Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 16. júní 1970. H.-K. Rönblom: Haustlauf og hyldýpi Hennd datt allt í einu í hiug að það var hún sem hafði saum- að tölu gegnum brjóstvasann á jakkanum hans Pauls. Huiglsan- ir hennar beindust samsitundis í aðra átt. — Veskið þitt getur vel ver- ið tómt án þess að þjófar hafi kpmizt í það Mitt er oft gal- tómt án þess að ég botni í ••— — Það er lóðið. Það getur verið til önmur skýring. Hlustaðu nú á þetta. Bf Sam Carp átti að geta laumazt óséður inn í bíóið, þá hlaut eitthvað að halfa lokkað dyravörðinn burt frá dyrunum. Nú gerðist dálítið sem lokkaði dyravörðinn frá dyrun- um. Og þess vegna hefur Carp laumazt óséður inn í bíóið. — Áttu við það að einhver haifi komið hina leiðina? Kom- ið úr Pakkhússundi? — Já, ,og þá hefur það verið morðinginn. Kosningadagurinn var runn- inm upp. '•'•• Þung ský hvíldu yfir fjalla- tindunum og það vaf auðfundið, að haustrigningarnar voru á næsta leiti. Paul Kennet og systir hans áttu ek'ki kosningarétt í Sunda- höfn, heldur höfðu þau póstlagt atkvæði sín í tæka tíð. Þau ætluðu hins vegar að nota dag- inn til að ferðast, aka spöl- korn í bílnum og snæða mið- degisverð á gamalli krá við ströndina. Þau óku nyrðri strandveginn, og Paul sat sjálfur við stýri. Birkið var að byrja að fella laufið; blöðin lágu á dreif um dökkan veginn eins og gullpen- ingar eftir krýningarskrúð- göngu. Fyrst stönzuðu þau við skóg- arspilduna, þar sem þau höfðu séð skátana fyrra sunnudag. Enn var hægt að sjá menjar um bálin þeirra milli steinanna. Annars var þar ekkert mark- vert að sjá. I annað sinn- stönzuðu þau við Blávík, þar sem minning- artaflan um hina látnu var fest ? bergrð.~ Ek-ki -’þar 'helduf var* neitt að sjá annað en það sem þau höfðu áður séð. Áreiðanlega Hafði það verið Blávikursíysið sem kostaði Báck lífið, og eig- inlega ættu þrettán nöfn að standa á töflunni en eikki tólf, hugsaði Paul. Meðan hann og Súsanna stóðu þarna, kom stór vörubíll akandi, og ekillinn gaf sér tíma til að hægja ferðina, reka höfuðið út um gluggamn og öskra; — Hvern fjandann á það að þýða að stanza í miðri beygj- unni? Og síðan var vörubíllinn horf- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 III. hæð (lyíta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SIMI 13-9-68 inn og huigblær stundarinnar á bak og burt. Þau stigu aftur upp í bílinn og héldu í norður- átt. Brátt beygði vegurinn aftur inn i landið, framhjá ökrum og engjum, þar sem búfé var á beit, dimmgrænu skóglendi með roðnandi espitrjám. Þau hægðu ferðina meðan þau óku gegnum þorp með stórri kirkju. Þau óku framhjá sjúkrahúsi og gagn- fræðaskóla, bæjarbingssal og skóverksmiðjiu og loks kirfkj- unni sem stóð milli 'hárra greni- trjáa. Hún var einis og gips- kirkjurnar sem eru . á boðstólum 38 fyrir jólin. Sþölkorn frá þorp- inu beygði Paui inn á mjórri veg til hægri sem lá burt frá þéttbýlinu gegnum 'þrönga dal- botna milli brattra, skógi vax- inna fjalla. Brátt breikkaði dal- urinn, byggðin þéttist á ný og aftur kom hafið í Ijós. Kráin kafnaði ekki undir nafni hvað ytra útlit snerti. Hún var stór og fornleg og suðurveggiur- inn alþakinn humli Á hæstu hæð fyrir ofan var verið að halda erfisdrykkju og í stóra anddyrinu stikuðu svartk’læddir menn með marrandi harða flibba. Paul og Súsanna höfðu stóra matsaiinn-út a? fyrir sig-; Framanúr eidhúsinu fundu þau ilminn af steik syrgjendanna, og utanaf svölum barst ilmun af hafgolu Oig humli. Máltíðina snæddu þau í þögn að mestu. Hávært stólaskrap að ofan gaf til kynna að jarðar- farargestirnir væru seztir. — Ég fer upp til þeirra, sagði Súsanna. — Þeir eru áreiðan- lega skrafhreifnari en þú — Fyrirgefðu, sagði Paul. — Ég hef víst hagað mér illa' gagn- vart þér. En ég hef yerið að hugsa um hve illa mér gengur að draga réttar lokaályktanir — Svo slæmur ertu nú ekki, sagði systirin gröm. — Gallinn á þér er sá, að þú hefur alls ekki dregið neinar lokaályktan- ir, heldur látið lögregluna um að gera það. Farðu bara að draga og þá sikaltu sjá að það gengur eins og í sögu! — Víst hef' ég dregið álykt- anir. Það , gerir maður alltaf til að sannprófa kenniiígu Maður huigsar sem svo: sé kenning min rétt þá á þetta eða hitt að hafa gerzt. Og svo kynnir mað- ur sér það sem gerðist í raun og veru. Og síðan dregur maður endanlega ályktun eftir vissum reglum — — Ágætt. Þarna sérðu hversu auðvelt það er. — Hftirfarandi reglum: Ef A er staðreynd þá er B líka stað- reynd. Nú er B staðreynd. Og af því leiðir að A er staðreynd. Finnst þér þetta geta staðizt? — Já, mikil ósköp, sagði Sús- anna. — En þetta með A og B gerir mann svo ringlaðan. — Ég get sagt þetta á annan hátt. Ef þjófar hafa komizt í veskið mitt, þá er það tómt. Nú er það tómt. Og þess vegna hafa þjófar kömizt í það. — Þú ættir að passa veskið þitt betur, sagði Súsanna, — og ekki fleygja bví hvar sem verkast vill. Settu það — — Ég skil hvað þú átt við. Hann hefði getað gert það, en það er allis ekki víst. Ef til vill hefur einhver annar sett vörubílinn á hreyfingu. — Einhver annar og af öðru tilefni. Það gefur auga leið að vörubíllinn hefur leikið sitthlut- verk í stálvírsmálinu, en ef til vil'l annað hlutverk en ég gerði mér í hugarlund. — Af þessu geturðu séð, sagði Súsanna, — að þú þarf ekki að vera hræddur við undarlegar til- viljanir. Er ég ekki margbúin að segja þér það? Leynilög- reglusögumar em uppfullar af svona löguðu. Paul lét þessu ósvarað og sneri sér að öðru. — Sama máli, sagði hann, — gegn-ir um bið Irenu fögru fyr- ir neðan kirkjuna. Ég var bálf- partinn að vonast eftir að ein- hver hefði átt að tefja fyrir Báck á heimleiðinni. Og þegar ég frétti að Irene hefði verið þama á vappi, taldi ég víst að þar væri skýringin komin. En ef til vill hdfur hún verið með allt annað i hyggju. — Ei-ginlega er hún búin að viðuirtoenna það. — Og svo er alls ekki víst að hún hafi, komið á staðinn fyrr en Báck var farinn fra-m- hjá. Ég hef alls ek'ki svo ná- kvæma tímaáætlun að byggja á eins pg þú veizt. Það er oþki hægt að ákveða upp á rnínútu hveriær Báck hélt heimleiðis, , né,, heldur hvenær, Irene. stóð og beið ellegar hvenær sjálít dauðsfallið átti sér stað. — Og nú ertu sem sé reiðu- búinn til að kippa Irene út úr morðmálinu. Mikið verður hún fegin, — Síður en svo. Hver ein- asti bútur í kotrunni verður að liggja á sínum stað. Bæði stefnu- mót Irene og kvöldferðalag vörubílisins verða að ko-mast á sinn stað. — Já, en — — En ég verð einfaldlega að hugsa þetta upp á nýtt. Það er það sem ég á við þegar ég segi að ég hafi verið of slak- ur við að draga lokaályktan- ir. Súsanna brosti illkvitnislega. — Og nú, sagði hún, — sit- urðu þarna og veizt ekki hvort þú átt að byrja að róta í þessu á nýjaleik.- eða ekki — Sá á kvölina sem á völ- ina, tautaði Paul. — Og þú þorir ekki að við- urkenna fyrir sjálfum þér, að þú ert þegar búinn að velja. Paul leit upp. — Er þér alvara? Kannski hefurðu rétt fyrir þér. Svei mér ef ég held ekki að þú hafir hitt naglann á höfuðið, — ég er bú- inn að ákveða mig. — Þú gerir mig reglulega glaða, Paul. Og hugsaðu bér, bætti Súsanna við og brosti hrifningarbrosi — hvað þú átt eftir að hneyksla alla þá sem vonj að vona að þeir myndu losna við Carp! Madeirað úr kaupfélaginu hafði slegið á þunglyndi jarðar- fararges-tanna Stólar voru dregn- ir eftir loftinu í sífellu og uml- ið hækkaði og varð að hávær- u-m samræðum. Þegar komið var að kaflfinu eftir matinn var léttari blær yfir öllu, bæði á efri hæðinni og þeirri neðri. UG-RAUÐKÁL !giiliiii!i!íi!ilí!iii!íiiiliií!iliíiiiiíiiiiíiiníiiílíliiííiiiiii!iiíiililíliiiiíiiiiniiiiliiíliiniiiililllll!i!íií»ii!ii!)!iil!i!lí!ÍIH IfPMISIl IEFPAHDSH) HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURIANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570 * SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mðrgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fvrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐl IÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Minninqarkoi •t • Slysavarnafélags € 9 Krabbameinsfélags Islands. Islands. • Barnaspítalasjóðs 9 Sigurðar Guðmunds- Uringsins. sonar, skólameistara. • Skáiatúnsheimilisins. 9 Minningarsjóðs Arna • Fiórðnngssjúkrahússins ( Jónssonar kaupmanns. Akureyrt 9 Hallgrímskirkju. • Heleu Ivarsdóttur. 9 Borgarneskirkju. Vorsabæ. 9 Minningarsjóðs Steinars • Sálarrannsóknafélags Richards Elíassonar. íslands. 9 Kapellusjóðs Jóns • S.I.B.S Steingrímssonar. • Styrktarfélags van- Kirkjubæjarklaustrt gefinna. 9 Akraneskirkju. • Marni Jónsdóttur, 9 Selfosskirkju. flugfreyju. 9 Blindravinafélags • Sjúkrahússjóðs Iðnað- armannafélagsins á ^elfossi. tslands. Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56 — Simi 26725. Aog B gæöaflokkar MarsTraðing Companyhf Laugaveg 103 sími 1 73 73 UIVDRA GOTT á \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.