Þjóðviljinn - 17.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Mádviikiuidagtur 17. júní 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson ,' Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Á þjoðhátíðardaginn 1970 í&lendingar minnasí í dag lýðveldisstofnunarinn- ar 1944, og stjórnmálaleiðtogans Jóns Sigurðs- sonar. Á þjóðhátíðardaginn 1970 gæti verið sérstök ástæða til að rifja upp bjartar framtíðarvonir þjóð- arinnar vegna lýðveldisstofnunar og sögu barátt- unnar fyrir þeim sigri. Minnast þess líka, að því fór fjarri að allir íslendingar skildu eða mætu málstað íslands í baráttu Jóns Sigurðssonar og eftirmanna hans; að tekizt var á um lýðveldis- stefnunina fram til síðustu stundar. Cjálfstæðisbaráttu, frelsisbaráttu þjóðar lýkur % ekki þó sjálfstæði sé lýst yfir og viðurkennt í orði. íhaldsblöð á íslandi hafa nýlega kveinkað sér uhdan þeim álitshnekki sem fastheldni íslenzks afeurhalds á bandarískar herstöðvar bakar Islandi er;lendis. Það fer ekki dult að skuggi erlendra her- stöðva skuli hafa hvílt á íslandi í þrjátíu ár, allt fra 1940. Hvarvetna er litið á það sem tákn vakn- andi og rísandi þjóðar og heilbrigðs þjóðarmetnað- ar' að nýfrjálsar þjóðir lo$i sig yið herstöðvar stór- véldanna. Hér á íslandi háfa þrír stjórnmálaflokk- a^ Sjálfstæðisflokkurinnj, Franasóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, viðhaldið bandarískum her- stoðvuim á friðartímum frá stríðslokum. Þeir bera á því fulla ábyrgð og hafa með framkomu sinni og stéfnu valdið íslandi álitshnekki sem verður hlut- skipti landa er biðja um stórveldaherstöðvar. Þó mikill fjöldi fólksins seim styður þessa flokka sé ahdvígur herstöðvum, hefur það í andvaraleysi lát- ið; herstöðvastefnu flokksforingjanna ráða. Einung- is einn þeirra stjórnmálaflokka sem nú starfa á Is- lándi er heill og óskiptur í hinni nýju sjálfstæðis- baráttu íslendinga, baráttunni við erlenda ásælni og herstöðvar á íslenzkri grund: Alþýðubandalagið. þjóðhátíðardagurinn 1970 er einnig í skugga víð- ¦ tækra verkfalla sem snerta beint tugi þúsunda alþýðufólks. Sömu afturhaldsöflin sem svikizt hafa að þjóðinni með herstöðvastefnu og þátt'töku í hernaðarbandalagi, vinna nú að því að halda ís- landi á láglaunasvæði; vinna að því að greiða er- lehdum auðhringum leið inn í íslenzkt atvinnu- ííf, m.a. imeð inngöngu í Efta, smánarsamningun- urh við svissneska álhringinn og framhaldi á þeirri braut. Þessi sömu öfl bafa með þrjózku neitað í þrjár vikur að semja um eðlilegar og sjálfsagðar breytingar á kjarasamningum. í þeim skynlausa þráa birtist viðleitni afturhaldsaflanna að halda Islendingum á láglaunasvæði, hindra sambærileg kjör íslenzkrar alþýðu og alþýðu nágrannaland- anna. Engum þarf að koma á óvart þó verkamenn, sem afturhaldið hefur neytt til að standa í þriggja vikna verkfalli um sjálfsagðar sanngirniskröfur, séu ekki í sérstöku hátíðaskapi þennan þjóðhátíð- ardag. Fyrir mörgum skýrist nú samhengið í ís- lenzkum þjóðmálum; þeir sjá skýrar stéttaþjóð- félagið, skilja betur stéttabaráttuna. Og órjúfan- leg tengsl hennar á íslandi við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. — s. Undanúrslit á HM í dag: „ Við komumst öruggkga í úrslit'\ segja Brasilíumenn Markahæsti lcikniaður Brasilíu og sá er skoraði markið á móti Englandi, Jairzinho. Óvíst er talið að hann leiki með í leikn- um í dag, móti TJruguay. 1 dag fara leikirnir í undan- úrslitum HM í knattspyrnu fram í Mexíkó. Þjóðverjar mæta Itölum á Aztec-Ieikvang- inum í Mexíkóborg, en Braisil- ía mætir Uruguay í Guadala- Jara. Þjálfari brasilska liðsins, Mario Zagalo, hefur látið hafa eftir sér, að hann telji lið sitt nokikiuð öruggt um að sigra Uniguay og tryggja sér -' þar annað úrslitasætið. Hánn telur Uruiguay^liðið leika svipaða knattspyrnu og- Perú-liðið, sem Brasilía vann sem kunnuigt er 4:2, og hann sagði einnig að; það hefði etoki haft nein álhrif á lið sitt, þegar Perú náði að skora fyrra mark sitt og minnka bilið í 2:1. Zagalo sagði að lið sitt hefði ekki leikið af fullum krafti • í þessum leik, eins og það gerði í riðlakeppn- inni. Hann benti einnig á, að , Brasilíumenn hefðu unnið alla sína leiki í keppninni til þessa , og flesta með nokkruim marka- mun, og hann teldi að sivo yrði áfram. • . * ' 'í Þá sagðiZagalo að ef til vill yrðu nýir menn settir í stað Gereons og Jair, en þessir tveir ' ----------------------------------------------«> menn eru. með beztu mönnuin liðsins og Jair markahæstur brasilísku leikmannanna. Væri þetta gert til að hvíla þá fyrir úrslitaleikinn, því að þeir væru orðnir þreyttir, en alls eikki meiddir tók Zagalo fram. Nýtt unglingahlaup hjá ÍR Svo sem kunnugt er tóku IR- ingar upp þá nýbreytni eftir áramótin 1969 að efna til aldursflokkahlaupa fyrir börn unglinga vetrarmánuðina. Strax sama vetur tóku Selfyssingar upp hugmyndina. 1 vetur sem leið f jölgaði hlaupum þesisum enn, og þátt- takendum í þeim fjölgaði mik- ið, en það sýnir að hugmyndin og keppnisfyrirkomuilagið er að ryðja sér til rúms og hefur vakið áhuga unglinganna fyrir hlaupaíþróttinni, ælfingum og keppni. I vor kom sú hugmynd fram að efna til árlegs hlaups, þar sem þeir, sem þátt tækju í hinum ýmsu hlaupum víðsiveg- ar, gætu komið saman og reynt með sér og kynnzt nýjum keppinautuim. Hlaup þetta yrði opið öllum með aldursflofcka ^ sniði og færi frarni að öllum hlaupum vorsins loknum, en helzt það snemma að þátttak- endurnir væru ekki að ráði farnir að dreifast í sveitina. Var upþhaflega gert ráð fyrir keppninni í byrjun júni, en af ýmsum óviðráðanlegum ástæð- wn gat ekki af þvi orðið, en nú er svo ákveðið að keppni þessi fari í fyrsta sinn fram sunnudaginn 28. júní nk. oig hefjist kl. 14. Keppt verður í aldursflofck- unum 1962 til og með 1955 og' verða vegalenigdir nokikuð mis- jafnar eftir flokfcum. :'Allir 'í sama aldursflokki hefja hlaupið samtímis i . stað eins. eða tveggja í einiu, eins ög gert hefur verið í flestum vetrar- hlaupunum. Hlaupið fer fram i Laugar- dalnum í Reykjavík Það hefst og endar á flötinni milli Laug- ardalsvallarins og sundlaug- anna. Vegna undirbúnimgs þurfa þátttökutilkynningar að berast nofckuð tímanlega og helzt ekki siðar en 25. júní til Guðmundar Þórarinssonar Baldursgðtu 6 eða Sigfúsar. Jónssonar, Stóra- gerðd l', síma ^0532. Þetta er Becenbauer, bezti leikmaður V-Þýzkalands \ í leiknum á móti Englandi og sá er skoraði hið þýðingar- niikla jöfnunarmark, þegár aðeins voru eftir 3 minútur al' leiknum, í. £M ungHngai fr/alsíþróttum Fyrsta Bvrópumeistaramót unglinga í frjálsíþróttum verð- ur haldið á Olympíuleikvangin- um í París dagana 11.-13. sept. n.k. Frjálsíþróttasamband Islands hefur tilkynnt um þátttöku ís- lands í þessu móti, með þeim fyrirvara, að einhver nái þeim lágmarksárangri, sem krafizt er og það fyrir 24. ágúst n.k. Þátttökurétt hafa þeir dreng- ir, sem fæddir eru eftir 1. jan- úar 1951, og þær stúlkur, sem fæddar eru eftir 1. janúar 1952. Keppnisgreinar verða sem hér segir: (Lágmarksárangur er settur innan sviga) Drengir: Hlaup: 100 m (10,7) — 200 m (21.8) — 400 m (49.0) 800 m (1.54.0) — 1500 (3.54.0) — 3000 Framhald á 9. síðu. LISTAHÁTÍÐ [ REYKJAVÍK ALLAR PANTANIR SÆKIST í SÍDASTA LAGI Á FÖSTUDAG. Miðasalan er loikuð í dag, 17. júni, en verður opin fimmtudag og föstudag kl. 11-19 að Traðarkots- sundi 6 (móts við Þjóðleikhúsið). ¦"} w r LA UGARASBIO r óskar Iandsmönnum öllum til bamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.