Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐV'Il/JTNN — LÆ/utganJagur 20. júni 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Úr vörn í sókn pyrsta áfanga í kjaradeilunum miklu er lokið. Al- mennu verklýðsfélögin og Iðjufélögin hafa gert nýja samninga, og höfðu þá flest almennu verklýðsfélögin háðu hart og víðtækt verkfall á fjórðu viku. Meginatriði hinna nýju samninga eru þau að almenn. kauphækkun verður 15%; gerðar eru breytingar á fjölmörgum sértöxtum og bætíst þar við 2-5% kauphækkun, þannig að í heild verða beinar kauphækkanir hjá flestum 17-20%. Útborg- uð laun sem þannig verða reiknuð breytast í ný grunnlaun, og á þau kemur full vísitöluuppbót árs- fjórðungslega á sama hátt og um var saimið 1964. Enn eni í samningunum ákvæði um aukin rétt- indi verkafólks í sambandi við uppsagnir eða flutn- ing milli vinnustaða. gamningar þessir fela í sér einhverjar mes’tu breytingar sem um hefur verið samið í einum samningum hérlendis. Á það bæði við um kaup- hækkunarprósentuna og ekki síður ákvæðin um fulla vísitölu. Baráttan um vísitöluna og verðtrygg- ingu launa hefur nú staðið í meira en áratug. Ár- ið 1960 var verðtrygging launa afnumin með lög- um af viðreisnarstjórninni og það var ekki fyrr en 1964 að þau réttindi endurheimtust á nýjan leik. Haustið 1967 var enn ráðizt á þessi réttindi verka- fólks, og síðan hafa launamenn búið við stórfals- aða vísitölu sem hefur jafngilt sjálfvirku kaup- lækkunarkerfi. Hin nýju ákvæði um fulla vísitölu eru því mjög mikilvægur árangur, eina trygging verkafólks gegn óðaverðbólgustefnu ríkisstjórnar- innar. pjn þótt hinir nýju samningar feli í sér mjög mikl- ar breytingar hafa verkalýðssamtökin enga á- stæðu til að hrósa sigri. Breytingin er því aðeins mikil að hún er borin saman við kjör sem voru orðin gersamlega óviðunandi, eftir hið samfellda kauprán sem framkvæmt hefur verið sleitulaust í hálft þriðja ár. í rauninni átti verkafólk fullan rétt á því að fá kröfur sínar uppfylltar að öllu leyti; það er enn ástæða til að spyrja hvernig launafólk eigi að fara að því að lifa af því lágmarkskaupi sem nú hefur verið samið um. JJins vegar eru það mikilvægustu einkenni hinna nýju samninga að með þeim hefur vöm verið snúið í mjög ótvíræða sókn. Sé árangurinn nú bor- inn saman við samninga síðustu tveggja ára eru umskiptin stórfelld. Kjarasamningar eru aldrei neinn endanlegur árangur; það er hreyfingin seim sker úr. Þær kjarabætur sem nú hefur verið samið um þurfa umfram allt að verða hvatning til áfram- haldandi sóknar til þess að tryggja launafólki réttlátari hlut af þjóðartekjunum á næstu árum og til þess að hnekkja að fullu þeiri þjóðhættulegu stefnu ríkisstjórnarinnar að ísland verði varan- legt láglaunasvæði. — m. Orfeus og Evridís í nútíma- búningi í kvöld, laugardag- inn 20. júní, sýnir sjónvarpið frönsku bíómyndina Orfeu Negro, sem Marcel Camus og Jacqucs Viot gerðu árið 1958 og byggðu á skáld- sögu eftir de Moraes. í myndinni er hin forna gríska sögn um Orfeus og Evri- dís færð í nútíma- búning, Orfeus er blökkumaður og sag- an gerist á kjöt- kveðjuhátíð í Ríó de Janeiro. Námskeið fyrir kennara í ýmsum greinum nú í suntar Eins og undanfarin ár verða haldin ýmis námskcið í sumar og haust fyrir kennara á veg- um fræðslumálastjórnar. Nám- skeiðin eru að bes.su sinni flest í kennslugreinum, sem veriö er að endurskipuleggja að frumkvæði Skólarannsókna mcnntamálaráðuneytisins . og bví liður í kennarabjáflun til bess að taka upp nýjar starfs- aðferðir eða til kynningar á kennsluefni, sem verið er að vinna að, eins og scgir í frétta- tílkynningu frá fræðslumála- skrifstofunni. Eftirtalin námskeið eru á- kveðin: I. Eðlisfræði. Ráðgerð eru 7 námskeið í eðlisfræði á tímabilinu 24. ágiúst til 30. september. örn Helgason námstjóri mun hafa með hönduim umsjón með þeim öllum, en þau verða sem hér segir: 1.1 6 daga námskeið fyrir barnakennara í Reykjavík 24.- 29. ágúst. Fyrir hádegi (kl.9-12) verður bókleg kennsla í fyrirlestrar-; formi. Verður farið ýtarlega í hið nýja námsefni og verður kénnslan svo til eingöngu tengd því. Eftir hédegi eru æfingar og umræður og hópnum skdpt í 8 manna flokka. Verður farið í allar verklegar æfingar náms- efnisins og auk þess farið í almenn atriði er lúta að með- ferð áhalda. Námskeiðinu lýk- ur á hádegi laugardaginn 29. ágúst. 1.2 11 daga námskeið fyrir kennara 1. békkjar 14.-25. sept. (haldið í Reykjavík). Fyrir Háde'gi verða ' fyrir- lestrar og farið í nýja' náms- etfnið og það skýrt raskilega. I>á verða fyrirlestrar um ýmis atriði í tengslum við námsefn- ið t.d. um sól'kerfið og náms- efni 11 ára nemenda,- ■ Efltir hádegi verður verkleg' kennsla og umræður og verð- ur þátttakendum skipað í 8-10 manna hópa. Verður farið í allar verklegar æfingar nárns- efnisins. Námskeiðinu lýkur seinni hluta föstudags 25. sept. 1.3 Á tímabilinu 10.-30. september verða haldin 5 daga, námskeiö á eftirtöldum stöð- um: Austurlandi, Miðnorður- landi, Vestfjörðum,, Vesturlandi og Suðu.rlandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði barnakehnur- um og, gagnfræðakennurum og skipulögð með það í huga, að sömu menn geti e.t.v kennt á báðum stigum. Þess vegna er áætlað að kynna námsefnið á hvoru stigi fyrir sig á 2’/a degi. Þeir kennarar sem hug hafa á þessum námskeiðum og ekki þegar sótt um þau skuhi snúa sér til skólastjóra skóla síns og kanna hvort skólinn hefur ætlað kennara pláss á nám- skeiðinu. II. Líffræðinámskeið verður haldið í Reykjavík dag- ana 20.-31. júlí. Á námskeið- inu verða veittar almennar leið- beiningar um nýjungar og kennsilutækni í líffræði. Það ér opið öllum kennurum, en ætla má að það henti vel kennurum gagnfræðastigs og framhaldsskóla. Tveir sænskir kennarar verða aðalleiðbein- endurnir þeir Tord Porsne menntaskólakennari og dr. Mattsson, en auk þeirra mun örnólfur Thorlacius mennta- skólakennari : k<jnna og veita námskeiðinu' . forstöðu. Menn- ingar- -óg Vísiridastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCÖ, veitir styrk til námskeiðsins. III. Stærðfræðinámskeið. Fjögur námskeið í stærð- fræði hafa verið ákveðin í Reykjavík. öll- eru þau miðuð við ledðbeiningar í nýstærð- fræði og miðuð við kennslu ýmlssa aldunsflokka. A. Námskeið fyrir byrjendur I mengjafræði ‘Verður dagana 24. ágúst‘"'til 2. September. B. Framhaldsnámskeið fyrir þá kennara, sem áður hafa lok- ið byrjendanámskeiði, verður frá 27. ágúst til 2 september. C. Námskeið fyrir kennara <s- eldri barna (10-12 ára) verður' haldið dagana 24. ágúst til 2. september. Þó geta þeir kenn- arar sem kennt hafa mengja- fræði komið inn á námskeið- ið 27. ágýst. D. Námsikeið fyrir gagnfræða- stigsikennara verður frá 7.-16. september. Hörður Lárusson, menntaskólakennari og Krist- inn Gíslason umsjónarkennari hafa umsjón með námskeiðun- um, en auk þeirra kenna marg- ir af sömu kennurum og kennt hafa á fyrri námskeiðum, m. a. báðir dönsku kenna.rarnir, sem hér hafa verið frk. Agnete Bundgaard og frú Kárin J. Plum. Kennt verður með svip- uðum hætti og á fyrri nám- skeiðum. Vegna þrengsla á námskeiðinu fyrir bamakenn- ara verður þátttaka að til- kynnast fyrir 25. júlí. IV. Dönskunámskeið 17.-29. ágúst í Reýkjavík. Nám- skéið þetta er til kynmrigar á nýju kennsluefni í dön.sku tfyr- ir bamáskóla, sem Ríkisútgáfa námsbóka gefur út í samráði við skólarannsóknir. Aðalkenn- ari verður Gurlí Guðmunds- son. Ef eigi reynist unnt að taka alla umsækjendur inn á námskeiðið ganga þeir fyrir, sem ætla að kenna þetta nýja námsefni næsta vetur. V. Námskeið í nútíma hann- yrðum úr íslenzkri úll verða alls þrjú. Þau eru öll haldin í Kennaraskóla -Islands og kennari á þeim er frú Hólmfríður Ámadóttir. Hvert námskeið er 40 kennslustundir. Fyrsta námslkeiðinu er nýlok- ið, en það stóð yfir frá 8,- 16. júní. Annað námsikeiðið stendur yfir í næstu viku 22.- 30. júní og hið þriðja frá 6.- 13. júlí VI. Þá eru ráðgerðir fræðslu- fundir á ýmsum stöðum í sum- ar og haust. úr og skartgripir iKORNELÍUS JÚNSSON skólavördustig 8 4>- Húsráðendur! Geri við heita og kaida krana. WC og WC-kassa. leka á ofnum og hitaveituleiðslum STILLI HITAVEITUKERFl iILMAR J. H. LÚTHERSSON jípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.