínútu er Ásgeir Elíasson skoraði beint úr hornspyrnu. Að vísu var þotta dæmigert klaufamark, en sannarlega áttu Framarar skilið að jafna, sivo þung var sókn þeirra. En það undarlega gerðist, að við þetta mark lifnaði fyrir alvöru yfir Skagamönnum, s©m tóku leik- inn ge>rsamiega { sínar hendur og sóttu látiaust það sem eftir var og hvað eftir annað voru þeir í opnum færum sem ekki nýttust. Svo góður var samleikur liðs- ins að langtímum saman komu Framarar varla við boltann og eimhvern veginn hafði maður á tilfinningunni aðSkaeamönn- um hlyti að takast að sikora. En tíminn leið og þegar að- eins voru tvær mínútur eftir af leiknum, leit út fyrir að um enn einn iafnteflisleikinn yrði að ræða. En allt í einu sendi Teitur Þórðarson bolt- ann fyrir markið, en tveir varnarmenn Fram kröfstiðu í boltann, sem hrökik til Eyleifs Hafsteinssönar, sem aftur skall- aði og skoraði sigurmark lA við gífurleg fagnaðarlæti bæði áhorfenda og ekiki síður sam- herja sinna, enda var markið skorað á elleftu stundu. I ÍA-liöinu bar Eyleifur af og sýndi frábæran leik. Hann var sivinnandi og ógnandi all- an leikinn og sá Skagamanh- ana er bezt barðist. Þá átii Helgi Hannesson mjög góðan leik og þótt hann sé nú að koma aftur í knattspyrnuna, eftir nokkurra ára hlé, hefur hann aldrei verið betri en nú. Þeir Þröstur Stefánsson og Jón Alfreðss'on áttu einnig ágætan leik en aftur á móti voru Haraldur og Guðjóri með dauf- ara móti, nema í síðari hálf- leik, er allt liðið fór í gang. Hjá Fram var það vörnin, er stóð sig bezt mefi .Tóihannes Atflason sem h--*- -------¦ ^.-tr Baldur Soheving og Marteinn Geirsson léku báðir mjög vel. Framlínan stóð sig allvel í fyrri hálfleik, en á hanareyndi lítið í þeim siðari. Dóimari var Guðmundur Haraldsson og daamdi mjög vel nema hvað honum varð á ein skyssa í fyrri hálfleik. Guðjón Guð- mundsson sótti að Þorbergi markverði Fram. og Þorberguir hrinti Guðjóni gróflega, en lét sig falla um leið til jarðar og Guðmundur dæmdi brot á Guðjón. Þarna átti Guðmundur að sjálfsögðu að dæma vita- spyrnu á Þorberg, en Guð- mundur var í slæmri aðstöðu til að sjá brotið, og þar sem Þorbergur lék það að láta sig falla, leit út fyrir Guðmund, er stóð úti á vellinum, sem Guðjón hefði hrint Þorbergi. — S.dór. Eyleifur Hafsteinsson bezti maður í liði Skagamanna. íslandsmótið 1. deild: KR - ÍBK 0:0 Enn eitt jafntefíið hjá KR Sanngjörn úrslit í ágætum leik — KR hefur gert 3 jafntefli í 4 leíkjum nn tfi^ ¦ í leiðinda veðri, roki og,skúraleiðingum, gerðu Kefla- vík og Kíl jafnt'efli í íslandsmótinu sl. sunnudag. Fór leikurinn fram í' Keflavík:-Þr^tít fyrir markleysið'véWtím mörg marktækifæri hjá báðum liðum að ræða, en eftir atvikum verður að telja jafnteflið sanngjörn úrslit. Þetta er þriðja iafnteflið, sem KR gerir í mótinu í fjórum leikj- um, en aftur á mótj tapaði ÍBK þarna sínu fyrsta stigi. Vindurinn stóð' alveg þvert á völlinn, svo að hvorugt lið- ið gat notfært sér hann eins og oftar er, þegar rokleikir fara fram. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og ágæt- lega leikinn af báðum liðum og þau áttu bæði mörg mark- tækifæri, sem ekki nýttust. Fyrsta verulega marktæki- færið kom á 14. mínútu þegar Magnús Torfason frarnikvæimdi aukaspyrnu og skaut á mark- ið, en boltinn rétt strauk þver- slána. Strax á næstu mínútu myndaðist mikil bvaga fyrir framan iBK-markið og Gunnar Felixson náði að skjóta, en naumíega vair varið { horn. Á 20. mínútu urðu Binari Gun,n- arssyni á varnarmstök, sem Baldvin Baldvinsson notfærði sér en skaut framihjá í ágætu færi. Fimm mínúturn síðar átti Bjarni Bjarnason, miðherji KR, skot aif löragu færi, seim Þor- steinn Ölafsson markvörður ÍBK varði vel. Þá átti Magnús Torfason hörkuiskot rétt yfir þverslá á 30. mínútu og 5 minútum síðar var Jón Ölafur í goðu færi, > en skot hans strauk' þivefslána. Síðán,' á 44. mínútu átti Gfétar Magnússon skot, sem KR-ingar vörðu í horn, en-úr horninu áttu ÍBK- menn skot að marki, sem Hall- dór B.iörnssoh varði á línu. I síðari hálfleik dofnaði yfir leiknum, en heldur sóttu Kefl- viklngar meira á, það sem eft- ir var leiksins. Eitt bezta tæki- fserið í leiknum átti Birgir Elnarsson á 16. mín.. er hann komst einn innfyrir KR-vörn- ina en skaut bent { fang Magn- úsar Guðmundssonar mark- varðar. Aðeins mínútu síðar munaði hársfcreidd að Ellert Schram skoraði siálfsmark. er hann hugðist skalla frá marki' en hitti boltann svo illa að hann stefndi efst í markhorn- ið, en Magnús mafkvörður fékik bjargað í horn á síðustu stundu. Á 22, mínútu átti sér stað umdeilt atvik, er Baldvin Baldvinsson komst einn inn- fyrir, Þorsteinn markvörður kom út á móti og þeir lentu saman svo að Baldvin féll' og vildu KR-ingar fá dsemda á betta vítaspyrnu, sem þó kem- ur varla til greina, . þár sem Þorsteinn setti fótinn fyrir boltann um leið og Baldvin skaut, en Baldvin hl.ióp síðan á fót Þorsteins og féll við. , ..; Þá átti Birgir Einarsson skalla í þverslá á 30. mín., og stuttu síðar var Baldvin Baldvinsson í dauðafæri. en skaut fram- hiá og á 39. mínútu átti Jón Ölafur skalla að marki, en boltinn hrökk í andlit Magn- úsar markvarðar og þaðan f horn. A þessari upptalningu sést að um mörg marktæki- færi var að ræða hjá báðurn svo það var ekki því að kenna að leikurinn varð marklaus. Varnir beggja liðanna voru betri hluti þeirra og m'ið- verðirnir Ellert Schfam hm KR og Einar Gunnars&on bjaÍ IBK beztu menn sinna liða. Þá átti hinn nýi bakvörður ÍBK, Hiörtur Sakkariassom, miög góðan leik. en hann byr.\- aði. að leika með liðinu nú A vor I framh'nu IBK váf Ffið- rik Ragnarsson beztur og eins átti Jón Ólafur ágætan . leik, sinn bezta á þessu keppnis- tfmabili. '. • .., Eins og áður segir var Elí- ert Schram beztur KR-inga og 4 hnnuim brotnuðu flestar sókn- ir ÍBK. Þá áttu Biörn. Árna- son. Baldvin. Biarni og Hörð- ur Markan allir ígætan leik. Dómarl var Guðión Finnbooq- son og slapp ágætlega frá leiknum. — M.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.